Vísir - 21.03.1972, Page 16
vísm
Þriðjudagur 21. marz 1972.
Þjófar
heimsóttu
Gylfa Þ.
— en gerðu lítið af sér
bjófar lögðu leið sina að Ara-
götu 11 i gærkvöldi, þar sem býr
Gylfi Þ. Gislason, formaöur
Alþýðuflokksins. Munu þjófarnir
hafa gert tilraun til að brjótast
inn i húsið — en af einhverjum
ástæðum séð að sér og létu duga
að skarka soldið i einnverju dóti
innan kjallaradyra.
F'ólkið i húsinu varð varla vart
gestakomunnar, og vildi lög-
reglan i morgun gera sem minnst
úr þessu ónæði, sem mennta-
málaráðherrann fyrrverandi
varð fyrir.
HAMARK
HLAUPSINS
EFTIR 2-3
DAGA
— vatnsmagnið í
Skeiðará nálgaðist tvö
þúsund teningsmetra
Vatnsmagnið í Skeiðará
nálgaðist 2000 tenings-
metra á sekúndu í
morgun. Þykir vísinda-
mönnum sennilegt, að
hlaupið nái hámarki eftir
tvo til þrjá daga.
—Við erum að fara vestur að
Sandgigjukvisl, en þar er mjög
mikið vatn að sjá, til að sjá
hvort hlaupið er komið þangað.
Það er ekki grunlaust um það.
bað er ósvikið hlaupvatn núna i
Skeiðará eftir að rigningarnar
— vatnsmagnið í
Skeiðará nálgaðist tvö
þúsund teningsmetra
á sekúndu í morgun
hættu og mjög mikil fýla af
Skeiðará i morgun. Hún hefur
hinsvegar ekki brotið neitt úr
jöklinum, sagði Sigurjón Rist i
morgun.
Ragnar Stefánsson bóndi á
Skaftafelli sagði, að hlaupið
hefði vaxið heldur örar, en
vöxturinn sé ekki gifurlegur.
Hann sagði, að Osvald Knudsen
kvikmyndatökumaður væri nú
staddur á Skaftafelli þar sem
hann ætlar að taka kvikmyndir
af hlaupinu
—SB—
Fýla i Firðinum
Vond pest hefur að undanförnu
legið yfir Hafnarfirði, svo sem
reyndar oft áður, þegar brætt er
af kappi i Lýsi og Mjöl.
Voru menn að bera sig upp
undan pest þessari við Visi i
morgun, og við höfðum samband
við verksmiðjuna. Þar var okkur
tjáð, að pestin væri varla verri en
oft áður, þar sem loðnan, sem nú
Fjölgar aftur
Sex fangar af þeim 114 sem á
Litla-Hrauni voru þcgar eldurinn
kom þar upp, sitja nú enn I Keyk-
javik. llafa fangarnir verið fluttir
aftur austur, eftir þvi sein klefar
þeirra hafa komizt i lag, en
unnið hefur vérið af miklum
krafti eystra við lagfæringar á
gamla húsinu sem þvi nýja.
Njörður Snæhólm, lögreglu-
er verið að bræða, er ekki svo
mjög gömul.
„Við verðum búnir að bræða
þetta i næstu viku. Klárum ef-
laust fyrir páska”, sögðu þeir i
verksmiðjunni. Og Hafnfirðingar
geta þá hlakkað til að fá bráðum
ferskt loft i lungun — ekki
mengað þvi sem hingað til hefur
veriðkallað peningalykt. -GG
á Litla-Hrauni
maðurinn sem annast rannsókn
brunans á Litla-Hrauni sagði að
enn lægi lausn gátunnar ekki
fyrir.
Sagðist hann samt viss um að
brennuvargarnir eða vargurinn
væri úr hópi fanganna, þar eö
húsið hefði allt verið harðlæst.
Yfirheyrslum vegna bruna-
málsins mun lokið. -GG.
Rætt um sveitar
stjórn í strjólbýli
1 morgun hófst á Hótel Esju
ráðstefna Sambands islenzkra
sveitarfélaga um sveitarstjórn i
strjálbýli. Páll Lindal setti ráð-
stefnuna en siöan flutti Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðarráðherra
ávarp.
Ráðstefnan stendur fram á
fimmtudag og meðal mála á dag-
skrá eru tekjustofnalögin og fram
kvæmd þeirra, nýjar atvinnu-
greinar i strjálbýli og læknis-
‘ þjónusta i strjálbýli. Siödegis á
morgun munu þátttakendur
ráðstefnunnar fara i skoöunar-
ferð og verður m.a. farið að Ala-
fossi og i laxeldisstöðina i Kolla-
firði.
Yfir 70 manns hvaðanæva af
landinu höfðu tilkynnt þátttöku i
ráðstefnu þessari. -SG
ÞAU
SKAPA
UST
Hvaö gengur á? Jú, þaö er verið
að uinbylta öllu f Tónabæ. Gömlu
skreytingarnar hafa verið rifnar
niður og heilt innrásarlið nem-
enda úr Menntaskólanum við
Tjörnina vinnur af eldmóði við að
koma upp nýjum skreytingum.
Verkinu þarf að vera lokið fyrir
árshátlð skólans, sem þarna
verður haidin í kvöld, en undir-
búningurinn að skreytingunum
hófst fyrir nær hálfum mánuði.
Þótti ekki ráð nema I tima væri
tekið. Skreytingar nemendanna
eiga nefniiega aö standa eitthvað
áfram, eða þar til Tónabær ræðst
I að gera gagngerar breytingar á
salarkynnunum. Einskonar vor-
hreingerningar.
Það verður að likindum mikið
fjör á árshátið MT i Tónabæ i
kvöld. Það er ekki nóg með að
hljómsveitin Náttúra leiki fyrir
dansi i aðalsalnum. t kjallara
hússins, þar sem áður voru leik-
tæki hafa verið innréttaðir tveir
danssalir til viðbótar. I öðrum
salnum verður diskótek, en i hin-
um munu þeir Skafti og Jóhannes
leika fyrir gömlu dönsunum.
Margskonar skemmtiatriði verða
svo að sjálfsögðu höfð i frammi
meðan á árshátiðinni stendur.
—ÞJM.
Loksins ísiandsmót kvenna í skák
Loksins fær kvenþjóöin að
spreyta sig viö skákina, svo að
um munar. A isiandsmótinu i
skák, verður nú i fyrsta sinn teflt i
kvennaflokki um íslands-
meistaratitii.
tslandi stendur til boða að taka
þátt i landsliðskeppni sex þjóða i
Þýzkalandi i mai, og þar á einu af
sex borðum á að vera kona.
Keppni i landsliðsflokki hefst
22. marz kl. 20 og i öðrum
flokkum, þar á meðal kvenna-
flokki, 25. marz kl. 12.30. 1 lands-
liðsflokki eru þátttakendur flestir
af beztu skákmönnum landsins.
Sigurvegari hefur þátttökurétt á
svæðamóti i Finnlandi i sumar. -
HH.
Glaumbœr of hóreistur
— Bygginganefnd stöðvaði þaksmíðina á elleftu stundu
Þeir voru rétt um það bil að
leggja siðustu hönd á nýja þakið
yfir Framsóknarhúsið (Glaum-
bæ) er byggingarnefnd Reykja-
vikurborgar stöðvaði byggingar-
vinnuna. Komið hafði i ljós, að
ekki hafði verið farið i einu og öllu
samkvæmt teikningunum að
gamla þakinu, og þar sem ekki
hafði verið sótt um leyfi fyrir
breytingunum þótti rétt að stöðva
frekari framkvæmdir þar til
skorið hafði verið úr um, hvort
nýja þakið þætti húsinu hæft.
Varðandi framtið Framsóknar-
hússins er enn allt á huldu. Guð-
jón Styrkársson, formaður hús-
nefndar tjáði Visi i morgun, að
enn stæðu yfir viðræður við tvo
óskilda aðila, sem hefðu áhuga á
að festa kaup i húsinu. Akvarðana
kvað Guðjón sennilega að vænta
mjög bráðlega. -ÞJM
Listaverk verða til með ýmsum hætti. Hér má sjá á hve einfaldan hátt
ein veggskreytinganna i Tónabæ veröur til. —Viö stefnum að þvi aö
gera Tónabæ óþekkjanicgan, segja nemendur Menntaskólans við
Tjörnina — og hafa ekki látiö sitja viö orðin tóm.
TVEIR DUTTU
I SJOINN
— erfiðleikar
ó Grandagarði
Þeir voru á gangi eftir Granda-
garðinum og ætiuðu sér.um borð I
bátinn sinn. Orönir reyndar svo-
litið ryðgaðir i kollinum,
drengirnir, enda iangt siðan þeir
höföu aimennilega skvett úr
klaufunum. Svö komu þeir á móts
við Kaffivagninn. Þar hætti annar
sér of nálægt bryggjubrúninni —
eiginiega allt of nálægt. Hann datt
i sjóinn.
Félagi hans áttaði sig ekki
alveg strax a þvi sem á seyði var,
og þegar hann hafði gerPsér grein
fyrir þvi að bezti vinur hans busl-
aði i grænkolandi skitugum sjón-
um þarna einhvers staðar lengst
niðri i svartmyrkrinu, ætlaði
hann aö gera sitt til aö bjarga lifi
hans. En þá var maður kominn
þarna að og byrjaður að bjarga —
þannig að félaginn sem uppi stóö,
varð atvinnulaus i bili — hann
vildi samt hjálpa til, teygði sig
eitthvað fram af byrggjunni og út
i loftið — og ekki að sökum að
spyrja! Hann datt lika i sjóinn.
Björgunarmaðurinn og sá sem
var nýkominn úr heljargreipum
ægis, tosuðu hann svo aftur upp,
og þeir félagar stauluðust um
borð eftir að hafa kvatt
björgunarmann sinn kurteislega,-
GG.