Vísir - 02.11.1971, Page 9

Vísir - 02.11.1971, Page 9
VÍSIR. Þriðjudagur 2. nóvember 1971. 9 að halda. Með ærinni visutm — Hafið þér borlð vitni í lögreglumáli? Liggjum við sjálf á liði okkar gegn afbrotamönnum? • Með hverri helginni sem iíður bætist víð nýtt mál árásar, líkamsmeiðinga og hrottaskapar við lista afbrota þeirra, sem lögreglan hefur afskipti af. „Þetta er að verða alveg óþoiandi, að fólk skuli ekki fá að ganga í friði um götur borgarinnar eftir að skyggja tekur,“ kvað við úr mörgum áttum hér fyrir fáum vikum, þegar fréttist af ljótum dæmum um hrottaskap ofstopa- manna. — Og þeim fer sífellt fjölgandi, sem taka undir þetta viðkvæði. En hversu margir ætli veiti þeirri spurningu fyrir sér, að hvað miklu leyti þetta er þeirra eigin sök? „Ef borgarar líða svona nokk uð óátaliö og leiða þetta hjá sér, þá færir þessj óaldárlýður sig upp á skafiið. AÖ þVi leyti til er löggæzlan mikið til í höndum borgaranna sjálfra, að það getur aldre; komið til af- skipta lögreglunnar, sem henni berst aldrei til eyrna. En sumt fólk vill ekki ieggja á sig þá fyrirhöfn að kæra þá, sem vaða svona uppi,“ sagði maður sem á laugardagskvöld varð fyrir á- rás ölvaðs unglings. — Eítir að pilturinn hafði flúið af hólmi, beið maðurinn komu lögregi- unnar, og veitti henni síðan lið við að finna piltinn til þess að lögum yrði komið yfir hann. En reyndar var pilturinn undir lögaldri, svo að mál hans kem ur til kasta barnaverndarríefnd ■ ar. EvniJKfMÍr,, sporum mannsins hart sig heim í háttinn, gleýmtí áttókfiíu“ óg komið sér hjá þeirri fyrirhöfn að gefa skýrslu af atburðunum og mæta síöar meir til þess aö bera' Vitni. — Hreinlega látiö máliö afskiptalauát þaðan í frá og setið hjá Og að sitja hjá, haldandi aö sér höndum, ber ekki vott um, að manninum misttki. Þvert á móti verður litið svo á, að hann látj sér það vel líka. að sæta árásum ofbeldismanna og verða Þaö er ekki alitaf að iögregla er nærstödd til að handsama ofbeldismann, en þarf hann að komast hjá maklegum mála- gjöldum vegna þess að fórnarlambið vill spara sér „allt vesen“? ef til vill í næsta sinn lim- lestur. — Og af því mótast svo tíöarandinn. Tíðarandinn ræður því, hvort þjófum finnst það borga sig að steia. Ef þjófur brýtzt inn 'i skartgripaverzlun og stelur armbandsúrum, þá finnst honum það borga sig, því að hann get ur svo auðveldlega gert sér pen inga úr þeim. Honum gengur ágætlega að selja úrin á spott prís. þótt grunur hljóti að vakna hjá kaupandanum um að þessi ódýru úr séu illa fengin. — Þjófi, sem stelur skipsskrúfu úcf:k-opan,''fin»st það iborga- sig, þvr áð hánn getur selt hana brotajárnssala,sem ekki fer að krefja hann sagna. Ekki einu sinnl þótt hann komj með kop ar-engil, sem hann hefur stolið af leiðj í kirkjugaröi. Gróðavonin er fljót að kveða niður tortryggni manna. Og í þeim tíðaranda, sem nú er við lýði, þætti það vitgrannur mað ur sem færi að gera sér rellu út af því, hvemig hlutimir eru fengnir sem honum bjóðast á gjafveröi. — Margir væru fáan- legir til þess að kaupa — án þess að spyrja nærgöngulla spurninga — ef þeim byðist út- varpstæki á kr. 3000, og þeir vissu að sannvirðið væri nálægt kr. 15000. Ef þjófar nytu ekki verndar þessara samvizkulipru kaup- enda, væri gróðavon þeirra orð in Iítil, og ekkert annað en áhættan við þjófnaðinn. — Og sá sem einu sinni hefur komið fram vilja sínum með ofbeldi og barsmíðum, er vís tii þess að reyna það aftur og aftur, ef hann finnur að það er árang ursríkt og hefur engar óþægi- legar afleiðingar í för með sér fyrir hann. „Við löggæzluna verður litlu áorkað nema með góðri sam- vinnu við borgarana sjálfa," sagði Bjarki Elíasson, yfirlög- regluþjónn, er blm. Vísis færði þetta í tal við hann. „Margur maðurinn hefur orð ið fyrir stórkostlegum skaða vegna þess að sannleikurinn náði ekkj að koma fram þegar einhver sjónarvotturinn sem hefði getað upplýst málið, laum aöist burt og hugsaði: „Þetta kemur fnér ekkj við, og ég vi) ekki láta blanda mér í nein vandræði". Það hefur komiö fyrir, að fólk hefur farið af staðnum, þar sem það hafði oröið vitni að atburðum sem rannsóknar þarfnást við — bara til þess að forðast óþægindi af yfirheyrsl- um. En ef fólk bara gerði sér grein fyrir hvað það veitir öðr um borgurum mikla þjónustu með því að bera sannleikanum vitnj .. ef það vissi, hve mikilvægt það er samfélaginu, að sannleikurinn sé leiddur í ljós, — þá mundi það ekki telja slVkt eftir sér,“ sagði yf- irlögregluþjónninn. „Er það svona mikil fyrir- höfn að leggja fram kæru til lögreglunnar og gefa skýrslu um atvik sem menn hafa verið vitni að?“ spurðum við. „Ekkj héma hjá okkur. Það kannskii tekur eina,klukkustund hérna hjá okkur niðrj á lög- rgglustöð eöa bara örfáar mín- útur,“ svaraði Bjárki yfirlög- regluþjónn. En hjá rannsóknarlögregl- unni? — Um það spuröum við Magnús Eggertsson, yfirlögreglu í>jón í Sakadóm; Reykjavíkur. „Það getur kostað dálitla fyr- irhöfn en þó lítið meira en að koma hingað til okkar og gefa skýrslu“, sagöi Magnús. „Þó getur hent sig, að við- komandi þurfi að koma aftur og mæta fyrir dómi og bera vitni þar. Sömuleiðis gæti þurft að sannprófa framburð hans, ef frá sögn hans ber ekki saman við skýrslur annarra.“ „Væri hægt að liðka þetta til. svo að menn settu síðurfyr ir sig að bera vitni?“ „Það held ég að komi tæplega' til greina. Hér er um að ræða málsmeðferð, sem reynslan hef ur kennt mönnum, að tryggir bezt, að sannleikurinn verði leiddur I Ijós. — Það er sem sagt réttaröryggið sjálft, sem li húfi er, og í þessum vana- bundnu aðferðum eru fólgnar varúðarráðstafanir gegn því, að nokkur verðj hafður fyrir rangri sök,“ sagði yfirmaður rannsókn arlögreglunnar. Aðspurður um hvort hann teldi mikil brögð að því, að almenningur kæmi sér undan vitnaskyldunni, svaraðj yfirlög regluþjónninn: „Mig uggir, að einhver smá- . vægileg brögð séu að því í minniháttar málum en ég er viss um, að viö erum mikið betur settir í löggæzlunnj hér lendis heldur en starfsbræður okkar erlendis, eftir þeim spum um aö dæma, sem berast þaðan. — Þar ku menn flýta sér burt af vettvangi, þar sem hræðileg ustu afbrot hafa verið framin. Hér Iætur þorri fólks það tíl s’in taka, ef alvarlegt slvs hefur hent, eða meiriháttar afbrot ver ið framið.‘‘ — GP Bjöm Sigurjónsson, banka- starfsmaður: Ja, nei, ég hef aldr- ei borið vitni við lögreglurann- sókn. Hins vegar hef ég þurft að gefa skýrslur varðandi um- ferðaróhöpp, sem ég hef orðið Jón Andrésson, bakari: Nei, til þess hefur ekki komið. Ég var* þó eitt sinn vitni að því að ekið var á rúmlega sjötuga konu, og bauðst ég þá til að bera vitni í málinu. Vitnisburðar míns reynd ist þá ekki þörf, þar eð þad var á lögreglunni að skilja, að óþarft væri að fara út í málaferli. Oft er fjöldi sjónarvotta að atburðum eins og á myndinni 1 fyrirhöfn finnast síðar meir kannski bara eitt eða tvö vitni. Jóhannes Sigurjónsson, iön- verkamaður: Nei aldrei. En ég mundi síður en svo veigra mér við að gera það, ef til kæmi. Það er full þörf á að koma lögum yfir þá er brjóta af sér. Jakob Möller kennaraskóla- nemi: Nei, það hefur ekki komið til enn að minnsta kosti. Sigurmundur Gíslason, tollvörö- ur: Nei, ekki beinlínis. Mitt starf er annars það. að aðstoða lög- regluna, nefnilega toHvaröar- störf. Þar getur líka almenning- ur komið mun oftar að Iiði en

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.