Vísir - 18.01.1972, Side 16

Vísir - 18.01.1972, Side 16
"3WW Tóbaksauglýsingar verða greinilega deilumál á þingi Noröurlandaráðs í Helsinki í næsta mánuði. Laganefnd ráðs ins fjallaði um málið í Stokk hólmi í gær, en nefndin er illa klofin. Meirihlutinn eru tveir finnskir og tveir norskir fulltrúar. Þeir vilja að ráðið skori á ríkisstjórnir Norð- urlanda að takmarka tóbaksauglýs ingar í löndunum, veita landslýð raunhæfa fræðslu um skaðsemi tó- baksreykinga og setja reglur um ýt arlegar vörulýsingar á sígarettu- og tóbakspökkum, sem virðist vera hugsað sem einhvers konar viðvör unarmerking. Minnihlutinn eru tveir Svíar og einn norskur fulltrúi, og þeir vilja algert bann við tóbaksauglýsingum, segir í fréttaskeyti NTB. Minnihlut I fræðslu og merkingar á pö'kkum. inn tekur undir hugmyndir um | — HH Ekkí virðist Skúli fógeti láta snjóinn í gær á sig fá, og víða um borgina breyttu myndastytt ur um svip eftir snjókomuna. „Fullyrðingar um söluskattsvik eru öfgakenndar" — segir Halldór Sigfússon, skattstjóri, sem hefur gefið út handbók um söluskattinn •••••••••••••••••••••• Nú geta allir talið (rétt) fram Framtalseyðublöð verða komin í hendur skattskyld- um borgurum á tslandi í dag eða á morgun. Það er ríkisskattstjóri sem hefur yfirumsjón með dreif ingu eyðublaðanna, og felur hann skattstjórum hinna ýmsu umdæma að koma þeim til sinna gjaldenda — „nema á afskekktustu staðina, þá notum við póstþjónustuna,“ sagði skrifstofustjórinn hjá ríkisskattstjóra í morgun. Reykvíkingar fá skýrslur sínar í dag, þ. e. a. s. þeir sem ekki hafa þegar fengið þær, en nú er síðasti dreif ingardagur. „Við berum þetta allt út,“ sögðu þeir á skattstófunni í morgun, „nema i sum út- hverfi, þau létum við póstinn um.“ —GG ■ Fullyrðingar þess efnis, að söluskattsskyldir aðilar svíki undan í stórum stíl eru mjög öfgakenndar. Ég held ég megi segja, að söluskattur innheimt ist mun betur en tekjuskattur, sagði Halldór Sigfússon, skatt- stjóri Reykjavíkur í viðtali við Vísi í tilefni þess, að Skattstofa Reykjavíkur hefur nú gefið út ítarlega „Handbók um sölu skatt“. Vanþekking og rughngur henn- ar vegna á söluskattsmálum er hins vegar allmikili, enda eru ákvæöi um söluskatt mjög flókin og fjöldi undanþága í gildi, sagði skatt- stjóri. — Hann sagöi að mjög fáir hefföu söluskattsmálin alveg á vaidi sínu og þess vegna heföi Skattstofa Reykjavíkur nú gefið út handbók um söluskattinn að nýju. Á árun- unum 1960—64 lét Skattstofan semja leiöbeiningarbæklinga um þessi efni til afnota fyrir skattgreið endur. í handbókinni er að finna lög og reglugerðir um söluskatt auk alira úrskurða, sem felldir hafa ver iö um túlkun á einstökum grein- um og leiðbeiningar í sambandi við þær. Einnig eru birtar reglugerðir um söluskatt, yffirlit um söluskatt- skyldar innfluttar vörur og undan þágur. — VJ Meiri snjó! Misjöfnum augum líta menn snjóinn eins og glöggt kemur t. d. fram í Vísir spyr í dag. Þeir fóru ekki dult með álit sitt á snjónum þessir, fremur en þeir er við spurðum álits á götum borgarinnar í gær. Piltamir léku á alls oddi yfir allri snjókomunni. Létu sér ófæröina í léttu rúmi liggja, en renndu sér fótskriður í hálkunni, fóru í snjókast og veltu hvor öðrum upp úr snjónum.' „Maður lifandi. Svona ætti að vera hvem einasta dag.“ — Myndina af piltunum tók ljósmyndari á flötinni hans Skúla landfógeta ... Höfuðkúpubrotn- aði í bílslyji □ 56 ára gamall Akureyringur höfuðkúpubrotnaði, þegar hann varð fyrir bil á Togarabryggjunni f gærmorgun klukkan rúmlega ell- efu. Heigi Haraldsson, Rauðumýri 15. var að vinna á bryggjunni í frakt- skipi, sem lá við Togarabryggjuna, pegar vörubifreið bar að Ekillínp kom einhverra hluta vegna ekki auga á Helga og ók beint á hann. Var Helgi fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, og kom 1 ljós, að hann var höfuðkúpubrotinn auk þess, sem hann hafðj hlotið aðra áverka ekkj eins alvarlega. 1 morgun var líðan hans þó eftir atvikum sæmi- leg —GP i Þriðjudagur 18. janúar 1972. Gerir grein fyrir frumvnrpinu unt tekjustofnu Hjálmar Vilhjálmsson, ráöuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu.. mun gera grein gyrir hinu nýja frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga á fundi í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarféiaga í dag og á morgun. Þá verður og iagt fram álit nefndar sambands-ins, sem fjallað hefur um áhrif frum- varpsins á fjármál sveitarfélaga. Fundurinn verður settur af Páli T.índal, borgarlögmanni, sem er formaður sambandsins en ávörp 'lytja þeir Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra og Geir Hall- grímsson, borgarstjóri. — JBP 700MIILJÓNIR VANTAR tíl að koma frystihúsum SÍS í samkeppnishæft horf O í*að kostar sem svar ar verðmæti sex skuttogara, að koma á- standi frystihúsa SÍS í það gæðahorf, sem reikn að er með að Bandaríkin geri kröfu til á næstu árum. Gert er ráð fyrir að meðal- kostnaður við breytingar sem gera verður á frystihúsum verði 11—12 milljónir króna á hvert ffrystihús. Ef hins vegar er rei'kn að með æskilegum endurbótum, magni sem væntanlega kærni tí'l með að berast á land úr hinum nýju tögurum sem í smiöum eru. — GG nýbyggingum og endurbættum eða nýjum vélakosti, er heildar kostnaður fyrir þau 30 frysti- hús sem SÍS annast sölu fyrir talinn nema 650—700 mililjón- um króna — eða svo er haft eft ir Guðjóni B. Ólafssyni, fram- kvæmdastj. sj ávarafurðade ildar SÍS í fréttabré'fi frá Samband- mu. Sagði Guðjón að fjár til þess ara framkvæmda yrði að afia á næstu 2 — 3 árum tiil að hægt yrði að mæta þeim kröfum senj gerðar verði á hinum þýðingar mi'kla bandaríska fis>kmarkaði, og þá ekki síður til að hægt verði að vinna úr því aukna afla ÓSAMMÁLA UM TÓBAKS- AUGLÝSINGABANNIÐ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.