Vísir - 08.06.1972, Side 7
VISIR. Miðvikudagur 7. júní 1972.
cTVIenningannál
Ólafur Jónsson
skrifar um leiklist:
við og inni fyrir
Leikfélag Reykjavikur:
DÓMINÓ
eftir Jökul Jakobsson
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson
Tónlist: Magnús Blöndal
Jóhannsson
Leikstjórn: Helgi Skúlason
Sumrinu ’37, siðasta
leikriti Jökuls Jakobs-
sonar, lauk með fjöl-
skyldumynd: hið úrelta
og afsérgengna konsúls
fólk i leiknum stillti sér
upp með hefðarlegu fasi
og brosi á vör svo að
pater familias gæti tekið
af þvi ljósmynd handa
frænku þeirra i útlönd-
um. Þetta lokaatriði
leiksins, svo raunsæis-
legt i öllum sinum af-
káraskap, varð að
minnsta kosti mér
minnisstæðast úr sýn-
ingu Leikfélags Reykja-
vikur 1968.
í Dómfnó, hinu nýja leikriti
Jökuls Jakobssonar i Iðnó, er
ennþá fyrir að fara efnivið, eða
efnisleifum raunsæislegs fjöl-
skyldu-leiks. Þvi efni eru fyrstu
tveir þættir leiksins að mestu
helgaðir.
Það sem var,
það sem er
Gestu' - mur i heimsókn,
æskuvirur í. arinnar i húsinu.
framaðt'' frf akistan - hann er
sjálfsagt . i kominn að rifja
upp liðna tiö og leita að þvi sem
var. Það er að skilja að fyrirtæki
konsúlsins, föður frú Margrétar,
hafi verið komin á fallandi fót um
það er lauk. Hún hefur á hinn bóg-
inn gifzt efnilegum plast-
fabrikant, manni á uppleið bæði i
„rótariinu” og þjóðfélaginu að
öðru leyti,manni sem engan veg-
inn fullnægir henni og sjálfur býr
við innilokun og tilfinningakreppu
i hjoi ^bandi þeirra. Margrét
hefur vist aidrei vaknað af æsku-
di'auml r.Ii'>um um miklu betra og
fegu.'ia mc.nnlif en hún sjálf héf-
ur megnað að lifa, þau leita dá-
litið að upphafi hans, hún og Gest-
ur, en finna það ekki, — kannski
það sé samidraumur sem nú vak-
ir fyrir dóttur hennar ungri, þótt
með breyttum formerkjum sé.
Það er auðvelt að hugsa sér
raúnsæislegan stofuleik, alvöru-
gefið sálfræðilegt drama undir
niðri gamansamlegu yfirborði
sinu, upp úr þessum efnivið sem
nú var lauslega lýst. Augljóslega
gæti slikur leikur „farið” á ýmsa
vegu. En Jökull Jakobsson hefur
sifellt verið að verða frábitnari
þvi að „segja sögu” i leikritum
sinum, lýsa ytri átökum og rás
atburða á sviðinu. Leikir hans
miða að þvi að grafast fyrir um
sálarástand og láta uppi llfsýn
sem virðist einkennilega sterk og
samfelld rit fyrir rit hans.
I leikritum hans, allt frá Hart I
bak fyrir tiu árum, má greina
alveg glögga, samfellda stll-
þróun, orðræðuaðferð sem treyst-
ir æ meir á það sem er látið hálf-
sagt og ósagt á milli og bak við
orðin. Einatt virðist fólkið i leikj-
um hans byggja hvert sinn hugar-
heim sem það sér hvorki né
kemst út yfir. Þar talar hver
fyrir sig, sinu máli, framhjá hver
öðrum. Kristján i Dóminó kann
ekki önnurráð til að ná samb. við
annað fólk I leiknum en ráðsk-
ast með flöskur og glös og
skenkja, skenkja. Gamla frú
Lovisa, ekkja konsúlsins, er horf-
in inn i fortið sina I eilífri áfengis-
vimu. Frú Soffia lifir á og fyrir
sinn sjálfumglaða borgaraskap.
Gestur og Margrét reyna sífellt
að koma orði að draumi sinum,
hinum sama draumi um það sem
einu sinni var. En þeim tekst það
aldrei. Lífið er farið framhjá
þeim.
Á bak við fólkið
Það hefur jafnan virzt styrkur
Jökuls Jakobssonar hve létt hon-
um er um að að semja ljósan og
lifandi texta, einatt fjarska
spaugnæm og hnyttin tilsvör og
heilar orðræður. Fólk hans tjáir
sig á máli sem er raunverulega
talað mál. Það er ekki þar með
sagt að mannlýsingar, eða öllu
heldur: manngerðirnar i leikjum
Jökuls séu allténd ýkja raunsæis-
lega samdar. En leikir hans eiga
fjarska mikið komið undir þvi að
náið og natið raunsæi sé lagt við
hina ytri umgerð þeirra, sam-
hengi fólksins á sviðinu sin á
milli, og við umhverfi þess. Það
hefur einatt mátt spyrja sig hvort
þetta fólk væri I rauninni trúverð-
ugt i slnu tiltekna samhengi —
húsum og stofum t.a.m. i vestur--
bænum eða við Laufásveg.
Afkáralegur og raunsær efnis-
þáttur hafa einatt virzt ósamloða
og valdið kyndugri togstreitu I
mannlýsingum og atburða,
tvistringi I hugmyndaheimi
leikjanna.
1 þriðja þættinum I Dóminó
staðnæmist hin hægfara atburða-
rás, eða drög hennar, sem merkja
mátti I fyrri þáttunum. Þar er
fjölskyldumynd fyrri þáttanna
tekin og gaumgæfð öðru sinni,
dramanu sundrað og sameinað I
nýrri mynd, nýju skáldlegu sam-
hengi. Þar mætast draumur og
veruleikinn, fortiö og nútið og
óumbreytanleg framtið fólksins I
leiknum.
Hugsýn og
veruleikinn
Með þessi umskipti leiksins,
þar sem hlutverkin vixlast og
hugsýn og veruleiki ganga hvert
upp I ööru, er verulega haglega
farið i sviðsetningu Helga Skúla-
sonar i Iðnó, sem mér virtist
einnig að öðru leyti unnin með
mikilli natni og næmleik fyrir
hinni innhverfu, skáldlegu
dramatik leiksins. í ljósi þriðja
þáttarins skipar sér efni, fólk og
atburðir fyrri þáttanna upp I nýtt
samhengi sem ytra „raunsæi”
skiptir minna máli en samfelld
innri lýsing hugarástands og til-
finninga i leit að sinu óstöðuga
jafnvægi.
Þaö er ekki þar meö sagt að allt
sé „nýtt” I leiknum. Frú Soffia
sem Guðrún Stephensen leikur af
röggsemi og verulegri skopvisi
ætti t.a.m. jafnvel heima i venju-
legri stofu-kómediu með slnum
ósýnilega eiginmanni. Frú
Lovisa, Þóra Borg, minnir óneit-
anlega öðrum þræði á fyrri „öld-
unga” I leikjum Jökuls. Annar
þátturinn var i langdregnara lagi,
þótt hann sé ekki langur I tima
talið. Þar er eins og veröi eyður i
efnið, lýsing fjölskyldunnar I hús-
inu, út á viö og inni fyrir sem
endurtekningar duga ekki til aö
fylla. En slfk álitamál, sem vel
má vera að varði smekksatriði
fremur en efnis, skipta minnstu
máli á við hitt sem tekst til hlitar.
Eins og stundum endranær I
leikritum Jökuls Jakobssonar er
eins og hlutverkin séu samin um
og handa tilteknum leikendum.
Svo er um Helgu Bachmann i
hlutverki Margrétar, þungamiðju
tilfinninganna I leiknum. Jón
Laxdal leikur Gest meö mikilli
hófsemi og næmleik, sitt veiga-
mesta verk eftir heimkomuna.
Steindór Hjörleifsson hef ég ekki
séð fara betur með annað hlut-
verk en Kristján um langan tima.
Og Ragnheiður Steindórsdóttir
kemur öldungis náttúrlega fyrir I
hlutverki ungu stúlkunnar, sem
ein á eftir óblekktan lifsdraum —
llfsvon 1 vonblekktum heimi
leiksins. Einnig ytri umgerö leiks
ins, hringlaga og ljóslituð, allt að
þvi hvit sviðsmynd Steinþórs
Sigurðssonar, hæfir efni hans til
hlltar - hinum innilokaða heimi
mannlegs tilfinningalifs sem þar
er lýst.
í áfanga
Dóminó er að minni hyggju
bezta verk Jökuls Jakobssonar til
þessa — þaö leikrit hans sem
tekst sin tilætlun til mestrar hllt-
ar. Ef til vill er enn meira um þaö
verten ella vegna þess hve mark-
visri og samfelldri stilþróun leik-
rit hans lýsa undanfarin tiu ár.
Avöxtur hennar er sá nýi stlls-
háttur, frjálsræði leiks á sviði
sem nú sýnist blasa við höfundin-
um.
Dóminó: Þóra Borg, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Jón Laxdal, Helga Bachmann.
Gunnar Björnsson skrifar umlistahátíð
SNILLD OG PRÝÐI
Þaö er ósvikinn virtúósa-
bragur á Útvarpshljóm-
sveitinni sænsku, hvert sæti
greinilega skipað snilldar-
Sixten Ehrling
manni. Stærð þessarar
hljómsveitar nægir ein
saman til þessað íslending-
urinn reki upp stór augu: 30
fiðlurog 20 sellí og bassar,
með öðrum orðum álíka
margir strengir og hljóm-
sveitin okkar er fjölmenn
þegar allt er talið. En þá
eru ótaldir hjá Svíunum
blásararnir og fjöldi slag-
verksmanna.
Er ekki að orðlengja það, að
snilldarleikur þessarar prýðilegu
hljómsveitar hreif áheyrandann
frá fyrsta til siðasta tóns á hljóm-
leikunum i Laugardalshöllinni á
þriðjudagskvöldið var. Tónninn
er sterkur, mjúkur og hreinn. Ná-
kvæmni i samspili fullkomin.
Vald yfir andstæðum hljóm-
magns algjört og beitt til hins ýtr-
asta, hvort heldur er i áttina að
fortefortissimó ellegar pia-
pianissimó. Þó er hvergi ofgert,
en sérhvað hlýtur smekklega fág-
Arve Tellefsen
un, allt eftir þvi hvað við á. Það er
nánast flest, sem kemur á óvart
hinum óvana hlustanda, sem
aldrei hefur orðið svo frægur að
hlýða á alvöruhljómsveit i út-
landinu (ég á hér t.a.m. við sjálf-
an mig). Strengjahljómurinn er
með þeim ólikindum, að ógjörn-
ingur er að lýsa. Og ekki er
blástursómurinn lakari: hér er,
eins og áður er sagt, valinn mað-
ur i hverju sæti. „
Sá, sem stýrir þessu glæsilega
sigurverki, heitir Sixten Ehrling,
maður á sextugsaldri, snaggara-
legur og músikalskur drengur,
greinilega. Stjórnaði hann öllum
verkunum utanað og þar að'auki
tveimur glæsilegum auka-,,Iög-
um”.
Eyrst heyrðum við 5. sinfóniu
danska tónskáldsins Carls Niel-
sens, sem er mjöj sérstætt tón-
skáld og býr yfir afar persónuleg-
um tóni. Þessi djúpúöga sinfónia
er óhemju vel skrifað verk og
ánægjulegt áheyrnar, enda flutn-
ingurinn betri en orð fá lýst.
Hvert einasta smáatriði fær að
njóta sin til fulls: stjórnandinn
leiðir okkur um fagra veröld
þessarar ágætu smiðar, og þar
ber margt yndislegt fyrir eyru.
Þá gaf að hlýða á Fiölukonsert
Sibeliusar, þetta margfræga
snilldarverk. Einleikarinn heitir
Arve Tellefsen, hálffertugur
Norðmaður, viðförull listamaður
og þrá-verðlaunaður. Hlutur hans
var frábær. Tónninn er griðar-
fagur og berst sérlega vel um
hinn viðáttumikla (að ekki sé
meira sagt) hljómleikasal, hrein-
leikinn hundraðprósent og tækni
öll eins og bezt verður á kosið.
Siðast á efnisskánni var Bakkus
og Ariane, svlta, eftir Roussel
nokkurn, franskan impressionista
sem einnig mun hafa lært af
Stravinsky. Kærkomið tækifæri
góðri hljómsveit að sýna leikni
sina.
Svo sem fyrr er sagt linntu
áheyrendur ekki látum, fyrr en
tvö aukanúmer höfðu verið flutt:
forleikur úr Lohengrin eftir
Wagner og forleikur óperunnar
Rúslan og Ljúdmila eftir Glinka,
hvort tveggja ofboðsleg virtúósa-
stykki.
Ekki veit ég tölu á áheyrend-
um, en i þessu stóra húsi virtust
þeir nú ekki mjög margir. Er það
leiðinlegt og næsta ótrúlegt, að
Reykvikingar og aðrir góðir
landsmenn skuli láta tækifæri
eins og þetta fram hjá sér fara.
Verður vist að játa, að músik-
públikum á tslandi er ekki ýkja
fjölmennur söfnuður.