Vísir - 03.06.1972, Blaðsíða 4
VÍSIR. Laugardagur 3. júni 1972
Viggó Oddsson:
Kynþáttahatrið magn-
Þcssu fólki hefur vcrift visaft úr landi i Sviþjóö.
Flestir munu halda að Norður-
landaþjóðirnar séu i broddi fylk-
ingar i að fordæma kynþáttahat-
ur og misrétti eftir þjóðerni eða
litarhætti, og er óspart ausiö á
sköttum almennings I þessum
löndum til að ofsækja þær þjóðir
erlendis sem bendlaðar eru við
kynþáttahatur eða kúgun, bæði i
Afriku, Ameriku eða Evrópu.
Það kemur þvi úr hörðustu átt
þegar stórblöö á Norðurlöndum
skýra-frá mögnuöum og vaxandi
kynþátta- og þjóðflokkavanda-
málum innan Norðurlandabanda-
lagsins.
Finnafjandarnir.
Sviþjóð hefur aldeilis fengið á
baukinn fyrir að básúna um allan
heim hve frjálslyndir og réttlátir
þeir eru, þar sem þeir geta áreitt
fjarlægar þjóðir fyrir eitt og ann-
að i innanlandsvandamálum.
Fyrir nokkrum árum ræddi ég við
sænskan blaðamann i heimsókn
til Rhodesiu, taldi ég þá aö Svi-
þjóð yrði næsta „Bretland i
Evrópu” ef þeir pössuðu sig ekki.
Ekki vissi ég þá að þessi maður
var giftur svertingjakerlingu frá
Nigeríu, en skildum þó beztu
mátar.
Núna fæ ég blöö frá Sviþjóð,
Danmörku og viðar þar sem
fyrirsagnirnar eru:
Hversvegna hötum við
þá útlendu?
Finna-fjandarnir eru alls stað-
ar,” „Sigaunar fá ekki að fara i
danska skóla af þvi þeir eru svo
afbrigðilegir.”
Ellefu barna finnsk móðir i Svi-
þjóð segir: „Barnið grætur en ég
á engan mat handa þvi, maðurinn
fær enga vinnu af þvi hann er
finnskur.” „Er innflytjendapóli-
tik sænsku stjórnarinnar i hags-
munaskyni fyrir stórfyrirtæki
(ASA og Volvo)?” „Enn einni
hrúgu af Sigaunum er sparkaö úr
landi.” Hundruð þúsunda af út-
lendum verkamönnum og konum
fá að finna fyrir þvi.
Danskt blað segir: „------Hvað
eftir annaö lesum við hvaö inn-
fæddir séu vondir við þetta inn-
flutta fólk eða misbjóða þvi I
vinnu og launum eða því er úthúð-
að á annan hátt. Finnar og Lapp-
ar eru hinir „SÆNSKU
SVERTINGJAR” Sigaunar,
S.Evrópumenn, Tyrkir, Arabar,
Pakistanar o.fl. eru „DANSKIR
SVERTINGJAR.”
Þeir taka upp stööur sem ungl-
ingar gætu unnið, eða húsfreyjur i
aukavinnu, útlendingarnir fylla
allar ibúðir þegar við höfum ekki
einusinni nóg fyrir okkur sjálfa—
-------o.s.frv.”
Hin frumstæða sjálfs-
bjargarviðleitni.
I mörg hundruð ár bösluðu Danir
við að sameina Noröurlönd án
árangurs, Norðurlandaþjóðirnar
brutust undan sinum yfirboður-
um i Kaupmannahöfn, sem er þó
hin sögulega og menningarlega
höfuöborg Norðurlanda hvort
seni einhverjum likar það betur
eða ver.Þessi aldagamla barátta
er sú sama og núna er orsök allra
styrjalda, stjórnarbyltinga og
kynþáttahaturs i heiminum:
Sjálfsbjargarviðleitni þjóða og
ættareininga til framfærslu og
verndunar á menningarviðleitni
og tengslum liðinna kynslóða.
Hræðslan við út-
lendinga.
Sennilega eru flestir hræddir við
útlendinga. Ekki beinlinis i að
mæta þeim eða rabba við þá,
heldur i undirmeðvitundinni.
Þetta er sálfræðileg staðreynd, að
mannskepnan hefur tilhneigingu
til að hræðast hiö ókunna, senni-
lega af sjálfsvarnarviðleitní. Ef
þjóðirnar hefðu tekiö hverju sem
var með kæruleysi væru ekki svo
margar þjóðir til frásagnar um
sina sögu.
Það er þessi óvissa sem skiptir
öllu máli i viðskiptum við hið
hræðilega og óvissa. Það var
þessi undirmeðvitund um
öryggisleysi sem setur allar regl-
ur, jafnvel trúarleg ofsa«stefna og
bibliudýrkun sem kyndir undir
mannlegu böli um aldir eða i
laodi eftir landi, án þess ég nefni
dæmi.
Þarna blandast inni Norður-
landabúar innbyrðis, Gyðingar,
rómanskar þjóðir, Tvrkir, Gyð-
ingar, indverskar og gular þjóðir
svo nokkuð sé nefnt.
Frumstæðar hneiging-
ar.
Með öðrum orðum, það eru frum-
stæð náttúrulögmál sem stjórna
styrjöldum og kynþátta-og þjóð-
ernishreyfingum. Tortryggni
gegn þvi ókunna sem brýzt út i
misrétti og kúgunum á þeim sem
af einhverjum ástæðum finnast á
hinum hefðbundnu landsvæðum
sem við höfum i venju að helga
okkureinum. Þessi „aðskotadýr”
eins og ýmsar þjóðir lita á málin,
framkalla varnartilhneigingu:
Útlendingarnir taka frá okkur at-
vinnu-lifsafkomu-húsnæði o.fl.,
en þeir nýkomnu i t.d. Sviþjóð
segja: „Viðerum nógu góðir þeg-
ar vinna þarf skitverk sem þið,
Sviar, eruð of FÍNIR til að
vinna.”Og svo allt talið „um að
hjálpa þessum nýju „löndum.””
Alltaf eru nýir að koma til Norð-
urlanda, en það er ný alda af
þjóðflutningum sem skellur yfir,
sem ekki hverfur til baka til sinna
heimkynna eins og i gamla daga.
Hvi voru þeir svona
vondir?
Danir hafa ekkert á móti þvi að
fylgja prúöbúnum negra um
Ströget i kynnisferð um Kaup-
mannahöfn, og ympra titt á þvi
hve Amerikanar hafi verið vondir
að fara svona illa með svert-
ingjana, en þegar þessi þeldökka
persóna segist vera búsett i
Kaupmannahöfn og eiga hálf-
dönsk börn fer vinskapurinn nið-
ur i ræsið.Fólk sem er dökkt yfir-
litum og öðruvisi ásýndum og i
hugsunarhætti en Danir og Sviar
eða jafnvel Islendingar, og hugsa
og tala eitthvað sem fer fyrir ofan
garð og neðan. Við hreinlega
þekkjum ekki þetta fólk, Finn-
arnir eru alveg sér og maöur
freistast jafnvel til að lesa mál
þeirra afturábak til að finna eitt-
hvert vit i þvi. Afleiðingin veröur
þvi, að þessi innrás einkennilegs
iólks á Norðurlönd England og
viðar þetta fólk verður margt aö
annars flokks borgurum. Einn
Dani segir i blaði: „Ef ég væri út-
endingur hér myndi ég vera
njög hræddur viö þessa ljósleitu
tjandsamlegu frumbyggja. Ann-
:ir Norðurlandabúi segir: „Viö
(öfum verið mjög „flinkir” að
Crdæma aðrar þjóðir fyrir kyn-
tóttahatur, sem var svo auðvelt
•!ð leysa hér i fjarlægðinni-.”
Dagskró 35. Sjómannadagsins
sunnudaginn 4. júní 1972
08.00 Fánar dregnir að hún á skipum i
höfninni.
09.00 Sala á merkjum Sjómannadagsins
og Sjómannadagsblaðsins hefst.
10.00 Skólahljómsveit Kópavogs leikur
létt lög við Hrafnistu.
11.00 Sjómannamessa i Dómkirkjunni.
Biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson minnist drukknaðra sjó-
manna. Dómkórinn syngur, ein-
söngvari: Halldór Vilhelmsson,
organleikari: Ragnar Björnsson.
Blómsveigur lagður á leiði óþekkta
sjómannsins.
Hátiðarhöldin i Nauthólsvik.
13.30 Skólahljómsveit Kópavogs leikur
undir stjórn Björns Guðjónssonar.
13.45 Fánaborg mynduð með Sjómanna-
félagsfánum og islenzkum fánum.
14.00 Ávörp.
a) Fulltrúi rikisstjórnarinnar Lúðvik
Jósefsson sjávarútvegsráðherra.
b) Fulltrúi útgerðarmanna Tómas Þor-
valdsson.
c) Fulltrúi sjómanna Guðmundur
Kjærnested skipherra.
d) Pétur Sigurðsson formaður Sjó-
mannadagsráðs afhendir heiðurs-
merki Sjómannadagsins.
Kappróður o.fl.
1. Sjóskiðasýning (Björgunarsveit
Mýrdals).
2. Kappróður.
3. Kappsigling seglbáta, (innan hins
nýstofnaða Siglingasambands Is-
lands).
4. Björgunar og stakkasund.
5. Koddaslagur.
6. Þyrla varnarliðsins á Keflavikur-
flugvelli kemur á staðinn.
Merki Sjómannadagsins og Sjómanna-
dagsblaðið ásamt veitingum verða til sölu
á hátiðarsvæðinu.
Ath. Strætisvagnaferðir hefjast kl. 13 frá
Lækjartorgi og Hlemmi og verða á 30 min.
fresti.
Kvöldskemmtanir á vegum Sjómanna-
dagsráðs.
Sjómannahóf i Súlnasal Hótel Sögu. Hefst
kl. 19.30. Skemmtiatriði. Á eftir-
töldum stöðum verða almennir dans-
leikir þar sem aðeins verður um
venjulegt rúllugjald að ræða.
Hótel Loftleiðir, veitingahúsið Lækjar-
teigur 2, Hótel Borg, Röðull.
Allar kvöldskemmtanir standa yfir til kl.
02.00 eftir miðnætti.
Merkja- og blaðasala Sjómannadagsins.
Sölubörn. Afgreiðsla á merkjum Sjó-
mannadagsins og Sjómannadagsbiaðinu
verður á eftirtöldum stöðum, kl. 09.00 á
Sjómannadaginn:
Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli,
Árbæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breið-
holtsskóli, Hliðarskóli, Kársnesskóli,
Kópavogsskóli, Langholtsskóli, Laugar-
nesskóli, Laugarásbió, Melaskóli, Mýrar-
húsaskóli, Vogaskóli, og hjá Vélstjórafé-
lagi íslands Bárugötu 11. Há sölulaun.
Þau börn, sem selja fyrir 500,00 kr. eða
meira, fá auk sölulauna aðgöngumiða að
kvikmyndasýningu i Laugarásbió.
Viggó Oddsson.