Vísir - 20.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 20.06.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Þriðjudagur 20. júní 1972. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UMSJÓN: GUNNAR GUNNARSSON UTLÖND FRAKKAR VILJA SPRENGJA — en mótmœli frá Kyrrahafsþjóðunum streyma inn — Perúmenn og Ástralíumenn harðorðir Frakkar hafa undan- farna daga varaö við því, að þeir muni nú hefja tiI- raunir með kjarnorku- sprengingar á suður-hluta Kyrrahafsins. Margar þjóðir hafa mótmælt þessum fyrirhuguðu sprengingum, en fyrsta sprengjan átti að springa klukkan eitt í nótt er leið. Þótt Frakkarhéldu fast við þá ákvörðun sína að sprengja og hafi ekki gefið annað i skyn undan- farna daga en að kjarn- orkusprengjur myndú fjúka i nótt, þá hafa frétt- ir enn ekki borizt af sprengju þar suður frá. Allmargar þjóðir hafa sent Frökkum mótmæli, en harðorðastar hafa vitanlega verið þær þjóðir sem nærri fyrirhuguðu sprengjusvæði búa — s.s. Ástraliumenn. Pompidou. forseti Frakka, gaf frönsku atómvopnanefnd- inni og her landsins leyfi til að sprengja til reynslu, þrátt fyrir það að kjarnorkuvopnaáætlun Frakka hefur lengi undanfarið sætt harðri gagnrýni. Michel Debre, landvarnarráðherra Frakka, sagði á blaðamanna - fundi eigi alls fyrir löngu, að F’rakkar yrðu að taka upp til- raunasprengingar með kjarn- orkuvopnum vegna öryggis landsins. Peru hefur siðustu vikur haft hátt vegna væntanlegra spreng- inga og bent Frökkum á, að hugsanlega myndu þeir lenda i ýmsum diplómatiskum erfið- leikum að sprengjunum sprungnum. i fyrra, þegar Frakkar ætluðu lika að láta nokkrar atómsprengjur fjúka, hótuðu Perúmenn þeim af þvi liku of- íorsi að Pompidou þorði ekki að sprengja. Var hætt við allt sam- an — ákveðið að athuga málið. William McMahon, forsætis ráðherra Ástraliu, sendi Pompidou mótmælaskeyti i gærdag og i Auckland á Nýja Sjálandi kveiktu þeir i skrifstofu franska flugfélagsins, Union des Transport Aeromaritimes (UTA) og franski konsúllinn i Auckland mótmælti atóm- vopnatilraununum. Fyrstu alvarlegu merkin um óánægju Perúmanna vegna sprenginganna fyrirhuguðu voru þau, að sendinefnd frá her Perúmanna, sem átti að fara i heimsókn til Parisar og var væntanleg þangað i morgun, lét aldrei sjá sig. Eduardo Mercado, hershöfðingi, sem vera átti i Paris núna, skaut hins vegar upp kollinum i I.ondon i nótt er leið. Þessir drengir á myndinni eru s-vietnamskir hermenn, sem særzt hafa viö An Loc. Þeir eru að biða eftir þyrlum frá bandamönnum sfnum, Amerikönum, sem siðan munu flytja þá ti 1 Saigon á spitala. Nú bendir sitt hvað tii að þessir piltar þurfi ekki aftur út á vigveili, ef eitthvað verður úr friðartilburðum ráðamanna i vestri og austri. 86 dánir í Hong kong-veðrinu 156 saknað og flestir þeirra taldir af 86 manneskjur voru sagðar látnar og 165 var enn saknað eftir regnstorminn og skriöuföllin i Hong Kong fyrir og um siðustu helgi. Regnstormurinn stóð i þrjá daga, og þrjár meiriháttar skriður féllu á ibúðahverfi — sópuðu burtu með sér a.m.k. einu átta hæða húsi. Reiknað er með þvi að flestir hinna 165 liggi grafnir undir jarð- veginum, en þó ala menn einnig með sér vonir um að fólkið hafi Ásarnir í 2. sœti Dallasásarnir hremmdu annað sætið i olympiumótinu í bridge á Miami Beach og héldu þvi i 31. umferð i gær. — Það þykir næsta öruggt orðið, að ttalirnir og þeir ■ verði meðal þcirra fjögurra efstu, sem komast i undanúrslitin. Röð hinna efstu er þannig: Italia 496 st., USA 475 st., For- mósa 434 st., Kanada 433 st., Frakkl. 433 st., Bretl. 409. st„ tsrael 403 st„ Pólland 402 st„ Tyrkl. 398 st„ Sviss 394 st. og Svi- þjóð 381 st. orðið svo hrætt, að það hafi flúið til annarra landshluta.. Regnstormurinn var hinn ofsa- fengnasti sem nokkru sinni er vitaö til að gengiö hafi yfir þetta land. Mældist úrkoman vera 1021 mm sums staðar og var þá tekin Bandariskum hermönnum i Suður-Vietnam var fækkað um 1.800 vikuna 8. til 15. júni, að þvi er bandariskur yfirforingi til- kynnti i morgun. i Saigon. Þar með eiga að vera eftir 60.100 hermenn bandariskir i Vietnam. Yfirforinginn benti og á, að Tass.sovézka fréttastofan, krafðist þess i morgun, að Banda- rikjamenn og Suður-Vietnamar hættu öllum aðgerðum gegn Norður-Vietnam og að þegar i staö yrðu friöarviðræðurnar i Paris teknar upp. heildarútkoman eftir fjóra daga. Meðal þeirra sem saknað er eftir rigningunamiklu er að stoöarframkvæmdastjóri Banquo Nationale de Paris i Ilong Kong. Ileitir sá Jean Claude Thomas Konu hans og þriggja ára dóttur var naumlega bjargað upp úr rústum. 42.000 hermenn sen tilheyra 7. flotadeild, rétt undan ströndum Suður-Vietnam, væru ekki teknir með i þessu dæmi. Nixon forseti hefur lofað þvi, að handariskir hermenn verði ekki fleiri en 49.000 hinn 1 júli n.k. Tass orðaði þetta þannig, að ekki væri nú lengur stætt á þvi að árásarstrið Bandarikjamanna og S-Vietnama héldi áfram i Vietnam, og að krefjast yrði stöðvunar á loftárásum þegar i stað. 1800 SENDIR HEIM Tass heimtar Vietnamstríði að Ijúka? — Kissinger farinn að þinga við Chou í Peking — Podgorny boðaði nýjar friðarviðroeður ó sunnudaginn var — diplómatar á þeytingi Henry Kissinger, ráðgjafi Nixons Bandarikjaforseta i öryggismálum og utan- ríkispólitík, ætlar vist ekki að slá slöku við. Hann kom til Peking seint i gær- kvöldi, og klukkutíma síðar, haföi hann setzt að fundi með Kinverjum að ræða Vietnammálið. i dag verður hann á fleiri fundum með Kinverjunum. F'réttamenn hafa enn ekkert fengið að vita um þessa fundi — enda eru þeir varla hafnir. Aætlað er hins vegar að Kissinger og félagar hansellefutalsins verði að þessu sinni fimm daga i Peking, og þann tima verði ekki um annaö rætt en Bandarikja- menn og Vietnam-striðið annars vegar og Kinverja og Vietnam- striðið hins vegar Það er Chou-en-Lai, forsætis- ráðherra Kina, sem stjórnar viö- ræöunum af hálfu Kinverja. Chou var i Ilanoi um daginn og hitti þá formann n-vietnömsku sendi- nefndarinnar i Paris, Le duc Tho, fyrir tveimur dögum siðan. Tho, sem var á leið til Moskvu um llanoi, mun hafa átt ieynilegar viðræður við Kissinger um Viet- nam-málið. Podgorny, forseti Sovét- rikjanna, var nýlega á ferð i Ilanoi, og var friður þá einnig á dagskrá. Þykir margt benda til að friðarviðræður verði teknar upp fljótlega. Diplomatar i Peking piskra nú um það sin á milli að allt i einu liti svo út sem lausn sé fram- undan á Vietnam-striöinu. Og ef allt i einu er farið að piskra um slikt i Peking — þá þykir reyndum stjórnmálafréttarit- urum skörin vera farin að færast upp á bekkinn og sennilega tals- vert til i þvi, sem Podgorny, for- seti Sovétrikjanna sagði á sunnu- daginn i Kalkútta, þegar hann kom úr tveggja daga heimsókn i Hanoi, að nú væri þess ekki langt að biða að hæfust nýjar friðarvið- ræður um Vietnam. Kúlan tekin úr Wallace George Wallace, rikisstjóri i Alabama, sá er skotinn var niður á kosningafundi fyrir inánuði, sagði i gær, að þótt hann væri nú lamaður og yrði að ferðast um i hjólastól, þá myndi hann ætla sér á kosningaþing demókrata sem haldið veröur i byrjun næsta mánaðar. Wallacc hefur haldið til á Holy Cross sjúkrahúsinu i Palm Springs, og i gær var tekin kúla, scm vcrið hefur við hrygg hans siðan skotárásin stóð. Var það hald margra að þessi kúla ætti sök á liimun rikisstjórans, en læknar töldu fljótlcga eftir at- hugun.aðhún skipti Wallace litlu , þ.e. hvort hún yrði fjarlægð eða ckki. Telja sérfræðingar nokkuð innan. við 50% möguleika á að hann fái máttinn aftur neðan mittis. 90 látnir vegna vélarrána 90 manneskjur a.m.k. eru látnareða alvarlega skaddaðar, og þúsundir annarra hafa verið i alvarlcgri lifshættu vegna flug- vélarána i heiminum siðustu tvö árin eða svo. Þessar tölur telja ekki með hina 47 sem létust eftir að sprengja sprakk i vél frá Swiss- air yfir Zurich 1970, eða þá 27 sem drcpnir voru og þá 80 sem særðust á Lod-flugvellinum við Tel Aviv um daginn, þegar japönsku sjálfsmorðingjarnir skutu á fólk þar. Siðan árið 1930, er farþegaflug varð algengt i heiminum, hefur flugvéium verið rænt 350 sinn- um. Nær 300 þessara rána hafa átt sér stað eftir 1966, eftir þvi sem flugmálayfirvöld i Bret- landi segja. Talsmaður alþjóða flugmannasambandsins sagði i gær, að fjórir farþegar og 19 ræningja hafi látizt vegna flugvélarána eða tilrauna til þeirra siðan 1969.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.