Vísir - 12.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 12.08.1971, Blaðsíða 16
Flmmtudagur 12. ágúst 1971. Hjólreiða- maður rotast • Hjólreiðamaöur einn, sem var á leið um Bjarkargötuna í gær kvöldi, var svo óheppinn að detta af farartæki sínu í götuna og rot- ast. • Lögregla og sjúkralið kom þeg- ar á staðinn, og var maðurinn fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans, en áður en þangað kom, var maðurinn kominn til sjálfs sín, — Méiðsli hans voru ekki talin alvar- leg. — ÞB Umferðaróhöpp fyrir norðan: Snyrtileg bílvelta Tvö umferðaróhöpp urðu i nám unda við Akurevri í gær. Bifreiö var ekið út af á Vaðlaheiði í nánd við Birgishnjúk. Ökumaður bifreiðarinnar hlaut einhver meiðsli, sem þó eru ekki talinn alvarleg, og var fluttur í sjúkrahúsið á Akureyri. Hann hafði verið á leið frá Akureyri til Húsa- vikur. er slysið varð. Með honum i bflnum var ungur drengur,. sem s'app ómeiddur. 1 gærkvöldi valt bíll við Lónsbrú. Sú bflvelta var eins snyrtileg og ein bilvelía getur verið, því að eng inn meiddist, og bíllinn stóð á hjól unum eftir sem áður, óskemmdur ’ð mestu. Bílstiórinn ók áfram eins og ekk ért hefði i'skorizt; 'én kom þó við f lðgreglustöðinni á Akureyri til -ð láta vita af atburðinum. — >B // // \ \ 1 4 Rétt eins og i alvörubúð — segir afgreiðslu- fólkið i Frihöfn Keflavikurvallar „Þetta er svo sannarlega orð íð eins og i alvörubúð héma hjá okkur í Fríhöfninni,“ sagði einn afgreiðslumannanna þar í við tali við Vísi í morgun. Hann má lika vera hreykinn, að því er við komumst næst er að- elns ein meiriháttar flughöfn önnur i Evrópu, sem býður upp á frihöfn með kjörbúðarformi. Hún er í Amsterdam. Viðskiptavinir Fríhafnarinnar á Kéflavikurflugvelli geta nú ranglað um miili vöruhlaðanna á naér helmingi stærri gólfifleti en fyrir breytinguna, sem átti sér þar stað um mánaðamótin síðustu. Það er þó aðeins áfengi, tóbak og sælgæti. sem afgreitt er með kjörbúðarhætti. „En mesta salan hefur jú alltaf verið í þeim vamingi,“ útskýrði af- greiðslumaðurinn — „enda hef ur það flýtt mikið fyrir afgreiðsl unni hér að koma þeim vörum í sjálfsafgreiðslu, Nú er okkur farið að takast að áfgreiða alla þá sem hingað koma, en með gamla iaginu var það ekki fá- títt að fólk þyrfti frá að hverfa sökum seinlegrar af- greiðslu." Hvort sem það er hinum breyttu skilyrðum í Fríhöfninni að þakka eöa ekki, var salan þar 20% meiri eftir breytinguna, en á sama tíma f fyrra. -ÞJM ; ,Ahuginn mætti vera meiri' — giróþjónustan virðist jb<5 mæta vaxandi skilningi hjá almenningi og fyrirtækjum „Áhuginn á gíróþjónust- unni er heldur að vaxa bæði hjá almenningi og fyrirtækj- um en hann mætti gjarnan verða meiri“, sagði Þorgeir Þorgeirsson forstöðumaður gíróþjónustunnar í viðtali við Vísi í morgun. Helztu fyrirtæki sem nú eru aöilar að gíróþjónustunnj eða munu verða það eru sími, raf- magnsveitur ríkisins og Raf- magnsveita Reykjavíkur og Ríkisútvarpið. Nokkur happ- drættanna hafa þegar gerzt að- ilar að gíróþjónustunni, t d. Happdrætti Háskólans og Happ drætti Krabbameinsfélagsins og samkvæmt þvf sem Þorgeir sagði eru nokkrir aðiiar, sem þurfa að innheimta félagsgjöid farnir að huga að því að koma þeim inn í gíróþjónustuna. „Ég vil benda á hagkvæmni gíróþjónustunnar, þegar greiðsla á áskriftargjöldum er annars- vegar og hef þá blöðin ’i huga og tímarit auk árgjalda og ann arra félagsgjalda. Það væri mjög ánægjulegt, ef Vfsir og önnur blöð notfærðu sér þetta.“ Þorgeir sagði að tryggingar- félögin væru ekki enn farin að notfæra sér gíróþjónustuna. >á sagði Þorgeir að ef stofnun eða fyrirtæki pantaði þúsund eða fleiri eyöublöð fái þau prentun á nafni, númeri og smá‘ inn- heimtutexta ókeypis —SB Fáeinar mínútur framyfir Æ, bara smástund út í sólina — Þaö er ekki seinna vænna að njóta sumarblíðunnar áður én haustar og síðustu dagarnir hafa óneitanlega verið vel til þess fallnir. Eng- inn vinnuveitandi er svo haröur aö hann sjái ekki í gegnum fingur við starfsfólk sitt — fáéinar mínútur fram yfir í kaffitíma, rétt meöan sólin skín skærast — einkum og sér í lagi ef um er að ræða ungar ljóshærðar blómarósir eins og þessar starfsstúlkur Landspítalans. Þær heita Ingibjörg Richardsdóttir og Sigrún Edda Steinþórsdóttir og brugðu sér út undir vegg hjá Landspítalanum til þess að njóta sólarinnar smástund meðan hún er enn svo hátt á lofti. Ljósm. Ástþór. Bílatrygging hækkar ekki fyrr en um áramót — Óvist hvað þá verður Bifreiðaeigendur geta verið sáttir við tryggingafélögin fram til áramóta að minnsta kosti, þar sem iðgjöld af bifreiðatrygg- ingum munu ekki hækka 1. sept ember eins og áformað var. ÖII áform um hækkun iðgjaldanna stranda á verðstöðvuninni, sem nú hefur verið framlengd til ára- móta sem kunnugt er. Hins veg- ar má búast við að trygginga- félögin fari fram á hækkun um áramót. Að sögn Gunnars Ólasonar, full trúa hjá Tryggingu hf. verður erf- itt fyrir tryggingarfélögin að láta þap iðgjöld, sem inn koma á þessu árí duga fyrir tjónum. — Hins vegar er tómt mál að ta’a um hækkun, sagði Gunnar, meöan ekki er vitað, hvaða ráðstafanir ríkis- stjórnin hyggst gera um áramótin. Tryggingafélögin fóru fram á allt að 41.5% hækkun á iögjöld- um ábyrgðartryggingar sem féllu í gjalddaga í vor og 19,5% hækk- un á kaskótryggingum Þeim var þá synjað um hækkun, þar sem verðstöðvun gilti til 1. september. — Tryggingafélögin Settu þann varnagla á kvittanir fyrir iðgjöld- unum 1. maí. að þau áskildu sér rétt til hækkunar 1. september og bjuggust því bílaeigendur við ein hverjum útgjöldum af þeim sökum. Stjórnskipuð nefnd var skipuð til þess að endurskoða þessi mál og er hún starfandi enn. —JH Hafði verið látin í tvo mánuðS Lögreglan f Ostó fann í gær Hk 70 ára konu í íbúð hennar, og hafði hún verið Iátin í tvo mánuði.— Konan átti enga aettingja í Oslö og umgekkst ekki nágranna sfna. Húsvörðurinn kallaði lögregkina á staðinn, og hún branzt irm í íbúð ina. I póstkassa fundust bréf með ávísunum ellitrygginganna fyrir júní, júK og ágúst, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Á ári hverju fjallar lögreglan I Osló um nálægt sext-m danðsföll, þar sem gamalt fólk eða aðrir ein- búar finnast látnir i ibúöum sínum. —HH Viðskipfa- og Img- fræðingar stofna rádgjafahlufafékig Nokkrir sénfræðingar, mest viR- skipta- og hagfræðmgar, bafe stofn aö hhitafélagið „Hagvang", — sem ætlar að taka að sér h?vers kofw ráðgjafar- og rannsóknarþjófnKtu á sviði þjóðhagfræði og rekstrarhag- fræði. Þá hyggst félagið hafa með höndum rekstur fasteigna og lána- starfsemi. Hlutíhafar em 2fl. Hver hlutihafi leggur fram 16 þús., þannig að hlutafé er 210 þús. krónur. Formaðtrr stjómar er Garðar Sig urgeinsson viðskiptafæðing«r, vara form. Garðar Ingvarsson haffraeð ingur og meðstjómandi Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur. —HH Norðmanna- slagur bak við Þjóðleikhúsið • Fjórir norskir sjómenn fóru að fljúgast á upp úr leiðíndum bak við Þjóðleikhúsið í gærdag. Norðmennirnir drógu ekki af sér við áflogin, svo að nærstaddir aðilar kvöddu til lögregluna tH að reyna að afstýra því, að ti? mann víga kæmi. Þegar Iögregluþjónarnir komu á staðinn „slógust Norðmennirnir hressi!ega“, eins og segir í lögreglu skýrslunni, en fljótlega tókst þó að ska-kka leikinn. Þá lá einn Norð- mannanna óvígur i valnum, en við nánari athugun reyndust meiðsli hans ekki alvarleg. Lögreglumönnunum íslenzku tókst að sætta Norðmennina, og þeg ar sættir voru komnar á, var þeím leyft að halda til skipsins, sem flutti þá hingað, en það er ms. Pet- er Olsen. Fóru þeir um borð með friði til að kasta mæðinni efti-r barsmíðam ar. —iÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.