Vísir - 22.06.1972, Síða 7

Vísir - 22.06.1972, Síða 7
VÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972. 7 Vatnshrœðslan stafar oft af vatnsþvingun Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir - og getur orðið að óyfirstiganlegu vandamóli Frá Norræna félaginu Umsóknarfrestur um þátttöku i norrænu pianókeppninni er framlengdur til 1. ágúst. Norræna félagið I Með sumarkomunni fyllast sundstaðir borgarinnar af börnum og ætlum við að fjalla litillega um börn og vatn i tilefni þess. Flestum börnum finnst ákaf- lega gaman að baða sig og busla. Vatnshræðsla stafar oft af einhverju smávægilegu slysi, t.d. hefur barnið óvart lent á kafi eða runnið i baðkarinu heima og þannig orðið vatns- hrætt. En það er lika til önnur vatnshræðsla og hún er þvi miður alltof algeng, og hún stafar af vatnsþvingun. Börn, sem eru að byrja að átta sig á umhverfi sinu, eru eðlilega svo- litið vör um sig. Séu þau ekki þvi vanari vatninu, verður að fara mjög gætilega, þegar fyrst er farið með þau i laug. Jafnvel börn sem elska að busla i bað- karinu heima, eru oft mjög hrædd i stórri laug, ekki sizt við hávaðann og margmennið. Þvingið barnið aldrei, — verði það vatnshrætt er stórhættulegt að reyna að venja það við vatnið með hörku. Þess eru dæmi að fullorðið fólk getur aldrei lært að synda, vegna óyfirstigan- legrar vatnshræðslu, sem það hefur orðið fyrir i æsku. Barn, sem grætur af vatnshræðslu á að fara strax með upp úr vatninu og hugga það, en ekki að reyna að halda áfram, að venja það við vatnið. Vatns- hræðsluna er svo hægt að reyna að yfirvinna smátt og smátt i baðkarinu heima. En sé farið nógu rólega i upphafi, er oftast hægt að komast hjá vandræðum og barnið verður smám saman heimavant i laugunum. Þegar veðrið er gott og lygnt er hægt að fara með barn i laugar strax nokkra mánaða, en ekki er hægt að ráðleggja slfkt hér á landi. Smithætta og slæm aðstaða fyrir smábörn er hér i flestum laugum. En eftir að barnið er 10- 12 mártaða er hægt að fara að gera tilraun með laugarferð. Það er auðvitað skilyrði að barnið sé vel hraust, ekki mjög kvefgjarnt og alls ekki með i eyrum. Veðrið verður að vera gott og bezt að halda sig i volgu barnapollunum með barnið, þ.e. ekki i stóru lauginni, og alls ekki i heitu pottunum. Þeir eru ekki fyrir ung börn, þar sem hitinn getur haft slæm áhrif á hjartað. Sömuleiðis má ekki fara með mjög litil börn i gufubað, enda fá þau oft köfnunartilfinningu i gufunni. Bezt er að foreldrið haldi á barninu i vatninu meðan þaðeraðeins um 1 árs og sleppi þvi alls ekki, jafnvel þótt grunnt sé. Svo tr smátt og smátt hægt að leyfa barninu að busla i grunnum polli, eftir að það er farið að ganga vel sjálft. Alls kynsuppblásindýr eru mjög vin- sæl, en bezt er að ósynd börn hafialltaf með sér litinn kork á bakinu, eða hliðstætt frauð- plaststykki. Við sjáum hér á myndunum hvernig bezt og öruggast er að hafa korkinn. Litlir kútar eða flotvesti gera sama gagn. Eftir að barnið fer að stækka vill það oft fara með fél. i laugarnar, en slys á börnum eru allt of algeng á sundstöðum borgarinnar. Yfir- leitt ætti þvi alls ekki að leyfa ó- syndum börnum að fara inn á sundstaði borgarinnar nema i öruggri fylgd gæzlumanns sem þarf að vera vel syndur. Börn eru mjög misfljót að læra að synda, en talið er að stúlkur séu yfirleitt mun fljótari að ná sundtökunum, en piltar. Stafar það m.a. af þvi að þær hafa annað vaxtarlag og „smjúga” betur i vatninu en piltar. Fyrstu sundtök barna eru yfirleitt svokallað ,,hunda- sund” en það er ekki ósvipað þvi, sem kallast skriðsund. Börn, sem byrja á þvi að læra skriðsund, eru yfirleitt miklu lengur að ná venjulegu bringu- sundi. Og svo að lokum, látið börn aldrei fara út á bát, nema með flotvesti. Slik slys eru alltof al- geng. 1 nágrannalöndum okkar er t.d. algengt að um 40 börn drukkni árlega og eru piltar i mjög miklum meirihluta. Megninu af þessum börnum hefði verið hægt að bjarga með flotvesti. bs Vorið er timi giftinganna og hér sjáum við nokkra brúöar- kjóla, handa þeim sem hyggja á slikt. Brúðarkórónur hafa nú vikiö fyrir blómaskrauti gjarn- an iifandi, slæðum og höttum. Yfirleitt ber miklu meira á eiu- földum og rómantfskum brúðarkjólum, perlur og pall- íettur eru hverfandi. Hviti litur- inn er ekki lengur allsráðandi, sterkir sumarlegir litir hafa tekiö viö, enda verður þá oftast meira gagn að kjólnum siðar mcir. Bómullarefni eru langvin- sælust, allt frá bómullarblúndu til þunnra léreftsefna. Lengst til vinstri á myndinni sjáum við sterk gulan lérefts- kjól með hatt úr samskonar efni og litla stykkið innan undir að framan er úr hvítu strigaefni. Tölurnar eru hvitar. Þar næst er langerma kjóll með spæl i bakið og hatturinn minnir á enska heföarkonu frá miðöldum. Efnið er einlitt þunnt bómullarkrep. Hatturinn er skreyttur örlitlum hvitum blómum (t.d. Brúðar- slör). Þar fyrir ofan sjáum við ermastuttan, fagurbláan kjól með samlitri slæðu. Léreftsblúndan framan á slæð- unni og kjólnum er ekki ósvipuð gardinublúndu, með litlum grófum doppum. Hinirtveirkjól- arnir eru meira upp á gamlan máta. Sið, þunn slör með litlum blómum, kjólarnir með háu mitti. Takið eftir slörinu, sem er á miðri myndinni, það er klippt i mjóar ræmur og laufskorið að neðan. þs Starf forstöðumanns Námsflokka Reykjavlkur er laust til umsóknar. Launeru rniðuð við launakjör skólastjóra gagnfræðastigs- skóla. Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 1. júli n.k. Fræðslustjórinn i Reykjavik Rafmagnstæknifræðingar - Rafmagnsverkfræðingar Óskum að ráða tæknifræðing eða verk- fræðing með sérmenntun á sviði rafeinda tækni til að veita forstöðu mæla- og raf- eindadeild Álverksmiðjunnar i Straums- vik. Ráðning nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókaúð Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 30. júni 1972 i póst- hólf 244, Hafnarfiröi. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK. Verkamenn - Iðnaðarmenn Vegna stækkunar Áliðjuversins i Straumsvik, eru um 100 störf laus til um- sóknar,umsækjendur þurfa að geta hafið vinnu i byrjun ágúst, eða eftir samkomu- lagi. Við ieitum eftir mönnum i: Kerskála Kersmiðju Skautsmiðju. Steypuskála Flutningadeild Véla- og fartækjaverkstæði Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 7. júlí 1972 i pósthólf 244, Hafnarfiröi. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.