Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 2
2 VfelRSm: Er yöur ekkert farið aö lengja eftir skattseölinum? I’úroddur Skúlasun, landbún. verkam.: Nei. Mér er svo sem sama hvenær ég fæ hann i hendurnar. Bara aft þaft verfti ekki mjög seint. Þaft má búast vift smávegis ha-kkunum frá i fyrra, býst ég vift. (írélar .lónsson, fulltrúi: Nei. íig veit svona nokkurn veginn hvaft ég l'æ i skatta, i ár. I->eir verfta Uiluvert hærri en i fyrra. Ætli hækkunin nemi ekki u.þ.b. 15% II u n ó lfur' Trau.slas o n , kjötiftnaftarmaftur: Jú. t>aft verftur gaman aft vita hvaft maftur fa>r háa skatta núna. Annars hýst ég nú ekki vift nein- um ósköpum vegna þess aft ég var aft la>ra svo til allt siftasta ár. (lostur l>ork(‘lsson. trésmiftur: () nei. Hann kemur vist áreiftanlega nógu fljótt. Ætli maftur hækki ekki svona um 10-20%. (iuftni Steindórsson, simsmiftur: Ó jú. Hún heffti átt að vera komin fyrir löngu. Þetta skiptir mig kannski litlu máli, ég hef ekki þaö há laun svo ég býst ekki vift mikl- um hækkunum. Þó r a Þo rgeirsdóttir afgreiftslust.: Nei mig er ekkert farið að lengja eftir honum. Mér er nokkurn veginn sama. Vona bara að hækkunin verði ekki mikil. k hlaupum um helgina Smákóngar, stórkóngar og keisari Ekki þarf að tefja lengi i hinum ýmsu plássum úti á lands- byggðinni til aft rekast á kóng staðarins. Ég á vift þennan, sem oft er á stjái fyrir framan efta i kringum aðalverzlun plássins, stundum meft dágóftan forstjóra- maga, betur klæddur en aftrir, dálitift þjakaftur af ábyrgftartil- finningu, sem leynir sér ekki i svipnum og oft á rölti með góft- bændum úr nærliggjandi sveitum efta I þýðingarmiklum samræftum vift sparisjóöshaldarann eða odd- vitann. Þaö þekkja sjálfsagt allir þessa lýsingu, því auftvitað er mafturinn kaupfélagsstjóri. Nú eru allir smákóngarnir utan af landsbyggftinni samankomnir hér í borginni til aft halda hátíft, fundi, ráðstefnu og ég veit ekki hvaft og þá aft ógleymdu þvi aft snúast i kring um og taka i hend- urnar á stórkóngum og sjálfum keisaranum i aftalbækistöftvun- um. Þessa dagana er afskaplega skemmtilegt aft vera kóngafólk, sitjandi vift borft, sem svigna undan stórum steikum, standandi i glasaglaumi og skála i freyftand; kampavini, já og jafnvel eiga kost á að eyfta stundarkorni úti á Bessastöftum meft forsetanum og öftru tignarfólki. Og kónga- frúrnar þeysast um meft pilsaþyti og fyrirgangi i siðum kjólum og með lokkagreiftslur og til aft gera hlut þeirra ekki minni en kóng- anna er haldin fatasýning i einum af finni gildaskálum borgarinnar. Gaman, gaman. Horfandi á allt þetta tilstand og stúss, fer varla hjá þvi, að hugurinn hvarfli til áa okkar, þingeysku bændanna, sem stofn- uftu fyrsta kaupfélagift i lágreistri baftstofu norftur i landi og kannske leita á mann spurn- ingar, sem aft visu verða látnar liggja á milli hluta i þessu spjalli. En eftir á að hyggja, þá er það svo skritið, að smákóngarnir hverfa alveg i fjöldann hér i borg- inni og það er allsendis óvist, að maðurinn, hinum megin á götunni með settlega göngulagið, virðuleikann i fasinu og slattann af ábyrgðartilfinningu i andlitinu, þurfi endilega að vera kaupfélagsstjóri frá Breiðdals- vik, Þingeyri, Hvammstanga, Selfossi eða einhverju öðru plássi úti á landi C’las Engström Ég á harðahlaupum fyrir utan Loftleiðahótelið og hitti þar sænska rithöfundinn Clas Eng- ström, en hann situr hér ráð- stefnu norænna barnabóka- höfunda. Clas ætti að vera kunnur islenzkum sjónvarps- áhorfendum þvi að minnsta kosti fjögur sjónvarpsverk eftir hann hafa birtst hér á skerminum. Þessi verk eru ,,Hann sló mig”, sem fjallaði um kennarann og nemandann, ,,Hver er sekur” um einmana konuna, sem leiddist út i Clas Engström. búðarhnupl, ,,Þvi er Ulla óánægð” þar sem kannað er kyn- slóðabilið og nú siðast ,,ís”, sem er sjálfsagt mörgum i fersku minni Clas er Gotlendingur og lætur gjarnan i það skina. Við fyrstu sýn virðist hann hlédrægur og til baka ekki ósvipaður feimnum sveitadrengi ofan úr afdölum. Við nánari kynningu fyrirhittir maður fjölmenntaðan heims- borgara, gáfaðan og hrein- skiptinn, sem lætur sér fátt óvið- komandi. Hann er hnyttinn i til- svörum, mælskur á fundum og al- deilis ófeiminn við að láta skoð- anir sinar i ljós og fer þá oft sinar eigin leiðir. Ég kem beint að efninu og spyr: Clas hvað geturðu sagt mér af útgáfufyrirtæki sænska rit- höfundasambandsins, þar sem þú ert og hefur verið framámaður? Allt gott. Fyrirtækið gengur öll- um vonum framar. Við byrjuðum árið 1970 og höfum þegar gefið út 53 bækur og til okkar hafa borizt ekki færri en 600 handrit. Útgáfan erþannig'skipulögð að um leið og handrit einhvers höfundar er samþykkt til útgáfu þá greiðir hann þ.e.a.s. höfundurinn hundr- að krónur og að auki tekur út- gáfufyrirtækið fyrstu niu hundruð krónurnar af höfundalaununum og höfundurinn verður um leið híuthafi i fyrirtækinu og hljóðar hlutur hans upp á þúsund krónur. Tilgangurinn með stofnun þessa forlags var að ég má segja aðallega tviþættur, annarsvegar að auðvelda höfundum að koma verkum siniim á framfæri og hinsvegar að lækka útsöluverð bóka. Og einsog ég hef tekið fram hefur árangurinn sem sagt orðið sá, að út hafa komið 53 nýir titlar og útsöluverð á .bókum forlagsins hefur verið á að gizka 50% lægra en almennt gerist. Nú er á döfinni að skipta for- laginu i þrjár deildir, þar sem ein deild sér um útgáfu frumsaminna skáldverka önnur um útgáfu barna- og unglingabóka og á veg- um þeirrar þriðju verða gefin út þýdd verk. Þau hrópa ekki húrra En hvernig bregðast stóru bókaforlögin við þessu framtaki ykkur rithöfundanna? spyr ég. Að sjálfsögðu ger þau allt ann- að en að hrópa húrra fyrir þvi. Til að mynda hefur Bonniers gefið út allar minar bækur til þessa, en nú segja þessir góðu herrar nei takk, og ástæðan getur engin önnur verið en sú, að ég var á sinum tima mikill hvatamaður að stofn- un þessa fyrirtækis okkar og frá fyrstu byrjun verið einn af for- svarsmönnum þess. Clas, þú hefur fengizt mikið við gerð sjónvarpsverka, eða er það ekki? Jú, nokkuð svo. Auk þessara fjögurra, sem þið hafið séð hafa tvö til viftbótar verið sýnd i sænska sjónvarpinu og nú er i upptöku framhaldsverk i þrem hlutum og heitir ,,Ar dom vuxna inte riktigt kloka”. Þá hef einnig i samvinnu við Jan Troell samið handrit að kvikmyndinni ,,01e dole doff”, sem ég held að hafi verið sýnd hér. Þaö er gott aö koma hingað Og hvað um bækur eftir þig? Siðasta bók min kom út i fyrra og heitir: „Indien, besökt af medelalders turist fran Europa”. Eg var nefnilega á ferð i Indlandi árið 1970 og dvaldi þar i tvo mánuði og þaðan er komin kveikjan i bókina sem er einslags sambland af ferðalýsingu og skáldsögu. Þessari bók var vel tekið og rithöfundurinn og gagn- rýrnandinn Arthur Lundquist skrifaði mjög hagstæðan dóm um hana i Dagens Nyheter. Og hvað er á döfinni? Ég geri ráð fyrir að út komi ný bók eftir mig i haust, sem ég kalla „Byalaget” og ég held mér sé óhætt að segja frá þvi, að verkið, sem er skáldsaga, fjallar að nokkru leyti um þjóðfélagsleg viðhorfséðfrá tveim ólikum sjón- punktum. Hvaða yrkisefni velja sænskir höfundar sér aðallega i dag? Ég veit ekki hvað á að segja, en þó ber ennþá hátt verk þar sem fjallað er um alls kyns þjóðfélags vandamál og nú á sið- ustu árunum hafa stungið upp kollinum verk, sem eru máske næst þvi að vera sjálfsævisögu- legs eðlis og þá er enn i góðu gildi ritun heimildarskáldsagna. Hvernig vegnar ljóðinu i Svi- þjóð? Ég veit ekki. Ég held þó að les- endahópurinn sé ekki ýkja stór, þvi sjaldnast er fyrsta upplag stærra en á að gizka þúsund ein- tök. En vonandi stendur það þó til bóta. Að lokum Clas? Það er gott að koma hingað til Islands og hér á ég orðið allstóran kunningjahóp, og ég hlakka til að koma hingað i þriðja sinn. Og samtali okkar, sem hófst á hlaupum fyrir framan Hótel Loft- leiðir lýkur i litla Fiatnum minum á stæðinu við Norræna húsið. b IÍSÍÍ JiU a/im mm Misheppnuð veiðiferð að Lárósum Skúli Jóhannesson skrifar: ,,Að Lárósum á Snæfellsnesi er fiskirækt stunduð og sér Stanga- veiðifélag Reykjavikur um að leigja út stangveiði i vatninu, eða ósnum. Þegar bréfritari leitaði upplýsinga um þennan stað fyrir skömmu hjá Stangaveiðifélaginu voru þær ekki fáanlegar nema af skornum skemmti. en þó voru gefnar vonir umgóða veiði. Ekki var það verra að i veiðileyfinu stóð að sleppa ætti laxaseiðum sem væru 45cm og minni. Það var sem sagt gott að eiga von á laxi, enda kostar stöngin þarna 600 krónur en aðeins 100 krónur i vötnunum i kring. Ég hélt siðan á stað i veiðiferð- ina ásamt félaga minum. Það skal tekið fram að við erum litlir laxveiðimenn en förum stundum i vötn til silungsveiða. Nú var gælt við veiðivonina eins og oft áður af minna tilefni og ekki dró veiði- vörðurinn á staðnum úr henni. Hann sagði að þarna fengist tveggja punda lax, lengri en 45 cm! En — það mátti ekki vaða út i vatnið, það stóð svart á hvitu i veiðileyfinu að slikt væri algjör- lega bannað! Kannski er hætta á að menn troði fiskinn undir? En þegar á reyndi kom i ljós að litil hætta er á sliku. Við og aðrir veiðimenn reyndum viö hann frá morgni til kvölds, en það voru ekki nema örfáir silungstittir sem við fengum og var þeim flestum sleppt. Þeir voru 15-20 cm langir og þyngdina urðum við ekki varir við. í ljós kom aö ósinn er svo rammlega girtur að engin leið er fyrir lax að komast i gegn. Laxinn er tekinn i gildrunum af starfsmönnum þarna, eins og ráð er fyrir gert, og þvi engin von um laxveiði þarna. En hvað um silunginn? Jú, nokkrir menn úr „plássinu’ sögðu okkur að búið væri að draga fyrir allan fisk þarna og það væri eingöngu tittir eftir sem hefðu sloppið i fyrirdrætti. Um- merkin við vatnið styrktu þessi ummæli.þvi netadræsur eru með- fram vatninu á stóru svæði. Er nokkur hissa á að við, komnir bæði að sunnan og norðan' værum nokkuð óhressir yfir þessum veiðidegi og ekki var leigan ódýr, 600 krónur yfir daginn. Veiði- menn með 100 krónu leyfin, sem við mættum á heimleiðinni gátu sýnt mun meiri afla en við. Mér finnst satt að segja vafamál að selja veiðileyfi á svona stað.” HRINGIÐ í sima86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.