Vísir - 28.09.1971, Side 3
V I S I R . Þriðjudagur 28. september 1971.
3
í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Danir nálgast EBE-aðild
Danir eru að því komnir
*að undirrita samning um
aðild að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu, og verður það
væntanlega í desember, að
sögn fréttamanns norsku
: fréttastofunnar NTB í
Briissel. Hann segir að bú-
ið sé að ryðja úr vegi ýms-
um minni háttar hindrun-
um, eftir fund ambassa-
dora í gær, og þeim hindr-
unum, sem eftir séu, verði
líklega rutt burt í október
og nóvember.
Enn hafi ekki verið gengið frá
þeim reglum, sem skuli gilda um
fiskveiðar Færeyinga og Græn-
lendinga. Það verði að bíða, þar til
búið verði að semja endanlega um
sjávarútvegsmál í EBE eftir stækk
un bandalagsins.
Danska sendinefndin í Briissel
lét í ljós áhyggjur yfir því, að sjáv
arútvegsmálin séu enn óleyst. —
Nefndin segir, að ekki komi trl
greina að geyma það vandamál
rneð öllu, þangað til aðildin að EBE
sé orðin raunveruleiki. Leysa verði
úr þessum vanda mjög fljótlega,
og finna verði sanngjarna lausn,
þar s^m kostir og ókostir jafnist.
Landbúnaðarráðherrar EBE-ríkj-
anna ræddu í gærkvöldi um þá
örðugu aðstöðu, sem fljótandi gengi
ýmissa ríkja valda stefnunni í land
búnaðarmálum. Evrópunefndin, ein
stofnun Efnahagsbandalagsins, hef
ur látið í ljós ótta um, að kerfi með
útflutningsstyrkjum og innflutnings
gjöldum geti komið samkeppnisað-
stöðu ríkjanna úr skorðum.
í ráði er, aö þjóöaratkvæða-
greiðsla fari fram í Danmörku, þeg
ar til þess kemur, að opinberir ful'l
trúar hafi samið um aðild að EBE.
Umsjón Haukur Helgason
Fyrsti gervi-
hnöttur
Japana
Japanir skutu f morgun fyreta
gervíhnetti sínum á braut um jörðu.
Hnettinum var skotið með fjög-
urra þrepa eldflaug, og er tilgang-
ur hans að senda vísindalegar upp
lýsingar tij jarðar.
Sífellt óeirðir í
ALLTAF FLEIRI A HJÓLUM
Þeim fjölgar stöðugt, sem taka reiðhjólið fram yfir bifreiðina í stórborgunum erlendis. í Banda
ríkjunum má nú orðið sjá kunna forustumenn í viðskiptum og stjórnmálum á langri leið til vinnu
á reiðhjóli, og borgaryfirvöld láta gera sérstakar hjólreiðagötur. Fjöidi hjólreiðamanna í Banda
ríkjunum hefur margfaldazt á einu til tveimur árum. — Myndin sýnir áhugafólk á götum New
York.
Suður-Víetnam
Átök urðu í morgun milli lög-
reglu og kröfugöngumanna, sem
mótmæltu þvf f Saigon að Thieu sé
eini fnambjóðandinn f forsetakosn
ingunum. Lögreglan beitti táragasi
gegn 200 uppgjafarhermönnum og
stúdentum, sem reyndu að ryðj-
ast inn í miðhluta borgarinnar.
Fjórir bflar voru brenndir. —
Kröifugöngumenn köstuðu grjóti.
Einn af forystumönnum þeirra
segir, að byssukúla hafi hæft öx’l
manns, serni var að flýja frá ein-
um bílanna, en lögreglan segist
ekki hafa beitt skotvopnum.
Á sama tfma brenndi annar hóp
ui gamalla hermanna og stúdenta
áróðursspjöld Thieus, og skoruðu
þeir á fólk ð sitja heima f foreeta
kosningunum 3. október.
Óeirðir hafa verið nær daglegt
brauð, síðan í Ijós kom, að Thieu
verður einn f framboði án andstöðu.
KARON
SAMTÖK
SYNINGAFOLKS
í HERMANNAGÖNGU
MEÐ LlKKISTUNUM
Þrjú þúsund stuðnings-
menn kaþólska skæruliða-
flokksins írska lýðveldis-
hersins (IRA) þrömmuðu
í gærkvöldi í hergöngustíl
með líkkistum stúlku og
pilts, sem biðu bana, þegar
þau handfjötluðu sprengju
í Belfast.
þrömmuðu ungir lýðveldissinnar á
eftir þeim.
Um fimmtán þúsund Norður-írar
og brezkir hermenn voru við út-
förina. Unga fólkið var grafið hlið
við hlið.
Lögreglan í írska Iýðveldinu lok-
aði í gær landamærunum til Norð-
ur-írlands, eftir að tonni af sprengi
efni haföi verið stolið í sements
verksmiðju, sem er sunnan landa-
mæranna. Seinna var sagt, að mik
itl hluti sprengiefnisins hefði kom
ið i leitimar.
Á meðan halda forsætisráðherrar
Bretlands, N-Irlands o-g Irska lýð-
veldisins áfram fundum um ólguna
á N-írlandi.
Kínverjar oðsfoðo N-Vietnam
1. NÁMSKEIÐ f almennri framkomu, snyrt
ingu og hárgreiðslu
kennt verður við:
Hreyfingar, fataval, mataræði og fleira.
2. NÁMSKEIÐ fyrir sýningarstúlkur og
fyrirsætur.
Kennt verður samkvæmt hinu brezka kerfi,
YOUNG LONDONER, sem fylgir kröfum
tímans hverju sinni í allri tækni varðandi
þessi störf.
Rosina Mary Curry, 18 ára, og
Gerard O’Hare, 17 ára, létust I
sprengingu í húsi skammt frá heim
ili sínu í rómversk-kaþólska Falls
Road-hverfinu í Belfast á fimmtu-
daginn. Þegar líkkistur þeirra voru
bomar til Milltown-kirkjugarðsins,
Kína og Norður-Víetnam hafa
undirritað samning um hernaðar-
og efnahagsaðstoð Kínverja, að
sögn fréttastofunnar Nýja Kína í
morgun.
Er sagt, að kínverska aðstoðin
skipti sérstaklega miklu máli í ár
vegna eyðilegginga, sem flóð hafa
valdið í Norður-Víetnam. Mao Tsé
Tung formaður kommúnistaflokks
Kína og Chou En-Lai forsætisráö
herra hétu stjórn N-Víetnam fyrir
skömmu að veita henni alla hugs-
anlega aðstoð.
Kennsla hefst mánudaginn 4. október.
Innritun og upplýsingar í síma 38126 dag-
lega frá kl. 20—23.
HANNA FRÍMANNSDÓTTIR.