Vísir - 21.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 21.03.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 21. marz 1972. vísm Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Hitstjóri: Jónas Kristjáasson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Eitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 < 5 linuri Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. mmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmi Nefndin samvizkusamo Úthlutunarnefna listamannalauna tekur hlutverk sittán efa alvarlega og reynir að skipta sem réttlát- ast fé þvi, sem hún hefur til úthlutunar. Innan hennar er ekki um að ræða neinn pólitiskan, né ann- an fastmótaðan meirihluta. Hins vegar eru nefnd- armenn flestir ihaldssamir i menningarmálum og hafa sumir litla trú á ungum listamönnum. Þessi andi endurspeglast i skránni yfir styrkþegana. Listamenn gagnrýna nefndina ákaft i hvert sinn, y sem ný úthlutun hefur farið fram. Sumt af þeirri 11 gagnrýni skýtur svo hátt yfir markið, að menn l freistast til að taka undir hugmyndina um að flytja úthlutunarbölið yfir á herðar listamannanna sjálfra. Alþingi og stjórnmálaflokkarnir gætu þá skotið sér undan gagnrýni fyrir persónupólitik i út- hlutun. Ekki í fótspor Egils Úthlutunin færi þá fram á þann hátt, að alþingi deildi úthlutunarfénu niður á listamannafélögin i landinu. Hvert félag fyrir sig skipti svo sinni sneið niður milli félagsmanna. Þjóðin gæti svo sett sig i spor Egils Skallagrimssonar, sem hugðist horfa á þingheim berjast um gullið. Þessi aðferð mundi beina vigamóði listamanna inn á við og spara öðr- um skitkast frá þeim. Þetta var reynt einu sinni og gafst illa. Og lista- mann munu sammála öðrum um, að þetta sé ekki rétta umbótaleiðin. Hún myndi ekki efla listir i landinu frekar en núverandi kerfi, nema þá að bræðravig listamanna yrðu einhverjum þeirra að yrkisefni. Veigamest er starfsaðstaðan í stað þessa þarf að bæta starfsaðstöðu lista- f( manna með starfsstyrkjum og starfsaðstoð. Þegar ) var farið inn á þessa braut fyrir nokkrum árum, þegar alþingi fór að úthluta starfsstyrkjum. Um þá úthlutun hefur verið tiltölulega góður friður. Starfsaðstoðin er þó ekki siður mikilvæg. Rithöf- ( undum má gefa kost á ferðalögum um landið til að I lesa úr verkum sinum og kynna þau fyrir almenn- y ingi. Greiða má kostnað við uppsetningu málverka- sýninga og sýninga á verkum arkitekta. Leikurum, dönsurum og söngvurum má gefa kost á að sýna list sina viðs vegar um landið. Stuðla má að bókaút- gáfu með þvi að fella niður söluskatt af bókum eða nýta það fé til aukningar á höfundalaunum. Þetta er bein aðstoð við þá listamenn, sem oft eru ( kallaðir túlkandi, svo sem leikara, dansara og söngvara. Skipulagning listaferða um landið mundi veita þeim vinnu við starfsgrein sina, en á þvi er mikill misbrestur núna, einkum að þvi er varðar dansara og söngvara. Aðstoðin er frekar óbein við þá listamenn, sem kallaðir eru skapandi, rithöfunda, málara, tónsmiði og aðra slika. Ef til vill henta starfsstyrkirnir þeim bezt. En ekki verður annað séð en að skipuleg kynning á verkum þeirra og aukin höfundalaun gætu bætt hag þeirra. Kynningin ætti vitanlega að leiða til aukinnar sölu á verkum þeirra. Útbreiðslustarf á sviði islenzkrar nútimamenn- ingar og starfsstyrkir til listamanna eiga að koma i), stað ölmusu þeirrar, sem nú er samvizkusamlega 1 veitt á vegum alþingis. V Bensínvélin ákœrð Bandaríkin og Evrópuríki gera ráðstafanir til að takmarka mengun af bifreiðum- — margs konar heilsutjón af bílamenguninni Bifreiöum heldur áfram aö fjölga, og afgasið úr þeim veldur æ stærri hluta þeirra tugþúsunda lesta af úrgangi, sem daglega er sleppt út i andrúmsloftiö. t Kandarikjunum var hlutur farartækja meö bensinvélum 45% af þunga þessa úrgangsgass áriö 1970, og i Evrópu var hlutfaiistal- an 20-30 af hundraði. Bifreiða- fjöidinn vex ört. Árið 1960 voru 60 milljön farartæki i Bandarfkjun- um, en 1970 voru þau oröin 90 milljónir. Fjölgunin i Evröpu er örari. í Frakklandi var 5 1/2 milljón bifreiöa áriö 1960, en 12 1/2 milljón áratug siðar, og áætlað er að þær verði 24 1/2 milljón áriö 1985. Strangar reglur i Bandarikjunum. Kaliforniuriki varð fyrst til þess árið 1961 að lögfesta staöla varðandi útblástursgas bifreiða. Aratug siðar setti EPA-stofnunin, sem fæst við mengun umhverfis ins, mjög strangar reglur, sem ganga eiga i gildi árið 1975 og ná eiga til Bandarikjanna allra. Ættu þessar ráðstafanir að leiða til þess, að dregið yrði úr út- blæstri kolvetnis, kolsýrlings og köfnunarefnisildis um 90% að meðaltali samanborið við árið 1960. Fyrir sitt leyti hefur Evrópuráðið boðir þingfulltrúum hinna 17 aðildarrfkja að leggja fram drög að þingsályktunartil- lögum um takmörkun útblásturs- gass vélknúinna farartækja. Til leiðbeiningar yrðu notaðir staðlar og lagaákvæði i Bandarikjunum, sem sett hafa verið vegna ár- geröa 1973/74. Sum Evrópulönd hafa þegar sett reglugerðir, er gilda fyrir yfirstandandi ár. Ættu slik lagaákvæði að draga úr út- blæstri kolvetnis og köfnunar- efnisildis um 50% að meöaltali. Athugun, sem Renault fyrirtæk- ið gerði I Frakklandi, sýnir, að þrátt fyrir þessar takmarkanir mun ekki draga úr árlegu magni mengunarefna. Hins vegar verð- ur aukningin einfaldlega minni en hún hafi veriö án hinnar nýju lög gjafar. Sé tekið tillit til þess, hve hæg endurnýjun bifreiða er á vegunum, veröur að gera ráð fyrir þvi, að árið 1976 verði ák- •væðin, sem gilda eiga i Frakk- landi, að vera tvisvar sinnum strangari en þau eru i ár, ef mengunin 1985 á að komast ofan i það, sem hún var árið 1968. Fjögur helztu mengunarefnin. Úr bensínknúnum farartækjum koma fjórar tegundir efna, sem helzt orsaka mengun. Er þar um að ræða kolvetni (óbrunnið bensin), kolsýrling, köfnunar- efnisildi og fastar agnir eins og blý.sem bætt er i bensinið, meö þvi það hefur þá eiginleika að vinna gegn banki. Við hljótum að viöurkenna, að enn sem komið er vitum við mjög litið um varanleg áhrif hinna ýmsu mengunarefna á mann- skepnuna og jafnvel enn minna um sameiginleg áhrif þeirra. Blý- innihald andrúmsloftsins i banda- riskum borgum er 3.5 mikró- grömm i rúmmetra og þannig innan þeirra marka, sem sett eru fyrir starfsmenn i blýiðnaði, en þó nægir það til þess, að vart verður við blý i þvagi. Þegar kol- vetni og köfnunarefnisildi blandast sýrii loftinu, myndast reykský, sem er mjög algengt i sumum borgum Bandarikjanna og fer mjög illameð augu, húð og öndunarfæri. 1 Evrópu er nú sérstök aðgæzla á kolsýrling með þvi vitað er, að hann sækir i blóðrauða. Sú tegund blóðeitrunar orsakar truflun á skynjunarfærum og ósjálfráðum hreyfingum auk breytinga á hjarta- og æðakerfi. Leiðir til að hafa hemil á mengun. Þessar byrjunarathuganir nægja til að sýna fram á, að bráð- nauðsyniegt er að koma i veg fyrir hvers kyns aukningu mengunar. En hvernig á að gera það og hve miklu þarf að verja til þess? Illlllllllll Umsjón: Haukur Helgason Kolsýrlingur og köfnunarefnis- ildi koma eingöngu úr útblásturs- rörinu, en öðru máli gegnir um kolvetni (60% þeirra koma úr út- blástursrörinu, 20% sleppa út um sveifarhúsið og 20% stafa af upp- gufun). Það eina, sem hægt er að gera, er að fást við vandamálin hvert af öðru. Gasinu, sem sleppur úr sveifarhúsinu, veröur að ná i rör ofan á vélinni og koma þvi aftur I blöndunginn, þannig að það brenni i vélinni. Flestar banda- riskar bifreiðar eru búnar tækj- um til að skila sveifarhússgasi aftur i kerfið, og sama vr að segja um franskar bifreiðar siðan árið 1968. Ef vélin er gasþétt, kemur kerfið nær alveg i veg fyrir slikan leka og kostar'það ékki nema um 300 kr. á bil. Einfalt sigtikerfi kemur i veg fyrir uppgufun, þannig að gufurn- ar, sem myndast.i bensingeymin- um, þegar hann hristist eða þegar heitt er i veðri, fara i viðarkola- sigti og haldast þar. Siðan fer loftstraumur gegnum sigtið og allt siðan aftur i blönd- unginn. Tækið kostar um 1500 krónur. Ekki þarf nema mjög einfaldar aðgerðir til að draga úr útblæstri kolvetnis og kolsýrlings úr út- blástursröri, en hans verður aðal- lega vart, þegar vélin er köld og I lausagangi. Þarf að stilla hraða vélarinnar og lagfæra blöndung- inn til að tryggja, að blandan sé ekki of sterk, og siðan þarf að >æta úr um timastillinguna. Á þennan hátt er hægt að minnka kolvetnisútblástur um 30% og kolsýrlingsútblástur um allt að 40 eða 50%. Þetta eru helztu aðferö- irnar, sem beitt er frá og með 1972, en Evrópuráðið telur þetta ónógar ráðstafanir, þegar fram liða stundir. Sjá má, að ekki er mjög kostn aðarsamt að draga úr kolvetnis útblæstri bila um 60% eða þar um bil og kolsýrlingnum að hálfu, en það kostar um 4000 krónur. Aðrar smávægilegar aðgerðir geta bætt úr, t.d. að hita loftið á leiðinni i blöndunginn, draga úr styrkleika blöndunnar, nota dælu til að koma lofti i útblástursgasið, svo að það haldi áfram að brenna, þegar það fer úr vélinni og, öllu öðru frem- ur, að veita útblástursgasi til baka til þess að draga úr köfn unarefnisildi. Með þvi hvatatæki eru dýr, en þau kosta um 5000 kr á bil, er stefnt að þvi að láta þau endast um 80.000 km. Þessir hvatar eru úr dýrum málmum eins og plat inu, sem blý sækir fljótt á, og verður þvi að útrýma blýinnihaldi bensins. Til að koma i veg fyrir bankið, sem af þvi leiðir, verður nauðsynlegt að draga úr þrýstingi i vélinni, en af þvi leiðir að aflið minnkar um fáeina hundraðs- hluta og bensinnotkun eykst um 5%. Blýlaust bensin mun væntan- lega kosta örlitið meira og byggja verður nýjar hreinsunarstöðvar. Ef ætlunin er hins vegar að við- halda bensingæðunum, er nauð- synlegt að nota kolvetni i staðinn fyrir blý með þvi að bæta vissum hreinsunarstigum við. 1 Bandarikjunum er verið að athuga eina bensintegund, sem ekki inniheldur blý. Evrópuráðið hefur eytt miklum tima I athugun á þessu vandamáli, þótt enn hafi ekki verið settir staðlar um notk un hvata, nema i Þýzkalandi og Sviþjóð, þar sem ákveðið hefur verið af heilbrigðisástæðum að takmarka blýinnihald i bensini. (eftir Dominique VERGUESE, visindaritstjóra franska blaðsins Le Monde, litið breytt). Skýringarmynd: Á myndinni sjást þær breyt- ingar, sem nauðsynlegt er að gera á bandariskum bifreiðum til að þær verði I samræmi viö útblástursstaöla árið 1975. Einnig sjást tæki þau, sem nauðsynleg eru í þessu sam- bandi. Þá má sjá, hvenær vænt- anlegt er að gerðar verði ámóta ráðstafanir I vissum aðildar- rikjum Evrópuráðsins. Auk þeirra takmarkana, sem ganga i gildi I Evrópu á þessu ári, er gert ráð fyrir frekari aðgerðum árið 1976 til að draga úr út- biæstri, en þær eru sem hér seg- ir: 1) Breyting afgass úr sveifar- húsi (kolvetni). 2) Umbætur á blöndungi og bætt stilling blöndunnar (kolvetni og kolsýrlingur). 3) Lagfærð grein (kolvetni og kolsýrlingur). 4) Komið I veg fyrir uppgufun úr bensingeymi. 5) Hitun iofts á ieið i blöndung (kolvetni og kolsýrlingur). 6) Breyting útblástursgass (kol- vetni, kolsýrlingur og köfnunar- efnisildi). 7) Dæla til að koma lofti i út- blástursgas um leið og þar fer úr vélinni (kolvetni, kolsýrling- ur og köfnunarefnisildi). 8) Hvatabreytir fyrir útblást- ursgas (kolvetni, kolsýrlingur og köfnunarefnisildi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.