Vísir - 20.06.1972, Side 3
VÍSIR. Þriðjudagur 20. júni 1972.
3
Taka aftur upp gömlu
Arnarhólsskemmtununa
TÍMI TIL KOMINN AÐ BREYTA TIL
„Kg áfcllist ekki þessa
ungiinga. Það er umhverfið fyrst
og fremstjsem er þess valdandi að
svona atburðir koma fyrir,” sagði
Kjartan Þorgilsson barna-
kennari, en hann hefur kennt
bórnum i áratugi. „Það er i fá
skjól að leita fyrir unglingana á
þessum hátiðisdegi og er þetta
bæði félagslegt og skipulags-
atriði,sem um er að ræða.”
Kjartan taldi það til mikilla
bóta ef skemmtanahaldinu yrði
dreift út i hverfi bæjarins,svo ekki
safnaðist saman slikur fjöldi á
einn stað. Það væri mun auð-
veldara að hafa stjórn á smærri
hópsamkomum og taka þá úr um-
ferð, sem vildu efna til drykkju-
láta og annarra óspekta. ,,En það
er engin lækning að vera með for-
dóma. Orsakanna er að leita i
þessari almennu upplausn, sem
virðist rikja i þjóðfélaginu og ég
held að fiestir kennarar geti verið
sammála um, að erfiðara er að
halda uppi aga níi.en var fyrir
nokkrum árum.
Hátiðahöldin 17. júni hafa verið
með liku sniði allt frá stofnun lýð-
veldisins, og er timi til kominn
að breyta til. Og gætu ekki
skemmtanir á fleiri stöðum bætt
ástandið hér i borginni, likt og
gerðist með brennurnar á gam-
lárskvöld? Nú eru ekki lengur
þau ólæti það kvöld eins og áður
var.meðan unglingar söfnuðust á
einn stað” sagði Kjartan-
„Eftir að tilraun Þjóðhátiðar-
ncfndar til að færa hátiðarhöldin
inn i Laugardal mistókst, hefur
verið hálfgcrður fýlusvipur á að-
gerðum nefndarinnar," sagði
Markús Möller, inspector schoale
i MR, þcgar við spurðum hann.
„Kvöldvakan á Arnarhóli er
horfin. Hún var að sönnu orðin
dýr, en engu að siður er mikill
missir að henni. 011 hátiðarhöld,
sem áður voru i Miðbænum sið-
degis, hafa þannig verið lögð
niður. — Áður röngluðu menn að
kvöldinu á staðina, þar sem
hátiðarhöldin höfðu verið fyrr um
daginn.
Eftir að öll skemmtiatriði hurfu
um kvöldið og leifar hátiðarhald-
anna voru einangruð við mal-
bikuðu strætin, er kvöld-
skemmtunin orðin ótint skrall af
versta tagi.
jafnmiklirbölvaldar og vasapela-
fylleri krakka, sem ekki kunna að
fara meö áfengi. — Skiljanlegt er
þó, aö mönnum sé sárt um Mið-
bæinn, vilji hlifa grasflötum og
spara hreinsunarkostanð, og
freistist þvi til að þjappa um-
ferðinni sem mest saman.
En það þarf að gera eitthvað
viö hinu villimannalega áfengis-
þambi unglinga i Miðbænum.
Annað hvort aö koma i veg fyrir
að krakkarnir nái i vin eða kenna
þeim að fara með það. Báðar
leiðir eru erfiðar, og flestir eiga
vafalaust erfitt með að sætta sig
viö þá siðari.
Annars á þjóöhátiðarnefnd við
vanda að striða, sem ekki er
einangraður við 17. júni. Gleöi-
laust skemmtanahald, sem snýst
upp i villimennsku.
Þjéðhátíðahöldin eru orðin ótínt skrall
en hvað skal taka til bragðs?
Hvernig œttu
hátíðarhöldin
að vera?
„Hvernig mundir þú vilja
haga hátiðarhöldunum 17.
júni?” spurðum við nokkra
Reykvikinga i gær.
Hátiðahöldin hafa verið með
svipuðu sniði i gegnum árin, og
litlar breytingar á þeim hafa
verið gerðar, á meðan margt
annað hefur hinsvegar breytzt
— borgin sjálf stækkað og tiðar-
andinn breytzt.
Enda hafa á undanförnum
árum margir lokið upp munni
um það, að þeim hafi ekki þótt
hátiðarhöldin vel heppnuð i það
og það sinn, og betur hefði mátt
takast með einhverjum öðrum
ráðum. — En hvaða ráðum?
Menn hafa verið næsta fámálir
á slikar tillögur.
Samkomur í hverfunum og betri
dagskrá útvarps og sjónvarps
„Það var einkennileg tilviljun
að vera spurður að þessu, — þvi
að ég var nefnilega að velta þessu
fyrir mér i gær og fékk alveg
ákveðna hugmynd,” sagði séra
Bernharður Guðmundsson, æsku-
lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar.
„Með þvi hve borgin hefur
stækkað á undanförnum árum,
held ég, að það sé full mikiö i fang
færst aö ætla sér að skapa einingu
með öllum þeim skara, sem hana
byggir. — Nær væri að minni
hyggju, að vekja upp meiri
hverfisvitund, og færa hátiðar-
höldin meira út i hvert hverfi
fyrir sig, þar sem höfðað yrði til
þátttöku fjölskyldunnar.
Segjum til dæmis, að hver
fjölskylda færi með börn sin i
barnaskólann i viðkomandi
hverfi. Þar yrði fylkt i skrúð-
göngu og farið að morgninum á
einhvern einn stað, þar sem hlýtt
yrði á Fjallkonuræðuna, eins og
venja hefur verið. Siðdegis yrðu
svo skemmtanir haldnar i hverju
hverfi, og þær þyrftu fyrir alla
muni að vera óformlegri, heldur
en hingað til hefur verið viðhaft.
Fjölskyldurnar þyrftu sjálfar að
taka þátt i gamninu, bæði leikjum
og keppnum, með einhverjum
þeim brag, sem þekkist hér i
smærri þorpum, þar sem t.d.
giftir. keppa i fótbolta við ógifta.
— Eða eitthvað i þeim dúr.
Þannig ætti að verja siðdeginu
til gaman og glens innan um
granna sina og kunningjafólk.
Um kvöldið ætti að vera dans-
skemmtun, þvi að hætt er við að
ungmennum þætti mikils misst,
ef ekki yrði stiginn dans. En það
er auðvitað bráðnauðsynlegt aö
hafa einhverjaaðra skemmtidag-
skrá til vara, ef verður leyfir ekki
útidansleik. — Ég get hugsað
mér, að dansleikurinn yrði i
staðinn haldinn inni i Laugar-
dalshöll. — En fyrst og fremst
þyrfti útvarpiog þá sérstaklega
sjónvarp, að leggjast á sveif með
fjölskyldunum viðað laða fólk inn
fyrir veggi heimilanna. Það geta
þær stofnanir gert með þvi að
vanda til dagskrárinnar þetta
kvöld.
Þessi kvikmynd sem sjón-
varpið syndi um kvöldið brá að
visu upp ýmsum skemmtilegum
myndum úr bæjarlifinu, en hún
var alltof löng til þess að ég geti
imyndað mér að nokkur
unglingur hafi enzt til að horfa á
hana.”
Ef einhver slægur væri i dag-
skrám útvarps og sjónvarps,
þetta kvöld, hygg ég, af reynslu
gamlárskvöldsins, að margur
sæti heldur heima við.”
LÆRDOMUR AF REYNSLU
GAMLARSKVÖLDS
„Mér kemur bug, hve góða
ráun það gaf að dreifa áramóta-
brennunum um hverfin," sagöi
Magnús Einarsson, yngsti varð-
stjóri liigreglunnar i Reykjavik,
sem var meðal þeirra, er unnu að
löggæzlustörfum um kvöldið 17.
júni.
„Það gerbreyttist ástandið á
gamlárskvöld viö þau þáttaskil
og með það i huga mundi ég vilja
að skemmtanirnar yrðu hafðar i
hverfunum. T.d. yrði þá settur
upp pallur i Arbæ, þar sem
skemmtiatriði væru sýnd, og
leikið fyrir dansi. Og á sama
máta i Breiðholti, Vesturbænum
Miðbænum og Austurbænum.
En alls ekki stefna öllum i öng-
þveiti niður i gamla Miðbæinn.
Það árið sem tilraunin var
gerð með aö flytja skemmtana-
haldið inn i Laugardal, fór þetta
tiltölulega skaplega fram. Sú til-
raun gaf jákvæðan árangur. Sá
staður er lika tilvalinn sem mið-
depill i sinum borgarhluta, —
rúmgott svæöi til mannsafnaðar
og skemmtanahalds, og húsaskjól
upp á að hlaupa ef veður verður of
slæmt.
Slika miðpunkta þyrftu menn
að sjá út i hverjum borgarhluta
og setja siðan upp skemmtidag-
skrár þar. Menn geta eftir sem
áður — nei, liklega miklu frekar
— skemmt sér þannig i smærri
fólkskjörnum, en hinir, sem spillt
hafa hátiðargleðinni undanfarin
ár með framkomu sinni, finna
siður nógu mikinn fólksfjölda til
þess að fela sig innan um. Þeir
eiga miklu frekar yfir höfði sér að
einhverjir, sem bera kennsl á þá,
verði vitni að framferði þeirra.”
„Ekki lausn ó áfengisvandamálinu,
að hœtta að dansa á 17. júní, en..."
Fólk treöst allt um i Austur-
stræti (að þvi að mér sýndist
þann stutta tima, sem ég var niðri
i bæ núna siðast), en ég þekki af
eigin reynslu á skólaböllum, að
þrengsli og troðningur er þar
En reynandi væri að dreifa
hátiðarhöldunum meira en gert
vað að þessu sinni, og reyna að
vekja upp einhverja hátiðar-
stemmingu með liku sniði og gert
var á Arnarhóli hér áður.”
„Þarf að gerbreyta barna-
skemmtun þjóðhátíðarinnar"
„Mér finnst ástæða til að itreka
þá skoöun mina, að það fæst engin
lausn á áfengisvandamálinu með
þvi einu, að lcggja niður dans-
leikjahaldið i miðbænum á 17.
júni,” sagði Markús örn Antons-
son, formaöur Þjóðhátiðar-
nefndar i viðtali við Visi i gær.
Hann kvaðst hins vegar þeirrar
skoðunar, að rétt væri að láta það
dansleikjahald kyrrt liggja, á
meðan grafist væri fyrir um or-
sök áfengisvandamálsins al-
mennt.
„Það er orðið álitamál, hvort
þetta samkomuhald að kvöldi 17.
júni eigi lengur rétt á sér, þegar
Miðbærinn fyllist af ölvuðum
unglingum, sem fæla fullorðið
fólk frá og eru aðeins sjalfu sér
og sinu fólki til skammar.
Á meðan barist er við áfengis
vandamálið, er það utangátta, að
opinberir aðilar sem
þjóðhátiðarnefnd, séu að skapa
unglingum beinlinis aðstöðu til að
vera með drykkjuskap og ólæti.
Að við séum hálfpartinn að stuðla
að ómenningu æskunnar i óþökk
alls almennings.
Okkur i þjóðhátiðarnefnd þótti
ölvun nokkuð áberandi i fyrra, en
þó ekki svo alvarleg, að ástæða
væri til að sleppa úti-
skemmtununum núna. En
svo fór sem fór. ölvunin var
stórum verri nú, og þykir mér
mál til komið, að það verði tekið
til alvarlegrar ihugunar, hvort
kvöldskemmtanirnar skuli vera
með eftirleiðis.”
Þeirri spurningu, hvort ekki
væri ráðlegt, að brjóta
skemmtanahaldið niður i minni
samkomur i hverfunum, svaraði
hann:
,,Ég er ekki svo viss um að
hverfin geti öll sömul gengist
fyrir slikum samkomum. Og ég
er ekki viss um heldur, að úti-
samkomur séu æskilegar. Miklu
nær væri, að beina unglinga-
straumnum á samkomur i
Laugardalshöllinni. Ég held að
þaö hafi sýnt sig og sannað að
stemmingin á útisamkomunum
vill ætið vera sú sama. Hvernig
var það t.d. ekki i Saltvik?”
Þá vék Magnús örn máli sinu
að þvi, að það væri nánast oröin
hefð, að dansa i Miðbænum að
kvöldi þjóðhátiðardagsins. „Nú
er hins vegar spurningin sú
hvort þeir fjölmörgu skemmti-
staðir, sem risið hafa i borginni á
siðustu árum geti ekki tekið við
dansunnendum af götunni.”
„Kg hef lengi haft þá skoðun,aö
það þurfi að gerbreytæ fyrir-
komuiaginu á barna-
skemmtunum á þjóðhátiðar-
daginn” — sagði Klemenz
Jónsson, leikari, sem hefur um
margra ára bil haft veg og vanda
af barnaskemmtunum á 17. júni.
„Það kostar tima fé og fyrirhöfn,
en það er óhjákvæmilegt að mjög
fljótt, verði mikil breyting á”.
Margir hafa kvartað undan þvi
fyrirkomulagi, aö safna öllum
börnum bæjarins á einn stað á 17.
júni, og eins og veðrið hefur verið
flest siðastliðin ár á þessum degi,
hefur skemmtunin ekki orðið til
eins mikillar ánægju fyrir börnin
og vera átti. Kelmenz sagði enn-
fremur að hann hefði kynnt sér
erlendis, fyrirkomulag á barna-
skemmtunum, þar sem skreyttir
vagnar eru notaðir i stað sViðs og
þeim ekið um ákveðin skemmti-
svæði. „Við höfum gert athugun á
að koma upp slikri barna-
skemmtun, og ég held að það
verði það, sem koma skal. Þar
yrði hægt að leyfa börnunum að
valsa meira um og hafa miklu
meiri fjölbreytni. Sýningar- og
skemmtisvæöið yrði stærra og
meira i Tivoliformi,” sagði
Klemenz ennfremur.