Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 12. april 1972. 5 í MÖRGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason 200 ÞÚS. HAFA FLÚIÐ HEIMILIN Gagnsókn Suður-Víetnama strönduð Stjórnin í Suður-Víetnam tilkynnti í morgun, að 200 þúsundir manna hafi orð- ið að flýja heimili sín í norðurhluta landsins, síð- an Norður-Víetnamar byrjuðu sókn sína þar fyr- ir um tveim vikum. Stjórnin samþykkti að verja fjárhæð, sem samsvarar um 40- 50 milljónum islenzkra króna, til að aðstoða flóttafólkið. Læknar og hjúkrunarlið hefur verið sent frá Saigon til þeirra svæða, þar sem flóttafólkið dvelst. Henry Kissinger, aðalráðu- nautur Nixons, hefur aflyst Jap- ansferð sinni vegna ástandsins i Vi'etnam. Sú mikla gagnsókn, sem Suður-Vietnamar hófu i gær, virtist i morgun strönduð. Iieimildir i Saigon segja, að Norður-Vietnamar og sveitir þjóðfrelsisfylkingarinnar hafi ráðizt aftan að her Suður-Viet- nama, og viða séu leyniskyttur. Hafi þvi minna orðið úr gagn- sókninni að svo stöddu en her- stjórn i Saigon hafi ætlað. Bandarikjaþing fellir tillögu um striðsyfirlýsingu. Bandariska öldungadeild- in felldi i gær með 78 at- kvæðum gegn 7 tillögu um að segja Norður-Vietnömum strið á hendur. Með þessum mikla meirihluta var lokið umræðum um tillögu demókratans Mike Gravels frá Alaska, en hann vildi að gefin yrði út formleg striðsyfirlýsing. Orðalag tillögunnar var þannig: ,,Þvi er hér með formlega lýst yfir, að styrjaldarástand rikir milli Bandarikjanna og Alþýðu- lýðveldisins Vietnam (Norður- Vietnam), og forseta er með þessu veitt heimild til að setja allan sjó- og landher Bandarikj- anna og beita fjármunum rikis- ins til að fara með styrjöld á hendur Alþýðulýðveldisins Viet- nam”. f Vietnamstriðinu hefur styrjöld aldrei verið lýst yfir formlega. 4000 taldir hafa grafízt í róstunum Sjúkrahus í hinum forn- fræga bæ Shiraz i suður- hluta irans er yfirfullt af slösuðu fólki eftir jarð- skjálftana, sem urðu á mánudagsmorgun. Frétta- menn segja, að ástandið á sjúkrahúsinu sé ömurlegt, kvein stórslasaðs fjöldans kveður við, en margir séu sem lamaðir og hafi ekki gert sér grein fyrir því, sem fyrir þá hefur borið. Sjúkiingarnir, sem hafa verið fluttir til sjúkrahússins með þyrl- um, séu þó lánsamir miðað við marga aðra. Sennilega liggi um fjögur þúsund manna grafnir undir rústum þorpanna, sem hrundu i jarðskjálftanum i dal við rætur Zogrosfjalla i suðvestur- hluta Frashéraðsins. Fylkisstjóri þar sagði i gærkvöldi, að hann óttaðist að manntjónið væri allt aö ijogur þúsund manns. Hins að sjúkdómar brytust út á þessu svæði. Stjórnvöld vonast enn eftir að finna marga lifandi i rústunum. Fjölmennar hjálparsveitir starfa að leit að eftirlifandi fólki. ..Loft- brú” hefur verið gert til að flytja matvæli, tjöld og lyf til jarð- skjáiftasvæðanna. Þorpið Ghir var algerlega jafn- að við jörðu. Kona ein frá Ghir skýrir frá þvi, að hús fjölskyldu hennar hafi hrundið i þann mund, sem fjölskyldan var við morgun- bænagjörð. Mestur hluti 25 þúsund ibúa á jarðskjálftasvæðinu lifir af land- búnaði. Stjórnvöld segja, að kon- ur séu i miklum meirihluta þeirra, sem fórust og slösuðust, þar sem margir karlmennirnir hafi bjargazt, af þvi að þeir voru við vinnu á ökrunum, þegar jarð- skjálftarnir dundu yfir. Húsiö hrundi, þegar hún fór aftur inn. Ung stúlka frá þorpi segir, að hún hafi vaknað i dögun og hafi hún verið að þvo sér, þegar jörðin fór skyndilega að titra undir fót- um hennar. Hún hafi hlaupið út úr húsinu, og skömmu siðar farið inn aftur. Nokkrum minútum siðar hafi heyrzt miklar drunur og alit farið á hreyfingu. Nokkrum sekúndum siðar var tveggja hæða húsið hrunið til grunna, og móðir stúlkunnar, bróðir og þrjár systur grófust undir rústunum. Rúmlega eitt þúsund hermenn og mörg hundruð sjálfboðaliðar eru nú að leita i rústunum, og munu fleiri verða settir til þess að veita hinum eftirlifandi aðstoð. Enn er vetrarkuldi i Suður- fran. Endalok Verka- mannaflokksins Brezki verkamannaflokkur- inn er illa klofinn, og tilvera lians talin i hættu, eftir að Roy Jenkins og aðrir stuðningsmenn Efnahagsbandalagsins hafa látið til skarar skriða, og sumir sagt af scr embættum i flokknum. STUKKll I DAUÐANN Spænski hermálaráð- herrann kom i morgun til Las Palmas á Kanarieyjum til að rannsaka slysið, sem Johnson varð i gær, þegar 12 fall- hlífarhermenn týndu lífi og 61 slasaðist i æfingar- stökkum. Slysið varð i heræfingum. Skyndilega skall á fellibylur, i þann mund er fallhllfarmenn stukku og slengdi vindurinn þeim ofan i grýttan dal. Sumir fuku allt upp i fjögurrakilómetra vega- lengd. Tveir liðsforingjar og tiu - óbreyttir hermenn biðu bana. Sautján hinna slösuðu eru i lifs- hættu. Herstjórnin í Madrid hefur birt yfirlýsingu um, að æfingarnar hafi farið fram við eðlilegar verðurfarsaðstæður og æfingar erið samkvæmt áætlun, þar til kom að þeirri sveit, em lenti i storminum. Johnson farinn heim Lyndon Johnson fyrr- verandi forseti Bandaríkj- anna fóraf sjúkrahúsi í gær og hélt heim. Hjartasérfræðingurinn Richard Campton, lífveröir og starfslið Johnsons fylgdu honum i flug vélinni, ásamt konu hans Lady Bird. Johnson hafði fengið hjártaáfall um síðustu helgi. Bandariskir hermenn að búa sig undir för í þyrlu til að freista þess að bjarga bandariskum hernaðarráðunautum, sem hafa einangrazt að baki viglinu Norður-VIetnama. Suður-vietnamskur hermaður með særöan félaga sinn á leið til sjúkraskýlis. Komu upp í hendurnará lögreglunni Strokufangarnir frönsku, tveir karlmenn og ein kona, sem yfir- buguðu veröi og komust undan með gisla i fyrrakvöld, náðust I nótt, eftir eltingaleik I rúman sólarhring. Fangarnir voru handteknir, þegar þeir voru að reyna að stela bifreið i austurjaðri Parisar. Lögregla kom á vettvang, þegar ökumaður bifreiðar innar hrópaði á hjálp. Hún hafði áður gefizt upp við eftirför, vegna þess að stroku- fang arnir hótuðu að myrða þrjá sisla sina. Siðar slepptu þeir gislunum. Lögreglan hélt áfram leit að strokuföngunum, viða i Suður-Frakklandi, en hafði misst sjónar af þeim, þar til þeir „komu upp i hendurnar” á lög- reglunni i nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.