Vísir - 03.06.1972, Blaðsíða 2
2
VISIR. Laugardagur S. júní 1972
VÍSIR SPYR:
Ilafið þér kynnt yður nýja fast-
eignaskattinn?
Marteinn Jóhannsson, kennari:
Nei það hef ég ekki gert ennþá.
Mig grunar að hann hækki ekkert
verulega hjá mér og get þess
vegna verið hress. Ég á heldur
ekki það stóra ibúð, að um miklar
upphæðir geti verið að ræða.
Kristján Runólfsson, yfirfram-
reiðslumaður: Ég borga ekki
neinn fasteignaskatt, aðeins lóöa
skatt, þar sem ég er að byggja.
Ottó Guðmundsson, málara-
meistari: Ekki hef ég nú gert það.
Það hækkar ábyggilega töluvert
hjá mér. Og þó er ég ekkert m jög
svartsýnn.
Alfreð Óskarsson, símritari: Nei,
ég hef ekki gert það. Ég er að
flytja utan af landi i bæinn og hef
ekki kynnt mér þetta nægilega vel
enn sem komið er.
Þorsteinn Sigurðsson, banka-
maður: Nei. Ekki búinn að fá
hann i hendurnar, þar sem ég á
heima i Garðahreppnum. Ég veit,
að hækkunin hjá mér kemur til
með að verða mikil, upp undir
50%.
Kristjón Kolbeins, starfsm.
Framkvæmdastofnunarinnar:
Nei. Ég reikna með að hækkunin
verði nokkur, svona allt upp i sex-
föld.
MEÐ 200 ÞÚSUND
MANNS Á HEILANUM
rafmagnsheilanum
Hvar á Jón Jónsson,
tslendingur, heima? Hvenær er
hann fæddur? Hverri kvæntur?
Hvað á hann inörg börn? Hvað
heita þau og hvenær eru þau
fædd? Hvað hafði hann i tekjur i
fyrra og livað greiöir hann i
s’katt?
Þetta kann að þykja nokkuö
mikil hnýsni, og á einskis eins
aðila færi að vita svo mikið um
hvern mann i landinu. Þó er til
cinn aðili, scm hefur slikt alsjá
andi auga, að hann veit þetta
um hvcrn einasta mann i þcim
200 þúsund manna hópi, sem hér
byggir land. — Og reyndar tölu-
vert mikið meira um stóran hluta
þeirra.
Hver hann sé, þessi ,,Stóri
hróðir”, sem allt sér og heyrir og
veit? Ilann hcitir SKÝRR.
Reyndar er það ekki ,,hann” og
er enginn stóri bróðir, heldur er
það ,,hún” og er ekki einu sinni
stóra systir. Hún er ósköp venju-
leg IBM 360/30 TALVA — eða alla
vega venjuleg af tölvum af vera
ef mönnum finnast tölvur venju-
legar á annað borð.
Sennilega þætti hún ekki
óvenjuleg, ef hún vissi ekki annað
og meira en þetta. Þá þætti hún
klén. Þvi að slikar upplýsingar
sem svörin við spurningunum hér
að ofan getur hún geymt á einni
segulspólu, sem tekur ekki meira
rúm i einum skáp heldur en
venjulegar segulbandsspólur i
heimahúsum.
Sem er lika eins gott, þvi að
þjóðskráin er bara einn hundrað
viðskiptavina eða svo, sem þessi
talva vinnur fyrir. Og engan
veginn sá stærsti. — Stærri við-
skiptavinir hennar eru borgar-
sjóður (bæði bókhald og svo
launaútreikningur allra borgar-
starfsmanna, sem eru milli 8 og
10 þúsund menn, sem fá borgað
vikulega — svo að ekki sé minnzt
á mánaðarlaunamenn), og svo
fjármálaráðuneytið, sem þýðir
bæði bókhald og svo íika
útreikningur launa allra rikis-
starfsmanna (og hvað skyldu
vera margir, sem starfa bara við
sjúkrahúsin og skólana?).
Rafmagnsveita Reykjavikur og
rafveitur 6 annarra bæjarfélaga
þurfa lika aðstoð tölvunnar við
reikningana, sem fólk fær heim,
og þá Hitaveitan og Landsíminn.
—Og eru þá nefndir aðeins örfáir
og hlaupið yfir engin smáræðis
bákn eins og Gjaldheimtuna i
Reykjavik o.fl. Og smærri aðila
eins og Veðurstofunni, Hagstof-
unni Kjararannsóknarnefnd,
Karlakór Reykjavikur, Vatna-
mælingum, Hafrannsóknastofn-
uninni Skipaskrá Siglingamála-
stofnunarinnar, varla getið,
nema til þess að sýna fjölbreytni
þess, sem talvan er að glima við.
,,En hún er lika að verða litil
fyrir okkar þarfir, og við höfum
pantað aðra stærri tölvusam-
stæðu,sem ráðgerteraðvið fáum
1. feb. 1973” viðurkenndi Bjarni
Jónasson, forstjóri Skýrsluvéla
rikisins og Reykjavikurborgar,
þegar við heimsóttum Skýrr að
Ármúla núna i vikunni. Tilefnið
var, að Skýrr er tvitug um þessar
mundir.
Sem sagt, Skýrr er orðin
myndug, ,,og margt breytt frá þvi
að við vorum i Tjarnargötu 12
gömlu slökkvistöðinni, með Unit-
Reco r d-v él a r n a r ,” sagði
Guðmundur Sveinsson okkur.
Guðmundur er elzti starfsmaður
Skýrr og var á sinum tima sendur
út til Danmerkur til þess að læra
meðferðina á vélunum, sem
koma áttu ög voru þá mikil fram-
för i skrifstofuhaldi. Guðmundur
var starfsmaður Rafmagnsveit-
unnar, sem á 1/4 i Skýrr á móti
Reykjavikurborg, sem einnig á
1/4, meðan rikið á 1/2.
Með Guðmundi kom frá
Rafmagnsveitunni starfsfélagi
hans, Óttar Kjartansson, og þriðji
maðurinn, Jón Zophoniasson,
kom frá Gjaldheimtunni. Þeir
„Eftir aðeins 8 ár hér i nýja
húsnæöinu þurfuni við að stækka
um helining,” segir Hjörleifur,
stjórnarformaður SKYRR.
þrir hafa verið starfandi hjá
Skýrr allan timann siðan. En
fleiri hafa siðan bætzt i hópinn,
þvi að nú eru 50 starfandi hjá
Skýrsluvélum, sem vorið ’57
fluttu úr slökkvistöðinni gömlu i
Ræsis-húsið á Skúlagötu, og svo
þaðan aftur i eigin húsakynni i
Ármúla i júli '64.
„Vélakosturinn hefur tekið
miklum stakkaskiptum siðan.
Spjaldfærsluvélar tókum við i
notkun 1964 og þá fyrstu tölvuna
okkar, en 1968 fengum við þessa
tölvu, sem við höfum núna,”
sagði Bjarni forstjóri okkur.
„Svona vélasamstæður fáum
við leigðar að utan, þvi að þróunin
i tölvutækninni er svo ör að
endurnýjunar getur verið þörf að
einungis 5 árum liðnum sem er
auðvitað alltof stuttur timi til
þess að svo dýrir gripir geti
Bjarni Jónasson forstjóri með einn lykilinn að notkun tölvunnar, en I
þessar hækur sækja sérfræðingarnir mcst sitt vit á meðferð tölvunnar.
LESENDUR
M HAFA
(m ORÐIÐ
Lítið gert fyrir sól-
dýrkendur í Laug-
ardalslauginni
N.Þ. simar.
„Það er leitt til þess að vita
hve aðstaðan til sólbaða er bág-
borin við Lav rdalslaugina og
er i æpandi .. mræmi við þessa
annars ágætu sundlaug. Gólfið á
sólbaðstaðnum er lengi búið að
vera bilað og vantar alveg hitann
i það. Þá eru dyrnar á þeim stað
sem bezt er að njóta sólarinnar og
ætti þó ekki að vera mikið verk að
kippa þvi i lag.
Ég hef iðkað sund i 40 ár og það
verður að segjast eins og er að
sólbaðsaöstaða var mun betri i
gömlu laugunum. Mér finnst að
það ætti að byrja að kippa þessu i
lag, áður en farið verður að
byggja yfir Laugardalinn og setja
þar upp gerviljós eins og nú er
rætt um að gera.
Þá vildi það til, að eitrað klór
lak út fyrir stuttu, og var það látið
afskiptalaust i þrjá daga nema
hvað það voru sett upp viðvörun-
arflögg við staðinn. Hér var
vissulega um vitavert kæruleysi
starfsmanna að ræða og ekki
þeim að þakka, að ekki fór verr.”
III meðferð
á hestum
„Er Dýraverndunarfélagið
ekki lengur starfandi, eða hefur
það bara sofnað á verðinum? Ég
hef oftar en einu sinni séð menn
festa hesta sina aftan i bila og aka
siðan um allar trissur með hest-
inn bundinn við bilinn. Sumir aka
að visu hægt og varlega, en þvi
miður er ekki hægt að segja það
sama um alla. Mér finnst þetta
vægast sagt svivirðileg meðferð á
saklausum skepnum og held það
hljóti að vera einhverjar reglur,
sem banna svona athæfi. Þ?r fyr-
ir utan er svona verknaður að
sjálfsögðu til háborinnar skamm-
ar fyrir þá hestaeigendur, sem
svona haga sér.”
Á hverju eigum við
að lifa, Halldór
Húsmóðir skrifar:
„Hvernig ætlar Halldór E. Sig
urðsson að láta þorra fólks halda i
sér liftórunni næstu mánuði?
Hann seilist dýpra og dýpra niður
i vasa almúgans með hækkandi
verðlagi og ekki siður hækkandi
sköttum. Getur þú sagt mér,
herra fjármálaráðherra, hvernig
fjögurra manna fjölskylda á að
fara að lifa af 28.000 krónum á
mánuði? Við hjónin erum ekki
hagfræðingar, en þykjumst þó
ekki vera vitlausari en gengur og
gerist. Hins vegar getum við alls
ekki séð, hvernig við eigum að
lifa af 4.000 krónum á mánuði sem
eftir eru þegar búið er að borga
skatta, afborganir af ibúðinni,
rafmagn, hita og sima. Af þessum
fjórum þúsundum eigum við svo
að kaupa mat handa okkur og
tveim börnum, fatnað og allt ann-
að sem heimilið þarf.
Ég sé i blöðunum, að ráðherr-
arnir hafa nýlega hækkað laun sin
riflega og mig minnir að þeir hafi
um eða yfir 140.000 krónum á
mánuði úr að spila. Þá hefur fjár-
málaráðherrann sem sagt 112.000
krónum hærri laun á mánuöi
4 starfsmenn, sem verið hafa
lijá Skýrsluvélum frá upphafi:
(f.v.) Jón, Guðmundur, Óttar og
svo sá fjórði, eina vélin, sem eftir
er af vélakostinum frá dögunum
niðri á gömlu slökkvistöðinni.
borgað kaupverð sitt,” sagði
okkur Hjörleifur Hjörleifsson, nú-
verandi formaður i stjórn fyrir-
tækisins.
Hann upplýsti okkur um það, að
fyrir dyrum stæði helmings-
stækkun byggingarinnar, og er
áætlað að ljúka við að steypa nýja
hluta hússins upp fyrir áramót.
„Og þó eru aðeins 8 ár siðan við
fluttum inn i þetta húsnæði, sem
þá var hannað, teiknað og byggt
með tilliti til þessarar starfsemi
og að rúmt yrði um hana,” sagði
Hjörleifur okkur. — GP.
Á einni svona segulspólu
rúmast upplýsingar, sem annars
geymast i 100 kössum af gata-
spjöldum, 2000 spjöld i hverjum
kassa.
heldur en maðurinn minn, sem
vinnur að visu bara i verksmiðju.
Ég skil ekki þetta dæmi, Halldór,
og þætti vænt um að fá það út-
skýrt, hvernig ég og min fjöl-
skylda eigum að fara að þvi að
lifa á dagvinnukaupi fyrirvinn-
unnar, og einnig vildi ég fá að
vita, hvernig þú og aðrir ráðherr-
ar farið að þvi að eyða 140.000
krónum á mánuði með öllum
þeim friðindum, sem þið hafið.”