Vísir - 02.11.1971, Qupperneq 16
Þriðjudagur 2. nóvember 1971.
feturinn nðeins á
Hvernvöllum og
Vestfjurðukjúlku
Snjókoma var á Hveravöllum
f morgun og eins stigs frost og
krapahríð norðantil á Vestfjörð
um en raunverulegt vetrarveð
ur var ekki annars staðar á land
inu. Þó má vænta þess, að norð
austanáttin sem er á noröan-
verðu landinu muni smám sam-
an ná sér um allt land og kólni
þá í veðri um leið og birtir hér
sunnanlands. Jafnvel er búist
við vægu næturfrosti. —SB
Dýrasta íslenzka frímerkið
selt á 211 þús. í New York
in út 1897 var verðlögð í listan
um á 510 doHara. en fór á 1200
dollara eða rúmlega 100 þúsund
krónur. Skildingamerki sem
verðlagt var á 120 dollara fór
á 240 dolilara. 20 aurar frá 1902
„í gildi“ fóru á 835 dollara og
yfirleitt fóru íslenzku merkin
gömiu þama á mjög háu verði.
—JH
Dýrasta íslenzka frí-
merkið, sem selt hefur
verið fór á uppboði í
New York nýlega
fyrir 2400 dollara, eða
um 211 þúsund krónur.
Hefur ekkert stakt ís-
lenzkt frímerki selzt fyr
ir svo háa upphæð- —
Þama er um að ræða 5
aura yfirprentað með 3
frá 1897, óstimplað, en
það mun vera eina ó-
stimplaða merkið full-
takkað af þessari útgáfu
sem vitað er um .
Yfirleitt fóru íslenzku merk
ín á þessu uppboði á mun
hærra verði en búizt var við,
töiuvert yfir því veröi sem á-
ætlað var í verölista.
Fjórblokk af samskonar merki
stimpluð og gróftökkuð — gef-
i - i.
Hasshundurinn frægi sætti sig ekki við vinnu aðstöðuna hjá póstinum, varð að fara út á 15
Senda 2 þús. króna
víxla til samþykktar
— og safna fyrir kirkjubygginguna
„Fyrirtækj hafa yfirleitt tekið
víxlunum okkar vel, og við höfum
begar fengið endursenda sam-
’-iykkta víxla h'rir hundruð þúsunda
króna“ sagði Ingvar Pálsson,
verzlunarmaður. sem hefur ásamt
öðrum annazt fjársöfnun fyrir
~istaðakirkju.
Olíuverðið er óbreytt
Að, svo miklu leyti sem olíufé
Jögunum er kunugt um, verða
iekki breytingar á verði olíu og
,.1 bensins á næstu mánuðum
®sagöi Indriði Pálsson forstjón
aOlíufélagsins Skeljungs, þegar
•Vísir kannaði hjá horium, hvort
• hækkanir væru vsðntáhlegar. —
^Svo sem kunnugt er af fréttum
J erlendis frá hsfur heimsmarkaðs
»verð á olíu hækkað all nokkuð
® vegna aðgerða olíulandanna við
o'mtn Miðjarðarhafs. Þessi hækk
»un hefur ekki áhrif hér, þar
Jsem á sama tíma hefur orðið
ai.ækkun á farmgjöldum olíu og
*vega þessar breytingar sem
’næst hver aöra upp að sögn
tfndriða, — VJ
Sóknarnefndin hefur sent fyrir-
tækjum í Reykjavík víxla, sem
falla 28. nóvember n.k. á vígslu-
degi kirkjunnar. Hljóðar víxillinn
upp á 2000 krónur, og að sögn
Ingvars, hafa menn yfirleitt tekið
þessari fjársöfnun ve!.
• „Við sendum auk víxilblaðsins
kurteislega orðað bréf, þar sem
við förum þess á leit, að viðkom-
andi fyrirtæki styðji okkur við
lokaátakið í kirkjubyggingunni",
sagði Ingvar, „einstaka menn háfa
raunar ekki kunnað að meta þessa
áðferð okkar, og menn hafa senni-
lega ekkj iesið eða séð bréfið frá
okkur.
Við sendum svo húsráðendum í
Bústaðasókn umslag og förum
fram á að umslaginu verði skilað
með ofurlítilli fjárhæð í. Einnig
höfum við dreift sparibaukum í
hús í Bústaðasókn, en víxlana fá
aðeins fyrirtæki".
Bústaðakirkja er byggð fyrir
söfnunarfé að langmestu leyti, og
hafa margir lagt þar þungt lóð á
metaskálar en heildarkostnaður
við kirkjubygginguna er áætlaður
20 milljónir. — GG
„Skotárásin44 reyndist
byggð á misskilningi
Á leið sinni um Keflavikur-
veginn brá ökumanni einum í
brún, þegar framrúðan I bíl
hans sprakk skyndiiega þegar
hann var staddur á móts við
Straumsvík.
Enginn bíll var nærri og hvergi
'■rjót á steinsteyptum veginum og
manninum flaug aðeins ein skýr-
ing í hug — þegar rúðan brotnaði
svona skyndilega alveg upp úr
''urru. — Einhver hlaut að vera
'ð skjóta á bifreiðiná!
Eins og hver heilvita maður get-
nr skilið. var ökumaöurinn ekki
dö tefja á þessum slóðum lengur
en hann nauðsynlega' þurfti. þar
sem hann vissi sig liggjandj undir
ikotbríð. Notfærði hann sér, hve
’atan er bein og breið, og linnti
ekki ferðinni fyrr en hann kom i
'"'aldskýlið í Straumi.
Þar tilkynnt; hann, hvað komið
befði fyrir, og var lögreglunni gert
Við athugun kom í ljós. að á
rúðubrotunum varð ekki fundið
neitt kúlufar, og smám saman
rann það upp fyrir mönnum. að
rúðan hafði ekkj orðið fyrir byssu-
skoti.
mínútna fresti til aS anda.
EKKI HUNDI BJ0ÐANDI
AÐ VINNA Á PÓSTINUAA!
Hins vegar virtist hún hafa
sprungið af sjálfu sér, og eina
skýringin, sem mönnum kom f
hug, var sú, áð hún hefði verið of
þröng í rúðukarminum. — GP
— hassbundurinn gat ekki athafnað sig
i húsakynnum póstsins i Reykjavik
„Maðurinn með hasshundinn“
kom inn á pósthúsið nýlega og
þar átti að sjá hvað voffi gæti.
En viðskipti voffa við póstþjón-
ustuna voru skammvinn, því
ekki höfðu hann og förunautur
hans verið þár lengi dags er
maðurinn kom með þá yfirlýs-
ingu, að húsakynnin væru
slik, að hundurinn gæti ekki
athafnað sig.
Þetta þóttj starfsmönnum
póstsins katinski ekki ný tíðindi,
að það værj ekki hundi bjóðandi
að vinna á pósthúsinu; póst-
húsið ævagamalt og nær því
Kfshættulegt að fará í lyftu
þeirri, sem flytur kassa með
póstinum í miili hæða, en
lyftugarmurinn er alltaf að
stoppa á leiðinni og bi!a'r ó-
sjaldan, og aðstaöa til vinnu
langt frá þvf að nálgast það að
vera viðunandi. — SB
Landgrunnið allt — eða 50 mílur út
Tfu þingmenn Sjálfstæðis-
flokks leggja til að fiskveiði-
lögsagan skuli látin ná yfir allt
landgrunnið en ekki aðeins 50
mílur frá grunnlínum. Erlend-
um skipum verði heimilt að
stunda veiðar upp að 50 mílna
mörkunum í næstu þrjú ár,
nema á sérstökum friðunarsvæð
um.
Flutningsmenn vilja, að sérstök
friðunarsvæði yerði ákveðin á mikil
vægum uppeldisstöðvum ungfisks á
landgrunninu, og gangi reglur um
það f gildi 1. marz na-stkornandi.
Ennfremur verði á sama tíma settar
reglur um friðun ákveðinna hrygn-
ingarsvæða innan núgildandi land-
helgi.
1 þingsályktunartillögu Sjálfstæð
ismanna segi.r, að ytri mörk land-
grunnsins skuli vera 400 metra jafn
dýpislína, þangað til mörk þess
verði ákveðin með lögum, en þó
skuli mörkin hvergi vera nær landi
en 50 sjómílur.
Þá skuli AÍþingi fela ríkisstjórn-
inni að halda áfram og auka þátt-
töku í samstarfi þjóða til að hind.ra
ofveiði og tryggja tslendingum
eðiilega hlutdeild í fiskveiöum á út-
höfum, þar sem fslenzkir fiskveiði-
hagsmunir ná tii. Ríkisstjórnin
skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir skaðlega
mengun sjávar við strendur lands-
ins og á hafinu umhverfis það.
Þingmennirnir benda á, að nú sé
viðurkennt, að hvert land eigi allar
au"',indir á og í sjávarbotni á öllu
land,- -inni sínu, Þess vegna hljóti
-,ú •' 'md tslendinga að vera þung
á m num, að þeir eigi með sama
rétti fiskimiðin á og yfir þessu
landgrunni.
Alþingi skuli síðar ákveða dag-
setningu útfærslunnar. Þar sem nú
muni hefjast viðræður við Breta
o-g Vestur-Þjóðverja, þyki ekki á-
stæða til að ákveða nú dag fyrir
Igildistöku útfærslunnar.
Nú liggja tvær þingsályktunartil-
lögu.r um landhelgismálið fyrir Al-
þingi. Ríkisstjórnin hafði lagt fram
tiilögu um, að hafizt skyldi handa
um stækkun fiskveiðilandhelginnar
í 50 sjómílur frá grunnlmum, sem
kæmi til framkvæmda eigi síðar en
1. september 1972. Stjórnum Bret-
lands og Vestur-Þýzkalands skuli
gerö grein fyrir því, að vegna lffs-
hagsmuna þjóðarinnar og breyttra
aðstæðna geti samningarnir frá
1961 ekki talizt bindandi, og verði
þeim sagt upp. Þá skuli tilkynnt,
að íslenzk lögsaga sé 100 sjömílur
varðandi ráðstafanir gegn mengun.
— HH