Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 2
0 Moshe Dayan drýgir dáiir - og stuðlar oð ástarævin- týri arabískrar stúlku og israelsks pilts Moshe Dayan, hershöfð ingi og hermálaráðherra ísraelsmanna komst fyrir skömmu á forsíður blaða víða um heim — að þessu sinni ekki fyrir hernaðar- sifclli eða aðgerðir á víg- velli, heldur fyrir það hversu riddaralega hann brást við þegar ung, arab- ísk stúlka átti í vandræð- um. Stúlka þessi festi ást á ísraelsk um pilti, og hittust þau nokkrum sinnum á laun. Eigi leið samt á löngu áður en „svínaríið" komst upp, og ættingjar stúlkunnar, bú- endur í þorpi einu innan landa- mæra ísraels tóku stúlkuna, bundu hana við staur og böröu hana síðan af viöurstyggilegum hrottaskap. Bedúínarnir hafa f heiðri eigin siði og venjur, og engin landslög geta breytt þeim. Og Dayan hefði engu fengið áorkað gegn venjum þessa ættbálks, sem stúlkan er af, hefði hann ekkr verið jafnvirtur persónuleiki og hann er, og hefði hann ekki áður haft nokkur per- sónuleg kynni af ættflokki þess- um. Bedúínaflokkur sá er hér um ræðir hætti flakki og hirðingjahfi fyrir mögum árum og settist þá að í dal einum rétt þar hjá sem Dayan-fjölskyldan bjó í Austur- Galíleu. Þá batzt Dayan, ungur drengur, sérstökum vináttubönd- um við þetta fólk, sem Araba- stríð og landamæradeilur hafa aldrei megnað að sifta. Hægt og hægt tileinkuðu Bedú- ínar sér vestræna siði, og í fyrra stigu þeir stórt skref leyfðu ungr; stúlku, 15 ára gamalli, að fara úr þorpinu til að sækja skóla múham- eðstrúarmanna í Nasaret. I Nasaret kynntist stúlkan ung- um pilti, og felldu þau hugi saman, Hefði svo sem verið allt f lagi, hefði þessi piltur ekki verið krist- inn. Og sem múhameöstrúarmann eskja, þá vissi stúlkan að ást hennar var bönnuð. í tvö ár hittust þau á leynileg- um stefnumótum. Fyrir sex vík- um, eða þar um, komst svo allt saman upp. Og samkvæmt æva- fornum lögum Bedúína var að- eins hægt áð refsa stúlkunni á einn hátt: með dauða. Stúlkan, sem við getum kaftað Fatímu, var heppin. Þegar hún beið eftir að ættingj- ar hennar dræpu hana, frétti Day- an af máli þessu. Hann haföi aldrei séö þessa stúlku eða heyrt, en ákvað strax að koma í veg fyrir að fólk hennar dræpi hana. Hann brá þvf við skjótt. Hann 6k sem mest hann mátti í bíl sfnum t« þorpsins, þar sem stúlkan var fangi. Þar var honum tekið með mikl- um virktum og boðnar veitingar. Hann neitaði að þiggja mat eða drykk, og hann sagði ættarhöfð- ingjanum að hann kærði sig ekki um að lambi væri slátrað, svo sem venja er, þegar gestur er boð- inn velkominn. „Ég mun ekki bragða á mat þínutn eða drykk“, sagöi hann viö höfðingjann, „fyrr en þú hefur lofað mér þfétpuriilutum. Ég vil að þú lofir mér að skerða ekki hár á höfði stúlkunn- ar, að þú sleppir henni lausri einu sinn; f viku til að hitta kærastann og þegar þau ganga í hjónaband, þá bjóðir þú mér tii vígsluhátíðar- innar". Samkvæmt arabVskum venjum iýsti hann því síðan yfir, að Fat- im« væri nú dóttir hans, og að hann myndi vernda'hana. Myndugleg framkomá Dayans vakti virðingu Arabanna, og þeir samþykktu kosti hershöfðingjans. Dayan yfirgaf síðan þorpið og allt virtist í bezta gengi. Þá fékk lögreglan í Nasaret skilboð þess efnis, að stúlkan hefði verið fest við staur og bar- in hrottalega, væri fjölskylda hennar aftur orðin ákveðin f að drepa hana. Dayan brá aftur við skjótt. — Hann sendi flokk lögreglumanna til þorpsins. Þeir fundu Fatímu Mekkjaða við bjálka, og var hún illa útleikin. Hún var flutt á sjúkrahús og lögreglan tók fjöl- skyldu hennar I 'gæzlu. Síðan var bróðir hennar kæröur fyrir að valda systur sinni alvar- Iegum meiöingum, og situr nú f varðhaldi. 1 Nasaret segja menn, að þótt Dayan hafi getað bja'rgað þess- ari einu stúlku frá hörmungum, þá gerist slíkir hlutir oft meðal Bedúína, og að ísraelsk og ara- bísk lög muni ævinlega rekast á, það þurfi meira til en myndug- leik Dayans til að koma þessiun málum í viðunandi horf. ALFIE“ 99 AÐ FARA Á FJÖRUR? Hvaða fólk er þetta? Jú, margir eöa öllu heldur margar, ættu að bera kennsl á þann fræga leikara og kvennamann, Michael Caine. Ljósmyndari nokkur festi hann á filmu nýveriö þar sem hann var i veizlu í stórhýsi Lindu Christian á Costa del Sol. Linda Christian? Það er ekkja leikarans Tyrone Powers, og „A!fie“ er aö hvisla í eyra þeirr- ar fögru ekkiu einhverri gasa- legri fyndnl, a.m.k. skellti frúin á lær sér rétt á eftir og réð sér varla fyrir hlátri. „Alfie“ geröi mikið fyrir Michael Caine. Hvarvetna þar sem þessi leikari fer, muna menn eftir götustráknum kvensama, og allar konur vilja „Alfie“ þekkja. Líka virðulegar ekkjur eins Linda Christian. Hún meirt aí segja hélt stórfenglega veizlu, - bara til þess að fá „Alfie“ karl- inn I heimsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.