Vísir


Vísir - 18.01.1972, Qupperneq 9

Vísir - 18.01.1972, Qupperneq 9
<J 1SIR . Þriðjudagur 18. janúar 1972, 9 Þjófarnir veita milljóaum króna árlega Oft eru það gluggar skartgnpasalanna, sem freista inn- brotsþjófanna. Hins vegar er þessi innbrota- og þjófnaðartrygging fyrir- tækja lítið útbreidd, því að það eru tiltölulega fá fyrir- tæki, sem notfæra sér hana.“ Leiða tryggingamar til þess að menn slaki á aðgæzlu og aridvara? Margir eru þeirrar skoðun ar, aö þeir, sem tryggðir eru fyrir þjófnuðum og innbrot- uih, umgangist eigur sínar síðan af meira kæruleysi og andváráléysi en aðrir. Að þeir láti sér í léttu rúmi liggja, hvort stoliö verði frá þeim eða ekki. Þeir fái hvort eð er skaðann bættan. 1 þessu sambandi hafa menn bent á nágrannaþjóðir okkar, þar sem t. d. skart- gripasalar setja rammgerða járnrimja fyrir verzlunar- gluggana, þégar þeir loka að kvöldi. Það mun vera skil- yröi af hálfu tiyggingafélaga þar í löndum. „Þaö er misskilningur að halda, að við tryggjum fyrir tæki skilyrðislaust fyrir inn- brotúm og þjófnuðum,“ sagöi Ólafur Árnason, deildarstjóri hjá Almennum tryggingum. „Viö setjum ákveðin skilyrði fyrir umbúnaði á staðnum, áður en við tökum á okkur áhættuna. Okkar eftirlits- menn kanna aöstæður og Játa gera sérstakar ráðstafan ir, eins og t. d. hjá skart- gripaverzlunum. Þar eru t. d. járnrimlar fyrir gluggum á bakhliðum húsa og járnslár fyrir bakdyrum. — Hins veg- ar hafa kaupmenn færzt und an slíkum umbúnaði á sýn- ingargluggum, sem gæti skyggt á varninginn, þegar fólk skoðar í gluggana. Þeir eru þeirrar trúar, að fólk skoði mest f gluggana einmitt um helgar og á frídögum, þeg ar verzlanimar eru lokaðar." „Sumum finnast skilyrði okkar svo ströng, að þeir horfa í kostnaðinn við breyt ingamar og sleppa heldur al- veg að tryggja,“ sagði Bjami Pétursson, eftirJitsmaður hjá Samvinnutryggingum. „Þetta er auövitaö misjafn lega mikill umbúnaður, sem tryggingafélögin fara fram á, áöur en áhættan er tekin. Það er komiö undir því hvern ig fyrirtækið er staðsett. Ef maður ímyndaði sér eitt hvert öfgakennt dæmi, eins og t. d. skartgripaverzlun í Sundahöfn, þar sem er bæði afskekkt og myrkt, þá færi ekkert tryggingafélag aö hæta á að tryggja þar, nema með sérstökum varnaðarráð- stöfunum þjófábjoliuni og riiiðuirij^ ' ságöi eftírlitsmað- urinn. „Þetta þykja líka dýrar tryggingar í iðgjöldum" sagði Bragi Hlíðberg, deildarstjóri hjá Sjóvá, til skýringar á því, hvers vegna innbrotatrygging ar eru ekki útbreiddar meðal fyrirtækja. Lægsta iðgjajd af innbrota- tryggingu, þar sem áhættan þykir minnst, nemur 0,25 promill af tryggingarupp- hæðinni, en hæsta nemur 14 promill. Næturverðir fátíðir. Nærvera vaktmanna, sem stunda næturvörð um verð- mæti fyrirtækja, hefur oft og tíðum orðið til þess að hend ur hafa veriö hafðar í hári þjófa, einmitt í innbrotsleið öngrum. Fá fyrirtæki hafa þó næturverði í sinni þjónustu. Helzt þá stórfyrirtæki, sem geyma birgðir úti undir beru lofti í portum. ' „Það er þó heldur að auk- ast, að fyrirtæki ráöi nætur verði til sín,“ sagði Bjarni Pétursson, eftirlitsmaður Samvinnutrygginga. „En það eru ekki allir, sem treysta sér til þess að hafa sjíkan starfskraft á launum,“ sagði Ólafur Árnason, hjá A1 mennum tryggingum. „Helzt þyrftu þetta að vera færir menn, sem ráðnir eru til slíks, því að þessi afbrotalýður er orðinn svo útsmoginn og harð svíraður, að þaö er engu lík- ara en því sem verst gerist hjá glæpalýð stórborganna er lendis." — GP Tjón af völdum innbrota og þjófnaða veltur á milljónum króna árlega. Hluta af þessu tjóni fá þeir bætt, sem tryggja sig gegn slíku, í örfáum tilvik- um hafast bætur af þjófunum sjálfum, en að miklu leyti verða menn að þola slíkt bótalaust. Hve miklu í heild tjón af völdum innbrotsþjófa nemur, veit enginn nákvæmlega. En af samtölum, sem Vísir átti við fulltrúa nokkurra trygginga- félaga, lætur nærri, að hvert hinna stærri trygg- ingafélaga hafi greitt í bætur af völdum þjófnaða á árinu sem leið nálægt 1 milljón króna hvert félag. „Á árinu 1971 rak á fjörur okkar 123 þjófnaði, sem við bættum viðskiptavinum okk- ar,“ sagði Brunó Hjaltested, deildarstjóri tjónadeildar Samvinnutrygginga, 'þegar við inntum hann eftir þessu. „Af þessum þjófnuöum voru 18 framdir hjá fyrirtækj um, sem höfðu fengið sér sérstaka innbrota- og þjófn- aðartryggingu, en þaö tjón nam um kr. 400 þúsundr— Hinir 105 voru allir hjá ein staklingum, sem tryggðir voru heimilistryggingu, og það tjón var samtals aö fjár hæð um kr. 600 þúsund,“ sagði deildarstjórinn. Tjón af völdum þjófnaða í fyrirtækjum virðist koma svipað niður á tryggingafélög in, eins og kom fram t. d. í samtaji, sem blm. Vísis átti við Braga Hlíðberg, deildar- stjóra í Sjóvá: „Eftir fyrstu níu mánuöina í fyrra höföu okkur borizt til kynningar um þjófnaði hjá fyrirtækjum, þar sem tjónið nam oröiö kr. 400 þúsund,“ sagöi Bragi deildarstjóri okk ur. „í hitteðfyrra nam slíkt tjón kr. 234 þús., en árið 69 nam það kr. 420 þúsund. — Leitað að fingraförum á innbrotsstað. — Hvernig geðjast yður að öllum þessum Jón Sveinsson, sjómaöur: — Bölvanlega. Hann veldur aðeins ófærð og leiðindum. Ég er löngu hættur að gamna mér á skíð um. svo að ég hef ekkj not af þessum snjó til skíöaiökana. Ég hafj bara ónot af snjónum. Ruth Melsted, 12 ára: — Hann er fínn Þaö er alveg ofsalega gott að hnoöa hann. Við stelp umar gátum llka smellt nokkr um góöum snjöboltum á strák ana í skólanum í morgun. Það var ofsalega gaman að hrekkja Þá ... Amdís Magnúsdóttir, húsmóöir: — Illa! Það er svo erfitt aö fóta sig á götum bæjarins i svona miklum snjó Húsbóndan um líkar þó snjórinn vel, og bömin eru vitanlega alsæl ... Sigrún Eldjám, MR: — Mér fellur bara alveg ágætlega viö hann. Er þetta bara ekki eins og snjór á að vera? Mér hefur líkað veðráttan í vetur alveg prýöilega, og fundizt snjóa al- veg mátulega Maður veröur jú að taka vetrinum eins og hann er. Jón Sigurðsson, iðnnemi: — Á- gætlega. Mér fyndist bara að það mætti snjóa meira úr þvl að það er snjókoma á annað borð. Sigurður Þórarinsson, jarðfræð ingur: — Alveg Ijómand) vel. Megi hann bara haldast segi ég nú bara Þetta er Það sem þurftj að koma einmitt núna. Það er nauðsynlegt að fá þenn an snjó ofan á auða jörð — ef ske kynni áð það fær; að frjósa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.