Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 12.04.1972, Blaðsíða 13
VÍSIR. Miðvikudagur 12. april 1972. 13 89 ára pabbi fylgir yngsta syninum i skólann Emil Blix, sem er 89 ára, vekur jafnan nokkra athygli, er hann mætir til foreldrafundanna i einum barnaskólanna i Sviþjóð. En þar á hann sæti með fullum rétti. Hann á nefnilega son i yngstu deildinni. Ronny heitir sá, og er 7 ára gamall. Hann er yngstur i 15 barna hópi, en elzti bróðir hans heitir Yngve og er 64 ára. Það er hann, sem fylgir þarna bróður sinum i skólann. Elzti skáti BANDARIKJANNA Með sigurbros á vör sýnir hinn 101 árs gamli skátaforingi, Ethel Belt, silfurorðuna, æðsta heiðursmerki skáta. Það hlýtur hann fyrir góða flokksstjórn skátaflokks númer 149 i Dania i Bandarikjunum, Hann varð einnig þess heiðurs að- njótandi að fá sérstakar kveðjur frá öldunga- deildarþingmanninum Ted Kennedy og fylkis- stjóranum Rubin Askew. Belt gamli hefur aldrei eignazt börn, en hins vegar hefur hann tekið að sér 27 fósturbörn. ,,Ég á þvi láni að fagna að hafa verið umkringdur börnum allt mitt lif,! ’ segir þessi ágæti skáti. “Oh, no! — Not Again!” Byggingarframkvæmdir stóraukast á Akureyri I fyrra var byrjað á 50 byggingum á Akureyri (27 árið á undan), en alls verða 140 ibúðir i byggingum þessum i stað 97 i þeim frá árinu áður. Ýmis stórhýsi hafa og verið i byggingu og skráð fullgerð á árinu 1971 þar nyrðra, m.a. afgreiðslubygging Tryggva Helgasonar á Akur- eyrarflugvelli, skrifstofuhús vegagerðarinnar o.fl. Ætla aö ryöja sér inn á landakortið A Islandskorti fyrir erlenda ferðamenn t.d. i Iceland Travel Planner, sem Flugfélagið gefur út, er hvergi að finna nafnið Selfoss. 1 blaðinu Suðurlandi segir Guðmundur Danielsson, rit- stjOri og rithöfundur, að hann hafi verið spurður að þvi, hver væri tilgangurinn með Arvökunni um páskana. Hnn svaraði: „Við ætlum að ryðja okkur inn á landa- kortið”. Við ætlum að sanna fyrir okkur sjálfum og öðrum, að við séum til og ætlum að halda áfram að vera það”. Ritstjórinn bendir i grein sinni á ýmislegt, sem Sel- foss þarf til að komast inn á landakort ferðalangsins, m.a. að Hótel Selfoss er enn aðeins til á pappirnum. Bifreiöasmiðir haldá aðalfund Á aðalfundi bifreiðasmiða, sem nýlega var haldinn, voru sam- þykktar reglugerðir fyrir verk- falls og verkbannssjóð og einnig orlofssjóð. 1 stjórn voru kjörnir þeir Ástvaldur Andrésson, for- maður, Hrafnkell Þórðarson, varaformaður, Eirikur Ölafsson gjaldkeri, ólafur Guðmundsson, ritari og Jón B. Guðmundsson, vararitari. Samið viö yfirmenn 1 gærmorgun voru undirritaðir kjarasamningar skipafélaganna við félög yfirmanna á far- skipunum. Gilda samningarnir frá 1. marz 1972 til 1. nóvember 1973. Er megininntak samning- anna á svipaða lund og samn ingar þeir, sem önnur félög hafa náð, nema hvað fyrirkomulag á vinnutimastyttingu er með nokkrum öðrum hætti en hjá öðrum starfshópum vegna sér- aðstæðna á sjó. Samningarnir voru gerðir án milligöngu sátta- semjara. Á einkaleyfis- skrifstofunni, eöa hvaö? Nei, þessi mynd var ekki tekin niðri i iðnaðarmálaráðuneyti, einkaleyfisskrifstofunni okkar. Hún sýnir Arnar Herbertsson myndlistarmann með verk kollega sins, Jóns Gunnars Arnasonar. Hins vegar liggja oftast nær margar umsóknir um einkaleyfi hjá ráðuneytinu, — sem dæmi má nefna rækju- flokkunarvél Hólmvikings nokkurs, einkaleyfi á „aðferð til að nota eðlisþyngdarbreytingu á sýru rafgeyma til þess að stjórna hleðslu þeirra” og einkaleyfi Kópavogsbúa nokkurs á sjálf- lyftingu á vagngafli. ÞESSIR LISTAR OG HORN Þetta gæti verið yðar heimili (-Svo auðvelt aö góður eiginmaður setur það upp á einni kvöldstund-) I 3 tegundum eru nú loksins komnir aftur, og þeir sem pantað hafa, vin- samlega sæki þá nú þegar. Með þessum gylltu listum og snúnum hornum, sem gefa ótal möguleika, hafið þér nú tækifæri til að breyta húsakynnum yðar i hlýleg og vistleg húsakynni, I stuttu máli sagt, ef komast má þannig að orði, breytt „hreysi I höll”. Jafnt fyrir nýbyggingar og eldri hús fellur þetta ótrúlega vel inn i um- hverfið. Þetta hefur verið notað i aldaraðir og þá sérstaklega í Frakklandi, en hefur núna á undanförnum árum skotið upp kollinum aftur, og fyrir svo ótrúlega lágt verð, þökk sé vélae«Huningunni, að hver og einn getur nú veitt sér þeúnan „lúxus”. Gömul húsgögn, rúmgaflar, hurðir, skápar, og hillur að ógleymdum veggjum verður nú sem nýtt eftir ásetningu Rococco gull-Iistanna. Þeásir listar og horn fást eins og svo margt annað aðeins hjá okkur. Yður er velkomið að koma I verzlanir okkar og kynna yður hina ótæmandi möguleika, sem þessir listar og horn veita. Skólavöröustig 8 og Laugaveg ,n (Smiöjustigsmegin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.