Vísir - 12.08.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1971, Blaðsíða 2
Mamman, 12 ára, pabbinn, 16 ára og Jimi litli sonur þeirra. Yngsta móðir á Norðurlöndum — skírbi barn sitt eftir Jimi Hendrix Þeir kalla hana yngstu móður Norðurlanda, og hvort sem það er nú rétt eða ekki, þá er stúlk an býsna ung, ekki nema 12 ára — heitir Marita ’ Samue’s- son og er frá Gautaborg og son ur hennar var skirður fyrir viku. Sonurinn er 6 vikna gamalj og var skírður Mikael Jimi — Jimi í höfuðið á Jimi nokkrum Hend- rix, rokk-stjörnunni bandarísku, sem dó i vetur aí of stórum eiturlyfjaskammti. Faðir þess nýfædda Jimi, er sextán ára, og það var hann sem valdi Mikael, móöirin valdi hins vegar Jimi. Og skimarveizlan tókst frábærlega vel. Þrátt fyrir það að úrellisrighing hefði verið og vont að hafa uppi á leigubll í • allri • -umferðinni i Gautaborg, þá komst unga fólkið samt á endanum til kirkjunnar með barn ungann sinn, og að skírnarat- höfninni lokinni, hélt manna hennar Marítu rausnarlega köku- veizlu. Þetta yngsta kærustupar Norð urlanda — ef trúa á staðhæfingu sænskra biaða — segist ákveðiö í að ganga í heilagt hjónaband þegar Maríta verður 18 ára. Pelle, kærastinn, er iðnnemi, og viM endilega að þau leigi sér 'ibúð hið fyrsta og fari aö búa. Það vill Marita hins vegar ekki. hún vill búa dálítið lengur heima hjá pabba sínum og mömmu — „og þar höíum við Það líka svo gott. Og mér er alveg sama þótt skóla félagarnir stari á mig á göng- unum — flestar bekkjarsystur mínar ’.eika sér ennþá að brúð um og þegar ég bauð nokkrum þeirra að koma heim nýlega og sjá barnið, þá horfðu þær á mig eins og viö værum verur frá Mars — vesalings sm.ábörn sem þær eru!“ Þjóðverjar veiða vísindamenn „Hættur í kvik- tnyflidum", segir Lee Murvin „Ég skal svo sannarlega hætta þessu kvikmyndapuði, þegar töku þessarar myndar verður lokið,“ sagði Lee Marvin, sá frægi kúreka- og skúrkaleikari nýlega í viðtali. „Ég veit vel að ég hef sagt þetta nokkrum sinnum áður, en nú er loksins nóg komið. Ég er 47 ára og hef stundað kvik- myndaleik í 24 ár. Peningamir skipta mig engu, og nú ætla ég að Láta verða af því að hætta.“ Marvin er þessa stundina í Arizona að lefka á móti Paui Newman í mynd sem heitir „Vasa peningar". „„Ameriski draumurinn“ er bara lygi, og aöt það sem sagt hefur verið honum til góða. Velgengni hefur æviniega von- brigði og biturleika í för með sér. Velgengnin leiðir aðeins til þess, að maður gerir sér grein fyrir þvf, að maður hefði getað gert mik’.u meira en gert er, og maður hatar sjálfan sig fyrir að hafa ekki gert það. Ég hef reynt allt. Peningar skipta mig engu núorðið. Ég lék lengi í sjónvarpsmyndum — allt of lengi, og ætla aldrei að koma nálægt sjónvarpsvinnu framar. Þegar ég leik í kvikmynd, vinn ég mikið aö h’utverkinu. hugsa mikið um handritið mitt og flana aldrei að hlutverki. Leikur er mér ekkert sem hægt er að hrista fram úr erminni. Senni- lega er ég karlmenni fram í fing urgéma. Ég nýt allra þeirra hluta sem karimenn einir gera — og til þess að stunda karlmanna- rprðttir, þá þarf maður mikinn tíma. Það verður mikil’. hamingju dagur í lífi mínu, þegar ég brenni leikarafélagsskírteinið mitt.“ „Heila leki“ (Brain drain) var það kallað fyrir nokkr um árum — og er enn, það fyrirbæri, að Banda- ríkin soguðu til sín í æ auknum mæli vísinda- menn af öllum sviðum, raunvísinda og hugvís- inda og veittu þeim betri atvinnu en þeir gátu feng- ið í heimalandinu og betur borgaða. Heimalönd þess- ara vísindamanna sem svo mjög sóttu til Banda- ríkjanna voru t. d. Þýzka- land, Bretland eða Norð- urlönd. Núna er þetta að breytast. Nú eru Bandaríkjamenn farnir að tala um upp um „Brain drain“ til Þýzkalands. Markið er orðiö máttugra en dollarinn. 1. ágúst s. 1. kom leiguflugvél frá New York og lenti í Ham- borg. Með vélinni voru 92 menn, karlar, konur og börn. Þau litu út rétt eins og aðrir ferðamenn, en þama var þó um innrás a? nýrri gerð að ræða. 1 hðpnum voru 46 vísinda- menn, stærðfræðingar og raunar menn með margs konar annars konar menntun. Þeir voru fyrsta aldan í nýrri þróun, sem kann að hafa víðtæk áhrif á mennt- un í framtíðinni. Allir þessir menn höfðu undir ritað 2ja ára samning um að kenna í gagnfræðaskólum Ham- borgar. Og kennaraskortur er ekki aðeins í Hamborg, heldur í öllum hlutum Þýzkalands. Það er óskapleg þörf fyrir háskólamennt- aða kennara f Þýzkalandi. og ef Þjóðverjar geta boðið betri kjör en yfir’.eitt bjóðast annars stað- ar, þá tekur „heilalekinn" ef- laust nýja stefnu. Áhugi meðal vísinda- manna Eftir því sem Þjóðverjar þeir í Hamborg, er hafa með ráðn- irigu háskólamenntaðara kenn- ara þangað að gera, segja þá hafa bandarískir vísindamenn á- huga á að starfa í Þýzkalandi. Þegar Hamborg fyrst auglýstieft ir menntuðum kennurum vestan hafs sem austan, þá sóttu yfir 500 Bandaríkjamenn um starf. Þegar hefur S1 amerískur kenn ari hafiö starf í einhverjum af mörgum framhaldsskólum borgar innar, og í byrjun september n. k. er von á 40 manna hópi að vestan til viðbótar. Og þeir Bandaríkjamenn sem til Þýzkalands halda, eru engir annars flokks kennarar eða vís- indamenn Þjóðverjar vi’.ja ein- vörðungu það bezta. og sérhver skólastjóri í Bandaríkjunum sem fengi einhvern hinna 46 sem 1. ágúst lentu f Hamborg í sinn skóla, væri hann án efa himin lifandi. „Að skipta um umhverfi“ Vissulega eru ástæður vísinda mannanna mismunandi. Sumir gera sér engar vonir um hærra kaup en heima. Búast jafnvel við lægra kaupi — en ástæður margra virðast vera þær sömu og hjá Mamma „gamla“ passar Hún mamma hennar Marítu hætti að vinna úti, og er nú heima og gætir litla Mikaels Jimi fyrir Maritu og Pelle svo þau bæði geti haldið áfram í skólanum. „Kannski reyni ég að vera þrjú síðustu árin á kvöld skóla, svo ég geti verið allan daginn meö Jimi — en áður en við hugsum a’varlega um þessa hluti, ætlum við Pelle saman í nokkurra daga frí. Það hafa verið svo mikil læti kringum mig og barnið síðan það fæddist. að mér veitir ekki af að slappa ögn af.“ Dick Bukowski, 29 ára gömlum stærðfræðikennara: „Eflaust verða einhver vand- ræði á vegi mínum hér, en hvem ig sem allt veltist, þá fæ ég hér tækifæri til að gera margt það sem ég hefði aldrei getað heima. Hér fæ ég tækifæri til að anda að mér öðru og ólíku andrúmslofti, læra nýtt tungumál til hlítar og þar fyrir utan læra starf sem ri’fur mann upp úr hversdagsliringiðunni Að ferðast um og kynnast nýju og öðru vísi fólki.“ Þessar ástæður Bukowskis virð ast algengastar hjá vísindamönn unum amerísku, jafnvel þótt þeir séu á aldrinum 24—54 ára. og séu al’.t frá því að vera stelpur í pínupilsum til þess að vera rólyndislegir afar með konur og krakkastóð í eftirdragi. Þegar Apel, þýzki ráðningar- stjórinn er stjórnaði komu síð asta hópsins til Hamborgar tók á móti hópnum á flugvellinum sagði hann:,.Að mörguleytiverða hlutirnir öðruvísi hér en i Amer- íku!“ Honum var þá svaraf með húrrahrópum O'g fyrirspurr um: „Hvenær getum við byrjaö?'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.