Vísir - 28.09.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 28.09.1971, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 28. september 1971. 9 ÞETTA YRÐI HÆGT AÐ FÁ: UM 47.000 BÍLA EÐA 30 SKUTTOGARA EÐA 5 ÞOTUR, DC-8-63 EÐA 10 BOEING 727 EÐA ALLA ÍSLENDINGA , TIL ÚTLANDA EÐA LITSJÓNVARPSTÆKI fyrir alla núverandi sjón- varpseigendur EÐA 1000 PAKKA AF SÍGARETTUM Á MANN 1 / skemmtiferð fyrir gjaldeyrissjóðinn? — Margt ánægjulegt mætti gera við sjóðinn, ef rikisstjórnin „færi út oð verzla" 4675 milljónir króna er hrika- leg tala. Hún er svo langt frá okkur, venjulegum borgurum, aö við sjáum hana í þoku. Þetta eigum við núna í gjaldeyris- „sjóði“. Til þess að gera okkur grein fyrir þessarj upphæð, höf- um við til gamans veít því fyrir okkur, hvað mætti kauna fyrir hana, ef til dæmis ríkisstjóm inni dytti í hug að fara út og verzia. Gætu tvöfaldað bílaeign Iandsmanna Ef til vill langar þá í bVla. Lít ill bfll, sem kostar eitthvað á 3. hundráö þúsund, mundi til dæmis kosta 100 þúsund í gjald eyri, því að ofan á það er bætt tollum og síðan söluskatti, á- lagningu o. fl„ áður en hann fer til neytandans. Þá gæti stjóm in keypt fyrir allan gja'ldeyris sjóðinn fjörutíu og sex þúsund sjö hundruð og ifisantttKm bíla, en það er einmitt álíka og öl] bílaeign>landsmanna«pr.í dagA><i Nú er vinsælt að kaúpa skut ' togara. Þeir eru nú dálítið dýr ari en bflarnir, svo að takmark aðra er, hve marga menn fengju fyrir gjáldeyrissjóðinn. Skuttog ari eitthvað um 500 tonn og t. d. smföaöur í Póllandi kynni að kosta um 150 milljónir króna. Fyrir 4,7 milljarða gjaldeyris- sjóð mættj þá fá um það bil þrjátíu skuttogara'. Eða sent alla íslendinga í utanferðir lega upp á flugflotann. Hin glæsi lega DC-8-63 þota, sem Loftleið ir hafa keypt kostar 938 millj ónir, og voru það talin stærstu kaup, sem einkaaðili hefur gert hérlendis. En fyrir gjaldeyrissjóð inn mættj kaúpa fimm þess hátt ar þotur á einu brett; og borga út V' hönd Þarna höfum við minnzt á sitthvað stórt, sem fá mættj fyr ir gjaldeyrissjóðinn, þegar fariö yrðj í kaupstaöarferð með summ una. Sumir mundu ef til vill ekkj vilja stefna svo hátt, og líklega fyndust einhverjir, sem helzt vildu birgja sig upp af sígarettum eða áfeng; fyrir aur ana. Til gamans mætti nefna, að karton af amerVskum sfgarett- um kostar 200 krónur tollfrjálst í frfhöfninni á Keflavíkurflug- velli. Fyrir gjaldevrissjóðinn mætti kaupa 233 milljónir sjö hundruð og fimmtíu þúsund pakka af sígarettum á 20 kr. pakkann. Það væru rúmlega ÍOÓÖ.þakkár á hvérn landsmanh. s.vo.Sœt»>enn S'a1d eynssjóðinn næstu manuðina. Við ætlum að leggja í stór- virkjanir við Sigöldu og væntan Iega Hrauneyjarfossa. Þetta er mikið átak og dýrt, áætlað er, að það kosti ekki minna en 3400 milljónir að virkja Sigöldu og 3200 milljónir að virkja Hrauneyjarfossa. Samanlagt eru þetta 6,6 milljarðar eða nærri tveim milljörðum meira en gjald eyrissjóðurinn. Reyndar er V' þessum áætlunum reiknað með bæði erlendum og innlendum kostnaði við framkvæmdir. Nú er líka mikið talað um litasjónvarp. í Ijós hefur komið, að kostnaðurinn við þá breyt- ingu yrði aðallega, hve dýrt það væri fyrir einstaklingana og þjóöarbúið aö skipta um öll sjón varpstæki, láta gömlu tækin fyr ir svo sem ekki neitt og kaupa í staðinn tæki fyrir litasjónvarp inn á hvert heimili. Litasjón- varpstækin eru ef til vill fjór- um sinnum dýrarj en hin. Það hefur verið reiknað, að það mundi kosta um fjóra milljarða að kaupá til landsins öll þau tæki, sem þarf miðað við núver andi fjölda sjónvarpsnotenda. Sem sé allan gjaldeyrissjóðinn, nema 675 milljónir eða svo yrðu eftir. Vissulega' væri gaman, ef viö fengjum gjaldeyrissjóðinn ti] að skemmta okkur fyrir útj í heimi. Eða hvað? Nú hafa íslenzkir feröamenn ekki fengið yfir- færöar nema 21 þúsund krónur í erlendum gjaldeyri, þegar þeir hafa farið til útlanda. En væri gjaldeyrissjóðurinn látinn til þess arna, væri unnt að senda alla landsmenn, unga og gamla, í eina reisu út í heiminn miðað viö venjulega' yfirfærslu. Þúsund pakkar á hvern landsmann Svo gætum við hresst skemmti 190 kílómetra stafli Við gerðum okkur enn frem ur tij dundurs að athuga, hve mikið af fimmt’iu króna pening um fær; f þennan „sjóð“, sem að vísu er ekki raunverulegur sjóð ur, sem unnt er að telja f, held ur nettógjaldeyrisstaðan, eignir í gjaldeyr; að frádregnum skuld um út um heim. Fimmtfu króna peningur er tveir millimetrárá þykkt. 100 krónur S 50-köllum eru bara 4 millimetrar, og 100 þúsund krónur aðeins fjórir metrar á þykkt. En ef viö stöfl um öllum gjaldeyrissjóðnum í einn stafla geröan úr fimmtíu króna peningum, yrðj staflinn um 190 kílómetra hár, sem er jafnlangt og állur vegurinn til Víkur í Mýrdal eða Kerlingar- fjalla. Eigum fyrir innflutningi í 3—4 mánuði Að öllu gamnj slepptu má benda á, að þessi nettó-gialdeyr iseign mundi l’iklega nægja okk ur fyrir eölilegum innflutningi í 3—4 mánuði, þótt við flyttum ekkert út á móti í þann tíma. Þessi eign er nauðsynleg landi. sém er jafnháð utanríkisviö- skiptum og Island. Of skammt er að minnast, hvemig áföllin á árunum 1967—68 gerðu að engu á tiltölulega skömmum tíma. þann ,,gjaldeyrissjóð“, sem safnað haföi verið í góðærinu á undan. Gjaldeyriseignin er samt veruleg „bankainnistæða" fyrir þjóðina, sem gerir af- komuna öruggari en ella, þar sem um hrt'ð yrði unnt aö vemda lífskjörin, þótt talsverð áföll dyndu yfir á erlendum mörkuð- um eða í afiabrögðum. .... en þetta er ekki of mikið Þótt sitthvað mætti gera við » gjaldejfris„sjóðinn“ ef menn | vildu, þá er hann ekkert meiri ii en sérfróðir menn telja. að hann | þurfi að vera' hjá sérhverju ríki. I Talið er eðlilegt, að nettógjald- | eyriseignin samsvari um fjög- | urra mánaða innflutning; ríkis- f ins. Það er loks um þessar mimd ir, aö tekizt hefur að nálgast þetta markmið hér á landi. Ann i ars ber að álíta, að gjaldeyris- 1 forðj íslendinga þyrft; að vera | meirj en annarra þjóða. Stafar | þetta af þvf, hversu mjög háöir a viO. erum irinflutmngi, þar sem Ú við framleiðum sjálfir mjög tak P markaðan hluta af þvl', sem við þörfnumst. í öðru lagj er út- flutningur okkar einhæfur og sveiflukenndur meira en annars staðar gerist yfirleitt. Aðrar þjóðir hafa ekki á und anförnum árum kynnzt eins miklum áföllum og yfir dundu fyrir 2—3 árum hér á landi, þegar sfldin, einhver helzta út- flutningsafurð okkar hvarf skyndilega og jafnframt varð feikilegt verðfall á helztu sjáv arafurðum öðrum, semviðflutt | um út. Þá kom sér vel, að J viö áttum um tvo milljarða f 9 gjaldeyris„sjóði“ á þáverandi gengi. Þessi forði bjargaði okk ur um hríð og dró úr skerðingu lffskjara, sem ella hefðj orðið til mikilla muna skyndilegri og tilfinnanlegri. Sfðan kom að því, að gengi krónunnar var fellt tví vegis, og að því búnu tókst okk ur smám saman að rétta úr kútnum. Fjölbreyttara atvinnulíf Stefnt hefur verið að því að gera íslenzka atvinnuvegi og útflutning fjölbreyttari, svo að hvort tveggja vinnist f senn, að við verðum ekki jafnháð inn- flutning,- og minni hætta sé á stórfelldu hruni, ef einhverjir brestir verða á erlendum mörk uðum. Með fjölbreyttari fram- leiðslu dreifast sveiflurnar á stærri grunn og áhríf þeirra verða minni, Vangavelturnar hér að framan eru auðvitað einungis settar fram til gamans, og af þeim má einnig fá betr; hugmynd um hvers viröi hinn margumtalaði gjaldeyris„sjóður“ er f raun og veru. En vonandi verður honum ekki eytt aö ófyrirsynju, hversu mikið stundargaman sem bað gæti orðið. — HH vhBsm — Teljið þér tímabært fyrir íslendinga að skipta yfir í .itasjónvarp? Þórir Einarsson, kennari: — Ég veit ekki .. Heldur finnst mér ólíklegt að fyrir þv*i sé grund völlur enn sem komið er. Mér finnst við ekki vera búin að hafa það svart-hvíta nógu lengi. til að vera búin að aðlaga okk ur sjónvarpstækninni yfirleitt. Emil Ólafsson, verkamaður: — Ekki er ég tilbúinn að svara þvl, hvort við höfum efni á því ennþá. Ef ég fengi hærra kaup mundj ég að sjálfsögðu hafa gaman af því að skipta yfir. Þá kysi ég heldur litasjónvarpiö, þö svo að það kostað; styttri dag- skrá ef til vill. Gunnar Eggertsson. tollheimtu- maður: — Það held ég ekki. Það er nógu fjandi leiðinlegt þaö sem fyrir er, þó við förum ekki aö kosta upp á litinn tij við- bótar. Garðar Einarsson, póstmaður: — Nei, það held ég ekki, Ætli við ráðum við þau ósköp strax. Ég mundi að minnsta kosti leggja til, að við biðum aö minnsta kosti með það þar til tekizt hefur að ráða við dag- skrá þess svart-hvíta. Kolbrún Kristjánsdóttir, hús- móðir: — Já Mér finnst ekki vera eftir neinu að bfða með það. Ég sæi ekki eftir þeim aur um, sem færu í það, að kaupa litsjónvarpstæki inn á heimilið. — Já, þó svo að litsjónvarps- tækin kunn; að vera fjórfalt dýrari en þau svart-hvítu. Kristinn Friðfinnsson, mennta- skólanemi: — Nei, það er svo margt annað, sem væri t’imabær ara. Til að mynda þaö, að bæta dagskrá svart-hvíta sjónvarps- ins. Mér finnst t. d. alltof lítið um íslenzkt efn; í sjónvarpinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.