Vísir - 24.02.1972, Síða 5
Fimmtudagur 24. febrúar 1972
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Níu stunda leiðtogafundir
Skiptast á stúdentum, vísindamönnum og blaðamónnum — Nixon og Chou mestu mátar.
Samið um land-
helgi við NV-
Grœnland
Nixon fór i morgun í
skoðunarferö í fyrsta skipti
í heimsókninni. Hann hefur
alls rætt við Chou En -Lai
forsætisráðherra í niu
klukkustundir, og leið-
togarnir tveir hafa náð
samkomuiagi um að halda
skuli áfram samskiptum
ríkjanna í anda friðsam-
legrar sambúðar.
Eftir fundinn i gær, sem stóð i
fjórar klukkustundir, sögðu
menn, að rikin mundu skiptast á
stúdentum, visindamönnum og
blaðamönnum á næstunni og hafa
diplómatiskt samband sin á milli.
Nixon og Chou hittast enn á ný
klukkan þrjú i dag að Peking-
tima.
Frostið var átján stig, þegar
Nixon og Pat kona hans óku af
stað frá Peking klukkan hálf niu i
morgun eftir staðartima. Þau
skoðuðu kinverska múrinn og
fornar grafir norðvestan við
borgina. Forsetahjónin voru vel
klædd við kuldanum og Nixon
hafði'með sér skó með þykkum
gúmmisólum, svo að hann gæti
klifrað upp á múrinn. Blaðamenn
töldu. að þau mundu fara til
Chuyungkuan-skarðsins, 56 kiló-
metra norðvestan Peking, en þar
hefur hluti af 2400 kilómetra
löngum múr verið endurbyggður.
Þarna var 22ja stiga frost i nótt.
Múrinn nær frá Gulahafi til
eyðimerkurinnar Góbi. Hann
liggur yfir fjöllin eins og grjót-
hryggur. Það þurfti ein 300
þúsund manna til að reisa
múrinn. Verkið tók 10 ár og var
unnið300árum fyrirKristsburð til
að stöðva framsókn óvina frá
steppum Asiu.
Ming-keisaraættin endurreisti
múrinn. Margir keisarar liggja
grafnir i dalbotni 42 kilómetra
norðan Peking. Beggja vegna
vegarins, sem liggur til grafanna
og listasafna, sem þar hafa verið
reist, eru marmarastyttur af
filum,ljónum og kameldýrum.
Vestrænir sendiráðsmenn i
Peking segja, að Nixon og Chou
hafi náð mjög verulegum árangri
i viðræðum sinum, sem hafa
stefnt að þvi að leggja grundvöll
fyrir friðsamlega sambúð Banda-
rikjamanna og Kinverja. Viður-
kennt er, að mikill munur sé á
stefnu, en þeir hafi látið i ljós
vilja til samstarfs á öllum sviðum
til að koma i veg fyrir átök i Asiu.
Kinverska sjónvarpið fylgdi
fordæmi Dagblaðs alþýðunnar i
gær og greindi itarlega frá
heimsókn Nixons. Tveir þriðju
hlutar af 30 minútna fréttatima
fóru i héimsóknina.
Nixon var sagður mjög hugsi,
þegar hann horfði á fimleika-
sýningu i gærkvöldi, og hann
talaði litið við Chou En-Lai,
meðan nærri tveggja klukku-
stunda sýningin stóð. Fimleika-
sýningin fór fram i sama iþrótta-
húsi og ,,ping-pong þiðan” i sam-
skiptum rikjanna varð til i með
tenniskeppni i fyrra.
Pat Nixon var hins vegar mjög
ánægð með fimleikasýninguna.
Hún hafði fyrr i gær skoðað
kommúnu i útjaðri Peking, þar
sem hún sá svinabú og heimsótti
fjölskyldu, sem hún bauðað koma
til Washington til Hvita hússins
siðar meir.
Bandariski fáninn við stóra mynd af Maó formanni, táknrænt fyrir för
Nixons.
Danskir og kanadiskir embættis-
ménn hafa náð samkomulagi um
takmörk landgrunnsins inilli
\ o r ð v e s t u r - G r æ n 1 a n d s o g
Norður-Kanada.
Samkomulagið byggist á svo-
nefndri ,,jafnfjarlægðarreglu”,
og það verður lagt fyrir stjórn
irnar i Kaupmannahöfn og
Ottawa. Þarna eru oliusvæði. Enn
Kinverskir verkamenn á leiö heim úr vinnu biða eftir strætisvagni og horfa forvitnislega á bila, sem flytja er ógengið frá eignarrétti á litlu
bandariska fréttamenn frá flugvellinum. eyjunni Hans ö.
,Börðu mig eins
og aðra farþega'
— segir Joseph Kennedy
Palestinuskæruliðarnir,
sem rændu Lufthansaflug-
vélinni, gáfu sig á vald
yfirvalda i Suður-Jemen.
Þeir slepptu i gærkvöldi
seinustu 14 áhafnar-
mönnum, sem þeir höfðu
haldið lengst. Eftir það var
farið með ræningjana burt í
lögreglubíl.
Atta flugfreyjur, tvær japan-
skar og sex þýzkar, voru i þessum
siðasta hópi, sem var sleppt, eftir
að ræningjarnir höfðu þjarkað i
margar klukkustundir við full-
trúa stjórnvalda i Suður-Jemen
og V-Þýzkalandi.
Gislunum var sleppt eftir komu
eins stjórnarmanns Lufthansa,
Reinhardt Abraham, til Aden,
þar sem flugvélin var.
Ræningjarnir kröfðust, að þrir
Jórdaniumenn, sem eru i
fangelsum i VesturÞýzkalandi,
fengju að fara frjálsir ferða
sinna. Jórdaniumennirnir sitja
inni vegna morða i Köln 6.
febrúar sl.
Flugstjórinn, Erwin Zollner,
segir, að flugvélarránið hafi verið
það versta, sem fyrir sig hafi
komið i þau ellefu ár, sem hann
hefur starfað hjá Lufthansa.
Zollner hafði ekki rakað sig i tvo
daga, og hann var fölur og
þreyttur, segja fréttamenn.
,,Guði sé lof, að þessu er lokið,”
sagði hann.
Dieter Bosse flugmaður segir,
að dyr stjórnklefans hafi opnazt
45min. eftir að lagt var af stað
frá Nýju Delhi. „Maðurinn kom
inn með skammbyssu i hendi.
Fyrst hélt ég, að einhver far-
þeginn vildi striða okkur, en það
kom i ljós, að þarna var ekkert
grin á ferðinni. Ég skildi það,
þegar maðurinn reif hljóðnemann
út úr höndunum á mér.”
„Ræningjarnir voru æstir i
fyrstu,” heldur Bosse flugmaður
áfram. „En þeir urðu brátt
rólegri. Fyrst gáfu þeir okkur
aðeins stefnu eftir áttavita og
sögðu, að við ættum að lenda i
eyðimörkinni i Norður-Jemen,
austan Rauðahafsins. Við
sögðumst ekki geta flogið svo
langt, og þá var ákveðið, að lent
skyldi hér i Aden.”
Japanska flugfreyjan Hiromi
Noda varð 20ára i gær. „Við höfð-
um kampavin,” segir hún, „en ég
get ekki sagt, að við höfum notið
þess.”
Joseph Kennedy sagði i Frank-
furt, að ræningjarnir hefðu
brosað ánægjubrosi, þegar þeir
fréttu, að hann var með flugvél-
inni. „Það var farið með mig eins
og aðra farþega, þegar ég
gleymdi að halda höndunum upp-
réttum, var ég barinn lau:1 með
byssu. Sumir hinna farþtganna
voru lika barðir’,’ sagði hann. „Eg
var hræddur, en þetta rán er samt
einhver mesti viðburður, sem
fyrir mig hefur komið”.
Joseph Kennedy flýgur til
Boston i dag.
:-:VVVVVVVVJ£VVVVVJ£V^J£VVVG
Umsjón: \
Haukur
Helgason
^Svvvvvjs<vvvvvxxvvj£xj{v»:
Angelu
sleppt
Angelu Davies hefur verið
sleppt úr langelsi eftir 16 mánaða
prisund.
Ilún var látin laus i gærkvöldi
gegn um 9 milljón króna
tryggingu.
„Laxastríðið
búið"
— segir CASE
Baiularikjaim'iin og Danir háfa
náð sainkoinulagi iiin miniikiin
laxveiði á liafinu við Gia'iilaml,
og með þvi er laxaslriðinu niikla
lokið, ef öniiur riki á alþjóðlegu
ráðstel niiiini uin liskveiðar á
Norður-Allantshafi i Washinton i
in ai saniþykkja sa m kom ulag
Bandarikjaniaiiiia og Dana. Þá
ælli einuig að vera hjá liðin
liætlan á kaupbaniii á fiski og
fiskafurðuni i Bandarrikjuiium.
sem liefði fyrst og fremsl komið
niður á iliiiiiini og Norömöniium,
segir i NTB-lrétl i inorgun.
Fulltrúi samtukanna CASE,
sem hafu beitt sér l'yrir verndun
laxa i úthafinu, segir, að nú megi
telja laxastriðinu við Dani lokið.
„Við biðum þess aðeins, að Norð-
menn samþykki samninginn.”
sagði hann.
CASE hel'ur verið potturinn og
pannan i tilraunum umhverfis-
verndarmanna og sportveiði-
manna i Bandarik junum og
Kanada til að stöðva reknetaveiði
Dana á laxi. Rök þeirra eru. að
luxar, sem veiðast i úthafinu,
komi úr ám við austurströnd
Bandarikjanna. Minnkun laxveiði
i þessum ám eigi þvi rætur i
vaxandi veiði á hafinu.
Aðalatriðin i samkomulaginu,
sem tókst i Washington i byrjun
þessa mánaðar, er minnkun lax-
veiði á hafinu við Grænland úr 300
tonnum i ár i 500 tonn árið 1975.
Fiskimenn i Grænlandi geti þó
áfram veitt lax innan landhelgi
sinnar..
Miili 15 og 20 danskir og 9
norskir fiskibátar voru við lax-
veiðar við Grænland i fyrra.
Tveir eða þrir sænskir bátar
höföu veitt þar áður. en ekki i
íyrra. Vestur-Þjóðverjar hafa
litið eitt komið við sögu.
Norðmenn veiddu 350 tonn i
fyrra, og árið 1975 mundu þeir
samkvæmt samkomulagi Dana
og Bandarikjamanna aðeins geta
veitt 130 tonn af laxi á hafinu.