Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Miðvikudagur 12. april 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson y Ritstjórnarfulltnii: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 15 línur 1 Áskriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Tvöhundruðmílurnarkoma/ Fimmtiu milna landhelgi vekur litla athygli i ) umræðum um landhelgismál á alþjóðlegum vett- 1 vangi. Tvöhundruð milna landhelgi Suður- Amerikurikjanna er það sem allir tala um. Hin diplómatiska barátta snýst i vaxandi mæli um tólf og tvöhundruð milur. Og tvöhundruð milurnar eru jafnt og þétt að vinna á. Suður-Amerika hefur forustu fyrir tvöhundruð i milna stefnunni. Afrika siglir i kjölfarið, og er fast- lega búizt við, að hún sameinist um svipaða stefnu. Þá eru Asiurikin stöðugt að verða hlynntari viðri landhelgi, og i þeim hópi eru bæði Indland og Kina.1 Ennfremur eru heimsveldin tvö, Bandarikin og Sovétrikin, heldur að linast á tólf milna stefnunni. Þessi þróun kom fram á siðasta undirbúnings- fundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem (i haldinn var fyrir páskana. Evrópurikin eru smám /( saman að einangrast i tólf milna stefnunni og eiga i), vök að verjast, þvi að yfir niutiu af um 130 rikjum 1 Sameinuðu þjóðanna eru i samtökum Asiu, Afriku y og Suður-Ameriku. I1 Timinn vinnur þvi ekki aðeins með okkur i land-1 helgismálinu, heldur er beinlinis að fara fram úr) okkur. Þessi þróun styrkir auðvitað aðstöðu okkar i \ viðræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja um í< fimmtiu milna fiskveiðilögsöguna. f( Tilslakanir eru fráleitar íslenzk stjórnvöld hafa of mikið flaggað mögu- leikum á tilslökunum af Islands hálfu gagnvart tog- , urum Breta og Vestur-Þjóðverja. Við megum ekki rasa um ráð fram i þvi efni, bæði vegna batnandi ' aðstöðu okkar á alþjóðavettvangi og vegna van- hugsaðra aðgerða Breta og Vestur-Þjóðverja gegn okkur i Efnahagsbandalagi Evrópu. Þessi tvö riki bera mesta ábyrgð á þvi, hve óhag- stætt er tilboð bandalagsins um viðskiptasamning við ísland og að landhelgismálið hefur verið dregið / inn i tilboðið. Fulltrúar okkar hafa mótmælt þvi, að , landhelgismálinu væri flækt saman við samninga- V viðræðurnar, en þau mótmæli hafa ekki borið (( árangur. // Úr þvi að svo er komið, að fyrirhuguð stækkun V islenzku fiskveiðilögsögunnar er eitt aðalmálið i \( viðræðunum um viðskiptasamning við Efnahags-1 bandalagið, eigum við að gera þennan sama við- skiptasamning að jafnmiklu stórmáli i viðræðunum ) við Breta og Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið. ) Við eigum einfaldlega að segja Bretum og Vestur- (( Þjóðverjum, að sérstakar veiðiheimildir innan / fimmtiu milna lögsögunnar komi ekki til greina, . meðan viðkomandi riki séu að reyna að reka hnifinn ' i bakið á okkur i viðræðunum við Efnahagsbanda- lagið. Með þvi að hafa frumkvæði að hinu óhagstæða tilboði bandalagsins hafa þessi tvö riki gert lúalega og vel heppnaða tilraun til að einangra okkur á viðskiptamarkaði Vestur-Evrópu. Þvi skyldum við (( þá vera að veita þessum sömu rikjum sérstök frið- indi innan fimmtiu milna landhelginnar, þegar allt bendir til þess, að 200 milna landhelgi verði viður- kennd staðreynd i heiminum innan skamms? Við skulum að minnsta kosti fyrst fylgjast með fram- vindu viðræðnanna um viðskiptasamninginn við Efnahagsbandalagið. Hrollvekiandi ríkir Þcgar rikisstjórn Ólafs Jóhanncssonar tók við völdum á niiðju liðnu ári, hafði hún haft aðstöðu til þess að kynna sér helztu þætti efnahags og fjár- mála, stöðu þjóðarbúsins og horfur. A Alþingi i haust staðfesti for- sætisráðherra, að einmitt á grundvelli þess, hversu staða þjóðarhúsins væri góð, hefði rikisstjórnin árætt aö lofa laun- þegum 20% kjarabótum á næstu tveim árum, auk annarra kjarabóta, svo sem styttingu vinnutima og lengingu orlofs. Strax eftir að rikisstjórnin tók tilstarfa, hófustsvo mikil umsvif, sem grundvölluðust á þvi að hag- nýta fé rikissjóðs, sem fyrir hendi var og sjóða, sem töldust þá vera nógu vel stæðir, til þess að bæta kjör almennings og ein- stakra stétta. Stórhækkaðar bætur almanna- trygginga, sem áttu samkvæmt lögum frá nýloknu þingi aö taka gildi um áramót, voru strax Iátnar koma til framkvæmda. Sjómenn fengu kjarabætur með greiðslum úr þeirra eigin vara- sjóði, veröjöfnunarsjóði. Þetta og margt annað átti aö sýna brjóstgæði hinna nýju valdhafa. Það var af mörgu aö taka. Nú eru fyrstu niu mánuðir með- göngutima valdanna liðnir. Sitt- hvað hefur skeð. Fjárlög hafa verið afgreidd, sem hækka út- gjöldin um helming frá fyrra ári. Skattalög hafa verið afgreidd, sem munu stórhækka skatta alls almennings með miðlungstekjur og auk þess margra, sem hafa úr litlu að moða, svo sem aldraða fólkið, en þvi voru ætluð sérstæð hlunnindi i skattalögum i fyrra, sem nú eru afnumin. Einstæðar mæður og húsmæður, sem leggia JÓHANN HAFSTEIN SKRIFAR á sig erfiði með öflun tekna utan heimilis, oftast i eftirvinnu eða jafnvel næturvinnu, hljóta skertan hlut. Unga fólkið fær lika sinn skerf, ef það skyldi hafa árætt að byggja fyrir lánsfé, þvi að vextirnir eru nú ekki lengur leyfðir til frádráttar þegar út- svar er á lagt. Svo hafa verðhækkanirnar sifellt dunið yfir frá áramótum, bæði á almennum neyzluvörum og notaþörfum. Áfengisverzlunin hækkar verð á sinni vöru. Póstur og simi hækkar. Lögð eru ný að- flutningsgjöld á bifreiðar, svona rétt i kjölfar skattahækkana, og margt fleira mætti telja. Nú skilst valdhöfunum að það fer að hitna i kolunum hjá al- menningi. Þá er snúið við blaðinu og sagt: Æ, — þetta er allt arfur frá fyrri tið, hrollvekjandi við- skilnaður fyrrverandi rikis- stjórnar. En svo kemur fleira. Banda rikjamenn bjóðast til þess aö kosta stórframkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli. Þá segja komm únistarnir i rikisstjórninni: Nei, takk. Við þurfum ekki á þessum hundruðum milljónum króna að halda. Við Islendingar erum svo rikir. Við erum önnur eða þriðja tekjuhæsta þjóð i heimi að jafnaði á einstakling. Við getum kallað þetta fyrsta, annað og þriðja vers rikis- stjórnarinnar. Við þurfum þá að horfast i augu við þá furðulegu staöreynd, — Islendingar — , aö vera orðnir hrollvekjandi rikir. Harðstjórinn er fallinn Þannig sagðist brezkum blaða- manni frá i haust. Slikur var óttinn við þann mann, sem var myrtur um siðustu helgi af ástæðumjsem enn eru óljósar. Með honum er fallinn i valinn einn af harðstjórum heimsins, harðstjóri, sem kenndi stefnu sina við sósíalisma, en var vafa- laust ekki sá Kinaleppur, sem margir töldu. Karume fór óvenju- legar leiðir i flestu. Hann var hugsjónamaður og hefur senni- lega ætlað að „berja þegna sina til manndóms”. Eins og flestir harðstjórar taldi hann sig hafa háleita köllun. Persastúlkur neyddar i hjónaband. Valdhafi I „draugarikinu " Sansibar komst i heims- fréttirnar, þegar menn úr valda- stétt neyddu fjórar persneskar stúlkur til að giftast sér i sam- ræmi við kenningar Karumes, aö Asiumenn skyldu „læra að þjást” eins og svertingjar landsins hefðu áður þjáðst vegna yfirráða Asiu- manna þar. Sansibar er annars litið i fréttum, fámenn eyja sem Karume lét ganga i rikjasam- band við Tanganiku og stofna rikið Tansaniu, þar sem meira aðlaðandi persónuleiki ræður, Julius Nyerere. Karume var kallaður varaforseti Tansaniu, og hann hélt öllum sinum vöidum á Sansibar. Hann tók Sambands- rikið aldrei alvarlega frá stofnun þess árið 1964, eftir að hann og flokkur hans hafði steypt soldám eyjarinnar 1 blóðugri byltingu. Bylting hans var þáttur þróunai; að minnihluta yfirstétt skyldi ekki ráða, Asiu- menn ekki ráða yfir svertingjum. Og nýju valdhafarnir, svert- ingjar, hugðust hefna harma sinna. Indverjar og aörir úr yfir- stétt á þarlendan mælikvarða voru oft hraktir úr landi, ofsóttir, enda fáir þeirra eftir. Sansibar er lýst sem „drauga- riki”. Fráhvarf Aslumanna varö bióðtaka, og umbætur, sem Karume gerði á nokkrum sviöum alþýðumenntunar voru litils viröi I bili viö þær aðstæður. Karume var væntanlega óhjá- kvæmilegur, en óbliður þáttur i þróun Afriku til nútimans. —HH. „Allt i einu birtist gamli Ford Zephyr billinn við bornið. Hann skauztfram hjá á augabragöi. En samstundis stóðu tvcir svert- ingjar, sem höfðu verið á gangi, leinréttir við húsvegginn, og ind- verski kaupmaðurinn, scm ég var að tala við, stökk á fætur, svo að hann veiti um stólnum. Allir heilsuðu þeir með hermanna- kveðju." Maðurinn i Fordbilnum var ncfnilcga Itashid Abeid Karume, einvaldur á Sansíbar- eyju-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.