Vísir - 18.01.1972, Síða 8
VISIR . Þriðjudagur 18. janúar 1972.
íí
utgeíanai: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri • Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir ''Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannessoo
Auglýsingastjóri Sköii G. Jóhannesson
Auglýsingar • Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660
Afgreiðsla : Hverfisgötu 32. Sími 11660
Ritstjóm Síðumúla 14. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Prentsmiðja Visis — Edda hf.
Brennivínsvíxlar
Til eru þeir, sem fá víxil til eyöslu og taka síðan
annari stærri, þegar kemur að skuldadögum. Sagt er,
að sumir „lifi á brennivínsvíxlum“.
Vinstri stjórninni hefur á valdatíma sínum tekizt
að koma gjaldeyrissjóði landsmanna upp í nýtt „met“.
Þetta hefur hún gert með gífurlegum lántökum er-
íendis. Fjármálaráðherra finnst samt ekki nógu vel
að staðið. Því verða á næstunni boðin á erlendum
mörkuðum verðbréf fyrir 1300 milljónir króna, sem
eiga að fara til ríkisframkvæmda.
Enginn amast við hóflegum erlendum lánum, sem
eru tekin til arðbærra framkvæmda í raforkumálum,
kaupa á þotum, farskipum eða fiskiskipum. Þessi lán
þarf auðvitað að greiða. Hættulegast er, að aðferð
stjórnvalda minnir óþægilega á „brennivínsvíxlana“.
Núverandi ríkisstjórn hefur því miður alið á þessum
ugg. Hún þóttist í upphafi valdatíma síns hafa öll
tromp á hendi. Hún gaf gjafir og lét svo, sem þær
þyrfti ekki að greiða. En almenningur hefur lært þá
lexíu. Eftir fimm mánuði sendi ríkisstjómin reikning-
inn, sem fólkið borgar í sumar og haust.
Almenningur hefur með undmn horft upp á stefnu
hins nýja fjármálaráðherra. Sumir muna enn langar
ræður hans frá mörgum fyrri ámm um „verðbólgu-
fjárlög“ og „skuldafen ríkisins“. Það er eins og menn
rámi í, að hann hafi verið fremstur í flokki í gagn-
rýni á há fjárlög ríkisins og erlendar skuldir. Ráð-
herra mun einnig reka minni til þmmuræðna sinna.
En þá endurminningu virðist hann nota til að auka
eftir fremsta megni fjárlög og rflcisskuldir. Núver-
andi ríkisstjórnar verður minnzt fyrir að hafa ríflega
bætt öll fyrri met á þessu sviði. Hún gengur fram í
skuldasöfnun innan lands og utan. Hún tók fyrir
skömmu lán hjá almenningi með sölu ríkisskuldabréfa
til að jafna halla á búskap sínum.
Flestir vom á einu máli í byrjun stjómartímabils-
ins, stuðningsmenn stjómarinnar sem andstæðingar,
að þessi stjórn væri komin til að eyða sjóðum. Hún
hefur að nafni til aukið gjaldeyrissjóði, en við blasir,
að á eftir komi skeið þverrandi gjaldeyrisforða, og
það þótt stjóminni hafi tekizt að lauma inn gengis-
lækkun til að styrkja sjóðina.
Aukning gjaldeyrissjóðsins er byggð á sandi. Við-
skiptajöfnuður hefur sýnt halla, og einungis lántökur
hafa komið í veg fyrir stórfellda minnkun gjaldeyris-
forðans í tíð núverandi valdhafa.
Það er einna líkast því, að vinstri stjómin búist
ekki við löngu æviskeiði sfnu og ætli að lifa á „brenni-
vínsvíxlum“, meðan hún tórir.
SEXTÍU ÞÚSUNDIR
HRAKTAR Á VERGANG
Persakeisari var í frétt
unum fyrir skömmu
vegna mikillar dúfna-
veizlu, er hann hélt á af-
mæli ríkis síns. Nú er
hann aftur á döfinni, og
af öðmm orsökum. íran,
ríki Persa, hemam eyjar
í Persaflóa, og nágranna
ríki þess, Arabaríkið ír-
ak, svaraði með því að
reka meira en 60 þúsund
manns úr landi, enn eitt
dæmið um saklausan al-
menning, sem er fómað
á altari stjómmálanna.
Skipað að fara úr landi
innan tveggja daga.
Hrollvekjan byrjaði, þegar
lögreglan barði að dyrum fólks
af írönsku bergi t í rak og skipaðj
því að koma sér burt úr landi
innan tveggja daga íraksstjóm
sér fyrir fiutningi fólksins til
landamæra írans, Sumir voru
heppnir og fengu hálfs mánaðar
frest.
Ef fjöliskyldan getur ekki selt
hús sitt á þessum tíma, eins og
oft er, setur lögreglan slagbrand
fyrir. Stjórnvöid segjast vera
að losna við fólk, sem hafi kom-
ið ólöglega inn í landið, en ekki
vilja félfletta það. Hins vegár
hafa rán og rupi verið tið. og
ekki lfkur fyrir, að fjármunir
heimtist, sem fólkið verður að
skilja eftir.
Hafa verið í írak í
50—90 ár.
Ekki þýðir að deila við dóm
arann. Þeir, sem þrjózkast við
að hlýða eru settir í túkthús.
Stjórnvöíd hlusta ekki á þau
rök, að fólkið sé oröið rfkisborg
arar í írak. Engu skiptir, þótt
margir haf,- verið í írak í 50 ár
eða lengur og upp í 90 ár. Ef
ekkj eru aðrar leiðir, er fólkið
flutt nauðugt til landamæranna
og rekið yfir þau fótgangandi.
Ef fólkið sýnir ekki mótþróa,
fær það fhitning „ókeypis" og
getur tekið með sér rúmföt og
eldunaráhöld Mörgum tekst að
flytja með sér verðmætari hluti.
Saumavélar skápar og jafnvel
ísskápar hafa sézt.
Helgar borgir.
Með einu pennastrlki voru 60
þúsundir manna sem bjuggu í
Arabaríkinu írak en áttu upp-
runa sinn f íran flæmdir upp
af heimilum sínum. Þetta var
svar Iraks við hernámi Persa
keisara á Stærri og Minni Tunibs
eyjunum f Persaflóa. írak sleit
stjómmálasambandi við ná-
granna sinn, og minnstu mimaði,
að bein átök yrðu á landamær
unum. Meirihluti þeinra, sem
eiu reknir úr landi, er í sér
stökum trúflokki, Shiitar, sem
hafa haldið persneskri tungu og
aðeins lært arabísku til að geta
sinnt vinnu sinni í Arabaríkinu.
í þessum hópi eru margir kaup
menn og iðnaðarmenn, og sum
ir auðugir.
Margir hafa aídrei séð íran,
eru.fæddir J Itak, og ættir þeirra
hafa dvalizt þar. mann fram
af manni í fjórar eða fimm
kynslóðir, í borgum, sem þeir
telja heilagar.
Verður milljón rekin?
Og menn óttast, að þetta sé
einungis upphafiö. 1 írak munu
vera milli ein og tvær milljónir
fólks, sem er upprunnið f Iran.
250 þúsund munu enn hafa ír
önsk vegabréf. persakeisari ótt
Umsjón: Haukur Helcason
Kortið sýnir landamæri þess
ara rikja, sem hafa svo lík
nöfn, að þeim er oft ruglað
saman. Arabaríkið Irak (til
vinstri, þ. e. í vestri) beitir
fólk upprunnið í íran ofriki
til að hefna sfn £ hernámi
írana á smáeyjum. Fiutning
ar fólksins liggja um borgina
Khosravy. t Persaflóa hafa
lranir teklð eyjamar Tunbs
og Abu Musa (önrar).
ast, að þeir kunni allir að verOa'
reknir. Ef svo fer, mun helmur ’
inn hp$a upp á endurtekningu
á flóttamannavandamáH Ind-
verja, þegar Austur-Pakistanar
flýðu þangað, aö vfsu í smærxi.
stfl, en íran hefur ekki bolmagn
tfl að taka við þessum skara.
íranskeisarj ber sig illa vegna
skilningsleysis annarra rtkja.
Hann hefur lítinn stuðning feng
ið til að ala önn fyrir flóttafólk
inu. „Ef við værum lögreglu
ríki,“ segir hann, „þá yrðu allir
boðnir og búnir tfl að aðstoða
okkur. Stórveldin vilja ekki
hjálpa öðrum en lögreglurikj-
um.‘‘ Sumir kunna að segja, að
það sé álitamál, hvort sé meira
lögregluríki, sósfalistarfkið Irak
eða rík; keisarans. Hvaö sem
því líður, þá bitnar þetta póli
tíska tilstand é saklausu flótta
fólki, sem ekki getur að því gert,
þótt keisari í nágrannaríki sé
að fikta við að hrifsa fil sln
eyjar og Aröbum líkj það mið
ur.
Deilt um eyjar í
„olíuflóanum".
írak er eitt þeirra arabisku
sós’ialistaríkja sem ekki tíöka
lýöræði. en eru þó ekki komm
únistísk. Arabxskur sósíalismi
birtist í óteljandj formum. írak
ar hafa vingazt við Rússa, en
þó haldið þeim í skefjum tfl
þessa eins og aðrir Arabar.
Persakeisarj hefur hins vegar
ástundað vinfengi við Bandarik
in. Hann var einarður stuðnings
maður Vestur-Pakistana t stríði
þeirra við Indverja og heim
sóttj Pakistan strax eftir ósigur
inn til að hugga forystumenn
þar.
Svo ömerki.Iegt, sem það
kann að sýnast. að íran taki
smáeyjar til að styrkja stöðu
sina f ,,olíuf]óant*m“, þá er þetta
meiriháttar vandamál þeirra tug
þúsunda, sem það bitnar á og
heimsins alls.