Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 20
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júnl 1972.
Esjugrjót
í taflborð
Siguröur Hclgason, for-
stjóri Stciniöjunnar S.
Helgason h.f. heldur hér á
sýnishornum af reitum skák-
borösins sem kapparnir
Fischer og Spasski munu
tcfla á. „Þetta er islenzkt
gabbró frá Hornafiröi” segir
Siguröur, en ég er nú aö fara
i lciöangur upp á Gsju til aö
finna Ijósara grjót fyrir hvitu
reitina.
Við munum svo lima
reitina á grásteinshellu og er
stæröin 52x52 og hver reitur
6,5 á kant.”
Gabbróið verður finslipað
og matt en ekki gljáandi
frekar en taflmennirnir sem
teflt verður með.
Utan um taflborðið sjálft
veröur svo mahoniplata, og
leður en Gunnar Magnússon
arkitekt hefur teiknað borð-
ið.
Fischer vinnur
afrek í tennis
Bobby Fischer kann sitt-
hvaö fleira en aö tefla skák
betur en nokkur annar. Hann
geröi sér lítiö fyrir nýlega í
árlegu tennismóti i La Costa
i Kaliforniu, þar sem hann
dvelur núna, og sigraöi
gamlan meistara Hank
Greenberg i hörkukeppni.
Greenberg. vann þetta mót i
fyrrá og þó aö hann sé orðinn
sextugur er hann enn hinn
sprækasti i iþróttinni. Þaö
væri þvi gaman aö sjá þá
Fischer og Spasski keppa i
tennis, en eins og komiö
hefur fram óskar Spasski
eindregið eftir þvi aö hann
fái hér aöstööu til aö leika
tennis og er nú veriö aö út-
búa velli fyrir hann.
Skákdagbloð
Timaritiö Skák, sem gefiö
er út mánaöarlega af Jó-
hanni Þóri Jónssyni, mun
hafa I hyggju aö vcita les-
endum sinum og reyndar öll-
um þorra landsmanna gott
tækifæri til aö fylgjast mcö
heimsmeistaraeinvíginu.
Eftir hverja skák i einviginu
þ.e. strax morguninn eftir,
kemur blaöiö út meö skák-
inni sem tefld var kvöldið
áöur og itarlegum skýring-
um frægustu skákmanna
sem hér veröa staddir.
Blaðið mun verða 16 siður i
senn og verður það gefið
út á þremur tungumálum,
islenzku, ensku og rúss-
nesku, og selt i lausasölu á
götum úti.
Lœknar fengu 30-40%
Samkomulag náðist í lœknadeilunni í nótt
Samningar tókust I
launadeilu sjúkra-
hússlækna og
ríkisspitalanna i nótt.
Þvi má búast viö, að
aðstoðarlæknar og
sérfræðingar á rikis-
spitölunum og Borgar-
spitalanum dragi
uppsagnir sinar til
baka, ef samkomulagið
verður samþykkt á
félagsfundi hjá Lækna-
félagi Reykjavikur.
Fyrstu uppsagnirn alr
áttu að taka gildi núna
um 10. júni.
Að þvi er Visir veit bezt munu
sjúkrahúslæknar hafa fengið 30-
40% raunhæfa kjarahækkun út
úr þessu launastriði sinu, sem
er Iangt neðan þess, sem þeir
fóru fram á, en allmyndarlegt
samt.
Grunnlaun lækna hækka um
10% frá siöustu áramótum og
um 4% við næstu áramót. Þá
greiöir hiö opinbera 3% I
lifeyrissjóð lækna frá siðustu
áramótum og bætir við öðrum 3
prósentustigum um næstu ára-
mót,— 1 samningunum 1966 var
umsamið, að læknar sæju sjálfir
um lifeyrissjóðsgreiðslur slnar
og voru þær þvi innifaldar I
kaupi þeirra. Nú hafa sjúkra-
húslæknar þvi fengið þessar
llfeyrissjóösgreiðslur i ofan-
álag.
Talsverð hækkun varð á yfir-
vinnutöxtum og gæzluvaktar-
töxtum, en hækkun á þessu
kemur að sjálfsögðu mjög
misjafnt niöur hjá læknum.
Fyrir yfirvinnu fá læknar nú frá
383 kr. til 440 krónur auk visi-
tölu. Fyrir gæzluvaktir, þ.e.
læknar þurfa að vera viö sfma,
ef eitthvað skyldi koma upp á,
en hafa að öðru leyti fri, fá þeir
núna 80—100 kr. á klukku
stund, en fengu áður 46—56 kr,
eftir stöðu og starfsaldri.
Læknar geta veikzt eins og
annað fólk, en nú fá þeir 3ja
mánaða veikindaleyfi á ári á
„ fullu kaupi, ef þeir hafa unnið i 4
ár. A fyrsta árinu fá þeir 2
veikindadaga fyrir hvern
mánuð, sem þeir hafa veriö i
starfi, en mánuð, þegar þeir
hafa starfað i eitt ár,
Grunnlaun lækna eru
samkvæmt samkomulaginu i
nótt frá 45.923 kr. fyrir
aðstoðarlækna á 1. stigi til 70.545
kr. fyrir sérfræðinga eftir 6 ár.
Ofan á þetta bætist visitala
Vinnuvikan verður 4 stundir.
Allt með öllu samsvarar þetta
30—40% kauphækkun.
-VJ
Komast ekki með eggin úr bjarginu
Tvcir flokkar manna hafa
verið undanfariö i Hælavíkur-
bjargi i eggjatöku og hafzt viö i
tjaldi i hjarginu.
Veður hefur hamlað þvi, að
mennirnir hafi getað komið
eggjunum frá sér, og liggja þau
undir skemmdum hjá þeim,
meðan súgurinn er of mikill við
bjargið til þess að bátum verði
komið að.
Annar flokkurinn, 3 menn, 1
drengur og ein hjón, hefur verið
þar siðan fyrir helgi, og tveir
mannanna hafa hafzt við i tjaldi
á syllu niðri i bjarginu.
1 fyrravor eyðilögðust hjá
eggjatökumönnum i bjarginu um
3000 egg, þegar aldrei gaf á sjó til
Jjess að sækja þau. Eggin eru
látin siga niður i báta, sem verða
að koma alveg upp að berginu.
Veðurhorfur fóru þó batnandi á
Vestfjörðum og vonir eru til þess
að fengnum verði náð seinni
partinn i dag eða á morgun. —
GP
Hernámsandstœðingar marséra aftur
llernúmsandstæöingar ætla á
sunnudaginn aö ganga úr Hafnar-
firöi til Kcykjavikur.
„Viö ætlum að ganga um þétt-
býliö núna, viljum rcyna mcö þvi
móti nö vekja athygli á málstaö
okkar", var VIsi sagt á
skrifstofu hernámsandstæöinga i
morgun, ,,viö ætlum aö safnast
saman klukkan 19 á sunnudags-
kviildiö á Þórsplani i Ilafnarfiröi.
Þar flytur Gunnlaugur Astgeirs
son, formaður Stúdentaráðs,
ávarp, en siðan verður gengið um
Strandgötu og sem leið liggur að
Kópavogsbió. Þar áætlum við að
vera tveimur klukkustundum
siðar. Þar verður stuttur fundur,
Guðmundur Sæmundsson, fyrr-
verandi ritstjóri Nýs lands,
heldur ræðu og Böðvar
Guðmundsson, skáld, syngur úr
eigin kvæðum. Siðan verður
gengið um Kringlumýrarbraut,
Miklubraut um Hlemm og niður
að Miðbæjarskóla, þar sem
fundur er áætlaður frá kiukkan
22, 45 — 23.15. Njörður Njarðvik,
formaður Útvarpsráðs verður
fundarstjóri, en ávörp flytja Cecil
Haraldsson, kennari, i stjórn
félags ungra jafnaðarmanna,
Elias Jónsson, blaðamaður, úr
stjórn ungra framsóknarmanna
Kjartan Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins og
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, form.
Iðnnemasambandsins”.
Hernámsandstæðingar sögðu
að starf þeirra hefði um langa
hrið legið niðri, og þar sem litill
undirbúningur hefði verið unninn
i sambandi við væntanlega
göngu, þá byggjust þeir ekki við
neinum fjölda á sunnudaginn,
,,en þetta stendur og fellur með
veðrinu. Við vonum að sólin
skini”, sagði starfsmaður á skrif-
stofu hernámsandstæðinga, „við
ætlum svo i framtiðinni að starfa
svolitið inn á við. Halda uppi
rannsóknum á sambandi hersins
og landsmanna.”
Hernámsandstæðingar munu á
sunnudaginn leggja áherzlu á
kröfuna um brottför hersins frá
Keflavik, en ekki mótmæla bein-
linis aðildinni að Nató, eða Viet-
nam-striðinu.
—GG
, x ,|;»1 .. - ^ f§Wg!8pf»iB fg |
■ im M . I ■
Guörún dundaöi viö garöyrkjustörf, er Visismenn gengu fram á hana i Mosfellsdalnum i gær. Meö
henni eru börn hennar tvö.
„Þjóölög ætti eiginlega ekki aö syngja inni i húsi, miklu frekar ætti fólk aö hitta mig hér utan dyra i
sólskininu....” ,
„Bezt að
syngja þjóðlög
utandyra"
— segir Guðrún
Tómasdóttir
islenzk þjóölög verða á dagskrá
Listahátiðar á morgun — og svo
undarlega vill til, að hún Guörún
Tómasdóttir, söngkona og Ólafur
Vignir Albertsson, undirleikari
hennar eiga aö flytja dagskrárliö
sinn i hádeginu.
Þau byrja klukkan korter yfir
12 á morgun I Norræna húsinu og
flytja þjóðlög i liðlega klukku-
stund.
Guðrúnu er óþarft að kynna
íslendingum, svo oft hefur hún
sungið fyrir okkur — hins vegar
kann að vera að útlendingar
skynji eitthvað nýtt i sambandi
við Island og islendinga, ef þeir
hlusta á þessa fornu texta sem
Guðrún flytur við ýmis lög. Hún
verður og með skýringar á
ensku, ,,og þetta eru þjóðlög úr
ýmsum áttum og útsett af hinum
og þessum”, segir Guðrún, er viö
spjölluðum við hana uppi i Mos-
fellsdal i gær en þar býr söng-
konan, „annars mun ég syngja i
liðlega klukkustund, og það er
erfitt þegar islenzk þjóðlög eru
annars vegar”.
Sagði Guðrún að sumt af
lögunum sem hún syngi á morgun
hefði aldrei heyrzt áður, t.d. lag
eitt sem Jórunn Viðar hefur ný-
lega útsett „og svo syng ég
gamalt Mariuvers, sem engar
heimildir hafa fundizt fyrir. Ég
lærði það af frænku minni, en hún
lærði það aftur af frænda sinum,
Sigfúsi Einarssyni, organista og
tónskáldi”.
—GG