Vísir - 24.11.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 24.11.1971, Blaðsíða 9
VISI jt. MlSvikudagur 24. nóvember 1971. Erá vöggu til grafar eru menn á þönum eftir stressi. — Þó þú sleppir með hjartsláttinn, þegar þú skýtur þér yfir götu á rauðu ljósi hefurðu samt stytt líf þitt, segir kunnur danskur læknir í grein, sem hann skrifar nýlega um stress. Eng- inn kemst algjörlega hjá stressi en það er skyn- samlegt að kalla það ekki yfir sig að ófyrir- synju. — Stress er í almenn- ingsaugum orðið eins konar vörumerki á þeim lífsgæðum, sem hingað til hafa þótt hvað eftir- sóknarverðust og ekki sízt nú upp á síðkastið. Lífsgæðakapphlaupið er orðið hraðara en mann- legur líkami þolir. — Stress er vöm líkamans í þessu erfiða kapp- hlaupi líkt og mæðin, sem sækir á spretthlaup arann í keppni. Það er að eins um tvennt að velja hægja á sér, eða gefast upp áður en markinu er náð. — Jjeim mun meira sem ég fæst viö stress, þeim mun minna veit ég um það, sagöi einn ágætur fslenzkur læknir, þegar við spuröum hann um þetta. Stress virðist lítið hafa verið skilgreint frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði. — Stress er ekkj sjúkdómur heldur vörn gegn sjúkdómum og áreiti. En langvarandi stress reynir á lík- amann og slftur honum. Smátt og smátt getur það komið niður á ýmissi starfsemi lílmmans, líkt og þegar vígbúnaðarkapp- hlaup þjóða dregur úr öðrum framkvæmdum þeirra Þannig kemur stress hæglega niður á kyngetu manna, veldur maga- sári, taugaveiklun, hjartasjúk- dómum ... — Mér finnst þetta fyrst og fremst eiga rætur sínar að rekja til þess þjóðfé’.ags, sem við lifum í, sagði Grímur Magn- ússon, taugalæknir þegar Vísir spurði hann um álit hans á STRESS SVAR VIÐ ÓMANNESKJU LEGRI TILVERU stressi. Sú veröld, sem við lif- um og hrærumst í er á ýmsan hátt ómanneskjuleg, allur þessi ógurlegi hraðj og vélmenning og þessi tilbúnu llfsgæði. Við erum búnir að búa okkur til ailtof margar þarfir. Við þurf- um vél, sem snýst til hægri og vél sem snýst til vinstri. Við þurfum stærri bíl en rúmast á götunnj og svo framvegis. — lVfér finnst þetta hafa auk- izt sfðustu árin, sagði Grímur. Ef ti] vill er það hvað mest f borgarlTfinu. Fyrir nokkr- um árum kom til mín maöur. sem hafði flutzt til Reykjavíkur frá Keflavík. Hann sagðist ekki þola þennan ógurlega hraða T borginni og leið illa út af þessu. Ég býst viö, að nú orðið sé hraðinn orðinn svipaður í Keflavík og héma. — Eru læknar stressaðir? — Já, það held ég nú. Þeir eru það engu síður en aðrir. Við lifum og hrærumst í þessu þjóðfélagi. Við erum ö!l hluti af þvT og virkir þátttakendur í því. Að undanfömu hefur verið uppi mikil vakning meðal manna og þá einkum kyrrsetu- manna að hressa upp á heils- una og reyna að bæta sér upp daglanga kyrrsetu með hreyf- ingu, sundi, skokki, judó, leik- fimi eöa einhvers konar trimmi á morgnana eða kvöldin. — Þetta er ekki beinlínis svar við stressinu, þótt hreyfingin sé vissulega holl. Hins vegar er líka hætta á að trimmið verði aðeins liður í ITfsgæðakapp- hlaupinu, rétt eins og bíllinn og einbýlishúsið og auki fremur á stressið en minnki það Tj’nnþá hefur ekki verið komið á fót hæli, gagngert til þess að draga úr stressinu, þar sem menn geta áhyggjulausir notiö hvíldar og næðis og heilbrigðs lífernis Sólstrandaferðir eru góðra gjalda veröar, en það skal ósagt látið, hvort þær draga úr stressinu, ekki sTzt þegar til þess kemur að fara að borga þær. Heilsuhælið f Hveragerði er ef til vill upplagður staður fyrir þá sem þjást af of miklu stressi. — Það er fremur lítið um það aö fólk komi hingað gagn- gert til þess að losna við stress, sagði Bjöm L. Jónsson, læknir Náttúrulækningafélagshælisins. Flestir okkar sjúklingar eru giktarsjúklingar og þess háttar. En þetta fólk getur auðvitað veriö stressaö ekki síður en aðrir. Það er dálítið um það að fólk komi hingað T sumarfríum sínum til þess að fá meðferð. — Og útlendingar? — Fremur lítið um þá. — Það er raunar skemmst aö minnast Danans sem sagðist hafa læknazt af sínu stressi á örskömmum tíma T Hveragerði. Ctress ætti raunar að vera mönn um hollt íhugunarefni núna í jólakauptíðinni, þegar dans- inn í kringum gullkálfinn verður hvað æðisgengnastur. Margur leggur á sig helmingi meira strit og helmingi meiri áhyggj ur en aðra mánuöi ársins, bæð; neytendurnir og. eins.þeir, sem ætla að græöa. Ef einhver tími ársins er öðr- um varasamari varöandi stress þá er það jólafastan. En hvað dytti mönnum í hug, ef þeim væri gefinn viljastyrkur tiil að staldra við f miðri jólaösinni síðustu dagana fyrir hátíðina og iTta á tilstandið með rólegri Thugun? — JH Hversu mikið eykur jólakauptíðin á stressið? 9 vtosrai — Eruð þér stressaður? Guðmundur Sveinbjömsson. mn heimtumaður: — Ha ... stfess- aður?. Hvað er það? Er það að labba eða eitthvað svoleiðis? — Nú, er ÞaðTsamband; viö taug- amar. Já þá er ég svo sannar- lega stressaður. Við erum á- byggilega stressaöir, þessir gömlu. Er annað hægt? En við berum okkur þó vel svona stress aðir. Ágúst Ragnarsson, háskólanemi: — Nei það er ég ekki. Þó um gengst ég töluverðan hóp stress aðra Það hefur engin áhrif á mig Ég er staðráðinn í að láta ekki stressast. Börkur KarissOn, póstafgreiðslu- maður: — Nei, það get ég eng- an veginn sagt. Ykkur væri nær að spyrja heldur fólk, :'sem er meira í umferðinni en ég þess arar spumingar. Annars má vel vera, að stressið heltakj mig líka þegar allur jólapósturinn hellist yfir . . . Steindór Hálfdánarson, prentari: — Ekki ég en áreiðanlega fjöl margir aðrir. Þaö er vfst ábyggi- legt. Ásbjörn Bjömsson, iðnrekandi: — Nei, ég er sko eins afslapp- aður og nokkur maður getur orðið. Ég hef aldrej fundið fyrir stressi og óttast ekki að ég eigi eftir að verða fyrir baröinu á slTku Bjarni Stefánsson, framkvæmda stjóri: — Nei, mér h'Öur alveg prýðilega, takk fyrir Ég haga nefnilega mínum störfum þann- ig, að ég þurfi engan veginn að óttast stress. æw

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.