Vísir - 24.08.1971, Blaðsíða 4
V í S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1971.
Meistarar Arsenal féllu
fyrir snillingum Man. Utd.
— og United nábi forustu i I. deild i gærkvöldi
Er Manch. Utd. aftur
að verða stórveldi í
enskri knattspyrnu und
ir stjórn hins nýja fram-
kvæmdastjóra, Frank
O’Farrell? — Þetta er
stóra spurningin á Eng-
Malcolm MacDonald —
þrenna gegn Liverpool
landi nú eftir stórsigra
liðsins að undanförnu og
Manch. Utd. kpmst í
efsta sæti 1. deildar í gær
kvöldi eftir fjóra leiki
með sjö stig — leiki, sem
enginn hefur verið háður
á heimavelli liðsins á Old
Trafford. Þetta er algjör
lega nýtt hjá félaginu að
byrja keppnistímabilið
með slíkum glæsibrag —
meira að segja, þegar lið
ið sigraði í 1. deild 1965
og 1967 var það lengi
framan af rétt um miðju
á töflunni.
Manch. Utd. lék við meistar
ana á föstudag og var leikurinn
háður á Anfield — leikvelli Liv
erpool, þar sem keppnisbann
var sett á Old Trafford fyrstu
tvo heimaleiki Manoh. ULi.
vegna slasmrar hegðunar áhorf-
*nda þar á síðasta keppnistíma
bili — nákvæmlega sama og
Leeds lenti f.
Arsenal byrjaði leikinn mjög
vel og eftir aöeins fjórar m'in-
útur sendi fyrirliðinn Frank Mc
Lintock knöttinn í mark United.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í
fyrri hálfleik, en í hinum síðari
varð mikij breyting. Manch.
Utd fékk þá tvær aukaspyrnur
með stuttu millibili og þær
bréyttu öllu um gang leiksins.
Kempan fræga, Bobby Charlton,
tók báðar, — Fyrst gaf hann
vel til Dénis Law, sem skal'.aði
fyrir fætur Alan Gowlings og
hann sendi knöttinn í netið. Síð
an kom ein- af ,,þrumunum“
frægu — af 35 m sendi Charlton
knöttinn beint í netið án þess
að Bobby wilson kæmi við
nokkrum vörnum Þriðja mark
United skoraði svo Georgie Best,
og loksins höfðu meistararnir
fundið ofjarla sína.
í gærkvöldi lék Manch. Utd.
svo við WBA og sigraði með
3—1 og náði þar með forustu
V deildinni. Best skoraði tvö
af mörkunum, en fljótt hlýtur
nú að koma aö því, að hann
lendi í keppnisbanni — en
Gowling hiö þriðja. Hann er
nú oröinn fastur 'ieikrháður í
ljðinu sem framvörður, en það
hefur ekki komið í veg fyrir,
að hagfræðistúdentinn hafi skor
að mörk. Þau eru nú orðin þrjú,
og eitt er vist að skólafélagi
hans við Manchester-háskóla
Georg Gunnarsson (Eggertsson
ar, formanns Ármanns) gleðst
mjög, því þeir eru miklir félag
ar.
Einn annar leikur var háður
í gærkvöldi. West Ham og
Ipswich gerðu jafntefli í Lundún
um og var ekkert mark skor
að. West Ham hefur nú leikið
360 min. án þess að skora mark
— og lék Geoff Hurst þó meö
í gær. En nóg um þessa leiki
og lítum aðeins á úrslitin á laug
ardag.
1. DEILD
Chelsea — Manch. City 2—2
Everton—Sheff Utd. 1—1
Leeds — Wolves 0—0
Leicester—Derby 0—2
Newcastle —Liverpool 3 — 2
Nottm. For.—West Ham 1—0
Southampton—Ipswich 0—0
Stoke—C. Palace 3—1
Tottenham — Huddersfield 4 — 1
WBA—Coventry 1—1
2. DEILD
Birmingham —Charlisle 3—2
Burnley—Luton 2—1
Hull City —Oxford 1 — 0
Middiesbro—QPR 3—2
Millvall—-BlackpoQl ... 1 — 0
Norwich—Portsmouth 3—1
Orient —Cardiff 4 — 1
Preston—-Fulham 2—0
Sheff. Wed, —Bristol City 1—5
Swindon—Charlton 2—1
Watford —Sunderland 1 — 1
Illa er nú gamla iiðið okkar
farið, Sveinn minn. Þaö var
ekki heil brú í leik S-heff. Wed.
gegn Bristol City, þar sem Gall
ey skoraði þrjú mörk.
„Keep Ossie“ hrópuðu áhorf
endur á Stamford Bridge, þegar
leikur Chelsea og Manch. City
hófst Þeir vilja ekki missa Pet
er Osgood sem leikið hefur í
enska iandsliðinu, en er nú á
sölulista — söluverð 250 þúsund
sterlingspund. Og Ossie var 1
essinu sínu gegn City, þó ekki
nægöi það til sigurs. Chelsea
hafði tvö mörk yfir f hálfleik
og Osgood hafði ,,búið‘‘ bæði
— fyrst skoraði Baldwin á 7.
mín. og siðan Keith Weller og
Chelsea var miklu betra liðið.
En þetta breyttist fljótt í síðari
hál-fleik. Þá skoraði Francis Lee
tvö mörk með stuttu millibili
— annað úr vítaspyrnu — og
City náði undirtökunum í leikn
um Mörkin uröu ekki fleiri, en
undir lokin varö Chelsea aftur
sterkari aðilinn.
Borgar sig að kaupa leik-
mann á 180 þúsund sterlings
pund? — tæplega 38 millj ísl.
króna. — Áhorfendur í New-
castle mundu vera fljótir að
svara þessari spurningu játandi.
Newcastle keypti Malcolm Mac
Donald í sumar frá Luton fyrir
þessa upphæð og hann Iék sinn
fyrsta leik á leikvelli Newcastle
'á laugardag og skoraði öll þrjú
mörk liösins I leiknum, eitt úr
vítaspyrnu. Þetta nægði tij að
sigra Liverpool. Hughes skoraði
fyrsta mark leiksins, en siðan
kom þrenna MacDonalds — tvö
eftir löng innköst en rétt fyrir
leikslok yfirgaf hann völlinn
meiddur Kevin Keegan skoraði
annað mark Liverpool, en
Tommy Smith, fyrirliði Liver-
pool. lét Ian McFaul verja frá
sér vítaspyrnu. Liverpool var
meira með knöttinn í leiknum
og he-fði verðskuldað jafntefli.
, Tottenhaín, sem við fáum að
sjá eftir þrjár vikur, sigraði
Huddersfield örugglega í Lundún
um. Þeir Chivers og Qilzean
skoruðu í fyrri hálfleik, en
Lawson fyrir Town, en í s’ið-
ari hálfleik voru sömu Totten-
ham-leikmenn aftur á ferðinni. i gær er bannig:
Þeir hafa skorað þrjú mörkin
hvor í fyrstu þremur leikjum Manch. Utd. 4 3 1 0 11:6
Tottenham. Sheff. Utd. 3 3 0 0 7:1
Sheff. Utd sigraði Everton i Derby 3 2 1 0 6:2
Liverpool og var efst með þrjá Ipswich 4 1 3 0 3:1
sigra eftir leikina á laugardag. WBA 4 2 1 1 5:4
Liðið komst upp úr 2. deild í Tottenham 3 1 2 0 6:3
vor og hefur sýna mjög góða Arsenal 3 2 0 1 5:3
leiki. Woodward skoraði eina Liverpool 3 2 0 1 8:6
mark leiksins á Goodison Park, Manch. City 3 1 1 1 6:3
en Gordon West bjargaði Ever Stoke 3 1 1 1 5:4
ton frá stærra tapi með góðri Southampton 3 1 1 1 4:4
markvörzlu. Leicester 3 1 1 1 4:5
Það hefur vakið mikla athygli Newcastle 3 1 1 1 3:4
að fyrstu át-ta daga keppninnar Leeds 3 1 1 1 1:3
hafa 120 leikmenn verið bókaðir Wolves 3 0 2 1 4:5
af dömurum sem eru mun Coventry 3 0 2 1 3:5
strangari en áður. Einn þeirra, Nottm For. 3 1 0 2 3:5
sem bókaður var á laugardaginn C. Palace 3 1 0 2 3:7
var Gordon Banks, markvörður Che'.sea 3 0 1 2 4:8
Englands og Stoke. Þeir Jóhn Huddersfield 3 0 1 2 3:7
Ritchie og Mahony (2) skoruðu Everton 3 0 1 2 0:3
mörk Stoke í leiknum Leeds West Ham 4 0 1 3 0:4
hafði mikla yfirbyrði gegn Úlf '
unum á laugardaginn, en tókst Nokkrir leikir verða háðir
Peter Osgood — „Keep Ossie“ hrópuðu áhorfendur Chelsea.
ekki að nýta þá yfirburði í mörk
Allt of mikill ákafi í sóknar
leikmönnum Leeds eyðilagði
margt gott upphlaupið — og
Leeds hefur aðeins skorað eitt
mark í þremur fyrstu leikjum
Bobby Charlton — sjaldan
leikið betur
s’inum, Leikurinn var háður á
leikvelli Hudderfield. Derby
sýndi mjög góðan leik gegn
Leicester — Hector og Hinton
skoruðu — en Peter Shilton
varði o-ft á undraverðan hátt
í marki Leices-ter og bjargaði
liðinu frá stórtapi. Ian Moore
skoraði mark Nottm. Forest
gegn West Ham úr vitaspyrnu,
og Ernie Hunt skoraði svo fall
egt mark fyrir Coventry, að
Noel Cantwell,. framkvæmdastj.
liðsins, stökk næ-stum hæð sína
útí við hliðarlínu. Tony Brown
jafnaði fyrir WBA skömmu síð
ar og í fyrstu þremur leikjun-
um hlaut WÐA fimm stig —
bezta byrjun liðsins síðan 1947.
kvöld m. a. Arsenal—S-heff. Utd.
og Everton—Chelsea og á mið
vikudag leika m. a. Leeds—Tott
enham. Sá leikur verður ekki
á Elland Road, leikvelli Leeds,
en sennilega í Hull. —hsím