Vísir - 22.09.1971, Page 2
Ævisago TÍTÓS á mynd
Josip Broz Tito, leiötogi Júgó-
slava, er um margar sakir hinn
forvitnilegasti kommúnistafor-
ingja í Austur-Evrópu. Hann er
þeirra elztUr að árum og
reynslu og verður sennilega í
sögubókum framtíðarinnar talinn
markverðastur fyrir að hafa allt
frá lokum síðasta stríðs haldið
uppi sjálfstæðri stefnu í pólitík
Júgóslavíu, óháðri meiningum
herranna í Kreml.
Nú stendur fyrir dyrum að
kvikmynda ævisögu Títós. Vegna
þess fóru þau hjón, Richard Burt-
on og Elizabeth Taylor í stutta
heimsókn til Júgóslavíu að tala
við Tító, en Burton á að fara
með hlutverk þess gamla skæru-
liða.
Að sögn fór sérlega vel á með
þeim Burton-hjónum og Títós-
hjónum.
Titó er 79 ára að aldri. Hann
er Króati, en fæddist í Austur-
ríki 1892, þegar Króatía laut veldi
Austurríkiskeisara. Frá 1915 og til
1920 var hann í Rússlandi, lærði
þá rússnesku og gerðist eldheit
ur kommúnisti. Þegar byltingar-
hríðin mesta var gengin yfir í
Rússlandi, hélt Titó tý sinna
heimahaga, og starfaði lengi sem
tæknimaður í bílaiðnaðinum, en
var ekki lengi á neinum ábveðn-
um stað, því að hann var slæm
ur með að æsa menn til verk-
falla. Þurfti hann lengst af að
ferðast dulbúinn undir fölsku
nafni og með falsað vegabréf.
Þaö var ekki fyrr en 1934 að
hann tók að nota það nafn sem
allur heimurinn þekkir hann nú
undir: Tító.
Taylor og Tító í Júgóslavíu. Tító gaf Taylor dýrindis vindlingamun nstykki og kallaöi hún það: /,-,Fegurstu gjöf sem ég nokkru
sipni hef móttekiö". Vonandi aö Burton hafi ekki móögazt, eins og hann hefur reynt að hja^á hána dýrum steinum og menum.
'ít ?.'ý L: •
*
Aldursmunurinn I I ár
- en ástin blómstrar eigi oð siður
57 ára maður kvænist 16 ára stúlku
„Fjörutiu og eins árs aldurs-
munur á hjónum? Nei, það er sko
ekkert til að tala um, þegar
okkur þykir vænt hvoru um ann-
að“, segir Ej-And Henriksen, 57
ára gamall sAlgætisgerðamiaður
í Kaupmannahöfn, sem ætlar sér
á næstunni að kvænast 16 ára
stúlku, Piu Torp að nafni.
Þau hittust fyrir 10 mánuðum
og tókust þá þegar með þeim góð
ar ástir, og skarta nú bæði með
hring á hendi:
„Mér Iíður sem væri ég táning
ur,“ segir Ejvind, „og nú ætla
ég að sjá til þess að Pia setjist
í skóla að læra eitthvað gagn-
legt, svo að hún geti seinna meir
séð fyrir sér sjálfI
Einhver vandræði risu út af
þv’i, að Pia er enn undir lögaldri
og má ekki gifta sig og þar fyr-
ir utan var hún undir eftirliti
og umsjá barnaverndarnefndar.
Var málið leyst með því, að
Ejvind Henriksen tók hana í „for
eldraumsjá“, og verður þeim svo
fljótlega gefið leyfi til að giftast,
væntanlega þá með konungsbréfi.
Tító og Yolanka, kona hans aö
taka u móti Burtonshjónunum.
Yolanka kyssir „einhverja feg
urstu ömmu í heimi“, eins og
Tító skemmti sér viö aö kalla
hana.
i
1