Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Miövikudagur 28. júni 1972 VISIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Lœknar undir smásjá Læknastéttin hefur sætt töluverðri gagnrýni i nágrannalöndum okkar á undanförnum árum. í Bandarikjunum er hún sögð berjast hatrammlega gegn ýmsum endurbótum i heilbrigðismálum. Og i Vestur-Þýzkalandi birti fréttaritið Spiegel feikna ýtarlega og vandlega uppbyggða gagnrýni á lækna þar i landi. Gagnrýnisefnin snerta velflest svið i starfi lækna. Hér á landi hefur einnig borið á gagn- rýni i garð lækna. Að vissu marki er sú gagnrýni réttlætanleg. Meirihluti islenzkra lækna er einstaklega áhuga- laus um endurbætur á heilbrigðisþjónustu. Er stétt þeirra þó sá aðili, sem bezta aðstöðu hefur til að ná endurbótum fram. Sumir þættir heilbrigðis- þjónustunnar eru beinlinis skipulagðir af læknum, t.d. vaktþjónusta lækna i Reykjavik, sem hlýtur að teljast fremur frumstæð. Þá er athyglisvert, hve fáir læknar hafa stuðlað að fyrirbyggjandi aðgerðum i heilbrigðismálum eða að yfirgrips- miklum aðgerðum, sem gætu bætt almenna heilsu. Varla getur gagnrýnin hér á landi orðið harðari með neinni sanngirni. Allur þorri islenzkra lækna fetar áreiðanlega ekki i fótspor þeirra erlendu stéttarbræðra sinna, sem sagðir eru telja sjúkling- ana veratil þess að þjónusta sig fjárhagslega,þekk- ingalega og virðingarlega, en hafa litinn eða engan þjónustuvilja sjálfir. Svo má ekki gleyma þvi, að stór hópur islenzkra lækna hefur staðið fyrir markverðustu nýjungum i heilbrigðisþjónustunni. Það eru að verulegu leyti læknar, sem hafa byggt upp þjóðþrifafyrirtæki eins og rannsóknastöðvar Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar og hæli fyrir berklasjúklinga, öryrkja og til náttúrulækninga. Þessi hópur er svo fjölmennur, að ótrúlegt er, að nokkur önnur stétt eigi hlutfallslega jafnstóran hóp virkra áhuga- manna um framfaramál þjóðarinnar. Ekki má heldur gleyma tannlæknunum, sem oft eru skammaðir fyrir okurverð á vinnu sinni. Stað- reyndin er sú, að félagsskapur þeirra hefur i mörg ár starfað að umfangsmiklum og kostnaðarsömum áróðri fyrir bættri tannhirðu Islendinga, svo að þeir þurfi siður á tannviðgerðum að halda. Þetta sýmr að tannlæknar eru yfirleitt trúir hlutverki sinu, þótt það kunni að rýra viðskipti þeirra. Þannig verða ljósu punktarnir yfirgnæfandi, þegar læknastéttin er tekin undir smásjána. Það er þó áberandi, að hinir virku áhugamenn um fram- faramál eru fjölmennari i hópi roskinna lækna en hinna, sem eru á bezta aldri. En samt er ástæða til bjartsýni um framtíðina, þvi að i röðum allra yngstu læknanna eru margir, sem ætla greinilega að láta til sin taka i heilbrigðisframfaramálum. • Ekki veitir af þessum áhuga, þvi að ótal verkefni biða. Læknisþjónusta þarf að verða virk i strjálbýli landsins. Læknanámið þarf að laga betur að þörf þjóðarinnar fyrir almennar lækningar og fyrir- byggjandi aðgerðir. Draga þarf úr eyðimerkur- göngum sjúklinga milli sérfræðinga og sjúkrahúsa og hinum feiknarlegu biðtimum, sem verða á þeirri göngu. Fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu þarf að byggja upp af auknum krafti. Af nógum slikum vandamálum er að taka, sem læknastéttinni er skyldast að hafa frumkvæði að þvi að leysa. Hcath á floti. Finnst nú ein leiðin til að fella krónuna? Ólafia hét þvi að fella ekki gengið, af sömu fá- visi eða kæruleysi og is- llenzkir pólitikusar fyrr (og siðar) um gengis- málin. Gengið var fellt i 'vetur i skálkaskjóli •niðurlægingar dollar- |ans, frábær aðferð, ,sögðu leiðtogar. Ný fjár- málakreppa gæti nú auðveldlega gefið ^stjórnvöldum þá ósk upplyllta, að unnt yrði að feila gengið á næst- unni i skálkaskjóli ei- Iifðar hrunstefnu Igengiskerfis heimsins. 1 þetta sinn eru sterlingspundið 'og danska krónan i mestu striti. jHaustiö 1949 fylgdum við falli pundsins i fellingu islenzku krón- lunnar og var afsakað með við- skiptatengslum og hefðar við iStóra-Bretland. Við gripum svip- að tækifæri haustið 1967 og frest- juðum hinu óumflýjanlega i eitt ár, og gjaldeyriseign nettó varð núll við orðhengislishátt hag- fræðitungutaks, sem er i eðli og liklega visvitandi tilbúið, svo að fáir útvaldir skilji, menn úr hag- fræðiskólum, en sjaldnast ráð- herrar tslands, siður aðrir. Og við, sem höfum, mismunandi skilningsrikt, numiö þessa guða- tungu, erum einnig heilaþvegnir, log bögglast fyrir okkur aö túlka á islenzku, einkum gegnum hulu 'staðreyndaleyndar embættis- kerfisins, timahrak og slóðaskap lokkar blaðamanna. Og enn að vori 1972, nokkrum mánuðum eftir gengislækkun, voru gjaldeyrissjóðir þverrandi, sem ekki má kalla þvi nafni, það ^einfaldar hlut, sem ætt að skýra á flóknara'máli, segja góðgjarnir menn, sem eru heilaþvegnir i guðatungunni. iÞjóðernispuð i veginum Hagfræðin eru vafalaust bless- uðust fræða, og með þeim höfum einnig við, meðvitað og ómeðvit- að, ruözt fram og haldið sjálf- ,stæði, enda eigum við i þeirri grein marga menn færa. En itungutak þeirra manna hlýtur að valda, fremur en fávisi stjórn- imálamanna, sem hafa margir hverjir hᣠgreindarvisitölu og af- iburðahæfileika til að læra utan- bókar, allt nema málefnasamn- Iing ólafiu, að stjórnmálamenn hér neita, nema i draumum, að iviðurkenna, að gengislækkun er eitt af þvi, sem ekki verður undan ikomizt við vissar aðstæður. Eng- llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason in vitsmunaleg skýring getur ver ið á yfirlýsingum foringja um „enga gengislækkun i fjögur ár, eða átta eða tólf” i þessu litla landi okkar, sem veltur eftir öld- um heimsviðskipta i eðli sinu vegna smæðar og einhæfni, til viðbótar gengi heims, sem við er- um tengdir i æðakerfi gengismál- anna jafnvel við Maldiveyjar. Þetta gengiskerfi er orðið úrelt i meira lagi, á þeim aldarfjórð- ungi, sem það hefur staðið, vel i fyrstu, og þverúð þjóðernispuðs stendur helzt i vegi fyrir breytingu til einhvers, sem vit væri i. Gengiskreppur elta hver aðra og það þótt i vetur hafi verið breytt gengi um veröld til bóta og nokkur lækning fengist i bili. Og nú kalla menn það, er gerist ekki „kreppu”, eða hvað, sem erhvorteðér leikur með orð. Góð kunnátta i fölsun gengis Kannski kemst pundiö úr krappanum með nokkru floti niður á við að sinni marandi i hálfu kafi, og kannski missa is- lenzkir leiðtogar af tækifærinu i þetta sinn og kannski getur krón- an lengi vel haldið skráðu gengi, einkum með skemmtilegum til- brigðum með „fölsun gengis”, sem við höfum töluverða kunn- áttu i frá fyrri árum og áratug- um. Þar vita visir menn, að af nógum leiöum er að taka, allt upp i hálf opinberar gengisfellingar og gaman að kenna einhverjum um að hafa vakið „ótta um gengisfellingu”, ef það yrði sára- bót einhverjum, en ekki þjóðinni. Áhrif vitleysunnar hér á landi Gengiskreppurnar úti i heimi eru svo algengar orðnar, er gengiskrefið brestur, að varla tæki þvi að eyða orðum að þeim ef ekki væri fyrir sakir beinna áhrifa allrar vitleysunnar hér á landi, i verðlagi og lifskjörum hverju sinni, mismunandi mikið. t Spurningin um gengisfellingu islenzku krónunnar er i sjálfu sér gamanmál, með tilliti til póli- tikusa, en hefur þvi miður sorg- legri svip, hvort sem afsakanir fyrir henni eru traustar eða ekki að áliti leiðtoga og kunnáttu- manna um áróður hjá flokkunum. Gengisfellingin veldur verðhækk- unum innfluttrar vöru á hvers manns borði, og þá kenna menn rikisstjórn helzt um, og hún reynir að hengja einhverja hag- fræðinga sér til bjargar, eins og herforingjar liflétu liðsforingja eða myrtu Gyöinga til að hylja ósigra sina á vigvöllum og sleppa kannski. Gengisfall getur verið sök rikisstjórnar eins og mjólkur- verðið, en engin islenzk stjórn hefur gripið til hennar nema af- nauðsyn, en þó má vissulega kenna þeim stjórnum, sem leyfa verðbólgu að rása og eyða sjóðum um fall gengis. Krónan gæti lafað Gengismálin eru eitt þrotlaust fréttaefni, og auðvitað á valdi stjórnar, hvenær hún fellir gengi, að fenginni blessun alþjóðlegra stofnana, sem íslendingar fá venjulegast án teljandi fyrirhafn- ar vegna eymdar sinnar. Auðvitað þarf krónan ekki að fylgja öllu sem lækkar. Hátt i fimm milljarðar eru i gjaldeyris,,sjóði”, sem við köll- um svo, og þess vegna þyrfti ekki að fella gengi krónunnar i haust. Mætti lafa lengur, þótt illa tækist til. Haustið 1968 var gengi ekki fellt, fyrr en þessi „sjóður” stóð á „núlli”. Einhvern veginn má þó ætla, að versnandi staða og ekki litil eyðslustefna geri hvert tæki- færi til afsökunar gangisfellingar mjög svo kærkomið leiðtogum, eða að minnsta kosti verði þeim til gleði i baðkerinu á laugardags- kvöldum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.