Vísir


Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 3

Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 3
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972. 3 Þeir slíta upp reytings- afla af grásleppunni Það hefur verið góður reytings- afli hjá trillukörlunum f gráslepp unni þessa dagana, enda tiðin til þess. ,,Oh, þetta eru svo sem engin uppgrip,” sagði Þorgeir Jónsson járnsmiður, sem var nýkominn að gömlu verbóðarbryggjunni þegar okkur bar að i gær. ,,Ég dró frekar lítið af netum i dag." En gömul reynsla og fyrri kynni okkar af grásleppuköllum hefur kennt okkur að þekkja i þeim hógværðina þegar talið 4 „Það slagar sennilega hátt upp i 200 kg. af hrognum hjá þér I dag,” segir Asbjörn, hrognakaup- maður, (t.h. á myndinni) við Þorgeir trillukarl um leið og þeir ýta hrognakerrunni á undan sér upp bryggjuna. berstað aflabrögðum þeirra. Þeir guma ekki af aflanum. Svo að við gáfum þvi auga, þegar Þorgeir lagði upp aflann hjá Asbirni Jónssyni, sem lengi hefur verið einn umsvifamesti hrognkaup- andinn við Reykjavikurhöfn. „Mér þykir þú vera að fá hann. Þetta eru 187,5 kg hjá þér núna. — Og þú, sem komst með 360 kg i gær,” sagði Ásbjörn við Þorgeir, þegar hann var búinn að bregða hrognsekkjunum á vogina. Asbjörn sagði okkur, að trillukarlarnir hefðu verið að fá svona um 200 kg i róðri hver, sem er afbragðs reytingur. „Þú ert þá sjálfsagt búinn að salta mikið?” „Söluhorfurnar á hrognunum eru það slakar núna i ár að ég ætlaði að stoppa við 100 tunnur, en það er útlit fyrir, að ég fari upp fyrir það,” sagði Ásbjörn. Hrognkelsaveiðin byrjaði i april en þá voru veður óheppileg fyrir trillubátasókn. Aftur á ,móti hefurmaíreynztgóður. -GP „Rain, rain, come agoin...!" Slóttur hafinn Sá þurrkur,\sem haldizt hefur hér sunnanlands undanfarna daga, er allt eins liklegur til að tefja slátt bænda, sem annars eiga fullt erindi með slátturvélar sinar út á vellina.Viðaer nefnilega að verða of þurrt til að hægt sé að slá. Einkum þá á sendinni jörð og harðvelli. Þeir fyrir norðan nutu hins vegar nokkurrar úrkomu um siðustu helgi og biðu þá þeir i Eyjafirðinum ekki boðanna og eru nú að gera sig liklega til að hefja sláttinn. í gær hófst sláttur á Hvolsvelli, en þeir þar eru með köggla- gerðina á hávegum, eins og fyrri daginn. Sláttur er óvenju snemma á ferðinni þetta sumarið, en i fyrra hófst hann ekki fyrr en upp úr — þurkarnir kunna að tefja sláttinn miðjum mánuðinum og enn seinna sumrin þar á undan, en sjaldnast hefst sláttur fyrr en eftir sólstöður, eða siöustu daga júnimánaðar. —ÞJM Hvolpaástir og ófreskjur Bráðskemmtiiegt hugmynda- flug, feiknarleg aðdáun á knatt- spyrnuliðum, hvolpaástir og ófreskjur gefur að lita á stóru og miklu spjaidi sem komið hefur verið upp við hlið Menningar- vitans við Laugardalshöll i tilefni Listahátiðar. Spjald þetta, sem næstum mætti kalla vegg, hafa nokkur , börn, sem lagt hafa leið sina á ' þessar slóðir, verið fengin til að myndskreyta. Vísismenn lögðu leið sina inn að Laugardalshöll til þess að lita á gripinn og er þetta að verða hið. mesta listaverk. Teikningarnar eru gerðar með alla vega litum tússpenna, rauðum gulum svörtum og bláum. Einn piltur stóð boginn og niðursokkinn við að teikna mann með sfgarettu.og hann sagði að hann hefði aðeins verið beðinn um þetta.þegar hann lagði leið sina inn að Laugardalshöll. -EA W* W. Þetta „iistaverk” blasir viö þeim, sem koma að Laugardalshöllinni. Það stendur hjá menningar- vitanum. — „Það voru einhverjir kariar að setja þetta upp I morgun, og þeir buðu okkur, mér og vini minum aö gera á þetta myndir eins og við vildum,” sagöi þessi teiknari. — Reyndar hafði heill flokkur listamanna verið fenginn til aö skreyta þessi spjöld, — nefnilega ein 5 ára deild úr leikskóla. „Það væri gott að fá hjá þér soðningu, ef þú ættir,” segir maöurinn, og Þorgeir lumar á nokkrum rauðmögum, eftir sæmilegan róður, og sendir þá upp á bryggju. Verður hún ung- frú Evrópa Fegurðardrottningin okkar þetta árið Þórunn Símonardóttir lagði i gær af stað tii þátttöku I alþjóðlegri fegurðarsam keppni^ sem haldin er i þessum mánuði. Er það keppnin um titilinn ungfrú Evrópa, sem fer fram i Lissabon dagana 15. til 20. þessa mánaðar. Það var fyrst til Lundúna, sem Þórunn flaug, en þaðan heldur hún til S-Portúgal og þvl næst til N-Portúgal. en hún mun staldra við i“þrjá daga á hvorum staö. Þeim dögum ver hún aöeins i að sleikja sólina á baöströndum og kynnast hinum Evrópu- stúlkunum, sem taka munu þátt i keppninni. Dagana fimm þar á eftir stendur svo keppnin yfir og er strangt prógramm, sem henni er sniðið. Heim aftur kemur Þórunn svo þann 22. júni. nema þá að hún komist i úrslit, en þá er hún tilneydd til að dvelja um kyrrt i Portúgal mánuð i viðbót og siðar fara i f jölmörg ferðalög á þessu ári og þvi næsta. Þess má geta, að Einar Jónsson, sem hefur á hendi umboð allra þeirra ^lþjóðlegu fegurðarsamkeppná, sem islenzkar stúlkur taka þátt i heldur til Lissabon næstkomandi 1972? þriðjudag, þeirra erinda, aö sitja i dómnefndinni, sem velja mun ungfrú Evrópu 1972. I lok næsta mánaðar fara bæði Maria Jóhannsdóttir og fegurðar- drottning ungu kynslóðarinnar, Katrin Gisladóttir utan tií þátttöku i Fegurðarsam- keppnum. Maria fer til New Y. Los Angeles og loks Puerto Rico, þar sem hún mun taka þátt i keppninni Miss Universe. Katrin fer hins vegar til Tokyo og tekur þar þátt i keppninni um titilinn Miss Young International.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.