Vísir - 22.09.1971, Side 7
VISIR. Miðvikudagur 22 september 1971.
cTWenningarmál
Trúboð í
V atíkani
Jj’ímsntudagskvöW.
Bíósalur norrænahússins er
þéttsetinn. Þa'r er komið mennta
fólk, grátt í framan af ábyrgðar
tiifinningu og hugsanaþunga.
Tvö hundruð alvörugefin augu
horfa á nokkuð meinlætalegan,
gráhærðan Dana, sem stendur V
pontunni og greinir þessum
valda hópi vitsmunafólks frá þvi
hversu ómælanlega mikilvægt
starf hann hefur unnið í frí-
stundum.
Ekkert er mikilsverðara —
segir hann — en þetta: að leita
uppi einstaklinga, sem ennþá
kunna að smíða hluti, sem eng
inn hefur nein not fyrir Iengur,
seinasta handverksmanninn í
dáinni iðngrein, gamlingja. sem
ennþá karm skil á hálfgleymdu
amboði — og festa þá dýrmætu
kunnáttu á fiktra áður en við-
komandi tekwr hana með sér í
gröfina.
Ræðumaðurinn getur þess, að
forin hingað til íslands sé eins-
iags píla'grímsferð. Hér vill hann
boða innfæddum trú þessarar
afturhverfu heimildasöfnunar,
9egir hann og brósir göfugmann
lega í viðurkenningafskyni við
sjáh'an srg. Lfkiega veit hann
eidci, að það sem hann er að
kyrma löndum vorum er hugs-
unarháttur þeirra sjálfra, nokk
urs konar andleg landfarsótt,
sem lengi hefur herjað þetta
land.
En semsagt — hann brosir af
göfgi þess, sem kominn er í
Vatfkanið til að boða kaþólsku.
Cvipur mannsins verður þó
^ fljótt aftur strangur og al-
varlegur. Hér eru semsé engin
gamanmál á ferð. Hafj maður
játazt göfugum sjónarmiðum
hinnar afturhverfu heimildasöfn
unar þá er allt komið í eindaga.
Það liggur í hlutarins eðli. —
Hvarvetna eru atvinnugreinar
að leggjast af. Landvinningar
gleymskunnar eru hreint ofboðs
Iegir. Og nú slær þessi Jórsala-
fari þjóðháttadýrkunarinnar
fram stóra trompinu sinu:
Það var ekki fyrr en 1953 aö
stofnuð voru aiþjóðleg samtök
amatöra' í þjóðháttakvikmynd-
un — segir hann og gerir kúnst
pásu til þess að heilamir eitt,
hundrað í salnum fái ráðrúm
til að meötaka svo ofboðslegt
hneyksli.
Hugsið ykkur — segir hann
svo — meir en 70 ár líöa frá
uppgötvun kvikmyndavélarinn-
ar þangað 'tij þetta samfellda á-
tak er gert til að nýta hana í
þágu heimildanna. Öll þessi ár
er hún bara notuð til að
skemmta!!!
Það má næstum heyra nið-
inn af þessari ofboðslegu stað-
reynd þegar hún seytlar inní
heilana á vitsmunaverunum i'
salnum. Maður saknar þess sár-
an að enginn hefur hugsað fvrir
því að festa þessa sögulegu
stund á filmu. Hér situr elítan
úr húmanistaframleiðslu há-
EFTIR
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
skóla Isiands og meðtekur sína
fyrstu staðreynd um kvikmynda
sögu heimsins.
Vitaskuld gerir fyrirlesarinn
sér grein fyrir mikilvægj stund
arinnar enda gerir hann nú langa
kúnstpásu, horfir göfugt og
fast á miðjan vegginn bakvið
hlustendur sína og herpir sam-
an varirnar — enda má einbeita
sér að því að loka þessu líf-
færi ef jaegja skal um þá Lum-
iere, Flaherty, Grierson, Vertov
og alla hina, sem skráö hafa
kvikmyndaheimildir um vinn-
andi fólk i heiminum. Dyrnar
á norrænahúsinu eru vandlega
lokaðar og rennt fyrir gluggann
á salnum. Hingað inn slæðast
varia neinar staðreyndir, sem
utandyraveröldinni heyra.
^ð lokinni þessar; andakt fer
fyrirlesarinn nokkrum orð-
um um tvö snilldarverka sinna,
sem gestirnir hér í kvöld eiga
að fá að sjá. Þau fjalla um báta
smíði og jámsmíði ,,með gamla
laginu“. Heimildamennimir eru
nú báðir horfnir áf sjónarsvið-
inu svo kunnátta þeirra varð-
veitist hvergi lengur nema a
þessari filmuspólu, er annað veif
iö er tekin ofanúr hillu og sýnd
fræðimönnum.
Loks undirstrikar höfundur-
inn það ennú einn gang, að
myndirnar séu iofsöngur hans
um horfna verkkunnáttu og um
göfgi handverksins.
Svo hefst sýningin.
Sýningarvélin gengur á 24
römmum á sekúndu. Upptakan
hefur bersýnilega veriö gerð á
16 römmum á sekúndu svo
myndirnar minna á eldgamla
Sjapplín einnegin fyrir það, að
upptökutæknin er á líku stigi.
Langvarandj sama sjónarhornið.
Verkmaðurinn smáþokast úti
myndjaðarinn, hrekkur skyndi-
lega inn’i miðjan myndflöt eins
og fyrir kraftaverk og heldur
áfram að bardúsa eitthvað, sem
oft ekkj sést af því hann þarf -r-
verksins vegna — að snúa rass-
inum í myndavélina.
Stíll frásagnarinnar einkenn.-
ist einna helzt áf nýtni. Ljós-
flekkirnir við uppháf og enda
hverrar spólu eru ekki einu sinni
klipptir frá. Fiiman heggur ögn
á samskeytunum. Sem betur fer
eru skeytingar fáar.- Loks fer
þó allt að skjálfa og titra á tjáld
inu og gengur svo langa stund,
að fátt verður greint með vissu
um framvindu hins göfuga hand
verks jullusmiðsins. Loks er
sýningin stöðvuð. Þegar hún fer
í gang aftur er einnig búið að
leiðrétta sýningarhraðann. Samt
verða enn nokkrar truflanir og
stöðvanir Slíkt' er ekki nema
eðliiegt — hugsar rnaður —
enn eru til milliónir sýninaar-
manna í fullu fiöri um allan
heim svo ekkert liggur á því að
kynna sér réttu handtökin.
Áhorfendur eru jafnbolinmóð-
ir hvort heldur myndin sést á
tjaidinu eða stööva'st.
uesiur iMorræna nussms: /vage KornenDorg
Þó segir doktorinn vió hlið-
ina á mér í kennaratón við
konu sína: \
„Það passar ekki saman vél-
in og filrnan”.
endanum lýkur þó þessari
merku kvikmyndasýningu.
I þvögunni á útleiöinni má
heyra pröfessor einn segja: —
,,Það er fengur að fá þessi sjón
armið frá viðurkenndum, erlend
um fagmanni".
En minn fengur er bara ein
spurning:
Getur-innilokun eiginlega kom
izt á æðra stig en þetta, að gera
iofsöngva um göfgj handverks
ins án lágmarksvitundar um eig
ið handbragö?
Norrænahúsiö á svo vitaskuld
margfaldar þakkir mínar og
annarra fyrir að bafa lokað
rétta aðila inn; með þessum sér
stæða danska snillingi.
Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir:
og dólgum
Háskólabíó
(mánudagsmynd)
„Óþokkinn Accatone“
Leikstjóri: Pier Paolo
Pasolini
Aðalhlutverk: Franco Sitti
Silvana Corsini.
★ ★★
„Óþokkinn Accatone" er
fvrsta mynd Pasolinis, sem leik-
stjóra. Hún var gerö árið 1961,
en fram til þess tíma, hafði Pas
olini fengizt við rjtstörf. Á full-
orðinsárum fékk hann svo auk-
inn áhuga á kvikmyndinni, en
eftir sem áður er yrkisefni hans
hið sama: kjör fólks, umhverfi
þess og örlög, sem aðstæður
bjóða mönnum.
Nokkrar myndir eftir Pasolini
hafa verið sýndar hér á síð-
ustu árum, svo sem Mama
Roma, sem Laugarásbíó sýndi á
þessu ári.
„Accatone” er raunsæ ádeilu
mynd. Látin gerast f næsta viö
urstyggilegu borgarhverfi í út-
jaðri Rómar, þar sem mætist ó-
býggt land og kofaræksni sem
bas'llýður borgarinnar hefur
hróflaö yfir sig úr svo sem ekki
neinu. Aðalhetja myndarinnar,
Accatone, er ungur maður, en
nokkuð framgjarn — þ.e. hann
hefur hug á að eiga í sig að éta.
Og með þrennu móti er hægt að
strita fyrir brauði í fátækra-
hverfj Rómaborgar: Að slfta sér
út í verkamannavinnu fvrir
smánarlaun. Að gera út lag-
lega stelpu, eða stunda smá-
hnupl. Pasolini dregur upp ó-
hugnanlega mvnd af hinum von
lausa, tækifærislausa lýð, sem
býr bjargarlaus í hreysum stór-
borgar, bölsýnislýsing hans er
þó að minu viti hvergi yfirdrif
in. — Hann kryddar samræður
slæpingjanna mjög með hund-
ingslegri kímni og gálgahúmor,
svo við liggur að hrollur fari
um mann hér í velferðarsælunni.
„Accatone" er auðskilin
hverju hami, og þrátt fyrir of-
boð litla væmni, einkum þó í
enda myndarinnar, er hún eng
in tárafióðsmynd á borð við vell
una sem bfóið sýnir 6 daga vik
unnar. Um er. að ræða hroll-
kalda lýsingu á venjulegu
ítölsku fólki í venjulegu ítölsku
umhverfi. Kannski svoiitið
þvælt efni núorðið, en þá er að
gæta þess, að myndin var gerð
árið 1961 og síðan hefur hróður
Pasolinis vaxið stórum.
Vilji menn eyða kvöldstund í
að horfa á listaverk, þá væri
ekki úr vegi að skreppa i Hiá-
skólabíó næsta mánudag.
Þráinn Bertelsson, sem skrif
að hefur um kvikmyndir fyrir
Vísi um nokkuð langa hrið, hef
ur nú hætt því pári, og hefirr
. orðið úr að undirritaður reym
eftir getu að skýra leseödum
þessa blaðs nokkuð frá þvl,
hvað kvikmyndahús hafa að
bjóða fólki.
Ekki veröur fjaUað um kvik-
myndir af neinni sérCræðiþefck-
ingu — hún er ekki til staðar —
fremur sem alþýölega skemmt
un manna hér í komandi skamm
degisrökfcri.
Enginn skyidi ætla aö hægt
' sé að skrifa um allar myndir
sem bjóðast í Reykjavik, til
þess þyrfti her manns, en reynt
verður að sinna þeim myndum,
sem einhvers þykja veröar.
Blaðburðarbörn
óskast
í eftirtalin hverfi:
LAUGAVEG
LINDARGÖTU
BLESUGRÓF
Vinsamlegast hafið sambaod viðafgreiðsluna
Dogblaðið Vísír