Vísir - 24.08.1971, Blaðsíða 3
3
VÍSIR. Þriðjudagur 24. ágúst 1971.
, I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN ÚTLÖND
Rofar tíl í Beriínarmálinu
Öll þau ár sem Berlínarmúrinn
hefur uppi staðið, hefur hann mjög
laðað að sér ferðamenn. Þeir sem
koma vestan megin að honum prila
upp á útsýnispalla og horfa yfir
gaddavírinn á Austur-Berlín, eða
Austur-Þýzkaland.
■— stamningamenn hafa samið uppkast að
samkomulagi — lausn að fást eftir 25 ára strið
Ambassadorar fjórveld-
anna, sem undanfarið hafa
þingað um lausn Berlínar
málsins, þ.e. frá Banda-
ríkjunum, Sovétríkjunurn,
Stóra-Bretlandi og Frakk-
landi, munu nú, að aflokn-
um sfnum 33. fundi eftir
25 ára stríð, hafa komizt
að samkomulagi um sér-
stakan Berlínar-samning,
sem mun ef að líkum lætur
leysa Berlínarvandann.
Enn er ekkert vitað um
efni þessa samkomulags
ambassadoranna, þar sem
þeir munu nú skýra málið
fyrir ríkisstjórnum landa
sinna og fara fram á sam-
þykkt þess þar. Síðan kem
ur til greina, að enn verði
efnt til viðræðna — áður
en að framkvæmdahliðinni
kemur.
Á laugardaginn var, voru menn í
Þýzkalandi þegar teknir að hvískra
sín á milli um innihald saniningsins
en allar heimildir úr þeirri átt
munu mjög svo óáreiðanlegar. Og ef
við tökum samt sem áður ofurlít
ið mark á þessum „óáreiðanlegu
fregnum" frá Bonn, þá er heizta
atriði samkomulagsins það, að Sov-
étríkin munu í samvinnu við Vest
urveldin ábvrgjast að tryggðar skuli
samgöngur miili V-Þýzkalands og
V-Berlínar, en einnig munu fleiri
atriði samnings þessa geta orðið
til að létta Vestur-Berlínarbúum
lífið.
Talsmenn ríkisstjóma Bretlands,
Frakkiands og Bandaríkjanna, hafa
lýst því yfir, að stjórnir þeirra séu
mjög svo ánægöar með samkomu-
lag það sem samningamenn þeirra
hafi náð í Berlínarmálinu.
Leggja bæði franska og banda-
ríska stjórnin áherzlu á að sam-
komulagið marki tímamót í alþjóða
málum, samningurinn sjálfur sé
merkur og uppörvxandi, stórt skref
fram á við til að tryggja frið í
Evrópu, eftir því sem Robert Mc
Loskey, talsmaður Bandarfkjastjórn
ar hefur sagt.
í miövikudag mun franska stjóm
in ræða um þetta samkomulag og
mun Pompidou forseti stýra við-
ræöum.
Bretar láta sér nægja að segja að
samkomulagið sé fullnægjandi fyrir
Vesturlönd.
Þótt vestrænir menn séu svo
kampakátir yfir þessum samningi
sem gerður hefur veriö við Sovét
rfkin, heyrast engar ánægjuraddir
austan frá. Enginn opinber aðili
fyrir austan járntjald (sem nú virö
ist vera að rofna) nénnir að segja
neitt um samkomulagið.
Austur-þýzka fréttastofan ADN
segir að Honecker aðalritara austur
þýzka kommúnistaflokksins hafi
verið skýrt frá innihaldi samnings
ins, og sömuleiðis hafi Abrassimov
sovézki ambassadorinn sem þátt
Peningamenn að þinga. Þetta eru Efnahagsbandalagssérfræðingar að spjalla saman í „tilvonandi
höfuðborg Evrópu“, Brussel: Frá vinstri standa Von Braun, v-þýzki utanríkisráðherrann, þá Val
éry Giscard d'Estaing franski fjármálaráðherrann, Jean-Marc Boegner, fastafulltrúi Frakka hjá
EBE og belgíski fjármáiaráðherrann, Jean-Charles Snoy et d‘Oppuers.
Gjaldeyrismálin að skýrast:
Viðræður tíu landa
i
Ríkisstjórn Eisaku Sato
mun í dag sitja á löngum
fundum að ræða þann
vanda sem nú steðjar að
Japönum vegna gengismál
anna. Talað hefur verið um
að Japanir geti aldrei losn
að við að umskrá gengi
sitt um minna en 15%, en
stjórn Sato tekur málinu
með ró, mun ekki ætla sér
að breyta genginu fyrr en
málin verða skýrari hér á
Vesturlöndum. Þangað til
getur hann haldið verði á
gjaldmiðli fljótandi.
Komið hafði til tals, að viðræður
færu f gang fljótlega milli Japana
og Bandaríkjamanna, en japanski
utanríkisráðherrann, Toshio Kim-
ura, hefur skýrt fréttamönnum frá
að úr slíkum viðræðum verði ekki
á næstunni, þær hafi enda ekkert
gildi.
Um miðjan september hef jast við
ræður fulltrúa hinna svokölluðu „10
landa-þyrpingar” og síðan í septem
ber er fyrirhugað að halda fund á
vegum Alþjóöa gjaldevrissjóðsins.
Frá Washington berast nú þær
fregnir, að Kanar séu þegar farnir
að undirbúa 2 fundi „10 landa-
nefndarinnar”, en í þeim hópi eru
Bandaríkin, Kanada, Japan Stóra-
Bretland, Svíþjóð og Efnahagsband
Iagslöndin öll nema Luxembourg.
Er reiknað með sérfræðingafundi
í byrjun næsta mánaðar og að hon
um loknum, þ.e. um miðjan septem
ber, munu ráðherrar þessara landa
koma saman til ráðstefnuhalds um
gjaldeyrismálin.
Á þessum fundum landanna 10
verður aðallega rætt um umskrán
ingu japanska jensins um 15% og
gengishækkunina í Vestur-Þýzka-
Iandi sem er 13—14 prósent.
tók í viðræðunum fyrir Sovétríkin
sýnt það í Kreml.
APN segir aöeins að fullt sam-
komulag ríki nú milli austurs og
vesturs um lausn Berlínarmálsins.
Tass — sovézka fréttastofan
skýrði stuttlega frá samkomulag-
inu í gær.
Ferðamenn sem koma austan
megin að rr.úrnum komast ekkl
ýkja nærri honum frjálsir ferða
sinna — margir þeirra hafa reynt
að komast yfir múrinn, en hafa
fallið fyrir kúlnadembu varöanna.
Þá hafa V-Berlínarbúar komið fyr
ir minnismerkjum um fallna flótta-
menn að austan.
Ceausescu kokhraustur:
„SÉRHVERT RÍKI
Á AÐ VERA SJÁLF-
RÁTT UM STEFNU '
„Það er ekki lengur hægt að
stýra hinum kommúnistiska heimi
út frá einum punkti“, sagði Nikulás
Ceausescu forsætisráðherra Rúmen
iu og aðalritari kommúnistaflokks
landsins í ræðu er hann hélt á föstu
daginn i tilefni af 150 ára afmæli
sjálfstæðis Rúmeníu.
Ræðu Ceausescus var dreift um
allan heim af kínversku fréttastof-
unni Nýja Kfna, en a-evrópskar
fréttastofnanir hafa ekki minnzt á
hana einu orði.
Ræðuna hélt rúmenski forsætis-
ráðherrann á fjöldafundi, og lýsti
hann þar yfir að kommúnistískar
'hreyfingar eða byltingastarfsemi
þarfnaðist ekki neinnar stjórnar
frá einhverjum miöjupunkti. „Sér-
hver flokkur ætti að vera alger-
lega sjálfstæður og sjálfráður gerða
sinna,“ sagði Ceausescu.
„Sambandið miili kommúnista-
flokka í heiminum ætti að vera fullt
af trúnaðartrausti, jafnræði og virö
ingu“. sagði ráðherrann, „virðingu
fyrir rétti hvers lands til að marka
sína eigin stefnu.
Við ættum ekki núna að láta það
henda okkur að við gleymum heims
valdastefnunni sem grundvallast
aðeins á yfirvofandi hættu á hem
aðarlegri íhlutun, upphlaupum og
stríði — kannski heimsstríði.“
DEVLIN
LÉTTARI
Brezka ríkisstjórnin hefur skýrt
frá því að Verkamannaflokkurinn
hafi farið fram á það við sig, að
þingið verði kallað saman til sér-
stakra viðræðna um mál Nórður-ír
lands. Ihaldsflokkurinn, eða stjórn
landsins mun ekki telja ástæðu til
sjfkra viðræðna. „þar sem stiórnin
fylgist mjög vel með málum N-
írlands.
Harold Wilson, leiðtogi Verka-
mannaflokksins fór í síðustu viku
í tveggja daga ferðalag um N-I'r-
land.
Brezka þingið er í sumarfríi til 18.
októberi
Þá er það annað helzt að frétta
í morgun frá Norður-írlandi, að þing
maðurinn frægi Bernadette Devlin
ól barn í gær, mánuði fyrr en bú-
izt hafi verið við. Mun móður og
barni heilsast vel, þrátt fyrir það að
Bernadette hefur laat hart að sér
upp á síðkastið ferðazt um landið
og hvatt kaþólska til samstöðu. —
Barnið er stúlka — og enn hefur
ungfrú Devlin neitað að láta nokk
uð uppi um hver faðir hennar er.
Bemadette — ól bam.