Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 8
8
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972.
SKRIFSTOFA FYRIR NORRÆNT
MENNINGARMALASTARF
Þrjór deildarstjórastöður
Milli Danmerkur, Finnlands, islands,
Noregs og Sviþjóðar hefur verið gerður
samningur um aukið samstarf á sviði
fræðslu-, visinda- og annarra menningar-
mála.
Undir yfirstjórn Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, sem stofnuð er samkvæmt
samstarfssamningi Norðurlanda, og Nor-
rænnar embættismannanefndar, sem
komið verður á fót samkvæmt
menningarmálasamningnum, skal sett á
stofn Skrifstofa fyrir norrænt menningar-
málasamstarf. Skrifstofan verður i Kaup-
mannahöfn með norrænu starfsliði.
Þrjár deildarstjórastöður i skrifstofu
þessari eru hér með auglýstar lausar til
umsóknar, samtimis i Norðurlandarikj-
u n u m ö 1 1 u m .
Deildirnar fjalla hver um sig um eitt
eftirtalinna samstarfssviða: fræðslumál,
visindamál og almenn menningarmál.
Að tilskildu samþykki fjárveitingar-
stjórnvaida verður störfunum ráðstafað
með ráðningarsamningi til þriggja eða
fjögurra ára i senn frá 1. janúar 1972 að
telja. t undantekningartilvikum kemur
tveggja ára ráðning til greina. Heimilt er,
að ráðningartimabili loknu, að semja um
endurráðningu fyrir annað starfstimabil.
Gerður verður sérstakur samningur um
launakjör og skipan eftirlauna.
Deildarstjórarnir verða ráðnir af emb-
ættismannanefnd þeirri, sem sett verður
á stofn samkvæmt menningarmála-
samningnum. Verður meginhlutverk
þeirra að annast, undir yfirstjórn fram-
kvæmdastjóra, skipulagningu og stjórn
starfa skrifstofunnar á þeim sviðum, er
undir deildirnar falla.
Upplýsingar um fyrirhuguð verkefni er að
finna i nefndarálitinu „Nordiskt
kulturavtal”, sem gefið hefur verið út af
Norðurlandaráði i flokkunum Norræn
nefndaráiit (Nordisk udredningsserie nr.
20/70).
Umsóknir, ritaðar á dönsku, norsku eða
sænsku, með upplýsingum um menntun og
fyrri störf, skulu stilaðar til
Embedsmandskomiteen for nordisk
kulturelt samarbejde, og sendar fyrir 4.
október 1971 til Birgis Thorlacius,
ráðuneytisstjóra, menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Taka
skal fram við hverja af deildarstjóra-
stöðunum þremur umsóknin miðist öðru
fremur.
Vakin er athygli á, að framangreindur
umsóknarfrestur er ekki bindandi fyrir
þann aðila, er ráðstafar störfunum, þar
sem samkomulag er um það — með hlið-
sjón af mismunandi tilhögun i Norður-
landarikjunum á ráðstöfun opinberra
starfa — að í stöðurnar megi einnig ráða
án formlegrar umsóknar.
2. september 1971.
Undirbúningsnefnd um framkvæmd
norrræns menningarmálasamnings.
„Handy facts" á
fjórum tungumálum.
Þeir Icéland Review-menn gefa i
ár út öðru sinni Handy facts on
Iceland, 64 siðna vasabók með 36
litmyndum. Endurútgáfa þessi er
nú til sölu á fjórum tungumálum,
ensku, norsku, þýzku og frönsku.
Myndin er tekin úr bæklingnum,
en hún á að sýna dæmigerða
islenzka fegurð, og sannarlega er
þaö ekki fjarri lagi. Hinsvegar
vitum við ekki nánari deili á
stúlkunni.
LISTAHÁTÍÐ I
R EYKJAVÍ K
Fimmtudagur
8. júni
Norræna húsið
Kl. 17.00 Finnskt vísnakvöld.
Maynie Sirén og Einar Englund (undirleikari.)
Bústaðakirkja
Kl. 17.00 Nóaflóðið (fjórða sýning).
Þjóðleikhúsið
Kl 20.00 Lilla Teatern i Helsinki.
Umhverfis jörðina á 80 dögum (önnur sýiiing).
Fögtudagur
9. júni.
Norrænahúsið
Kl. 12.15 tslenzk þjóðlög
Guðrún Tómasdóttir
Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson.
Norræna húsið
KI. 17.00 Jazz og Ijóðlist.
Þjóðleikhúsið
Kl. 20.00 Sjálfstætt fólk
Laugardalshöll
Kl. 20.30
Sinfóniuhljómsveit tslands
Einleikari á fiðlu: Yehudi Menuhin
Stjórnandi: Karsten Andersen
Norræna húsið
Kl. 20.30 Visnakvöld
Ase Kleveland og William Clauson.
Uppselt.
Myndlistarsýningar opnar meðan á Lista-
hátið stendur.
Sýningardagana fást aðgöngumiðar við
innganginn.
Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum.
Opið kl. 14—19 daglega. Sirni 2 67 11.
LISTAHÁTÍD í
REYKJAVÍK!
Eigum við heimsmetið?
Sennilegt má telja, að tslendingar
eigi heimsmet i verkföllum.
Varla er búiö að leysa einn hnút-
inn i vinnudeilum, áður en annar
er kominn til sögunnar. Ófáir
vinnudagar glatast þvi —
og milljónatugirnir eða hundr
uðin glatast þjóðarbúinu. Aust
urriki er fyrirmyndarlandið hvað
verkföll áhrærir. t yfir tvo ára
tugi hefur landið verið meðal
þeirra landa, sem minnst hafa
haft af verkföllum að segja. Sfð-
asta ár var þó það bezta þar i
landi, — aðeins 2431 verkamaður
var viðriðinn verkfall, glataðar
vinnustundir nær 30 þús. Meðal
2.5 millj. verkamanna og starfs-
manna nam verkfallstimi 1971
ekki nema 37 sekúndum á vinnu-
taka. Kannski ættum við að senda
menn til Austurrikis til að læra af
þeim i þessum vandræðamálum
okkar?
Nýjungar i heima-
vistinni í M.í.
Þegar nemendur viða að af Vest-
fjarðakjálkanum mæta til leiks
og starfs við Menntaskólann á
Isafiröi næsta haust, verður nýja
heimavistin væntanlega tilbúin,
en hún rúmar 50 nemendur. Það
verður að telja frumlega nýjung,
að þarna verður heimavistin i
einingum, 6,12 og 18 manna, og er
hver eining út af fyrir sig, með
eigin setustofu og eldunarað-
stöðu. Milli 120 og 130 nemendur
verða i skólanum næsta vetur. I
vetur voru nemendur 75 i 1. og 2.
bekk, 73 gengust undir próf og
stóðust allir utan 2, en 2 eiga
ólokið prófum.
Hætta ungir sjálf-
stæðismenn í sam-
tökum æskunnar?
Sú hætta er fyrir hendi, að Sam-
band ungra sjálfstæðismanna
hætti þátttöku i ÆSl, Æskulýðs-
sambandi tslands. Ástæðan er sú,
að SUS telur, að stjórn ÆSl hafi
þverbrotið lög samtakanna með
þvi að samþykkja á fundi tillögu
um brottför hersins, úrsögn úr
NATO og mótmæla afskiptum
Bandarikjamanna i Vietnam.
Segja SUS-menn, að i lögum ÆSI
standi m.a. i 4. grein: „Sam-
þykktir um flokkspólitisk málefni
eru ekki leyfðar á vettvangi
ÆSI”.
Kvefið hörfaði
Með hækkandi sól hörfaði kvefið
úr Reykvikingum. Annað verður
vart lesið úr skýrslu borgarlækn-
isembættisins um farsóttir i
Reykjavik 14. tii 20. mai, en hún
er byggð á skýrslum 11 lækna.
Kvefsótt, kveflungnabólga,
lungnakvef og iðrakvef hörfuðu
og sömuleiðis hálsbólga og aðrar
farsóttir.
Eskeland fær
fola fyrir þýðingar
Ivar Eskeland var úthlutað verð-
launum, sem félag norskra þýð
enda útdeilir ár hvert. Fékk
hann verðlaun, styttu af fola, fyr-
ir þýðingu á bókinni „Det gode
h5b” eftir Færeyinginn William
Heinesen. Verðlaun þessi eru
nefnd Bastian-verðlaunin eftir
gefanda þeirra, sem er mynd-
höggvarinn örnulf Bast. Folan-
um fylgir einnig nokkur peninga-
upphæð.
Sviar opnuðu pyngjuna
og keyptu 15 listaverk
Það voru ék’k'i amalegir gestir,
sem komu á norrænu grafik-
sýninguna sem nú stendur yfir i
Norræna húsinu. Þetta var sænsk
innkaupanefnd, sem festi kaup á
15 verkum á sýningunni, en 8
myndir til viðbótar hafa þegar
selzt. Sýningin er opin daglega
frá 14 til 22.
Allt um Reykvíkinginn.
Hagstofan hefur gefið út Ibúaskrá
Reykjavikur, tvö bindi 1400 bls. i
fólióbroti. Reykvikinga er þarna
að finna eftir húsum og götum, en
margar og miklar upplýsingar
má lesa í skránni um hvern ein-
stakling, sé táknmálslykillinn
rettilega notaður. Eflaust munu
margir þeir sem þjást af forvitni
kaupa ibúaskrána sem kostar
3300 krónur.