Vísir - 15.11.1971, Blaðsíða 9
V1SIR ; Mánudagur 15. nóvember 1971.
9
76. skoðanak'ónnun Visis: Viljið Jbér láta leyfa s’ólu áfengs 'óls hér á landi?
„AII t / lagi fyrír mig,
en ég óttast um hina"
„Það yrði örugglega ekki verri drykkjuskapur-
inn. Menn færu kannski að drekka í hófi.“ — „Ég
vona bara, að þingmennirnir fari ekki að samþykkja
þann skolla. Frekar ættu þeir að banna allt áfengi
í landinu.“ — „Bjór vil ég hafa, ef hann verður
bruggaður hér á landi“ — „Ég er óviss, en hugsan-
lega, ef það væri íslenzkt.“
Karlar með
— konur á móti
Stuðningsmenn áfenga ölsins
voru langflestir karlmenn. Um
tveir af hverjum þremur þeirra
voru með bjómum Þetta sner-
ist algerlega við hjá konunum.
Af þeim voru einmitt um tvær
af hverjum þremur á móti bjór
í landið.
Þeir, sem voru andvigir áfengu
mundi auka drykkjuskap ungl-
inganna.
Nokkrar konur tóku fram, aö
þeim þætti sjálfum góður bjór.
en þær óttuðust, að áhrifin á
heildina yrðu slæm. Eitt dæmi
um sl’ikt var: „Mér þykir öl
að vfsu alveg prýðilegt en guð
veit, að ég þori ekki að fá það
f sölubúðir hér. Ég vil ekki
þurfa að horfa upp á unga fólk
ið drekka meira en það gerir
nú þegar.“
Þeir, sem ekki tóku afstöðu,
sögðust yfirleitt ekkj hafa get
að gert málið upp við sig, því
að margt væri sagt með og
móti og erfitt að meta það.
Ekki kom fram mikill munur
á afstöðu fólks á Reykiavíkur-
svæðinu og utan þess. Þó var
bæði meirihluti karla og kvenna
andvígur öli V fámennum sveitar
hreppum.
Þrjú ár eru Kðin, frá þvf að
Vísir gerði fyrst skoðanakönnun
um afstöðu almennings til á-
fengs öls Á þeim tíma hafa
skoðanir lítið breytzt á málinu,
þótt fram hafi farið spennandi
umræður og kosningar á alþingi,
þar sem þingheimur skiptist
hnífjafnt milli andstæðinga og
stuðningsmanna bjórsins.
Búizt við
Margir taka fram, aS yrði áfengt öl leyft, ætti það ekki að vera selt annars staðar en í á-
fengisverzlunum rikisins.
Vil'l almenningur áfengt öl?
Þingmenn hafa fellt frumvörp
um það, en ef tij vill samþykkja
þeir það í vetur. Vísir hefur
nokkrum sinnurn haft skoðana-
könnun um bjórmálið. Otkoman
hefur alltaf orðið sú, að varla
megj á milli sjá, hvort fleiri
séu með eða móti bjór. Otkom
an er sú sama !i þetta sinn.
Af þeim 200, sem við spurð
um f könnuninni var 91 and-
vígur áfenga ölinu, 85 fylgjandi
þv¥ og 24 voru óákveðnir.
Bjórínn komst hæst
í 51 prósent
Þetta eru óhagstæðustu úr-
slit fyrir bjórinn sem hafa kom
ið upp hjá okkur. Munurinn er
samt svo lítill að hann sýnir
litið annað en það, að þeir eru
enn sem fyrr nærrj jafnmargir
sem eru með og móti. Þjóðar-
atkvæðagreiðsla yrði vissulega
spennandi.
í könnun, sem Vísir gerði ár
ið 1969, voru 51% með áfengu
,öli og 39% á móti, en 10%
óákveðnir Þetta var mesta
fylgi, sem bjórinn hefur fengiö
í skoðanakönnununum. Nú eru
45,5% á móti, 42,5% -ieð og
12% óákveðnir.
Margir, sem vilja bjórinn,
settu ákveðin skilyrðj fyrir
þeirri afstöðu sinni, til dæmis:
„Já ef hann verður bruggaður
hér á landi“ eða „Ég vil leyfa
bjórdrykkju með því skilyrði,
að bjórinn verði aðeins seldur
i áfengisverzlunum ríkisins".
Karlmaður á Ólafsfirði sagði
líka, að hann væri óviss, en sér
fyndist bjór koma til greina,
ef hann væri íslenzkur. Nokk-
uð margir aðrir viku að nauð-
syn þess, að áfenga ölið yrði
íslenzkt.
„Saltstólpar úr sögunni“
Sumir „bjórmenn“ voru miklu
harðari. Einn í Reykjavík sagði:
„Lifi frelsið og bjórinn". Ann-
ar sagði, að það væri skömm að
því, að bjór skyldi ekkj vera
leyfður, „þar sem menn
gætu fengið hann eftir vild, um
leið og þeir voru komnir út fyr
ir landsteinana". „Já, það er
sannarlega mál til komið,“ hljóð
aði eitt svarið. „Þeir eru löngu
úr sögunni þessir saltstópar,
sem bönnuðu bjórsölu og brugg
un hér á landi“
Karlmaður i Hafnarfirðj taldi,
að það væri nauðsynlegt að
hafa bjór, til þess að menn yrðu
ekki alkóhólistar vegna þess að
þeir þyrftu að drekka eitthvað
sterkara. „Bjórinn fer ekkí eins
illa með menn og brennivínið"
sagði annar. „Hvers vegna ekki?
Nú hafa vissar stéttir tök á
að flytja hann inn“.
öli svöruðu yfirleitt með skýru
neii. Margir bættu við: „AlLs
ekki“ eða „Ég er alveg á móti
því“. Mjög algengt var annars,
að fó’lk segði „að nógur væri
drykkjuskapurinn samt, þótt
bjórnum væri ekki bætt við“,
eða eitthvað á þá leið. „Ég hef
séð, hvernig þeir þamba bjór-
inn í Englandi," sagði einn. „Það
væri ekki til bóta hér.“
Óttast áhrif á
unglinga
Margir töldu, að bjórinn
„spennu“ á þingi
í vetur er búizt við enn harð
ari lotu um bjórmáliö á alþingi.
Nú hefur nýtt þing verið kosið,
og enginn veit enn, hvernig hlut
föllin eru á þinginu, þar sem
fjölmargir þingmenn eru nýir og
hafa ekkert sagt opinberlega um
afstöðu sína.
Bindindismenn eru sennilega
öflugrj hér en annars staðar f
heiminum þrátt fyrir allan
drykkjuskap Islendinga, Til
dæmis var rúmur þriöjungur
fylgjandi algeru vfnbanni, þegar
Vísir spurðj um það í skoðana
könnun fyrir nokkrum árum.
Tveir þriðju voru að vVsu and-
vígir vínbanni, en varla mun
finnast önnur þjóð, þar sem
þriðjungur fólks vill banna Vin
með öllu jafnvel ekki þar sem
bindindissemi er krafizt sam-
kvæmt bókstaf trúarbragða.
Bjórinn yrðj vafalaust hita-
mál hér á landi um langan ald-
ur, þótt svo færi að hann yrði
samþykktur á alþingi. —HH
Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar:
Með áfengu öli 85 eðu 42,5%
Mófi úfengu öli 91 eðu 45,5%
Óúkveðnir..........24 eðn 12%
Ef aðeins eru taldir iieir, sem afstöðu tóku,
lítur taflan óannig út:
Með úfengu öli...........48,3%
Mófi úfengu öli . » •« 51,7%
— Viljið Iáta leyfa
e,a banna sölu áfengs
öls hér á laíidi?
Reynir Karlsson, æskulýösfull-
trúi: — Er ég var við nám
erlendis kynntist ég þvf, að
bjór virðist vera allt að þvf
nauðsynlegur til að fullkomna
góðan mat. Hins vegar bar líka
mikiö á bjórdrykkju á vinnu-
stöðum og eins hjá ungu fólki.
Þess vegna óttast ég áhrif bjórs
ins komi hann hingað.
Ingvar Sveinsson, verzlunarm.:
— Ég er fylgjandi þvY, að salan
veröj leyfð. Ég er nefnilega á
mótj öllum bönnum.
Grétar Pálsson, flugumferðar-
stjóri: — Leyfa söluna endi-
lega. Það mætti kannskj segja
mér að til að byrja með yröi
eilítið svall því f'daiandi en
ékk: némá rétt á meðan nýja
brumið væri á ölinu. Við getum
séð það fyrir okkur í Sv’iþjóð
t. d.
Ragnar Jóhannesson, starfsm.
hjá ÍSAL: — Ég er bjórsölunni
mjög fylgjandi. Á meöan
hægt er aö selja 'okkur brenni-
vfn ætti alveg eins aö vera
hægt að hafa vægarj drykki til
sölu líka. Þaö þarf alls ekki
að kalla á meiri drykkju. Á-
stæðan væri þá sú, aö viðkom
andi kynnu ekki að fara með
v’in hvort eð er.
Hallfríður Jóhannesdóttir. hús-
móöir: — Nei, ekkj ég. Mér
finnst drykkjumennskan vera
alveg nógu mikill þó ekki sé far
ið að bæta við bjórnum. Ég
þori að reiða mig á það, að
honum fylgdi aukin áfengis-
hneigð
Gunnar Bjarnason, innheimtum.
Hafnarf.: — Ég er nú hræddur
um ekki. .Þaö kemur ekki til
af neinni fanatík. Mér finnst
bara drykkjuskapurinn vera þaö
mikiM á íslendingum nú þegar,
og þá einkum og sér í lag; æsk
Iunni. að ég þori ekki að fá
bjórinn. Hann stuðlar ábyggi-
lega aö auknum drykkjuskap.