Vísir


Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 4

Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 4
4 VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972. „Þetta er alls enginn brandari segir einn of frumkvöðlum Asatrúarmanna Jörgen Ingi Hansen. „Viö höfum orðið varir við geysilegan áhuga á Ásatrú og ætlum að reyna að halda opin- beran fund til kynningar trúar- brögðunum núna i þessum mánuði.” — sagði Jörgen Ingi Hansen, kaupmaður, en hann er einn af frumkvöðlum Asatrúar („hinnar nýju”) hér á islandi. Fyrir skömmu var stofnaður ó- formlegur félagsskapur til eflingar og endurvakningar Asa- trúar og cr formaður eða alls- herjargoði Sveinbjörn Beinteins- son skáld, en i framkvæmdanefnd auk Jörgens er Dagur Þor- leifsson, blaðamaður. „Við munum lúta sömu lögumog sértrúarflokkar, og þannig eigum við að fá löggildingu á okkar trúarathöfnum, t.d. giftingu, skirn og greftrun. Reyndar erum við ekki alveg sáttir við að teljast sértrúarflokkur, þar sem við teljum okkur eldri i landinu.” „Hafið þið kannski i huga að lögleiða giftingu svipaðri þeirri og framkvæmd var i Grábrókar- hrauni núna i vikunni?” „Já, mér virðist að þessi athöfn hafi verið mjög hliðstæð giftingarathöfnum Asatrúar- manna til forna, og við munum að sjálfsögðu fá lögleiddar slikar at- hafnir. Helgisiðir Asatrúar- manna eru mjög tengdir náttúrunni og þess vegna meðal annars hefur trúin átt mjög sterk itök i Islendingum. Við munum einnig fá okkar eigin grafreit, hliðstæðan kirkjugörðum kristinna manna, sem verður helgaður samkvæmt okkar siðum.” „Og þið hyggist nú fara að kynna trú ykkar?” „Já við vonumst til þess, að geta haldið opinberan fund i þessum mánuði, þar sem kynntar verða af fræðimönnum siðareglur, helgiathafnir og til- gangur Asatrúar. Siðan er stefnt að þvi að skipa 36 goða um allt land og þá leggst þessi bráða- birgðastjórn niður.”. „Tekur fólk þessi trúarbrögð alvarlega?” „Það er að sjálfsögðu misjafnt, sumir hafa fyrst og fremst áhuga á Asatrú sem fornrar menningar- uppsprettu, en við þessir 12 stofnendur höfum raunverulegan trúaráhuga. Takrhark okkar er að lifa og starfa samkvæmt siða- Asatrúarmaðurinn Jörgen Ingi Hansen með skartgrip úr heiðnum sið, kingju Þóris Aust- manns. reglum heiðninnar, eins og þær koma fram t.d. i Hávamálum. Þetta er alls enginn brandari fyrir okkur”, sagði Jörgen Ingi að lokum. ÞS Og nú vilja þýzkir fó að sjó Róbert í Fiðlaranum Nú vilja Þjóðverjar fá að sjá og hcyra Róbert Arnfinnsson i hlut- vcrki Tevje i Fiðlaranum á þakinu, en á siðasta ári nutu þeir þess að sjá hann i hlutverki Zorba. Það var raunar i Liibeck, sem liann fór með hlutverk Zorba, og þeir þar höfðu haft þær áætlanir á prjónunum að taka það leikverk til sýningar að nýju á næsta leik- ári. Þvi var siðar frestað, en möguleikar kannaðir á að taka lieldur Fiðlarann til sýningar þarna i Liibeck. „Og til Þýzka- lands kemst ég i marzmánuöi næsta árs til að leika Tevje, en það verður i Nurnberg, sem ég fer með það hlutverk. Það snerist einhvern veginn þannig fyrir skömmu,” sagði Róbert i viðtali við Visi i gær ,,0g núna bið ég bara eftir að fá samningana i hendurnar. Ég er pannig gerður, að mér finnst akkert svonalagað tryggt, fyrr en pað hefur verið fest á samning,” sætti hann við. Róbert verður við leik hjá Þjóð- leikhúsinu næsta vetur þar til i marz, en hann er fastráðinn hjá ieikhúsinu eins og kunnugt er. „Ég get þá leikið i Fiðlaranum i samfellt fjóra mánuði, eða til júniloka,” sagði Róbert og bætti þvi jafnframt við, að hann væri nú þegar búinn að fá handrit að Fiðlaranum á þýzku. „En ég hef bara ekki haft tima til að spreyta mig á textanum.” Við spurðum Róbert Arn- finnsson að þvi hvort það væri skki rétt, að hann ætti að fara með hlutverk i kvikmyndinni, sem gera á i sumar eftir Brekku- kotsannál Laxness..?? „Ja, það hefur mér i það minnsta verið gefið i skyn. Það hefur verið látið að þvi liggja, að ég eigi að fara þar með hlutverk Gúðmunds- ens...” -ÞJM. Róbert sem Tcvje i sýningu Þjóðleikhússins ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í M Konur fengu útrós Kvikmyndahátíð var sett í New York i fyrradag. Þessi hátfð er eingöngu ætluðkonum —og koma þær ekki einvörðungu á hátiðina til að horfa á kvikmyndir, heldur lika til að fá útrás fyrir lengi inni- birgða geöilllsku. Þær kasta t.d. tómötum og fúleggjum i karaktera eins og Hitler, Johnson, De Gaulle og Mao. Nei, — þessir menn komust ekki á hátíðina, heldur voru sýndar myndir, þar sem þeir birtust — og var þá ekki að sökum að spyrja. Konurnar þoldu ekki að sjá þessa fanta og létu þá fá það óþvegið. Þá var og sýnd kvikmynd eftir sænsku konuna Mai Zetterling. Mynd hennar er gerð upp úr Lýsiströtu, griskum gleðileik, klassiskum, nema hvað Zetter- ling hressti aðeins upp á orð- bragðið. „Druslastu til helvítis feiti api, áður en ég lem hausinn á þór niður i maga..” o.fl. slikt vakti lukku kvensanna. Flugmenn leiðir ó rœningjum Samtök flugmanna í Bandarikjunum lýstu yfir í gær, miövikudag, að félagar þeirra, sem eru 31.000 talsins, myndu hér eftir ekki fljúga til landa sem veita flugvéla- ræningjum landvist. Alpa, en svo nefnast sam- tökin, sendu Nixon Banda- ríkjaforseta einnig bréf, þar sem segir aö Banda- ríkin eigi ekki að veita flugvélum landvistarleyfi, ef séu þær frá löndum sem veitt hafa ræningjum skjól — eða neita að vera með í alþjóðlegu banni gagnvart þeim er flugvélaræn- ingjum veita landvist. „Okkur'er vel ljóst að þessar gerðir okkar eru róttækar, en sannarlega er kominn timi til að stöðva þessar hótanir um rán”, sagði formaður Alpa, O’Donnell, sem áleit að ekki yrði tekið fyrir hin tiðu flugvélarán, fyrr en öll lönd neituðu að taka á móti flug- vélaræningjum, og allir gætu veriðvissirum að ræninginn yrði tekinn án tillits til lendingar staðarins. Alpa mun einnig ætla að biðja alþjóðasamtök flug- manna, en i þvi eru flugmenn frá 60 löndum; að sameinast um þessar aðgerðir. Alþjóðaflug- mannasambandið heldur fund i London i dag. KYNLÍF í VOÐA Liðlega 200 verkamenn við Vauxhall-bilaverksmiðjurnar I Luton, Englandi, hafa neitað að vinna aðfararnótt laugardagsins n.k. vegna þess að vaktafyrir- komulagið segja þeir að eyðileggi alveg kynlif þeirra. „Við höfum ekki sagt fullum fetum að við félagar viljum aukið kynlif, en þetta atriði mun vega þungt á vogarskálum, næst þegar samið verður um kaup okkar og vinnuskilyrði”, segir talsmaður sambands verkamanna. Vildi sprengia Agnew Lögreglan i Connecticut, Bandaríkjunum handtók i gær Jerome Jacobsen, fyrrverandi hermann. Var maðurinn með handsprengju á sér og á leiðinni til borgarinnar Nýju London, þar sem Spiro Agnew, varafor- seti Bandaríkjanna var i þann veginn að hefja ræðuflutning. Jacobsen, sem er 26 ára, mun hafa stolið handsprengjunni — en lögreglan hafði á þriðjudags- kvöldið fengið bendingu um að téður Jacobsen lumaði á hand- sprengju og ætlaði ef til vill að prófa hana á Agnew. Jacobsen er sagður vera félagi i samtökum þeirra fyrr- verandi Vietnam-striðsmanna, sem eru harðir i andstöðu sinni gegn striðinu sem þar stendur. Treysta Egyptaland og V-Þýzkaland munu i dag aftur taka upp stjórn- málasamhand, að þvi er sagt var i Kairó i gær. Egyptaland var eitt 10 Araba- landa, sem slitu stjórnmálatengsl við Vestur-Þýzkaland áriö 1965 böndin þar eð stjórnin i Bonn veitti israel fjárhagsaðstoð. Af þessum 10 Arabalöndum hafa Jórdania, Jemen, Alsir og Súdan nú þegar tekið aftur upp samband viö V-Þýzkaland. Laus staða Iijúkrunarskóli tslands óskar að ráða ritara þarf helzt að hafa verzlunarskóla eða hliðstæða menntun og reynslu i skrif- stofustörfum. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 14. júní.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.