Vísir - 21.03.1972, Síða 7

Vísir - 21.03.1972, Síða 7
Vísir. Þriðjudagur 21. marz 1972. 7 Lœknanemar rœða tóbaksreyk- ingar við skólanemendur — er nýjasti boðskapur þeirra, sem berjast gegn tóbaksreykingum — Mun fœrri lceknanemar reykja en jafnaldrar þeirra á öðrum starfssviðum, en þeim eru líka kunnari skaðsemi reykinga — Það er talið, að 60—70% í aldursflokk- unum 20—30 ára hér á íslandi reyki. Það var gerð lausleg könnun á reykingatíðni meðal læknanema og útkoman var sú, að um 20% þeirra reyktu. Þessi saman- burður finnst okkur styðja þá skoðun, að fræðsla og þekking skipti ein- hverju máli, segir Guð- mundur Þorgeirsson for- maður Félags læknanema. Samspil milli heilsufars og þjóðfélagslegra aðstæðna Um helgina lauk vel heppn- aðri ráðstefnu um ávana og fikn, sem læknanemar stóðu að og höfðu verið með i undirbúningi frá áramótum. Markmiðið var að koma á framfæri upplýs- ingum um ávana og fikn, fá sér- fróða menn til að miðla af þekk- ingu sinni um ýmsar hliðar vandamálsins. t fyrra stóðu læknanemar að ráðstefnu um geðheilbrigðismál, og nú ætla þeir enn að færa út kviarnar með þvi að fara i skólana i vor og halda fyrirlestra um skað- semi reykinga. — Hversvegna? — Við erum almennt á þeirri skoðun, að of litill gaumur sé gefinn að þvi samspili, sem er á milli heilsufars þegnanna i landinu og þjóðfélagslegra aðstæðna, og i mörgum til- fellum sé hægt að hafa meiri áhrif á heilsufar með þjóðfé- lagsaðgerðum heldur en læknis- fræðilegum, og þar er i raun og veru átt við að beita ýmiskonar fyrirbyggjandi aðgerðum, bæði þjóðfélagslegum og læknis- fræðilegum. Þekkingin vopn Tóbaksreykingar eru út- breiddar. Það er almenn skoðun lækna og skýrslur benda til þess, að það sé ekkert eitt atriði i umhverfi Vesturlanda- búa, sem hafi eins mikil áhrif til hins verra á heilsufar eins margra og einmitt tóbaksreyk- ingar. Og t.d. i skýrslu brezka læknafélagsins, sem er til- tölulega nýkomin út, er þess getið, að eitt stærsta mál i allri heiibrigðisþjónustunni i dag sé ao araga ur reyKingum. Okkur fannst þvi þetta vera kjörið æfingaverkefni i fyrir- byggjandi læknisfræði og höfum þess vegna skipulagt fræðslu- ferðir eða fyrirlestrahald i gagnfræðaskólum þar sem krökkunum verði skýrt i máli og myndum frá áhrifum reykinga á heilsufar manna. Við stefnum að þvi að heimsækja alla fyrstu bekki i gagnfræðaskólunum á Reykjavikursvæðinu og koma á framfæri þessum upplýsingum, sem nýjastar eru og sýna ó ‘tviræðast sambandið milli reyk inga og sjúkdóma. Okkur er vel ljóst, að fræðsla er ekki einhlit i þessum efnum, en ef við höfnum henni sem vopni i þessari Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir baráttu, er vopnabúrið orðið anzi fátæklegt. En það er stað- reynd, að eftir að þessar upp- lýsingar um skaðsemi tóbaks komu fram, hefur fjöldi lækna og læknanema hætta að reykja. Það er vikið að ráðstefnunni um helgina um ávana og fikn. — Okkur fannst ráðstefnan ná tilgangi sinum. Fyrri daginn var aðsóknin mjög góð. Við hefðum kannski kosið að fá þarna meira af ungu fólki úr menntaskólunum. En bak við þetta mál og reykingamálið er svipuð hugmynd: að stefna að fyrirbyggingu sjúkdóma og þá með þjóðfélagslegum aðgerð- um, fræðslu og þátttöku al- mennings. —SB— . . .krökkunum verður skýrt i máli og myndum frá áhrifum reykinga á heilsufar manna. . . segir Guðmundur Þorgeirsson formaður Félags læknanema um fyrirhugaðar heimsoknir læknanefna i skólana. Viðgerðar- þjónusta Viðgerðir á flestum gerðum sjónvarpa, útvarpa og segulbandstækja. ódýrir sjón- varpsmyndiampar og mikið úrval vara- hluta fyrirliggjandi. Fljót og góð af- greiðsla. Skóíúvöröuttíg 10 • Keykjavlk • Slml 10450 UTVARPSVIRKJA MBSTARI FASTEIGNIR t __________ Stór húseign á eignarlóð i mið- borginni til sölu. Tvær 5 herb. ibúðir og verzlunarpláss með meiru. ' FASTEIGNAS ALAN Óðinsgötu 4. — Simi 15605. Odýrari en aórir! 5KODH LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx « X X X X X s Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgata 49 Simi 15105 xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Launaút reikningar meC multa GT {jjj W ÍVAR SKIPHOLTI 21 SÍMI 23188. I jAijíi Ií Undirskrift á afmælisdaginn. Venjulega eru reglugerðir ekki undirritaðar á heimilum opin- berra starfsmanna. Undantekn- ing frá þessu er reglugerðin um raforkuvirki, nýstaðfest og um- fangsmikið verk, leysti af hólmi reglugerð frá 1933. Magnús Kjartansson raforkumálaráð- herra undirritar á myndinni, sem var tekinn heima hjá Jakob Gislasyni orkumálastjóra, sem átti 70ára afmæli þennan dag, 10. marz. Jakob er til hægri á mynd- inni, en Árni Snævarr ráðuneytis- stjóri er til vinstri á myndinni. Björn Þórhallsson kjörinn formaður LiV Landssamband isl. verzlunar- manna kaus nýlega nýjan for- mann fyrir samtökin, en innan þeirra eru 20 aðildarfélög með 6023 félaga. Sverrir Hermannsson alþingismaður baðst undan en- durkjöri, en Björn Þórhallsson viðskiptafræðingur var kjörinn formaður i hans stað. Auk hans eru i stjórninni: Hannes Þ. Sigurðsson, varaformaður, Gunnlaugur Danielsson, ritari, Ragnar Guðmundsson, gjaldkeri, Gunnar Kristmundsson, Böðvar Pétursson, Guðmundur Jónsson, Guðfinnur Sigurvinsson og Stein- dór ólafsson. Sigurður Líndal prófessor við lagadeild. Forseti tslands skipaði Sigurð Lindal hærtaréttarritara nýlega sem prófessor við lagadeild Há- skóla tslands frá 15. febrúar að telja. Sigurður hefur gegnt starfi hæstaréttarritara frá þvi 1964. Hvers vegna að fara til Lúxembúrgar . . . ? PanAm, risinn i fluginu, virðist sjá ofsjónum yfir gengi „Daviðs litla”, Loftleiða. Þannig var aug- lýsingabarátta félagsins i Þýzka- landi helguð Loftleiðum eingöngu eins og menn muna. ,,Hvers vegna hefjið þér flugið i Lúxem- búrg, þegar þér ætlið að fljúga frá Stuttgart til Atlanta?” spyr PanAm, sem kveðst hvarvetna vera i hástigi lýsingarorða, sama hvar það sé i flugmálinu. Jú, skýringin er einfaldlega sú, að Loftleiðir eru ÓDÝRASTAR. Það ihástig hefur islenzka félagið óumdeilanlega. Stern birti á dög- unum auglýsingu þessa, en senn mun hún lögð til hliðar, enda mun hún nálgast atvinnuróg um keppi- nautinn. Póskaegg • Páskaegg Fjölbreytt og glæsilegt úrval. Verzlunin Þöll Veltusundi 3 (gegnt Hótel Islands bifreiðastæðinu). Simi 10775. Wénn Sie von Stuttgart nach Aílanta fliegen wollen, vvamni startenSie danninLuxemburg? Verkstœði 83255 ☆ Skrifstofa 30435 VÉLALEIGA STEINDÓRS sf. v. MÚRBROT - LEIGJUM ÚT: SPRENGIVINNA Loftpressur •• Vibrtfsleða Onnumst hvers konar verktakavinnu. Dœlur Tima eða ATH. ákvœðisvinna BREITT SÍMANÚMER

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.