Vísir


Vísir - 18.01.1972, Qupperneq 6

Vísir - 18.01.1972, Qupperneq 6
VISIR . Þriðjudagur 18. janúar 1972. A Eldur árið 1971 Myndin sýnir árið 1971 að brenna út< En hvernig var þetta ár varðandi eldsvoöa og útkölil silökkviiiðs? Sjö sinnum telur slökkviliðið að tjón hafi oröið mi'kið. 37 sinnum tals- vert, 134 sinnum litið og 117 sinnum ekkert. Alls voru kvaöningar 295 á árinu, — tæpega ein kvaðning á dag. Flestar kvaðningar komu á tímanum kl. 18—21, ‘alls 89 talsins. Alls var slötokviliöið gabbað 8 sinnum á árinu og þykir það lítið miöað viö það sem var á dögum brunaboð- anna. Alls var slökkviliðið kvatt 36 sinnum í Kópavog, en aðeiiis einu sinmi á Seltjarnar nes og 2svar I Mosfellshrepp. Sigþór Jóhannsson kjör- inn formaður Varðbergs Nýlega fðr fram stjórnar- kjör í Varðbergi félagi ungra áhugamanna um vestræma sam vinnu. Sigþór Jóhannsson var fi kjörinn formaður, en með hon- um í stjórn þeir Ólafur Ingólfs son, Jón E. Ragnarsson, Guð- mundur í. Guðmundsson, Víg- lundur Þorsteinsson, Eysteinn R. Jóhannesson, Þráinn Þor- leifsson, Markús Öm Antons- son og Bjami Magnússon. Á sfðasta starfsári var starf semin mest fólgin í funda- höldum hverskonar en hæst bar fundinn með utanríkisráð- herra um varnanmálin, geysi- fjölmennur og vel heppnaður fundur. Lengi lifir í gömlum glæðum Sú var tíðin að Ingvar Ás- mundsson var \ hópj okkar sterkustu skákmanna. Öðru hvoru sýnir Ingvar að lengi lifir í gömlum glæðum Nú síöast var hann sigurvegari í jó’lahraðskákmóti, en mjótt var á mununum milli hans og ann arra tveggja kappa. Ingvar hlaut 15% vinning, og var því tal- inn „jólasveinn Taflfélags Kópavogs 1971“. en Lárus John sen hlaut 15 vinninga og Guð mundur Ágústsson (jólasveinn- inn 1970) hlaut 14>/2 vinning. Breiðholtssöfnuður stofnaður Föstudaginn 14. janúar var stofnaður í Reykjavík Breið- holtssöfnuður. Stofnfundurinn var haldinn í Breiöholtsskóla og var boðað til hans af dómprófast inum í Reykjavíkurprófastsdæmi séra Jónj Auðuns. Veröur þetta einhver stærsti söfnuður lands ins í Breiðholti I voru milli 5 og 6000 manns um áramótin. Væntanlegur er prestur til safn aðarins og sóknartekjur verða reiknaöar söfnuðinum frá ára- mótum, en þær hefur Bústaða- prestakall fengiö til þessa. Hvert á að halda? Líklega hugsa margir til soim arsins, þegar veöriö leikur okk ur svo blítt eins og að undan förnu. Og þeir sem hafa gaman af að hugsa fram í timann og skipuleggja ferðalög sín munu líklega veröa sér úti um hina nýju ferðaáætlun Ferðafélags Islands, sem komin er út. Er þar um margt að velja að venju 149 ferðir, stuttar og langar. Ferðafélag íslands hefur skrif- stofu að Öldugötu 3. Hallgrímskirkja fékk jólagjafir Um hátíðarnar bárust Hall- grímsikirkju ýmsar góðar gjafir. Steinunn Magnúsdóttir, ekkja Ásmimdar Guðmundssonar biskups, gaf kirkjunni forkunn arfagra altariskönnu og kven- félag kirkjunnar gaf fagran hátíðahökul, Þá bárust fjölmarg ar peningagjafir. „Hallgríms- kirkja á efcki stóra sjóði, þvi að peningar þeir, er inn koma, eru jafnan notaöir jafnharðan, — en hún á stóran sjóð trúar og kærieika og vonar í hjörtum íslendinga — og á þeirri inn eign byggist framtíðin", sagði séra Jakob Jónsson, þegar hann bað blaðið að færa gefendum sínar alúðarþakkir Húsvíkingar fá nýjan bæjarstjóra Einn af „björnunum" frægu á Húsavík, Bjöm Friöflnnsson sem bæjarbúar nefndu oft í gamni Þor-bjöm (prest kalla þeir Guðbjöm og íshússtjórann ísbjöm), hefur sagt lausu starfi sínu sem bæjarstjóri, en hann hefur starfað þar við góðan orðstír frá 1966. Tekur Björn við starfi viðskiptalegs fram- kvæmdastjöra Kísiliðjunnar. í staðinn var ráðinn til starfs bæjarstjóra Haukur' Harðarson, 35 ára Bárðdælingur. Haukur hef ur starfað sem aöalbókari í Reykjavlk, en um eitt skeið starfaði hann sem bæjargjald- ker; á Húsavík. Nýr aðalvarðstjóri í rannsóknarlögreglu Torfi Jónsson, góðkunnur lög reglumaður um árabil, hefur verið skipaður I stööu aðalvarð stjóra hjá rannsóknariögreg'l- unni i Reykjavík. Féllst borgar ráð nýlega á tillögu yfirsaka- dómara um ráðningu Torfa I starfið. Hagsmunafélag rikis- starfsmanna á Vellinum Stofnað hefur verið félag á Keflavíkurflugvelli, Hagsmuna- félag ríkisstarfsmanna. Nafniö lýsir vel tilgangi hins n ýjafé- lags. Vill félagið vinna að því að ríkisstarfsmenn þar syðra njóti ekki siðri kjara en ríkisstarfs- menn 1 höfuðstaðnum. „Þá vi'M félagið minna á aö umferð um Keflavikurflugvöl'] fer vaxandi ár frá ári og er því nauösyn- legt að þar sé til staðar sam- stiMt og vel þjálfað starfslið með góða starfsaðstöðu" segja , stofnendumir. Formaður félags ins er Friðrik Sigfússon, toll- gæzlu, Ámi Júlíusson, fríhöfn er varaform. Þráirín Þorleifsson veðurstofu, ritari, Gústaf Berg mann, lögreglunni er gjaldkeri k og Þorbjörg Kvaran pósti og síma meðstjórnandi. 25 gerðir gjaldþrota, — en enginn átti neitt 1 Lögbirtingablaðinu aug- lýsir Sigurður M. Helgason, skiptaráðandinn í Reykjavik, að skiptameöferð hafi farið fram á búum 25 manna I engu búanna fannst nokkur eign upp 1 framkomnar kröfur. Það sem ER, — og VAR Skipaskráin er meginefni 47. árgangs Sjómannaalmanaks Fiskifélags Islands, sem komið er út. „Persónulegt samband Fiskifélagsins við trúnaðar menn slna leiðir tii þess, að það er unnt aö hafa skrána jafnan I samræmi við það sem ER, en ekki það sem VAR“, segir I frétt frá Fiskifélaginu. Eins og gefur að skilja veröa ei'líflega tilfærslur á skipum og eigendum þeirra, án þess aö réttar upplýsingar um það komi fram f hinni opinberu skrásetn ingu fyrr en seint og um síðir. MATREIÐSLUKONA Ódýrari ||| enaorir! vön bakstri og matreiðslu óskast á veitinga- fc. mSHODH hús í nágrenni borgarinnar. — Uppl. í síma MáW LEÍGAN ~=^|§||Ík%AUÐBREKKU 44 -46. 36066. SIMI 42600. Vill lækka ráðherra- launin og hækka jbd í lægstu flokkunum Einn í 21. launaflokki skrifar: „Talsveröar umræður hafa orðið um kröfu stjómar BSRB um hækkun á launum opinberra starfsmanna og klaufa.'eg viðbrögð ríkisstjórn arinnar við þessari kröfu. Þaö var auðvitað frum- hlaup hjá fjármálaráðherra aö neita að ræða þessi mál viö BSRB. Oröið siðleysi hefir jáfhvel veriö nefnt. Það skyldu menn þó ekki gera. Svo vikið sé að áðumefnd um kröfum, þá hejd ég að báð ir hafi nokkuð til síns máls. Ég held því að íhuga bæri nokkurs konar miðlunartil- lögu, eins og t. d. eftirfar " andi: Fjórir lægstu launaflokk- arnir 7.—10. fl. fái Í4% launa hækkun. Til þess að afla fjár í þessu skyni verði farnar þessar leiðir: 1. Laun ráðherra, alþingis- manna og manna I svokölluð um B-fJokkum verði lækkuð um 14%. 2. Fellt verði niður framlag ríkissjóös til stjórnmálaflokk anna, sem mig minnir að sé kr. 40 þús. á hvem þing- mannshaus, hvort sem hann er stór eða smár. 3. Fellt verði niður fram- lag ríkissjóðs til kaupa á blöð um stjómmálaflokkanna kr. 13 milljónir. Ef þessara 13 mibjóna væri ekki þörf til þessara útgjalda er ég hand viss um að almenningur, sem á ríkissjóð, teldi þessu fé bet ur varið í niöurgreiðslur á klósettpappfr en slíkra blaða- kaupa. Ég vona að viökomandi aö ilar athugi þessar sanngjörnu tillögur sem ég þori óhikaö að leggja undir dóm almenn- ings þær myndu fá yfirgnæf andi fylgi. Ég tel alveg öruggt að fjár máJaráðherra muni taka þeim vel, hann er þekktur fyrir sparnaðarviðleitni t. d. í bif reiðamálum ríkisins, ég held að hann minnist ævinlega á þann tittlingaskít þegar hann kemur fram í fjölmiölum. Ég held að orðstír ráðherrans af þeim sökum muni ekki vara til eilífðar. Ef hann hins vegar lækkaði nú laun sín sem maöur heyrir að séu kr. 160 þús. á mánuði að meötöld um þingmannslaununum, svo að hægt væri að hækka svo- lítiö Jaun þeirra sem hafa 16 þús. á mánuði eða sem svar- ar 10% af ráðherralaunum, þá myndi það hressa upp á oröstír ráðherrans í sparaaö armálum“. Krækiberja- líkjör - krækiberja- brennivín SPÁ skrifar: „Fyrir nokkrum dögum var mér boðið til vinafólks míns. Húsfreyjan, sem er afar gest risin spurði okkur að því, hvort hún ætti aö gefa okkur að bragöa nýja krækiberja- líkjörinn. Ég hafði nú orð á því strax áður en hálfflaskan var opn uð, að ég hefði litia trú á því, að þeir í Áfengisverzluninni kynnu að búa til líkjör. Það kom lfka á daginn. Þessi blanda var bara brennivín með krækiberja- saft, lapþunn og ekki svipuð aö neinu Jeyti þeim líkjörum, sem ég hefi bragðað um dag- ana. Það var áberandi spíritus eða brennivínsbragð að þess um drykk. Bragðið minnti mig líka strax á blöndu, sem ég gerði þegar ég var ungur maður. Þá náði maður sér í apó- teksspíritus, en í þá daga fékkst 16 gráða spritt gegn lyfseölum, og úr þessu bjó maöur tíl ýmsa drykki með konjaksbragði, rommbragði o. s. frv. Þessi líkjör var eins og krækiberjabrennivínið mitt í þá daga — þegar ég gat náð í krækiberjasaft hjá mömmu og blandaö saftinni við spírit usinn. Nú vildi ég ráöa vini mín- um Jóni Kjartanssyni heilt með því, aö hann bjóði eng- um þennan drykk sem líkjör — heldur kalji drykkinn réttu nafni „krækiberjabrennivín“. Þá kaupir enginn kötinn í sekknum. En að selja þetta undir heitinu Jíkjör, finnst mér svik.“ HRINGIÐ ( SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.