Vísir - 15.11.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 15.11.1971, Blaðsíða 8
R V1SIR . Mánudagur 15. nóvember 1971, VÍSIR Utgefanm: KeyKjaprtait hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 AfgJ----ila : Bröttugötu 3b. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Við höfum tímann í vinnu (j J^andhelgissjónarmið íslendinga njóta um þessar // mundir ört vaxandi skilnings erlendis. Þróunarríki )) heimsins eru nú hvert á fætur öðru að taka upp rót- \j tæka stefnu í landhelgismálum sínum og þá um leið í \\ landhelgismálum almennt. í þessum ríkjum þykir ( engin goðgá að krefjast landhelgi, sem annaðhvort / nemi 200 mílum eða sé miðuð við 600 metra dýpt- / arlínu. \ Mikilvægast fyrir okkur er, hve mörg þessi ríki eru ( og hve þungt þau vega því á alþjóðlegum ráðstefnum / og þingum, þar sem fjallað er um þetta mál. í tveim- / ur heimsálfum þróunarlanda, í Afríku og rómönsku ) Ameríku, er meira en helmingur allra ríkja jarðarinn- \ ar. Og í þessum heimsálfum eru smám saman að l myndast samtök um víða landhelgi. ( Það voru ríki í SuðurAmeríku, sem riðu á vaðið / með 200 mílna landhelgina. Hún er nú að breiðast út / meðal ríkja rómönsku Ameríku og hefur skotið rót- ) um í Afríku. Vísindaráð einingarsamtaka Afríku- \ ríkja samþykkti nýlega að mæla með 212 mflna land- \ helgi og 600 metra dýptarlínu. Jafnframt lýsti ráðið ( stuðningi við landhelgismálstað íslendinga, eins og / ráðherrar einingarsamtakanna höfðu raunar gert í / Reykjavík í haust. / Tíminn vinnur því með íslendingum í landhelgis- \ málinu- Nú er ekki lengur hægt að halda því fram, að \ hafréttarráðstefnan 1973 muni gera 12 mflna land- ( helgi að alþjóðalögum. Ekki er heldur hægt að halda ( því fram, að það sé slæmt, ef ráðstefnan dregst fram / til ársins 1974. Líklegast er, að 200 mflna stefnan muni { þar njóta fylgis um eða yfir helmings ríkjanna á ráð- stefnunni og þannig verða að viðurkenndri staðreynd. Ef ráðstefnan frestast, aukast líkurnar á þessu, því að þróunin er öll í átt til víðrar landhelgi. ' Þessi þróun bætir mjög vígstöðu okkar og auðveld- ar framgang landhelgismálsins, ef við berum gæfu til að notfæra okkur möguleikana. Við eigum þess nú kost að fara beint út í 50 mflur og hugsa um meira seinna. Við eigum þess lika kost að miða við 400 metra dýptarlínu og fara út í 50—70 mflur. Sérfróðir menn telja, að stórveldin treystist síður til að gera á- greining um landgrunnið allt en um 50 mflur, þótt hið fyrra feli í sér stærri landhelgi. Við eigum þess einn- ig kost að láta hafréttarráðstefnuna vinna fyrir okkur / með samþykkt 200 mflna landheigi og nota tímann á / meðan til að framkvæma einhliða friðunaraðgerðir ) eftir þörfum. Þessi leið gæti haft þau hliðaráhrif að \ draga úr viðskiptavandamálum, sem við kynnum að \ skapa okkur með einhliða útfærslu í 50 mílur. ( Möguleikamir eru svo miklir og ánægjulegir, að al- / þingi ber skylda til að halda öllum leiðum opnum, svo / að tryggt sé, að sú leið verði endanlega valin, sem )) veitir okkur víðustu landhelgina á ódýrasta háttinn- \ Tíð óhöpp bama á reiðhjólum stafa sumpart af því að ökumenn virða þau ekki viðlits. Þriöjudagur 9. nóv.: „Fór í einu og öllu eftir um ferðarregiunum, en Ienti á sjúkrahúsi handleggs- og fót brotinn. 4ra ára drengur á sebrastrikaðri gangbraut fyr- ir bfl í gær. — Og 14 ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bfl í gærkvöldi.“ Mánudagur 8. nóv.: „13 ára drengur slasaðist í gær, þegar hann, eins og mörgum öðmm bömum hætt ir líka til — hljóp út á göt- una í veg fyrir bíl i Álfheim- um.“ Þegar flett er blöðum aftur ’i tímann, verða fyrir manni frétt- ir af þessu tag; æ ofan í æ. Slysum á börnum í umferðinni linnir ekki. „Áttat’iu og tvö börn höföu slasazt í umferðinni á þessu ári þann 1. nóvember síðastliðinn,” sagði Óskar Ólason, yfirlög- regluþjónn í umferöardeild lög- reglunnar; þegar viö ræddum við hann fyrir helgi. „Það er tuttugu og einu barni meira en á sama t’ima í fyrra,“ sagði Óskar okkur. Þessi aukning barnaslysa varö Ekkert má til spara, svo að slasað bam komist til heilsu aftur — en væri ekki betra að leggja eitthvað af þeirri áherzlu á ráðstafanir til þess að slysið hefði aldrei orðið? mest á fyrrj hluta ársins, því að á miðju árinu höfðu þegar slasazt um tuttugu fleiri böm en í fyrra. En síðustu mánuðina er eins og heldur hafi verið stemmt stigu viö þessari öhugnan legu aukningu. I október t. d. siasaðist einu bami færra heldur en 1' október í fyrra. En byrjun þessa mánaðar, Yirða lítils rétt barna eins og sést á tilvitnunum hér í upphafi, gefur ekki tilefni til neinnar bjartsýni í þessum efn- um. Samt hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana í haust, sem miða að þvi að reyna að vemda yngstu borgarana V um feröinni. Nýlega voru ráðnir 5 gagn- brautarverðir til þess að standa vörð við gangbrautir á ákveön um stöðum f borginni, þar sem hefur verið mikil umferð bama vegna skóla í nágrenninu. Og mestum umferðarþunganum var bægt frá Hamrahlíð vegna óska foreidra f Hl'iðunum en þeirra böm sækja skóia í Hamrahlið. Og eftir að skólar hófu kennslu í haust var hafizt handa við umferðarfræðslu bama. „Tveir lögreglumenn hafa ver ið f haust eingöngu við umferðar fræðslima í sk6lum,“ sagði Ósk ar Ólason, yfirlögregluþjónn. „Við erum búnir að heim- sækja alla skólana í haust en auðvitað ekk; búnir að ná til allra nemendanna,” sagði Ás- mundur Matthfasson, varðstjóri — annar lögreglumannanna, sem starfar við umferðarfræðsl una í skólum. — Umferðar- fræðslan nær til barna á aldrin um 6—12 ára. Ásmundur sagði okkur, að þeir kenndu aðeins fáum deild- um 1 senn, en færa sfðan í næsta skóla og svo koll af kolli, þar til þeir kæmu aftur og kenndu næstu bekkjadeildum. Yngstu deildimar fá hálfa kennslustund f senn. — „Reynsl an kennir okkur að Það hefur sín áhrif, ef lögregluþjónar sjást í skólanum, svo að við komum heldur oftar í hvern skóla, frem ur en ljúka yfirferðinni \ einni lotu,“ segir Ásmundur varð- stjóri. En það þarf meira til, svo að öryggi bama í umferðinni verði tryggt — ef einhvem tíma verður hægt að tryggja það. Það er ekki nægilegt að bam- ið viti hvemig það á að haga sér í umferðinni, eins og 4ra ára drengurinn. sem nefndur var hér 1 upphafi. Hann valdi sér sebra-strikaða gangbraut til yfirferðar en þaö reyndist hon um haldlítil vöm, því að hann varð fyrir bíl samt. Kona nokkur, sem vildj vekja athygli á því, aö þörf væri fyrir gangbrautarvörð á Hofsvalla- götu hjá Melabúðinni, bar öku mönnum vel söguna — hvað þeir væru tillitssamir gagnvart FULLORÐNUM! En það væri undantekning. ef þeir næmu stað ar við gangbrautina fyrir böm- um. Hin t'iðu óhöpp bama á reið- hjólum bera mörg með sér keim af því, að ökumenn hreinlega sjái það ekki þó að hjólreiða- maöurinn hafi verið beint fram undan bifreið þeirra, Enda má daglega sjá mörg dæmi þess að ökumenn virði ekki hið minnsta umferðarrétt sh'kra farartækja. Svipaða sögu er af léttum bifhjólum að segja. Breyting á þessu yrði stórt spor fram á við f umferðarör- yggismálum bama. —GP Aldrei áður hafa verið svo mörg barnaslys á einu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.