Vísir - 17.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 17.08.1971, Blaðsíða 16
Lýsf eftir manni frá Klepps- spítalanum Ennþá hefur ekki spurzt ti'. mannsins, sem hvarf frá Klepps- spítalanum síðastliðinn sunnudag. Skipulögð leit að honum er ekki hafin, en þeir, sem hafa oröiö hans varir, eru beðnir um að láta lögregluna vita þegar í stað. Maðurinn, sem sást síðast á Kleppsspítalanum um k'. l'o síð- asta sunnudag. heitir Erynjólfur Brynjólfsson. Hann er 37 ára að aldri og meöalmaður á hæð, þétt vaxinn með skollitað hár, snögg- klippt. Brynjó'iíur var kiæddur í dökkgrá jakkaföt og brúna skó - ÞB Slökkviliðs- menn kaupa sjálfir brunabíl SlÖkkviliðsmenn í Keflavík eru með óvenjulegar ráðagerðir á prjónunum. Þeir ætla að kaupa sjálfir brunabíl til þess að nota við slökkvistarf á Suðurnesjum. Slökkviliðsmennirnir í Keflavík eru einvörðungu sjálfboðaliðar. Þeir eru ekki launaðir, nema þá fyrir einstök útköll Nú hafa þessir liðsmenn bundizt samtökum um að bæta dálítiö aðstöðu sína, ekki með launakröfum, þeldur með því að safna fyrir nýjum bíj, Hyggjast þeir koma á fót happdrætti í því sambandi. Það er Gunnar Jónsson einn þeirra slökkviliðsmanna sem er 'relzti hvatamaður þessarar söfnun- ar. Að sögn hans er meiningin að fá fullkominn slökkviliðsb'il erlend- is frá. Bílakostur liðsins er oröinn nokk- uð gamall. Liðið hefur yfir að ráða fjórum bílum. tveimur gömlum Ford dælubílum, einum stórum tankbíl, sem tekur 12000 lítra og einum flutningabíl. — JH „Seljum þá staBirn" — Rætt við nokkra útflytjendur á Band arikjamarkað „Umboðsmaður minn í Bandaríkjunum er kominn hingað til íslands og við munum eiga viðræður um þessar nýju ráðstafanir Bandaríkjastjórnar í innflutningsmálum, hvort hann getur eitthvað tekið þennan skell af mér“, sagði Eyþór Tómasson hjá Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri, „Það verður að fara sem orðið er með þessi 3 tonn eða svo, sem búið er að skipa út á Ameríkumarkað. Eftir er aö vita hvernig okkur semst, mér og umboðsmanninum. Það er á- gætismaður og sérlega duglegur að útbreiða okkar vöru út um öll Bandaríkin. Hann hefur sýnt hana víða, og segir mér að hún Iíki vel.“ — En tollurinn hækkar súkkulaðið í verði? „Já, já, það er ekkert vafamál.“ til Evrópu í Qsturinn tollaður „Við höfum flutt mest út af osti“, sagði A'gnar Tryggvason hjá Búvörudeild SÍS, „fluttum ein 280—300 tonn út til Banda- ríkjanna síðasta ári og undan farin ár. Hins vegar höfum viö ekkert flutt þangað af smjöri. Stendur til að flytja þangað kjöt, en mér skilst að það sé undanþegið þessum tolli, það eru fullunnu iðnaðarvörumar sem þetta bitnar á“. Og Harry Fredriksen hjá Iön aöardeild SÍS tjáði Vísi í morg- uri. að enn væri ekki fullljóst hvernig to'.lurinn kæmi niður á ullar- og skinnavörum sem Sam bandsverksmiðjumar selja til Bandaríkjanna: „Trúlegt aö þær verði tollaðar — umboðsskrif- stofa okkar fyrir vestan er að kanna málið fyrir okkur og ætli við vitum þetta ekki betur eftrr morgundaginn. Getur oltið á því hvort Bandaríkiamenn skipa okkur í flokk meö þróunarlönd- unum eða ekki“. Reynum að skipta t*m markað „Við flytjum langmest af okk ar húsgögnum út til Bandanfkj- 'anna“, sagöi Helgi Halldórsson hjá Stáliðjunni, er Vísir ræddi við hann í morgun, „og þar sem þeir ætla að fara að tolla þenn an varning, þá getur vel verið ■ 3» aö við reynum að vernda yfir ag selja bara til Evrópu í staðinn. Reyndar höfum við hingaö til keypt hjólin undir skrifborðs- stóla og borð þar vestra, og þau þess vegna ekki toifað, svo það er ekki útilokað að við höídum átf-ram að selja vestur. iIVKíið þarf að skýrast mejra áðwr en viö ákveðmn okkrar". Verst fyrir Japan „Það er ekki gott hiföðið f okkur“, sagði Ragnar Þór JWagn- úss. sölustjóri hjá Álafossi, en Álafoss flytur út tafcvert magin af ullarvörum til Bandarfkjanna.' „Þessar ráðstafanrr Banda- ríkjastjómar miða auðvitað að þwí að rétta við bandariskan fataiðnað, sem verið hefar ti wC- uriægingn að undanfömu, og að geröunum er helzt stefnt gegn Japan. Við hér sefjum vörwr ri! annarra Ianda en USA, og það getur vel verið að við leggjum bara áherzlu á að selja annað, annars þurfa málin emi að skýr ast áður en nokkuð verður frðk ar ákveðið í sölumá!um“.GG hfjólreiðaslys: Drengur höfuÖkúpu- brotnar • A’Ivarlegt umferöarslys va*ft um eitt-leytifl i gærdag, er eH- efu ára drengur á reiöhjóli varfl fyrir bifreið á mótum Suðurgotn og Fálkagötu. Sendiferðabifreið var ekið í suður átt eftir Suðurgötu, en drengurinn kom á hjó’.i eftir Fálkagötanni, og á gatnamótunum varð hann fyrir bifreiðinni. Drengurinn var fluttur á siysa- varðstofuna og reyndist hann vera höf uðkúpubrotinn. Er Visir spurðist fjtrir um liðan drengsins nú í morgtrn, var dreng •urinn enn ekki kominn tfl meðvit- Mælt fyrir nýju, óvelkomnu húsaröðinni í Árbæj arhverfi í morgun. <S>— undar. „Við vilium ekki verksmið j uhúsin £4 — sögðu Árbæingar Árbæjarbúar taka fálega tilraun, sem gera á í hverfi beirra með verksmiðjuframleidd hús frá Byggingariðjunni hf. Á fjölmennum fundi í gærkvöldi í félagsheimili Árbæinga kom sá vilji þeirra greinilega í ljós að sögn Sigurjóns Ara Sigurjóns- sonar, að þeir vilji ekki þessi hús við Rofabæinn neðanverð- an. Borgarráö hefur aftur á móti lagt blessun sína yfir framkvæmd- irnar, og í þeirri góðu trú hóf Bygg ingariðjan handa við að ryðja fyrir grunnum húsanna átta. að sögn Helga H. Árnasonar, framkvæmda stjóra. Hús þessi eru steinsteypt, 140 ferm. að stærö, og koma vegg ir tilbúnir á staðinn frá verksmiöj- unni. Er hér um merkilega tilraun á fundi i gærkvóldi að ræða, því heilu hverfin hafa ekki verið íramleidd á þennan hátt fyrr, og má vænta þess að hægt sé að byggja ódýrar á þennan hátt. Meiningin er að húsin verði komin upp fyrir áramótin. Helgi kvaðst hafa orðið var við andstöðu sumra íbúanna vegna framkvæmdanna og harmaði það mjög að svo sky’.di fara með þessa tilraun. Og hvers vegna vilja Árbæingar ekki þessj hús? spyrjum við Sigur- jón Ara. „Að okkar áliti þrengja þau göt una óhóflega. Þarna var gert ráð fyrir tvöfaldri götu auk þess telj- um við að húsin 'tomi til með að stinga í augun 'ýta hverfið", sagði hann. Sigu. ón Ari kvaö þetta mál hafa verið á döfinni i 3 ár og kvaðst óánægöur með Jrau málalok að þarna skyldi byggt eftir það sem á undan er gengið. — JBP Undanfari eldgoss — segir Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingm, um stórbreytingar i Oskju Að sögn Eysteins Tryggvasonar, jarðfræðings, sem nýkominn er frá mælingum við Öskju hafa orðið þar miklar' breytingar frá því í Þannig eru burðarbitar smiöjunni. nýju húsanna eins og þeir eru í verk- fyrra, en Eysteinn hefur mælt hækkun vatnsborðs og breytingar á Öskjusvæðinu undanfarin ár. Að sögn Eysteins hefur vatnsborðið hækkað um 55 sm að austanverðu í Öskju, en 40 sm að vestanverðu, þannig að landið- hefur risið upp um 15 sm vestan til. Telur Eysteinn mjög líklegt að tíðinda sé að vænta af þessu óútreiknanlega eldfjalli innan tíðar og gætu þessar breyt- ingar verið undanfari eldgoss, en þetta eru meiri breytingar en nokk- urs staðar hafa verið mældar rétt fyrir gos. Guðmundur Sigvaldason, jarð- fræðingur er austur við Öskju um þessar mundir við athuganir og er væntanlegur eftir viku þaðan og hefur hann væntanlega nánari frétt. ir af Öskju. —; En eins og fyrr seg- ir er Askja æði dyntótt og erfitt að reikna hana út, svo hún gæti allt eins svikið jarðfræðingana um gos- ið. þótt hún geri sig líklega til þess að fara að ræskja sig aftur. —JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.