Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 9
ViSIH. Fimmtudagur 8. júni 1972.
9
Hvenœr ná vinsœlustu
barna-
stólar
í heimi
vinsœldum
á íslandi?
Auðir grasbalar með óræktarlegum gróöri eru helztu leiksvæði barnanna, þegar þau eru orðin of stór I
sandkassann og rólurnar. En þeim fækkar nú óðum, og þess I staö risa upp háhýsi með malbikuðu um-
hverfi. Þetta unga fólk hittum við á einum slíkum bletti I vesturbænum innan um sóleyjar og fifla, sem
þau voru að tina handa mömmu.
Hvenær skyldu islenzkir foreldrar geta sett börn sín I litlu
ruggustólana, sem um allan heim kallast „Baby sitters”?
Þessir stólar hafa verið i notkun i 10 ár á Noröurlöndunum, og
mun lengur I Bandarikjunum, en þaðan eru þeir upphafl.
komnir. Það má þvi furðu gegna, aö þeir skuli ekki ennþá fást
hér á landi, þar sem fjöldamörg fyrirtæki t.d. á Noröurlönd-
um framleiða þá i dag.
Reyndar mun hafa verið gerð tilraun til þess að framleiða hér
stóla, sem eru svipaðir þessum, en þó ekki með fótskemli, en
þeir hafa litlum vinsældum náð. Ekki vitum við tii þess að
reynt hafi verið að flytja inn þessa stóla.
Þessir stólar eru úr mjúkum striga, eða öðru Hku efni á
stálgrind og rugga mjúkt i hvert sinn, sem barnið hreyfir sig.
I byrjun voru margir hræddir við að setja smábörn I svo
mjúka stóla vegna hryggjarins, sem fólk hélt að gæti beðið
skaöa, en læknar hafa fullvissað fólk um, að stólarnir séu ger-
samlega hættulausir. t aldaraðir hafa smábörn verið borin i
smápokum á baki eða framan á kviö mæðranna og hefur ekki
orðið meint af. Hið mjúka bak stólsins gefur svipaða tilfinn-
ingu og haldið sé á barninu og flest börn una sér mjög vel i
stólnum. Hægt er að gefa barninu mat i stólnum, þvo þvijOg
einnig má taka stólinn i sundur og hafa hann með I ferðalog.
Frá þvi að barnið er 2-3ja mánaða getur það setið i stólnum,
og þangað til það fer að vilja sitja upprétt, eða ca 9 mánaða.
Smátt og smátt fer barnið að finna, hvernig það sjálft getur
stjórnað hreyfingum stólsins, og fær þannig útrás fyrir hreyf-
ingarþörf sina. ÞS.
— HVENÆR VERÐUR REYKJAVÍK
EJ „BARNGÓÐ BORG?"
Nú er óðum að aukast innflutningur á litlum og léttum barnavögnum, svipuðum þessum á myndinni, en
hvenær fáum við að fara með þá i strætisvagninn?
Umsjón:
Þórunn Sigurðardóttir
Reykjavík hefur löngum
hlotið hrós fyrir að vera falleg
og snyrtileg borg. Hér er ekki
hundaskiturinn, mengunin og
bílaumferðin i lágmarki, ef
miðað er við erlendar höfuð-
borgir, og svo mætti lengi telja.
Hér ætti þvi að vera einkar gott
fyrir börn að búa, en svo undar-
lega sem það kann að hljóma er
eins og ekki sé gert ráð fyrir
börnum hér i höfuðborginni. Að
visu eru hér leikskólar, gæzlu-
vellir, skólar og aðrar slikar
stofnanir, en tilvera barnanna i
borginni virðist hafa ótrúlega
litil áhrif á skipulagningu t.d.
verzlana, strætisvagnaumferð-
ar og húsbygginga, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Það er stundum sagt, að hjá
suraum þjóðum sé hundurinn
númer eitt, en ætli billinn skipi
ekki fyrsta sætið hér hjá okkur
Reykvikingum. Að minnsta
kosti er mun algengara að búið
sé að hugsa fyrir bflastæðum
t.d. við fjölbýlishús en barna-
leikvöllum. Gæzluvellirnir eru
allt of einhæfir, þeir miðast við
þarfir minnstu barnanna, flest
4-5 ára börn þurfa miklu fjöl-
breyttari og allt önnuileiktæki
en gæzluvellirnir bjóða upp á.
Leikskólar og dagheimili eru
bæði of fá og flest of litil, og
þannig mætti lengi telja.
Við skulum nú búa til litla
dæmisögu um móður, semþarf
að fara i bæinn með litið barn,
annaðhvort i kerru eða vagni,
og þá kemur fljótt I ljós, hvar
skórinn kreppir.
Strætisvagnínn.
Konan á ekki bil og býr i einu
af hinum nýju fbúðarhverfum i
útjaðri borgarinnar. Hún á enga
kröfu á að komast með vagn eða
kerru i strætisvagninn, en
Reykjavik mun vera einsdæmi
á Vesturlöndum hvað þetta
snertir. Sænsku vagnarnir, sem
hér eru i notkun, eru notaðir
viða i Sviþjóð, aðeinsánstangar-
' innar sem er við afturdyrnar, en
rýmið á móti dyrunum er gert
fyrir barnavagna og kerrur.
Strætisvagnabilstjóri hefur tjáð
mér, að bflstjórinn ráði alger-
lega, hvort hann leyfir kerrur
inn i vagninn, en barnavagnar
hafa mér vitanlega ekki fengið
far i Islenzkum strætisvögnum.
(Þess ber að visu að geta, að
litlir og léttir barnavagnar eru
mun vinsælli t.d. á Norðurlönd-
unum en hér).
Konan má þvi ganga i bæinn
með vagninn eða kerruna.
Hvar á að
skipta á barninu?
Eins og borgaryfirvöldum er
ef til vill kunnugt um, þarf
stundum að skipta á litlum
börnum. í „Bankastræti 0” er
sem kunnugt er opinbert sal-
erni, en vonlaust er að komast
með vagna eða kerrur niður
tröppurnar. 1 flestum erlendum
borgum eru sérstök herbergi,
þar sem samgönguleiðir mæt-
ast, þar sem hægt er að aka
barnavögnum inn, skipta á
börnum og geia þeim að borða.
Allar eigum við jú að hafa börn-
in á brjósti, segir i opinberum
bæklingi til mæðra. Ef við þurf-
um að fara gangandi i bæinn, þá
er hætt við að bæjarferðin taki
meira en fjóra tima, og þá eig-
um við ekki annars úrkosta en
að hafa með okkur pela og gefa
barninu hann iskaldan einhvers
staðar úti á götu.
í verzluninni.
Og svo förum við að verzla..
Það er vissulega ekki gert ráð
fyrir að við förum með barna-
vagninn inn i verzlunina. Hann
skiljum við eftir einhvers staðar
úti á gangstétt eins og reiðhjól-
in. Sé barnið svolitið stærra, eru
kannski tvær eða þrjár verzlan-
ir i allri borginni, sem hafa öku-
grind með barnasæti. Það er
vissulega mikil framför, og von-
andi verða fleiri til þess að
fylgja þvi fordæmi.
Nýlega var rætt um nauð
syn þess að hanna opinberar
byggingar þannig að hjólastólar
gætu komizt inn i húsin. Það er
nauðsynlegt, að allar
meiriháttar byggingar, verzl-
anir, skrifstofur, svo og tröppur
og gangstéttir, séu með sér-
stakri „akrein” fyrir þá, sem
ferðast um á tveimur eöa fjór-
um hjólum, hvort sem það er
bæklað fólk eða börn. Bilarnir
njóta hér algerra forréttinda
umfram þessi farartæki.
Það mætti lengi telja upp
erfiðleikana, sem mæta þeim,
sem þurfa að ferðast um borg-
ina með börn. Það er raunar
furðulegt, eins og sá hópur er
stór, aö ekki skuli vera meira
gert til þess að létta undir meö
barnafólki. Sjálfsagt getum við
afsakað okkur með fámenninu,
en þar þarf lika dálitla hugar-
farsbreytingu, og hún kostar
enga peninga og sáralitla fyrir-
höfn.
ÞS