Vísir - 02.11.1971, Síða 4

Vísir - 02.11.1971, Síða 4
4 V1SIR . Þriðjudagur 2. nóvember 1971, Bjarui Jónsson og KFUM Árósn leikn hér þrjá leiki Stefán Jónsson fyrirliði Hauka og lansliðsmaður, sýndi mjög góðan leik í fyrsta leik fslandsmótsins sem fram fór í Hafnar- firði á sunnudagskvöld. Hann hefur varla í annan tíma Ieikið betur, þótt það dygði Haukum ekki gegn sterku Fram-liði. — Stefán skoraði sjö af 15 mörkum Hauka og hér sést hann senda knöttinn í markið af línu, án þess Sigurður Einarsson komi við nokkrum vörnum. Ljósm BB Haraldur Kornelíusson var sigurvegari í badmin- tonmóti TBR, sem háð var um helgina, en hann sigr- aði Reyni Þorsteinson KR, nokkuð örugglega í úrslita leiknum 15:9 og 15:10. Þátttaka var allgóö í mótmu. í undanúrslitum vakti það mesta at- hygii, að Reynir sigraði Óskar Guð- mundsson í skemmtilegum leik með 15—12 og 15—11, en í hinum undanúrslitaleiknum vann Haraldur Friðleif Stefánsson með 15—11 og 15—8. í aukaflokk í einliðaleik karla léku til úrslita Viöar Guðjónsson, TBR og Jón Gíslason.TBR, og sigr aði Viðar með 15 — 4 og 15—6. í tviliðaleik kvenna báru þær Jónína Niljohníusdóttir og Vildís Krist- mannsdóttir sigur úr býtum -— sigr uðu Huldu Guðmundsdóttur og Þor björgu Valdimarsdóttur í úrslita- leiknum 15—11 og 15—5. Hinn fyrsti verbur gegn gestgjöfum Vals á fóstudag Valur á von á góðum gestum í tilefm af sextíu ára afmæli félagsins, sem var á þessu ári. Bjarni Jóns ^on hinn kunni landsliðs- naður úr Val, og KFUM \rósa, eitt bezta hand- knattleiksfélag Danmerk- vr koma hingað á föstu- lag og leika hér þrjá leiki í íþróttahöllinni í Laugar ’alnum. Þar fæst því góð 'ir samanburður á beztu 'élagsliðum íslands og ^nmerkur, því Danimir Biarni leika gegn Val og ’’?TLT auk úrvalsliðs HSÍ. í d^ska liðinu eru sex danskir landsliðsmenn, sem margir hverjir hafa leikið fjöimarga landsleiki fyrir Dani eins og til dæmis hinn kunni leikmaður Klaus Kaae, sem leikið hefur 45 landsleiki fyrir Dan mörku, Ole Sandhöj, sem leikið hefur 3 landsleiki. Þá má minnast á Hans Jörgen Thoistrup, sem leik- ið hefur 12 landsleiki, Kartsen Sörensen, fjóra, Jörgen KIitGaard, miðframvörður liðsins, sem einu sinni hefur staðið i marki danska landsliðsins, og Boye Stenvkær, sem leikið hefur tvo landsleiki. Eins og áður segir kemur danska liðið hingað á föstudag og leikur bá strax um kvöldið við gestgjafa sína, meistara- flokk Vals, sem eru nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar. Það ætti að geta orðið mjög skemmtileg- ur leikur. Á undan leiknum verð ur for'eikur í meistaraflokki kvenna — Valur gegn úrvali HSl. Sá leikur hefst kl. 8.15. Á laugardag leikur danska liðið ekki, en á sunnudag mætir það íslandsmeisturum FH og ætti þar einnig að verða skemmtileg og hörð viðureign. Forleikur verður á undan, Valur og Fram i 2. flokki karla og hefst sá leikur 16.30. Þriðii leikur danska liðsins verður á mánudag og leika Danimir bá og Bjarni gegn úrvalsliði, sem landsliðs- nefnd HSÍ velur. Forleikur, sem hefst kl. 20.15 verður milli Vals og Víkings f 3. flokki. Þetta er f annað sinn, sem hand- knattleikslið KFUM Árósa kemur hingað. Það eru aðeins sex ár sðan liðið var hér á ferð og þá lék það einnig þrjá leiki og sigraði i öllum. Vann styrkt lið Ármanns meö 29 — 25, vann FH með 27—24 og einnig úrvalslið með 26—20, svo greinilegt er, að íslenzkir hand Skoraði 8 mörk Bjami Jónsson, hinn gamal- kunni landsliðsmaður úr Val, sem leikur hér með Árhus KFUM um helgina, dve-lur sem kunnugt er við nám í Danmörku. Hann var nýlega valinn í úrvals lið Jótlands, sem lék viö lands- lið Egyptalands — einn af sex leikmönnum KFUM, sem léku með józka úrvalsliðinu. Það sigraöi meö 29 mörkum gegn 20 og var Bjami Jónsson annar niarkhæsti leikmaöurinn, skor- áði átta rhörk í jéikhum. Víking- laAto..: Palle NiéisML^koraði einu marki meira, eða' níu. Bjami hefur tekið þátt í deildaleikjun- um fjórum, sem Árhus KFUM hefur leikið í haust og alltaf verið meðal þeirra, sem hafa skorað í leikjunum — mest hef- ur hann skorað þar í leik þrjú| mörk. js Haraldur sigraði! knattleiksmenn hafa einhvers að hefna. KFUM-liðið hefur leikið nokkra þýðingarmikla leiki í haust og má þar tii dæmis nefna, að það vann hið kunna lið Redbergslid frá Sví- þjóð með tveggja marka mun 19— 17 og einnig Partizan frá Júgó- slavíu með tveggja marka mun 21— 19, en tapaði fyrir SV Hamborg með 17—16 0g má af þessu sjá hve geysisterku liöi félagið hefur á að skipa í handknattleiknum. Það er þó ekki Danmerkurmeistari nú, en hefur á sl. 17 árum unnið til 16 verölauna í 1. deild í Danmörku, þar af hlotiö fimm sinnum gull- verðlaunin. Á síðasta keppnistíma- bili varð liðið í fjórða sæti, en forráðamenn þess gera sér miklar vonir um mikinn og góðan árangur í vetur — enda hefur 'liðið unnið þrjá af fjórum fyrstu leikjunum í 1. deildinni. -hsim Kveðja frá KR: Þorgeir Sigurðsson, endurskoðandi Aðfaranótt 25. október s.l. lézt Þorgeir Sigurðsson, löggiltur end- urskoðandi, og verður útför hans gerð i dag. Þorgeir var fæddur 11. september 1934, sonur hjónanna Sigríðar Jónasdóttur og Sigurðar Halldórssonar. hins.kunna forystu- manns knattspyrnumanna i K.R., og var hann þvi aðeins 37 ára gamall, er hann var kvaddur héöan. Þorgeir var borinn og barnfædd- ur K.R.-ingur. enda var heimili for- eldra hans jafnan annað heimili félagsins þar sem niikill hluti fé- lágsstarfsins var unninn, og fetaði hann síðan í fótsþor föður síns, fyrst sem knattspyrnumaður, en slðan sem einn af fremstu for- ystumönnum K.R. Þorgeir lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1954 og nam síðan endurskoðun hjá N. Mancher & Co., en fyrir nokkrum árum stofnsetti hann sína eigin endurskoðunarskrif- stofu, sem hann rak til dauðadags. Þorgefr kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þórhildi Sæmundsdóttur, ár- ið 1955 og eiga þau þriú börn, Guðlaugu, Sæmund Rúnar og Ómar Geir. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hefur löngum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga mikilhæfa og ósérhlífna forystusveit, sem vakir yfir velferð félagsins, jafnt að nóttu sem degi og í þeirri sveit var Þorgeir Sigurðsson. Hann var kosinn gjaldkeri aðalstjórnar fé- lagsins árið 1958 og gegndi því vandasama starfj af þekkingu og dugnaði tii dánardægurs. Starf Þorgeirs sem g.ialdkera K.R. verður seint þakkað, þVi að á þessum árum stóð félagið í fjárfrekum framkvæmdum, ofta=t fjárvána, og fjármál félagsins því erfið og vandmeðferin. Þorgeir var og ætíð boðinn og búinn til annarra starfa í félagsmálum og minnast K.R.- ingar með þakklæt; bridgekeppn- anna sem hann annaðist á vetrar- kvöldum, svo og starfs hans við uppbyggingu getraunástarfsemi. Þorgeir var einn af beztu bridge- spilurum íslands og hann spilaði í landsliði um árabil og allt til ævioka. Við K.R.-ingar kveðjum nú í dag einn af máttarstólpum félagsins og góðan dreng. Það er okkar hlut- verk að taka upp merki hans og vinna fyrir félag okkar af sömu trúmennsku og hann gerði. Minning Þorgeirs Sigurðssonar mun lifa 'i K.R. svo lengj sem félagið stendur uppi. Við sendum öllum aðstand- endum Þorgeirs samúðarkveðjur, þó sérstaklega konu hans, Þórhildi, og börnum þeirra þremur svo og foreldrum hans. Stjórn Knattspyrnu- félags Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.