Vísir


Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 2

Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 2
2 VÍSIR. Fimmtudagur 8. júnl 1972. tfSBSm: Vitið þér hvað kilóið af smjöri kostar í dag? (nú- verandi verð: 196,60) Svanhildur Þóroddsdóttir, hús- móðir: Er þaö ekki komið upp i 195 krónur? Það er alltaf verið að hækka þetta og svolitið erfitt að fylgjast almennilega með verð- inu. Annars hef ég nú varann á og kaupi nokkrar birgðir, sem ég geymi i frystikistunni minni. Gunnar lljaltested, sölumaður: Það er nú frekar að húsmæðurnar ættu að vita þetta, Ætli það sé ekki svona 116 krónur ca. Ég hef ekki fylgzt með þessum sifelldu hækkunum á smjörinu og reyndar öðrum matvörum. Auðunn llalldórsson, innheimtu- maður: Ég hef bara ekki hug- mynd um það. Er það ekki komið hátt i tvö hundruð krónur? Það hækkar frá degi til dags, svo það er erfitt að gera sér grein fyrir verðinu. Þórhalla Friöriksdóttir, hús- móðir: Hvernig á maður að muna það nákvæmlega? Það er svo vont að festa á minnið þessar ei- lifu hækkanir á smjörinu og fleiri vörum. Jón Nordgulen.sjómaður: Ja, ég veit ekki, ég er alltaf úti á sjó og hef ekki haft tækifæri til að fylgj- ast með verðinu á þvi. Er það ekki komið i 180 krónur? Þóranna Ingólfsdóttir, skrifstofu- stúlka: Nei, það veit ég ekki. Hef ekkert fylgzt með þvi. Skrúðgorður í Smáíbúðahverfið Sumarsnyrting borgarinnar hafin af fullum krafti. — Reynt að auka trjárœkt til muna ,,Við höfum mikinn áhuga á að reyna aö koma i framkvæmd uppsetningu skrúögarðs viö Grundargerði I smáíbúöar- hverfinu. Og gæti þaö jafnvel komiö til greina nú seinni partinn í sumar.” Svo sagði Hafliði Jónsson, t sliku sólskini springa rósirnar út og á þessa rákumst viö inni i Laugardal núna einn sólskins- daginn. — ó, ef maður gæti nú skellt sér I garðyrkjuna nokkra daga! garðyrkjustjóri, er við inntum hann eftir upplýsingum varöandi snyrtingu og skreytingu borgar- innar i sumar. Margt er I bfgerö og þá auðvitað fyrst og fremst að halda þeirri stefnu sem verið hefur, að hafa borgina hreina og snyrti- lega. Þess má geta að i gærdag hófst útplöntun á sumarblómum, og var byrjaö á Austurvellinum, siðan verða svæðin tekin fyrir hvert á fætur ööru. Við Aðalstrætið,þar sem kirkju- garður var eitt sinn, en nú er aðeins gangstigar og smáreitir, hefjast lagfæringar og hreinsun innan skamms. Seint á siðastliðnu sumri var borginni gefinn svonefndur Eddu- bær við Elliðaár. Þar eru tals- verður trjágróður og verður reynt að auka hann i töluvert, en það vill oft verða erfitt sökum skemmdarfýsna einstakra manna. Reynt verður mikið að auka trjárækt hér I bæ>. Seint i sumar stendur til að ljúka við trjábeltið við Miklubraut og á það að ná út að styttu Sigurjóns Ólafssonar við Miklubrautina. Einnig verður gróðursett i Laugardalnum frá Sunnuvegi og út að Sundlaugavegi. Þess má svo geta að lokum að öll skólagarðavinna er hafin og sömuleiðis Arbæjarstarfssemin. - EA Þaö eru ekki bara grænu reitirnir, sem núna hafa lifnaö viö undan mjúkum meyjarhöndunum — þaö eru ekki bara þeir, sem setja sumar- svipinn á borgina. Heidur lika þaö ger af ungum meyjum, sem skotiö hafa upp kollinum á grasbölunum allstaöar um bæinn. I EINVERUNA A HVERAVÖLLUM Farið hefur verið i gegnum þær Það yrði 15. ágúst næstkom- þrjátiu umsóknir, scm Veðurstof- andi, sem þau hjónin tækju til unni bárust um starf veðurathug- starfa á Hveravöllum, en þar unarmanna á liveravöllum næsta hafa starfað siðasta ár kennara- árið. Efst á blað komust hjónin hjón úr Reykjavik. Ilaila Guðmundsdóttir og Arni Halla yrði sennilega ekki lengi Stefánsson, en þau hafa ekki ver- ■ að setja sig inn i veðurathugunar- ið ráðin formlega enn sem komið störfin, hún hefur starfað við veð- cr, cn beðið cr cftir úrskurði urathuganir hjá Veðurstofunni i læknisrannsóknar, scm gerð hef- Reykjavik. Arni, eiginmaður ur vcrið á þeim hjónum til aö hennar, er hins vegar starfandi ganga úr skugga um, aö þau séu kennari. fær i starfið heilsufarsiega. — ÞJM Auglýst eftir kennur- um og skólastjórum Allmargar kennara- og skóla- stjórastöður hafa verið auglýstar lausar til umsóknar undanfariö, þar á meðal kennarastööur viö Menntaskólann við Hamrahlíð og staöa skólameistara viö Mennta- skólann á Akureyri. , A Fræðslumálaskrifstofunni fengum við þær upplýsingar, að ekki væri enn hægt að segja, að meiri skortur væri á kennurum nú en áður, en um þetta leyti er jafnan auglýst eftir umsækjend- um um margar kennarastöður. Skólum og nemendum fjölgar stöðugt og oft er auglýst eftir kennurum til ráðningar i stöður, þar sem kennari hefur veriö sett ur árið áður. Umsóknarfrestur um kennara- stöðurnar i Hamrahliðarskólan- um rennur út 1. júli n.k., en 31. mai s.l. rann út umsóknarfrestur um embætti skólameistara á Akureyri. Umsækjendur voru þrir, þeir Gunnar Ragnarsson skólastjóri á Bolungarvik, séra Skarphéðinn Pétursson frófast ur i Bjarnanesi og Tryggvi Gisla- son, lektor i Bergen. þs ILesendur J&L hafa Æf\aréiif‘ Nú sýnum við okkar rétta andlit „Undrandi” skrifar: „Allt er á eina bókina lært i þessu skringilega samfélagi okk- ar, þessu Islandi. Við erum kröfu- hörðustu kvikindi undir sólinni, — og þau ósveigjanlegustu. Það var ekki amalegt á dögunum, þegar blöðin sögöu að margir stærstu ferða,,heildsalar” Evrópu væru komnir hingað að kaupa ferðalög 1 stórum stil. Stór frétt fyrir litla atvinnugrein, sem gæti kannski orðið stór hér á landi, ef allir aðil- ar, sem að henni vinna, geta látið sér koma vel saman. En, æ,æ! Hvað gerist? Kokkar fara i verk fallog sýna ferða,,heildsölunum” rétta andlitið á „ferðamanna landinu Island”. Ætli hafi ekki runnið tvær grimur á einhverja þeirra? Nú, kannski græða kokksar svo bara á öllu saman? Jú, færri túristar næstu árin, og rólegri dagar. Já, svona erum við þessar sálir hér uppi á skerinu”. Duflið sem Bretarnir skutu í kaf örn Asmundsson skrifar: „Mikið umstang virðist hafa orðið út af tundurdufli i höfninni i Djúpavogi eftir þvi sem ég hef lesið i blöðum. A sinum tima horfði ég á það dufl skotiö i kaf af brezkum hermönnum, og skutu þeir af 400 metra færi að mig minnir. Ég held að 300 skot hafi hlaupiö af, áður en duflið sökk i sæ hægt og sigandi, og þótti áhorfendum mikið til koma. Aldrei varð nein sprenging i duflinu, enda var þetta það ná lægt þorpinu, aö Bretarnir hafa ábyggilega ekki haft neinn hug á að efna til mikillar sprengingar. Sennilega liggur duflið þarna ein- hvers staöar grafið i sandinn eða þá að straumar og vond veöur hafa fært það úr stað. En það liöur mér seint úr minni, hvað Bretarnir voru lengi að skjóta duflið i kaf, enda er vont að reikna út skotmark á sjó frá landi.” Hjálparbón frá Þýzkalandi Margot Fiebig skrifar okkur frá Þýzkalandi: „Mig langar til að biöja ykkur á Visi að hjálpa mér út úr smá- vandræðum. Ég sá heimilisfangiö ykkar i bók sem maðurinn minn á og datt þvi i hug aö senda linu. Ég er sjúk i frimerki og þarf nauð- synlega aö fá nokkur merki frá Islandi. Maöurinn minn hló alveg rosalega þegar ég sagði honum, að ég ætlaði að skrifa til íslands eftir frimerkjum. Hann sagðist sannfærður um að enginn tslend- ingur væri svo vitlaus aö anza svona bón. Máliö gekk það langt, að við veðjuöum súkkulaðipartii um hvort ég fengi svar eða ekki. Þess vegna bið ég einhvern vel- viljaðan lesanda Visis að hafa samband við mig sem allra fyrst og spandera á mig nokkrum not- uðum frimerkjum. Þá get ég komið sigri hrósandi til efgin- mannsins og látið hann bjóöa mér út. Hann hefur gott af þvi, nizku- púkinn sá arna.” Mrs. Margot Fiebig Postschliessfach 642, 465 Gelsenkirschen, Germany.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.