Vísir


Vísir - 22.09.1971, Qupperneq 5

Vísir - 22.09.1971, Qupperneq 5
Heim úr sigurför að „brunnu húsV' Einar Helgason, þjálfari ís- lándsmeistara Keflav'ikur var um kringdur stórum hópi Akureyr- inga, þegar hann kom heim til Akureyrar eftir vel heppnað sum ar með Suðurnesj'aliðinu. Fjöldi Akureyringa og annarra óskaði honum til hamingju með .sigur liðsins, en svo óskemmtilega vildi til að daginn áður en Kefla vík varð íslandsmeistari, féllu hinir gömlu lærisveinar Einars, Akureyringar, í 2. deild og leika þar næsta sumar. Má með sanni segja að Einar kæmj heim úr sigurför að „brunnu húsi“. — Hvað er framundan Einar? „í vetur verð ég hér-á Akur- eyri og verð ég viö kennslu eins og fyrr, en um framtíðina er allt óráðið varöandi knatt- spyrnuþjálfunina, en starfi mínu með Keflvíkingum er lok- ið að sinni a. m. k. og ekkert ver ið rætt um áframhald“. Þess skal getið að mjög mikið r er til umneöu norður á Akur- eyri, ekki sízt meðal leikmanna liðanna, að skipta liðunum þann- ig að f framtíðinni keppi Þór og KA sitt í hvoru lagi, en ekki úrvalsliö bæjarins. Eru margir þeirrar skoðunar dð með því móti náist enn beti heildarsvip ur og margir góðir kraftar sem e.t.v. fara í súginn, virkist betur með þessu móti. Mundi þá annað hvort þess- ara liða keppa í 2 deild að sumri en hitt h 3. deild. Örugglega má spá Akureyring um góðu gengi, ef þetta fyrir- komulag yrði. Þessu spáðum við hér á síðum blaðsins fyrir all- mörgum árum, þegar svipuð mynd var hjá hafnfirzkum hand knattleiksmönnum. Allir vita nú, að Hafnfirðingar eiga tvö beztu handknattleikslið landsins og líklega er það vegna skiptingar innar, en ekki þrátt fyrir hana. — JBP 19 ára piltur sigraði Beyer Evrópu meistara Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, afhenti verðlaun eftir úr- slitaleik Keflavíkur og Vestmannaeyja á sunnudag. Hér sést hann ásamt hinum glæsilega verðlaunagrip — Islandsbikarnum I knattspyrnu. AKRANES TIL Sovétríkin sigruðu Vest- ur-Þýzkaland í lands- keppni í frjálsum íþróttum i Moskvu um síðustu helgi með 181 stigi gegn 166. í kvennalandskeppni unnu vestur-þýzku stúlkurnar með einu stigi, 68 gegn 67. Mesta athygþ í keppninni vakti,^ þegar hinn 19 ára Rússi Josef Gamsk; sigraði í sleggju kasti og varð þriðji maður í heiminum, sem kastar yfir 75 metra. Hánn setti Sovétmet með 75.78 m og bætti met hins fræga kastara Anatolij Bondartsjuk um 30 cm. Uwe Beyer Evrópumeistarinn, varð annar í sleggjukastinu með 73.20 m, en vestur-þýzki methafinn þriðji. Norðmenn góðir í hindrunarhlaupi Finnar sigruðu Norðmenn í lands keppni í frjálsum íþróttum í Osló um helgina með 124 stigum gegn 88. Danir voru einnig meðal þátt takenda í keppninni og brátt fyrir góðan árangur margra keppenda þeirra bá var tan í landskeppninni. Norðmenn sigruðu Dani með 134 gegn 77 og Finnar unnu Dani með 146 gegn 65. Mesta athygli í kepp-.»'ni vakti árangurinn í 3000 m hindrunar- hlaupi. Þar voru tveir Norömenn fýrstir og náðu mjög góðum ár- angri. Sverre Sörnes hljóp á 8:27.4 m'in og Knut Kvalheim á 8:28.4 mín. sem er heimsmet 21 árs hlaupara á vegalengdinni Seppo Simola settj nýtt, finnskt met í kúluvarpi, þegar hann varpaði 19.71 metra og norskj strákurinn Dag Birkeland var einum cm frá norska mctinu i iangstökki Hann stökk 7.86 m og sigraði. Þá.jafnaði Leif Röar Falkum, 22ja ára lækna stúdent norska metið í hástökki, stökk 2.10 m. Listinn var sagður á 2.11 m, en við endurmælingu reyndist það 2.10 m. „Gömlu kempurnar“ lifa og hrærast enn í knattspyrnunni, þótt þeir hafi lagt skóna á hill una. Hörður Felixson, stjórnar- maður í KSÍ og fyrrum landsliðs maður KR í knattspyrnu og handknattleik, hljóp inn á völl inn og faðmaði leikmenn KR að sér eftir að þeir höfðu sigrað Fram í hinum þýðingarmikla leik á laugardaginn. Ljósm. B. MÖLTU íslandsmeistarar Akra- ness í knattspyrnu halda áleiðis til Möltu í dag, en þeir munu leika báða leiki sína í Evrópubikar keppni meistaraliða er- lendis, á Möltu. Mótherj arnir eru Sliema Wander ers og fyrri leikurinn verður á sunnudag, en hinn síðari á miðviku- dag. Ef Akumesingum tekst vel upp í þessum leikjum ætti liðíð að hafa mikia möguleika á því að komast áfram í keppninni. — Aðeins einu sinni hefur íslenzku lrðj tekizt slikt — Val. þegar Valsmenn mættu liöi frá Luxem burg. 21 þátttakand; er V för Ak- urnesinga og aðalfararstjóri verður Bjarni Felixsson;, en auk hans í fararstjórn Helgi Daní- elsson, Magnús Kristjánsson Þórður Árnason og Gunnar Sig urðsson. Leikmenn, eru þessir: Davíð Kristjánsson Jóhannes Guðjónsson Jón Alfreðsson Björn Lárusson Hörður Jóhannesson Sicurður Ólafsson í DAG Benedikt Váltýsson Jón Gunnlaugsson Eyleifur Hafsteinsson Andrés Ólafsson Jón Atli Sigurðsson Guðjón Jóhannesson Haraldur Sturlaugsson Matthías Hallgrímsson Teitur Þórðarson Friðþjófur Helgason Fyrri leikur ÍA og Sliema Wanderers verður leikinn á Gzira St'adium sunnud. 26. sept. og síðari Ieikurinn veröur háður á sama leikvangj miðvikudaginn 29 sept. Báðir leikirnir hefjast væntanlega kl. 16. Eva Sigg á j ferð/nn/ Finnska sundkonan Eva Sigg, í sem keppt; hér á Norðurlanda-1 mótinu í sundi á dögunum og / vakti mikla athygli hefur sett l nýtt Norðurlandamet í 400 m í fjórsundi, Hún synti vegalengd- ina á 5:18,2 mín. á móti í Hels- inki og náöi þv’i lágmarksafrek- inu fyrir Ólympíuleikanna, sem var 5:20,0 mín. Hún bætti eig ið met sitt á vegalengdinni um sex sekúndur. Á sama mót; sigr aði Máuri Johansson í 100 m skriðsundi karla á 55,3 sek. og t varð á undan Juhani Huttunen, ; sem synti á 55,6 sek. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.