Vísir - 08.06.1972, Síða 6
6
VÍSIR
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
y Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Rits'tjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Ekki enn tími til leiða
Iðnaðarveldi nútimans eru nú að búa sig undir nýja
heimsstyrjöld, að þessu sinni ekki hvert gegn öðru
eins og áður fyrr, heldur gegn sameiginlegum óvini,
mengun og hruni umhverfis þess, sem nútimamað-
urinn lifir og hrærist i.
Við og við heyrast raddir um, að menn séu orðnir
leiðir á þessu sifellda tali um mengun. Of langt
megi ganga á sviði umhverfisverndunar eins og á
öðrum sviðum.
Þetta er aðeins að þvi leyti rétt, að einstaka
verndunarmaður hefur haldið þvi fram, að nauð-
synlegt væri að stöðva hagvöxtinn, þvi að hann væri
orsök hins illa. Hitt liggur i augum uppi, að við þurf-
um einmitt hagvöxtinn, þvi að hvergi nema þaðan
kemur aflið til að stöðva frekari útbreiðslu mengun-
arinnar.
Að öðru leyti virðist sjaldnast sem of djúpt sé tek-
ið i árinni, þegar rætt er um mengun. Svartagalls-
rausið frá þvi i fyrra er orðið að barnahjali i ár.
Þeir, sem eru orðnir leiðir á mengunartali, mega
búast við erfiðum timum. Áhyggjurnar út af meng-
uninni eiga án efa eftir að magnast enn.
Hér á íslandi heyrast lika raddir um, að við meg-
um ekki láta þessi vandamál koma okkur úr jafn-
vægi. Þetta séu vandamál iðnaðarþjóðanna, en hér
sé hins vegar hreint vatn og loft og óspillt náttúra.
En við megum samt ekki sofa á verðinum, þótt við
séum töluvert betur settir en flestir nágrannarnir.
Við eigum einmitt að gripa i taumana, meðan
lausnir okkar litlu vandamála eru ekki of dýrar, en
ekki biða eftir þvi, að kostnaðurinn margfaldist.
Sumpart verðum við að vinna ötullega að þvi á al-
þjóðlegum vettvangi að koma á fót samstarfi um að
stöðva mengun úthafanna og loftsins yfir þeim.
Annars verður þessi mengun orðin okkur hættuleg
eftir áratug eða styttri tima. Þetta er okkur enn
mikilvægara lifshagsmunamál en landhelgismálið.
Á hinn bóginn verðum við einnig að gera hreint
fyrir okkar eigin dyrum. Mikill skilningur er að
vakna á þessu og framkvæmdir eru viða hafnar.
Eitt stærsta framkvæmdamálið er bættur frá-
gangur holræsakerfis Reykjavikursvæðisins. Borg-
arstjórnin hefur látið kanna málið itarlega og feng-
ið tillögur að lausnum, sem kosta einn til tvo millj-
arða króna. Brátt verður hafizt handa við þessar
dýru en mjög svo nauðsynlegu framkvæmdir.
Landverndin og baráttan gegn uppblæstri hefur
gengið vel, en betur má, ef duga skal. Landgræðslu-
stjóri hefur margoft bent á stórvirkari og hag-
kvæmari vinnubrögð i þessari baráttu. Þau kosta
meira fé i fyrstu, en eru ódýrari, þegar til lengdar
lætur.
Útbreiðsla hitaveitunotkunar er eitt virkasta
vopnið gegn mengun loftsins, Á þessu sviði er að
verða mjög ánægjuleg þróun á Reykjavikursvæð-
inu, er Hitaveitan hyggst teygja sig yfir sveitar-
félögin i nágrenninu. Ef rafmagnsbilarnir, sem nú
eru á undirbúningsstigi, koma svo fljótlega til sög-
unnar, mætti ætla, að mengun loftsins á Reykjavik-
ursvæðinu geti stöðvazt að langmestu leyti.
Verkefnin eru mörg og kostnaðarsöm, jafnvel hér
á landi. Það er ekki kominn timi til að verða leiður á
tali um mengun.
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júní 1972.
Andreas Baader þar sem hann liggur á götu I Frankfurt, særður eftir skot frá lögreglunni. V-þýzka
stjórnin hefur lagt blessun sina yfir aðgerðir lögreglunnar og Brandt sendi henni heillaóskaskeyti eftir
handtöku Baaders.
Stjórnleysingja leitað
- borgarbúar skelfingu lostnir vegna sífelldra sprengjuhótana
Lögreglan i Vestur-
Þýzkalandi hefur
undanfarna daga haldið
uppi viðtækri leit að
félögum úr Baader-
Meinhof flokknum, sem
um nokkuð langa hrið
hefur haldið uppi
skærum i þýzkum
borgum.
Á ýmsu hefur gengið i
Þýzkalandi i vetur og
vor, og með sumrinu
færðist hiti i aðgerðir
þessa stjórnleysingja-
hóps. Sprengjur
sprungu, ollu viða
skemmdum, og þar sem
ekki var sprengt, var
hótað að sprengja.
Margar stofnanir,
fjölmiðlar, hótel og
annað slikt, hafa orðið
fyrir dularfullum sim-
hringingum — einhver
rödd hefur sagt frá
sprengju, sem bráðlega
myndi valda tjóni. Oft
hafa þessar hringingar
verið gabb eitt, — en
lögreglan vill rekja þær
til Baader-Meinhof
flokksins.
Fyrir siðustu helgi náði
lögreglan svo i skottið á tveimur
úr hópnum, en auk þeirra líka
öörum foringja hans, Andreas
Baader. Baader er 29 ára gamall
og liggur nú á sjúkrahúsi, þar
sem hann særðist i viðureign við
lögregluna. Fékk hann skot I sig,
þegar lögreglan gerði atlögu að
honum óg nokkrum félaga hans
snemma morguns i norðurhluta
Frankfurt.
Meinhof leitað
En þótt lögreglan hafi náð I
Baader, er viötækri leit haldiö
áfram, og beinist nú kastljósiö
að hinum foringja hópsins, og
raunar heilanum á bak við hann,
hinni 37 ára gömlu Ursulu
Meinhof.
Sprengjuhótunum var haldið
áfram i Frankfurt eftir handtöku
Andreas Baader. Leitað var i
barnaskóla einum og . brautar-
stöðinni, þar var lokað á föstu-
daginn i siðustu viku, meðan
leitað var þar að sprengju.
Lögreglan heldur að hún hafi
með handtökunum fyrir siðustu
helgi náö á sitt vald harðasta
kjarnanum úr þessum stjórn-
leysingjahópi, Þeir handteknu
eru, auk Baaders, menn að nafni
Jan-Carl Raspe og Holger Meins.
Tvær konur úr broddi flokksins
þ*r Ulrika Meinhof_ og
Gudrun Esslin, fara nú huldu
höföi.
,,KIukkan 13 - 14”
Andrúmsloftið i Stuttgart var
þrungið mikilli spennu á föstu-
daginn vár, þegar lögreglunni
hafði verið tilkynnt, að þrjár
sprengjur myndu springa i bllum,
sem komið myndi fyrir á mis-
munandi stööum i borginni milli
klukkan 13 og 14
Skólum var lokað þegar í stað
og börn send heim, á meðan
lögreglan leitaði sem óð væri um
borgina að einhverjum bilum.
Sprengjur sprungu aldrei, — en
lögreglan hafði og fengið til-
kynningar áður, að bilar væru á
leið frá Frankfurt til Stuttgart og
hefðu þeir meðferðis sprengiefni,
sem nota ætti i Stuttgart.
Þúsundir bila voru stöðvaðir og
leitað i þeim. Lögregluvörður var
utan við borgina og raunar allt
umhverfis hana. Opinberai
byggingar voru umkringdar lög-
regiuþjónum allan þann dag, þótt
sprengja spryngi ekki á ,,til-
kynntum” tima.
Brandt sendi hamingju-
óskir
Sambandsstjórn Vestur-Þýzka-
lands hefur lagt blessun sina yfir
aðgerðir lögreglunnar I Frank-
furt gegn stjórnleysingjunum, og
Brandt sjálfur mun hafa óskað
lögreglunni til hamingju með að
ná á sitt vald einum af aðal-
mönnum hópsins, Andreas
Baader. Brandt sagði i stuttu
ávarpi, sem útvarpaö var:
„Stjórnleysingjahópar, sem aka
um landið allt i lúxusbifreiðum
fullum af sprengiefni, geta varla
skoðazt sem merki flokka, sem
vilja breyta stjórnskipulaginu
hér...”
Andreas Baader var að eigin
ósk fluttur I sjúkraskýli sem i
fyrri heimsstyrjöldinni var notað
sem skothelt byrgi.. A byrginu eru
engir gluggar og veggir mjög
þykkir. Aðeins einn inngangur er
i það, og heldur lögreglan þar
vörð dag og nótt. Byrgi þetta
hefur i seinni tiö verið notað sem
skurðstofa fyrir læknadeild há-
skóla.
EBE með viðskiptatilboð
— samningar að hefjast með einstökum Efta- löndum — rœtt um
fisksölumál Islendinga 19. og 20. jóní n.k
Utanrikisráðherrar EBE-land-
anna hafa setiö á löngum og
ströngum fundum þessa dagana,
en hafa nú komiö sér niður á
ákveðiö tilboð á grundvelli fri-
verzlunar, sem bjóða á þeim
Efta-löndum, er nú standa i
samningum við EBE. Þessi lönd
eru tsland, Noregur, Sviþjóð,
Finnland, Austurriki, Sviss og
Portúgal.
Ntb sagði i gærmorgun, að
næstum öruggt væri, að þessi lönd
sæju sér ekki fært að ganga ein-
hliöa að þessu tilboði, og i gær
hófust svo samningafundir ein-
stakra landa við EBE.
Þannig munu Islendingar ræða
um sin mál, fisksöluna, dagana
19. og 20. júni n.k., en stefnt er að
þvi, að sérsamningum Efnahags-
bandalagsins við ofanskráð lönd
verði lokið i júli.
Þórhallur Asgeirsson, ráðu-
neytisstjóri, tjáði Visi i gær-
morgun, að tslendingar gerðu sér
vonir um að endanlega yrði búið
að ganga frá samningi milli Is-
lands og Efnahagsbandalagsins i
júli, þótt vitanlega væri vart hægt
að segja svo með vissu fyrirfram.
Ráðherranefnd Efnahags-
bandalagsins hefur setið á fund-
um siðustu daga, en nú er eftir að
semja við hvert land fyrir sig um
þess sérmál.
Finnar og Sviar hafa t.d.
mestar áhyggjur af pappirsinn-
flutningi, og munu þeir fara fram
á langan aðlögunarfrest. Fiskút-
flutningurinn er hins vegar okkar
höfuðverkur. -GG