Vísir - 30.12.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 30.12.1971, Blaðsíða 16
B«IX ISIR Geta ekib óhræddir á nýársdag Enn er óvíst hvemig fer meö bílatryggingarnar, en ríkisstjómin frestaði ákvörðun sinni f gær um það, hvaða hækkanir hún leyfði tryggingaféiögunum á ábyrgða.r- ryggingum fyrir tryggingaárið, sem hefst 1. janúar. — Bflaeig- endur geta þó notað bifreiðir sínar óhrmddir eftir áramótin, þar sem ! ryggingafélögin eru skyildug tiil að haida tryggingunum áfram. jafnvel bó að þau kunni sum a. m. k. að legcda niður bílatryggingar eftir áramótin. Fulltrúar tryggingafólaganna sátu fund í morgun til að ræða um, hvað verður gert í þessum málum og kann þvi að koma einhver tilkynn- ing frá þeim fyrir áramótin. 1 morg un h'öfðu þau ekfci ákveðið, hvernig þau bregðast við tregðu rikisstjóm- arinnar til að ieyfa þeim að hækfca iðgjöld bflatrygginganna. — VJ í „Flesf merki { heyrnarskaða í eftir áramótin## * — áramótasprenging- arnar stórhættulegar „Heymarskaði af völdum hávaöa verður ekki læknaður. Þetta er bláköld staðreynd en hins vegar gerir fólk, sem verð- ur fyrir slíkum skaða sér ekki alltaf grein fyrir því fyrr en eftir langan tíma“, sagði Gylfi Báldursson hjá heymardeild Heilsuvemdarstöövarinnar í sam tali við Visi í morgun. „Við höfum reglulegar heym- armælingar í bamasbölunum á hverjum vetri og finnum flest merki um heymarskaöa ffljótt eftir nýár sem má rekja til sprenginga á gamlárskvöld. Ann ars finnst mér að þeim tMfelIum hafi frefcar farið fækfcandi á síð- ustu árum en samt alltofj mörg. Mifcið af þeim sprengiefnum sem notuð era um áramót framleiöa hvelli sem eru langt fyrir ofan skaðleysismörk og geta því vald ið varanlegu. heyrnartjóni. For- eldrar þurfa að gera börnum sin- um grein fyrir þessari hættu“, sagði Gylfi að lokum. — SG 20-30 uf einvíginu / tekjur Freysteinn Þorbergsson fór utan í morgun á fund FIDE, alþjóðaskák sambandsins, í Amster- dam með tilboð íslenzka skáksambandsins um að halda hér heimsmeistara einvígið milli Spassky og Fischers. Töluverð samkeppni er um að halda þetta einvígi, og er talið að Júgóslavía og Hollandi séu helztu keppinautar íslands. — Skáksambandið vildi helzt halda mótið í apríl og maí. ReykjavTkurborg hefur heitið 1,5 milljón króna fjárveitingu vegna keppninnar. og leitað hef ur verið til ríkis um 2,5 millj- ónir. Fiugfélög hafa sýnt áhuga. Alls væri ekki fráleitt aö bú- ast við, að ekki minna en átta milljónir kæmu frá stofnunum, félagssamtökum fyrirtækjum, einstaklingum, ríki og borg. En meira þarf til. Keppnin yrði tvímælalaust haldin í Laug ardalshöll Tefldar yrðu þrjár umferðir I viku, en þær era alls 24 Á alþjóðlegu vörusýn- inguna komu meira en 60 þús. gestir. Búast mætti við, aö töluverður fjöldi útiendinga kæmj til að fylgjast með keppn- inni. Ef reiknaö er með að um 20 þúsund áhorfendur kæmu á Rívieruhlýindi á Islandi um áramót Það verður Rivieruloftslag um áramótin hjá okkur. 1 Frakk- landi er hins vegar frost núna og vetrarveður. í morgun, þeg ar Vísir talaði við Veðurstofuna var spáin sú, að sunnanáttin vrði áfram og hlýindi um allt Jand. Klukkan niu í morgun var faiti á láglendi 4 — 10 stig. í gær komst 'iitinn í 10 stig á Akureyri og á Reyðará. Dagurinn í dag verður enn hiýrri eftir því sem Pálil Bergþórs- on sagði í morgun. Spáin um áramótin er áframhaid- andi suðlæg átt, búast má við rign ingu á köflum á Vesturiandi og aust anverðu Suðurlandi, en þurru og ágætu veðri á Austurlandi. — SB Myndin er frá kynningu á nýja bílnum í anddyri Háskólabíós í gær. Pólskur FsAT á markaðinn Pölverjar hafa nú sent hingað til lands fvrstu bílana, sem þeir seilja hingað, — POLSKI FIAT heita þeir og eru að fiestu leyti eins og itölsku bílamir. Að sögn umboðsmanna bílanna, Þ. Jónsson og Co. verður verð bíl- anna, sem eru af geröinni Fíat 125, mun hagstæðara en áður hefur þekkzt, en verð þeirra er um 297 þús. krónur. Heyrzt hefur að Rússar séu einn ig að hefja útflutoing á sinni fram Ieiðslu á Fíat-bifreiðum, og munu þeir væntanlegir á markaðinn hér innan sfcamms. — JBP HORFUR A SAMNINGUM VIÐ BÁTASJÓMENN Sáttafundur með þeim hefur staðið i alla nótt Horfur voru á því í morgun, að samningar takist fyrir áramót við bátasjómenn, en sáttafund ur með þeim og útgerðarmönn um stóð frá kl. 4 í gær i alla nótt og var ætlunin að haida fundinum áfram í morgun. Eins og fram hefur komið í frétt um samþykktu útgerðarmenn á fundi, að gera bátanna ekki út á veiðar fyrr en samningar við und irmenn og yfiirmenn bátaflotans iægju fyrir. Fundurinn sem hófst í nótt er Íáður hafði Landssamband ísl. út- vegsmanna haldið 4 fundi með und irmönnum og 1 fund með yfirmönn um __yj Hverjir verða hinir heppnu? □ eða Síðustu forvöð eru I dag ana með morgunfréttum að skila jólagetrauninni okk tónlist. ar, siðustu forvöð að eignast □ Lausnir eiga aö berast fyr- glæsilegt KÚBA DIGITON —- ir kl. 19 til afgreiðslu Vís- útvarpstæki, sem hægt er að is Hverfisgötu 32 eða tii rit- láta vekja sig blíðlega á morgn stjórnarinnar að STðumúla 14. keppnina aö samanlögðu og þeir greiddu um 300 krónur hver á kvöldi, fe-w.'ust f að- gangseyri um 6 millj. kr. Raunverulega gæti aðgangs- eyrir skilað meiru og ef svo vel tækist til, að húsfyllir yröi hvert kvöld 3000 manns, mundi hann nema 15—20 milljónum, og samanlagt færu þá „tekjur" yfir 20 og upp undir 30 millj- ónir Sitthvað annað kemur til greina, svo sem möguleikar á sölu sjónvarpstökuleyfa o s. frv. —HH Ljósm, BB Vottar hoba trú sína — og lofa ab heimsækja Hlibabúa um áramótin „Tvisvar á ári höfum við „vott- ar Jehóva“ haldið svæðismót. Eitt slíkt verður haldið dagana 31. til 2. janúar n.k., og verður það nú haldið í Sjómanniaskólanum. Til- gangur mótsins er að efla boðskap tíiblíunnar, og ætlum við að heim- sækja fólk sem býr í nágrennj móts staðarins til ]>ess að tala við það um hugg.andi spádóma biblíunnar", sagði Kiell Geelnard, forstöðumað- ur votta Jehóva hér á landi, er Vís- ir ræddi við hann. — Fjölgar vottum mjög hér á Iandi? „Já, nokkuð svo. Nú eru um 140 manns, sem starfa af krafti við boðunaí'starf okkar, en þar fyrir utan er fjöldi manns, sem fylgist með okfcur, fcemur á samkomur okfcar“_ — Stendur til að reisa samkomu- hús votta? „Já. Við höfum fengið samþykki bygginganefndar fyrir teikningum af húsi okkar viö Sogaveg, og vænt anlega byrjum við húsbygginguna næsta vor, en það er þó ekki aJveg örugg't". — Verður húsið reist fyrir sam- skotaffé — eða fáið þið einhvem ríkisstyrk? „Það er ailveg viisit að rfldsstyrk fáum við ekki, og þvtf reiðum við okkur á samskot". — 1 hvaða landi eru vottar ftest- ir, útbreiddastir? „í Zambíu. Þar er einn vottur á móti hverjum 90 fbúum. Á Norðurlöndum eru. þeir út- breiddastir í Danmörfcu, þar sem enginn söfnuður auk þjóðkÍTfcjumi- ar er fjölmennari. Þar er hlutfallið 1:400 íbúum. Hér á landi er hlut- fallið 1:1500 íbúum — þannig að við verðum að gera betur svo nógu margir fáist“. Geelnard forstöðumaður vottanna hér á landi, siagði að í byrjun hefðu flestir forsvarsmenn og útbreiðslu- menn votta hér á landi verið er- lendir menn, en nú væri þe'tta að breytast, eftir því sem fleiri íslend- ingar snerust til þeirrar trúar. / „Á mótinu í Sjómannaskó'lanum verðum við með smá sýnikennslu um hvernig vottar eiga að koma fram í sínu boðunarstarfi — og þetta boðunarstarf hér gengur næsta vel. Þess má geta að við höf um dreift bók um landiö, sem er senniilega í einhverju því stærsta upplagi sem um getur auk náms bóka, þ. e. 15000 eintöfcum. Hún heitir „Sannleikurinn sem leiðir til eilífs lífs“.“ — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.