Vísir - 17.08.1971, Blaðsíða 9
VÍ SIR . Þriðjudagur 17. ágúst 1971.
nmng
7
Blm. V'isis heimsækir húsin á Bernhöftstorfunni
Ðanskar fúaspýtur ellegar menningarlegar
minjar? Á að brenna heila klabbið og jafna við
jörðu eða á að leggja allt kapp á að endurbyggja
húsin í sinni upprunalegu mynd?
Hvaða hús? — Auðvitað húsin á Bernhöftstorf-
unni, einna umdeildust hús á fslandi.
Enginn veit, hvað verður um þessi hús, en flestir
Reykvíkingar virðast hafa ákaflega fastmótaðar
skoðanir á þeim — annaðhvort vilja menn hafa
húsin þarna eða þeir vilja, að þau verði mölvuð
mélinu smærra, og svo vilja sumir, að reynt verði
að flytja húsin burt.
Ekki lítur þó út fyrir, að allir hafi myndað sér
þessar ákveðnu skoðanir sínar eftir skynsamlegu
viti. Andstæðingar húsanna segja gjarnan, að þau
séu ekki annað en ormétnar fúaspýtur, sem hangi
uppi af gömlum vana.
jþeir, sem vilja halda húsunum
á sínum stað, segja, að þau
séu geysilega fögur og séu
merkileg og menningarleg heim
ild um sögu Reykjavíkur, og
þar að auki í góðu ástandi.
Andstæðingar húsanna segja,
að þar sé dýratíf fjölskrúðugra
en annars staðar í Reykjavík,
að því er meindýrum viðkemur
og skorkvikindum.
Húsaverndarar segja, að með
tiltölulega lltilli fyrirhöfn megi
hressa upp á húsin og stunda '
þar menningarlega og jafnvel
arðbæra starfsemi.
Hafandi heyrt þessar og raun
ar miklu fleiri staöhæfingar um
húsin á Bernhöftstorfunni gerði
blaðamaður Vísis tilraun til aö
athuga málið á Mutlausan hátt
upp á eigin spýtur.
Lyklavöldin að gömlu húsun-
um hefur Sigurður Ólason, og
hann var þegar í stað til í að
leyfa ljósmyndara Vísis og biaða
manni aö sjá þessi frægu hús
að innan.
Um sitt persónulega álit á
framtíð húsanna sagði Sigurður,
aö hann, væri svartsýnn á, að
hægt væri að flytja húsin ó-
skemmd burt af staðnum, eins
og sumir viidu gera. „Eflaust er
hægt að gera einhver af þess
um húsúm í stand“, sagði Sig-
urður. ,,En það kostar óhemju
mikiö fé, og ég er þeírrar skoff-
unar, aö hægt sé að gera þarfari
hluti fvrir það fé.“
Turnherbergið á Amtmannsstíg 1 er fallegasta herbergði i
húsunum á Bernhöfístorfunni. Það er íslenzkt en ekki danskt
og raunar ekki eldra en frá 1905.
Þessi mynd er tekin úr einu herbergjanna á loftinu í Banka-
stræti2. Það er stjórnarráðið sem sézt út um gluggann.
Þarna er þá komið fram enn
eitt sjónarmiðið í sambandi við
húsin, óvenju hófsamt.
TjMzt húsanna er Bankastræti 2,
byggt árið 1834, og þar er
höndlað enn í dag, og inn í
húsið fórum við í gegnum verzl
unina. Fyrir dyrum eru ramm-
legir slagbrandar til að innbrots
þjófar láti ekki greipar sópa um
vörur verzlunarinnar.
eru. húsakynnin reisu-
leg, þo að þétta hafi eflaúst:aHt’'
sjá,
sé í merkilega góffu standi. Bit-
ar í lofti virðast ófúnir og svo
aðrir innviðir. Ekk; verður vart
við sagga, og hvað rottum og
meindýrum viðkemur, varð ekki
vart við slfk dýr á þessari skoð
unarferð, þótt það sanni auðvit-
að hvorki eitt né neitt.
Frá sjónarmiði nútímamanns-
ins er húsnæöið í Bankastræti 2
hvorki hentugt, fallegt né vist-
legt. Það liggur í augum uppi,
aö hægt væri aö laga húsið, en
það verður ekki gert nema fyrir
mikið fé. Og til hvers á að laga
húsið? Til þess eins að viðhalda
því? Eða til þess að reka þar ein
hverja menningarlega starfsemi?
Er húsið sjálft svo merkilegt
og fallegt, að Reykvíkingum sé
heilög skylda að viðhalda því?
Ef áuka á fjárframlög til menn
ingarstarfsemi, er þá ekki vit í
að reyna að hafa hana í skárra
húsplássi og hentugra?
Þessum spumingum veröur
ekki svarað hér, en það er ekki
svo vitlaust að velta þeim fyrir
sér, áður en afstaða er tekin
til húsanna á Bernhöftstorfunni.
'Um sögu Bankastrætis 2 er
þetta að segja: Þetta er fbúðar-
hús, brauðgerðarhús og gevmslu
hús, byggt árið 1834. Frá upp-
hafi byggingasamstæða um lok-
aðan hús^igarð, lítið brevtt frá
upphaflegri gerð. Árið 1861 var
byggt stórt geymsluhús við
suðurenda húsagarðsins og ár-
ið 1885 var reist sölubúð við
norðurenda hússins. Danskur
bakari, Bernhöft aö nafni, keypti
eignina árið 1845, og síöan var
hún í eigu afkomenda þessa
brauðgerffarmanns, sem þótti á-
kaflega fær í sínu fagi.
j^æst var haldið yfir í Amt-
mannsstíg 1, en það er íbúð
arhús, byggt árið 1838. Þessu
húsi hefur verið brevtt talsvert
frá upprunalegri gerð. Árið
1859 var húsið lengt til noröurs
um tvö stafgóíf, kvistur settur
á vesturhlið þess og inngangur
færður að Amtmannsstíg. Tum
byggingin er frá 1905, teiknuð
af Rögnvaldi Ólafssyni.
Þetta hús er kailað „Land-
læknishúsið“, síðan Guðmundur
Bjömsson landlæknir bjó þar.
Neðri hæöin lítur ekki sérlega
gamaldags út, eftir állar þær
bréýtingaf,' sem' 'gérð&r hafa ver
ið á húsinu, en henni er jlla við
‘Kalflfð. U "
Sumir hafa stungið upp á því,
að þama verði kcwnið upp kaffi-
stofu, þar sem hægt verði að
sitja og horfa yfir Lækjargöt-
una. Það er ekki svo vitlaust að
fá fleiri og betri kaffihús fyrir
þá, sem hafa tíma til að stunda
þau, en Amtmannsstígur 1 lítur
ekki út fyrir að vera heppilegt
húsnæði til slíks reksturs. Þar
er of lágt undir loft, og sömu
leiðis eru gluggamir ofurlitlar
bomr, svo að lítiö fer fyrir út-
sýninu.
^thyglisverðast við þetta hús
er turninn, en hann er reynd
ar ekki nema rúmlega sextiu
og fimm ára gamall, svo að vafa
samt er að telja hann meðal
heilagra fornminja.
Hann er eins og fyrr segir
teiknaöur af Rögnvaldi Ólafs-
syni, fyrsta íslenzka arkitektin-
um. Tumherbergið er einkar
fallegt, og þar er öl'lu bjálka-
verki fyrir komið af mikilli list
og smekkvísi. Sem sagt: Ósköp
snoturt en varla stórmerkilegt.
Að iokinni skoöunarferð um
Bernhöftstorfuna veröur manni
ljóst, að það mál, sem deilt er
um, veröur erfitt að leysa.
Það er skaði, ef þessi hús
verða öH jöfnuð við jörðu, en
ekki er heldur hægt að láta
þau standa áfram gersamlega
ónotuð og vanhirt unz þau
grotna niður af sjálfu sér.
Fyrir peninga er hægt að lag
færa húsin, en til þess þarf
rrlikla peninga. Væri þeim pen
ingum ekki skynsamlegra að
verja til einhvers annars? Ein-
hvers sem er meira lifandi en
gömul hús? Og eru þessi hús
svo merkileg, að það svari kostn
aði að gera þau upp? Það er
gmndvallarspumingin. —ÞB
lÍSRSrö
— Hvað finnst yður, að eigi
að gera við Bemhöftstorfuna?
Vaigeir Tryggvj Ingimundarson,
starfsm. hjá Símanum: — Að
sjálfsögðu á að láta hana hverfa
og tyrfa s’iðan torfuna.
Ingibjörg Eyþórsdóttir, barna-
pía: — Mér finnst að þau eigi
að fá að standa, þvl aö þau eru
búin að vera þarna svo lengi.
Þaö þarf bara að gera þau soldið
upp ....
Guðmundur Kr. Símonarson,
verzlunarm.: — Það verður að
varöveita þessi hús, þar sem
mörg þeirra eiga það mikið sögu
legt gildi. Því gildi þyrftu þau
ekki að tapa við það að verða
flutt á safn eins og t.d Árbæ.
Þangað finnst mér að megi flytja
þau og fá hér nýtt skipulag I
þeirra stað. Það yaer; fásinna að
gera þáu upp hér.1 ’
Guðmundur Daðason, iðnverká-
maður: — Ég er nýfluttur í
borgina og hef því lítið áttað
mig á miðbænum ykkar enn. En
svona fljótt á litið virðist mér
kunna að verða töluverður sjón-
arsviptir við það að þessi gömlu
hús hyrfu.
Gísli Helgason, verkam.: — Þauy
á alls ekki að rifa. Það á að
dubba þau upp í sína gömlu
mynd og svo mætt; nýta þau á
ýmsa lund T.d. mætti hafa
þarna barnagæzlu fyrir þær
mæður, sem eru að vinna eða
verzla hér í miðbænum.
Ámi Árnason, nemi Akureyri: -
Ég hef ekki myndað mér neina
skoðun á því. Veit nefnilega
ekki hversu merkileg þessi hús
eru. Hins vegar finnst mér þau
nióta sín ágætl.ega hér viö Lækj-
argötuna.