Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 7
VtSIR Miftvikudagur 28. júni 1972
cTVIenningarmál
V I S N U N
Rikisútvarpið heldur sem
kunnugt er úti fræðsluþætti um
daglegt mál. Hann er gamall i
dagskránni. Við kreppuárabörn
munum hálfvaxin eftir Birni Sig-
fússyni og Bjarna Vilhjálmssyni,
er þeir kenndu i útvarpi muninn á
réttu máli og röngu. Siðan þá hafa
margir magisterar og kandidatar
i islenzkum fræðum stigið i kenn-
arastól útvarpsins og reynt að
laga daglegt mál manna, ýmist
málfræðilegar skekkjur,
ambögulegt setningalag eða
leiðigjarna ofnotkun tiltekinna
orða.
Þjóðfræg er viðureignin við
staðsetningarnar. Á timabili
mátti enginn hlutur vera neins
staðar, heldur varð að staðsetja
hann. Talið er að barsmiðin á
þessu orðafari hafi borið nokkurn
árangur. En þrátt fyrir einn og
einn Pyrrhosar-sigur verður að
segjast, að útvarpsþættirnir um
daglegt mál hafa ekki reynzt
nógu góð arfaklóra; þvi æ ofan i æ
sprettur upp sama málfarslega
illgresið og kennararnir i útvarp-
inu höfðusnúiztgegn.
Þægilegt var að fylgjast með
þessu vikurnar sem Magnús
Finnbogason hafði umsjón þátt-
arins. Hann brýndi stranglega
fyrir mönnum að taka aldrei svo
til orða, eins og stæði i blöðunum,
að einhver eða eitthvað „forðaði
slysi”, það væri málleysa, en
endurtekin viðvörun hrein ekki á
blaðamönnum, þvi eftir sem áður
sögðú þeir frá hinum og þessum
er voru svo vinsamlegir að forða
slysum. Hliðstæð dæmi eru mörg
um árangursleysi kennslunnar.
Hlusta blaðamenn yfirleitt ekki
á þætti útvarpsins um daglegt
mál, leggja þeir það ekkii vana
sinn ellegar koma þvi ekki við
fyrir annrikis sakir eða gaura-
gangs á vinnustað? Leitt er ef svo
er: engin stétt manna notar dag-
legt mál opinberlega til jafns við
þá. Sumir i hópnum eru gamal-
grónir, ritfærir og brjóta ekki af
sér, aðrir eru nýir eða tiltölulega
nýir i starfi og óvanir ritstörfum,
og enn eru þeir blaðamenn sem
kunna ekki skil á bæriiegu máli,
enda þótt starfað hafi lengi.
Reyndar bera blaðamenn það
jafnan fyrir sig til varnar, að
vinnuhraði þeirra sé slikur að
tóm gefist ekki til þess að dútla
við málfar, snurfusa setningarn-
ar. Hér rugla þeir tvennu saman:
enginn krefst þess að þeir riti
niður fréttaefni eins og þeir væru
að fást við hálistrænt lausamál,
heldur er þess vænzt að þeir mis-
bjóði ekki daglegu máli, fari ekki
skakkt með orð né smiði svörg-
ulslegarsetningar. Það tekur ekki
lengri tima að rita niður daglegt
mál rétt og laglega en skakkt
og ólaglega,hafi menn á annað
borð náð verklagi.
Enda þótt ýmsir daufheyrist
við kennslu rikisútvarpsins i dag-
legu máli, hefur hún gildi og má
ekki niður falla. Það eitt, að dag-
leg málnotkun skuli höfð á dag-
skrá útvárpsins (i hæfilega stór-
um slumpum hvert sinn), heldur
vakandi umhugsun margra um
fremd tungunnar, og svo illa er
ekki komið, að hagnýti
ábendinganna skelli á lokuðum
hlustarmunnum allra, þótt þeirra
mætti sjá frekari stað i fjölmiðl-
um. Ef svo skyldi vera, að svip-
aðri fræðslu sé ekki haldið uppi af
útvarpsstöðvum annarra þjóða,
þá kemur hér enn fram, hvers
virði íslendingum þykir tungan,
fjöregg sitt. En fjöregg manns er
þeirrar náttúru, að þá er lifinu
lokið ef það brotnar.
II
Á þvi leikur ekki vafi að dagleg
málnotkun getur orðiö fyrir smiti,
þannig að visst orðafar stingur
sér niður og breiðist siðan út likt
og umferðarsýki. „Staðsetning-
arnar” voru þess kyns, sömu-
leiðis hið fræga „mundi segja".
Einkenni þessara sóttarfaraldra
er visnun: tiltekið orðafar verður
smám saman svo ásækið að
annað orðafar sem komið
gæti i stað þess, veslast upp. Að
lokum dettur fæstum i hug annað
orðafar en það sem olli visnun-
' inni.
Ein er sú pest þessarar ættar,
sem kennarar útvarpsins hafa
látið afskiptalausa að mig minnir
og er i þvi fólgin, að sagnorðið
heimsækja og nafnorðið
heimsókn er þránotað i ótima.
Mannes Pctursson
Samkvæmt gildri islenzku er ekki
hægt að heimsækja staði, hluti og
fyrirbæri, maður getur heimsótt
annan mann. Þó hefur verið til
siðs að greina i sundur með orða-
lagi farir manna á fund annarra.
Þannig ganga menn fyrir (eða á
fund) páfa, en heimsækja hann
ekki (i sjónvarpsfrétt 29. 3. ’71 var
þess getið að Titó hefði „heimsótt
páfa”). Nú er aftur á móti svo
komið i fréttum og þáttum út-
varps og blaða og miklu viðar að
fýrir þvi eru nánast engin tak-
mörk hvaðunnt er að heimsækja
né heldur hverjir það eru sem
öðrum gera heimsókn.
Ég hef ekki leitað um það frétta
til fróðra manna, hvenær tekið
hafi að sækja i þetta horf, ef til
vill hefur það verið með blaða-
mennsku á 19. öld. Þó er það ekki
fyrr en á seinni árum að þetta
orðafar tekur að herja á málið .
eins og pest. Smitvaldurinn eru
hráar þýðingar úr grannmálun-
um, þar sem verið er þindarlaust
að „besöge”, „visit” og
„besuchen” allt dautt og lifandi.
En islenzka er m.a. islenzka sök-
um þess að hún fer viða sinna
eigin ferða.
Stórt dæmasafn mætti draga
fram um „heimsóknirnar” og þá
visnun i daglegu máli sem fylgir
þeim. Maður flettir ekki svo dag-
blaði eða hlustar á lesna frétt að
þessi eða hinn sé ekki að heim-
sækja land, borg, hús, stokk eða
stein, enginn virðist mega ferðast
neitt, fara neitt, ellegar koma
neins staðar, hvað þá að notuð séu
orðasambönd með nafnorði er
svari til þessara sagna. Fyrr á
öldinni var hér talað um konungs-
komur, nú dytti fréttamönnum
ekki annað i hug en konungsheim-
sóknir. Menn heimsækja jafnvel
meginlönd, „allir sem nú heim-
sækja meginland Evrópu”, stóð
dag einn i Visi. Einhverjir heim-
sóttu „vesturbakka Nilar” (i
sjónvarpsfrétt), Ólafur Jó-
hannesson „heimsótti kjördæmi”
(Timinn), karlakórinn Visir á
Siglufirði „heimsótti Reykjavik”,
en fór ekki i söngför þangað, eins
og boðlegt þótti að segja áður.
andstæða þess sem áhrifin á
tunguna erlendis frá ættu að vera.
Henni er nauðsyn að vikka, auðg-
ast fyrir erlend áhrif, ekki að
dragast saman, visna.
Dæmi þessu lik eru alvanaleg-
ust. Tín pestin hefur grafið um
sig i miklu fleiri samböndum.
Þannig lét Mbl. frú Ethel
Kennedy „heimsækja gröf”
Roberts Kennedys i Arlington-
garði: það hefur þótt nærtækara
en að hún vitjaði grafarinnar eða
blátt áfram gengi þangað. 1 sama
blaði sagði prestur einn i
minningargrein um látinn prófast
og vigslubiskup, að hann hefði
„heimsótt margar kirkjur á
Norðurlandi". I sjónvarpsskrá
var nefnd „heimsókn á yfirlits-
sýningu”. Nú orðið rekur maður
upp stór augu ef það heyrist að
einhver hafi skoöaö sýningu en
ekki heimsótt hana, og brátt fer
manni eins við þá frétt að einhver
haf setið fund, þvi að i október
siðastliðnum kvaðst kunnur út-
varpsmaður (i föstum þætti sem
hann stjórnaði) hafa „heimsótt
fund” fólks i húsi einu i Reykja-
vik, og i Mbl. voru þeir ekki alls
fyrir löngu að „heimsækja félög”.
Heyrist nú æ oftar að menn heim-
sæki þing og mannamót.
Langmest heimsóknagleði sem
ég hef orðið var við á prenti hljóp
þó i dálkahöfund i Visi
(„Fjölskyldanogheimilið” 1. okt.
’71). Þar segir um erlenda rann-
sókn: „Bjórkráaheimsóknir voru
ekki teknar með i rannsókninni,
hins vegar heimsóknir á nætur-
klúbba og skemmtistaði með
skemmtiatriðum...A undan leik-
húsheimsóknum, heimsóknum á
i danshús og heimsóknum i kvik-
myndahús kom kirkjusóknin og
vakti það furðu.” Þvi ekki
kirkjuheimsóknir til samræmis?
Hér er vel að verið. Út yfir
tekur þó, þegar dauðir hlutir,
búpeningur og stofnanir skreppa i
heimsóknir. 1 Mbl. birtist mynd
af bilum i runu á hraðbrautinni til
Berlinar. Þeir voru ekki á leiðtil
Berlinar, heldur stóð undir mynd-
inni að þeir ætluðu að heimsækja
borgina. t fyrra sumar var i Visi
greintfrá skemmtiferðaskipisem
hefði heimsótt Húsvikinga.'
Einnig var i sjónvarpsfrétt i fyrra
sumar talað um „siðasta
skemmtiferðaskipið sem heim-
sækir tsland á þessu sumri”. Og
nú á dögunum var i góðum ferða-
þætti i sjónvarpinu drepið á sauð-
fé sem að sögn „heimsækir
Hveravelli”. Þá munar stofnanir
ekki um að bregða sér af bæ. I
fyrra hét erlend sjónvarpsmynd:
„Náttúrugripasafnið heimsækir
bækluð börn”. Hvar skyldi þetta
enda? Hvenær hætta sólargeisl-
arnir að skina á jörðina og byrja
þess i stað að heimsækja hana,
hvenær hættir fiskurinn i sjónum
að ganga á miðin og tekur upp
kurteisari hætti og heimsækir
þau?
Allt það heimsóknatal fjölmiðl-
anna, sem nú hefur verið litillega
sýnt, erangi öfugþróunar. t þessu
tiltekna dæmi er undirrótin út-
lend, og gapir hér við áþreifanleg
III
Magnús Finnbogason, fyrr-
nefndur, gaf sig að allstifri is-
lenzkukennslu á sinum tima i út-
varpinu. Hann tuskaði oft til
blaðamenn, átaldi orðfæri þeirra
og setningalag. Býsna stór hluti
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
Eftir
Hannes
Pétursson
ýmiss konar máldruslum og vit-
um það ekki fyrr en einhver góður
maður, ef svo vill verkast, vekur
til umhugsunar um þær. Sá sem
annað hvort hyggur ekki á neins
konar ritstörf og lætur þvi eiga
sig frekara islenzkunám af sjálfs-
dáðum eða starfar að svo og svo
miklu leyti með penna i hendi en
fer samt sem áður á mis við
ábendingar, hann losnar seint eða
jafnvel aldrei við máldruslur
þessar. Hvernig væri nú að þoka
fræðslu um daglegt mál inn i
kennslustofurnar þegar á barna-
skólastigi og leggja rækt við hana
upp þaðan i skólum, allt aö stú-
dentsprófi? Hvernig væri að
byrja nú að kenna lifandi notkun
daglegs máls, ekki siður en þetta
og hitt um málið? Þvi má ekki
gleyma, að nú eru skólarnir sem
móðurkné landsins barna.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
blaðamanna mun vera úr
nemendahópi hans i mennta-
skóla. Mér flaug i hug að affara-
sælla hefði verið að byrja þessa
kennslu i skólastofunni, en ekki
framan við hljóðnemann þegar
undir hælinn var lagt hvort
nemendurnir heyrðu til fræðar-
ans.
Sannleikurinn er sá, að við stú-
dentar svonefndir útskrifumst úr
skóla með heldur sljótt mál-eyra,
m.a. af þvi að þar er litið gert til
þess að þroska það. Þeir sem
betra hafa mál-eyra en aðrir,
mega þakka það öðru en skóla-
menntun. Vitanlega er málnæmi
fólks mismikið af hendi náttúr-
unnar og þroskast misjafnlega,
þannig að fullt jafnræði verður
þar aldrei með einstaklingum. En
skólarnir gætu hlúð að þvi
langtum meira en verið hefur
með markvisri kennslu i daglegu
máli. Flest komum við út úr skól-
unum með kollinn hálffullan af
TANNVERNDAR-
SÝNING
í Árnagarði
28/6 - 2/7
opin daglega
kl. 14-22
Starfstúlka
óskast strax,
ekki
yngri en 20 ára. Uppl. á staðnum
milli kl. 4 og 6 i dag.
Hliðagrill Suðurveri
45-47.
Til sölu
Renault R 16 árg. ’66 allur ný yfirfarinn.
í sérflokki
Bila, báta og verðbréfasalan við Miklá-
torg.
Simar 18677 og —75.
Orðsending
frá Heklu h.f.
Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á þvi að
allar deildir fyrirtækisins verða lokaðar á laugar-
dögum i júli og ágúst.
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240