Vísir - 12.08.1971, Blaðsíða 8
VTSTK . Fímmtudagur 12. ágúst 1971.
VÍSIR
OtgefancU: Reykjaprenr nf. \
Framfcvæmdast jörl: Sveino R. EyjðlfMOB I
Ritstjóri: Jónaa Kristjðnsaoo
Fréttastjóri: J6n Birgit Pétursson
aitstjómarfulltrti: Valdimat H. Jöhannessoe
Augiýsingastjöri: Skúli G. Jöhannessoo
Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Simaf 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugðtu 3b Simi 11660
Ritstföm: Laugavegi 178 Slm) 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuffl tamanlands
f lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda U.
Það er nú það |
ö^afur Jóhannesson forsætisráðherra náði sér sæmi-
lega á strik í sjónvarpsviðtalinu í fyrrakvöld, þegar
talið snerist að landhelgismálinu. Þá var eins og ráð-
herrann skyndilega vissi, hvað hann vildi. Hann gat
dregið upp skýra mynd af þeim viðhorfum, sem blasa
við ríkisstjóminni á því sviði, og þeim leiðum, sem
helzt koma til greina. '
Hið sama er ekki hægt að segja um meginefni við-
talsins, þar sem fjallað var um atvinnu- og efna-
hagsmál. Viðmælendur ráðherrans vom kurteisir í í1
spumingum og tókst samt hvað eftir annað að reka /
forsætisráðherra upp að vegg. Samt spurðu þeir yfir- /
leitt ekki annars en þess, sem spurt hefur verið í
dagblöðunum að undanfömu.
Efnahagsmálin em greinilega veikasta hlið hins
nýja forsætisráðherra. Þegar fjallað var um þau í
viðtalinu, fór hann undan í flæmingi og gat fáu svarað.
Fyrst virtist svo sem hann héldi því fram, að sumar- /
gjafamilljarðurinn væri aðgerð gegn verðbólgu, en )
svo fór þó, að hann varð að viðurkenna, að slíkt \
peningaflóð gæti hugsanlega haft einhver verðbólgu- v
áhrif. (
Forsætisráðherra varð að viðurkenna, að fátt sé /
enn vitað um, hvar á að fá peningana í gjafaflóð /
ríkisstjómarinnar. í viðtalinu var honum bent á, að )
ofan á eyðslusemina væri í málefnasamningnum gert \
ráð fyrir lækkun og afnámi ýmissa skatta. Varð \
ráðherra að viðurkenna, að skattar mundu ekki lækka (
í heildina, sem getur ekki þýtt annað en að aðrir /
skattar eigi að hækka á móti. /
Hann gat þó upplýst, að hið nýja fjárhagsráð, sem
nefnist Framkvæmdastofnun ríkisins, mundi verða
valdaminna en ríkisstjómin sjálf. Hann noitaði því i
harðlega, að hún ætti að verða skömmtunarskrifstofa
framl:væm:Ío, cn játaði því, að hún setti r.ð raða fram- )
kvæmdum atvinnvl'f úns í forgrv^ocöð. í þessum dúr \
var meginhluti viötalsins. Svör Ólafs minntu á kerl- l
inguna, sem aldrei svaraði öðru en þessu: „Það er (
nú það og svo er nú svo og það er nú líkast til.“ /
Af viðtalinu má ljóst vera, að ríkisstjórn Ólafs /
Jóhannessonar getur lent í stórum meira klandri í )
efnahagsmálum en eðlilegt er á þessum tímum, nema )
hún hafi sér til aðstoðar góða og viðurkennda ráð- \
gjafa í efnahagsmálum og taki mark á þeim. Ólafur (
er líka þegar byrjaður að reka sig á, að efnahags- /
málum verður ekki stjómað eftir forskrift lýðskmms /
í yfirlýsingum stjórnmálaflokka. )
Það er engin furða, að dagblaðið Tíminn skuli hvað \
eftir annað vera að hamra á því, að landhelgismálið \
sé höfuðmál ríkisstjómarinnar, eins og Ólafur gerði (
raunar líka í viðtalinu. Kannski stefnir stjórn hans í
aðeins að því að sitja fram yfir lausn þess á næsta /
ári og hyggst síðan hlaupa frá efnahagsmálasúpunni, )
eins og önnur vinstri stjóm gerði fyrir þrettán ámm. ))
Skemmtiferðamenn í Reykjavík f gær.
OECD vill að ferðamenn megi
hafa með sér yfir 60 þús. kr.
Túrismi" verður sifellt sfærri hluti tekna
//
íslendingar juku hlut-
fallslega mest útgjöld
sín til utanferða á sein-
asta ári af löndunum í
Efnahags- og framfara-
stofnuninni OECD.
Ferðamannastraumur-
inn óx mikið í þessum
löndum eða milli 10 og
16 af hundraði á árinu
1970. Túrisminn er nú sú
grein „útflutningsiðnað-
ar“, sem vex hraðast. Er
lendir ferðamenn, sem
komu til landanna, voru
samtals 134 milljónir á
árinu.
Á að drepa hænuna, sem
verpir gulleggjunum?
Ríkisstjómir reikna nú í vax
andi mæli „túrismann“ með í
áætlunum um atvinnulíf og
þjóöartekjur í fra tíöinni. Feröa
mannaráð fá aukin verkefni. og
vandamálið er að samræma hin
ýmsu sjónarmiö, en eitt vanda-
máliö er mengun og náttúru-
spjöll, sem ferðamenn valda.
Þetta viöfangsefni fer að veröa
brýnt hérlendis. Hversu langtá
aö ganga í „opnun landsins"
fyrir ferðamönnum, sem traöka
náttúruna og óhreinka fagra
staði? Á móti þessu sjónarmiði
verður að vega tekjuaukningu
af fleiri og fleiri ferðamönnum.
Almenningsálitiö er nú miklu
viðkvæmara fyrir mengunar-
vandamálinu og áhrifum ferða-
mannafjöida á mengun lands,
fljóta og stöðuvatna en áður
var. Þannig verður þaö hlut-
verk ferðamálayfirvalda að
koma i veg fyrir. að túrisminn
„drepi hænuna, sem verpir gull
eggjunum", spilli svo þeirri nátt
úru, sem hænir til sín ferða^ólk,
að hi'rn hætti að hafa aðdráttar
afl fyrir ferðamenn í framtiö
inni.
Stefnt að meiri vetrar-
orlofum
Vetrarorlof hafa verið nokkuð
á döfinnj hér á landi og þings-
áiyktun gerð um athugun á
framkvæmd þeirra. Þetta hefur
einnig verið til meðferðar ríkis
stjórna í OECD-ríkjunum. Sum
ar rikisstjómimar hafa tekið
frumbvæði að endurskipulagn-
ingu á sumarleyfum í skólum
og fyrirtækjum nú í ár. Sums
staðar höfðu stjómvöld sam-
vinnu við einkaaðila í atvinnu-
rekstri til að gera tilraun með
því að bjóða upp á sérstakan
afslátt og skemmtun. ef menn
tækju leyfi sitt að vetrarlagi,
þegar álagið var ella minna í
avinnurekstrinum. Þessar til-
raunir munu væntanlega vera
gerðar í fleiri löndum á næstu
árum.
Ferðamáianefnd OECD telur
Umsjón: Haukur Helgason
þó, aö slíkar einstakar tilraunir
nægi ekki án samstarfs -milli
ríkjanna. Þetta vandamál er
hluti stærra viðfangsefnis um
það, hvernig yfirleitt skuli haga
frítíma, bæöi helgum, „sumar-
leyfum“ og öðrum frídögum, svo
að bezt megi farnast fyrir heild
ina og einstaklingana innar henn
ar. Ferðamáianefnd OEGD álít-
ur, að eigi að nást verulegur
árangur, verði að samræma að-
gerðir á öllum þessum sviðum.
l>ó beri að fagna því, sem gert
hefur verið, þótt það nægi ekki.
Háskólamenntun í
túrisma
Ferðamálanefnd OECD leggur
áherzlu á bætt skipulag ferða
mála í aðildarr'ikjunum. í sum-
um þeirra er þjálfun starfs-
manna við ferðamál undir ein
hvers konar opinberri stjórn, og
aðstaðan, sem ferðamönnum er
boöin, er f auknum mæli sett
undir smásjá hins opinbera eða
stofnana. sem bæöi opinberir að
ilar og einstaklingar eiga aðild
að. Mjög víða eiga starfsmenn
við ferðamál kost á kennslu, sem
hiö opinbera gengst fyrir yfir-
leitt, en auk þess bjóða sum
OECD-ríkjanna nú háskóla-
menntun í stjórn fyrirtækja, sem
hafa tekjur sinar af túrisma eða
almenna menntun um túrisma.
Ferðamálanefnd OECD fagn-
ar þessari viðleitni. Hún álítur
engu síður, að vegna þess,
hversu hreyfanlegt starfslið i
þessum efnum hefur reynzt,
þannig a" tiltöluiega algengt er,
að starfslið við ferðamál flytj-
ist frá einu landi til annars. þá
sé enn mikill skortur á alþjóð-
legum reglum um menntun þessa
fólks.
Þá verði að veita því fólki,
sem að þessu starfar, meiri
hvatningu en nú tiðkast, svo
sem betri kjör, þvf að með því
megi fá betri þjónustu við
íeröamenn.
Bretar og Frakkar
draga úr hömlum.
Ferðamannastraumurinn naut >
á siðasta ári góðs af almennum .
ilfskjarabótum í þessum ríkjum
og tiltölulega friðsamlegri þró-
un á stjómmálasviðinu víðast
hvað. Þá munaði miklu, að
Bretland felldi niður ýmsar
strangar hömlur, sem verið ,
höfðu á gjaldeyri, sem brezkir
ferðamenn gátu tekið með sér
úr landi. 1 Frakklandi var einn
ig í fyrra dregið úr slflnun
hömlum. Enn eru víða talsverð
ar takmarkanir í gildi, og telur
Ferðamálanefndin, að auövelda
beri ferðalög milli landa með
því að stefna markvisst að
minnkun slíkra takmarkana. Þró
unin hefur enda verið í þá átt.
Frakkar hækkuðu í fyrra þá
gjaldeyrisupphæð, sem feröa-
menn þaðan máttu fara með úr
landinu úr 23.670 ísl krónum
upp í 31.680 krónur á hvern
mann, og máttu menn fara með
þá f járhæð úr landi tvisvar sinn
um á einu ári. Frakkland hefur
þó enn ekki fullkomlega farið
eftir skilmálum OECD í þess-
um efnum, því að OECD gerir
ráö fyrir, aö ferðamenn megi
fara meö úr landi að minnsta
kosti 61.600 krónur í hverri
utanferð. Hérlendis mun gjald-
eyrir vera um 21 þús.
Skerfur túrismans í OECD-
rfkjunum var i fyrra 6% af
heildartekjum þeirra af imtan-
ríkisviðskiptum. Á fyrstu mán
uöum yfirstandandi árs hélt
feröamannastraumurinn áfram
að vaxa í löndunum í Evrópu
og Ameríku, en minnkaöi í
Japan, enda stóð heimssýning
þar í fyrra, svo að við einhverri
fækkun ferðamanna mátti bú-
ast. Þjóðverjar voru sífellt ferða
glaðari, en minni aukiM>a w
hjá Bretum og Frökkum. Helö'
ur dró úr fjölda ferðamanna frá
Bandarlkjunum vegna efnahags
ástandsins þar.
Hiutfallstölur sýna, að hvergi
hefur ferðamönnum fjölgað jafnt
og á íslandi inn og út á und-
anförnum árum.