Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR Miðvikudagur 28. júni 1972 3 Langt komnir að reisa gamla bœinn og velja unga fólkið — Þjóðverjar koma ó mánudaginn til að hefja kvikmyndun Brekkukotsannáls óðfluga liður að því, að Brekkukotsanná II verði festurá filmu. Nær þriggja ára undirbúningsvinnu er að Ijúka og næstkomandi mánudag koma þýzku kvikmyndagerðarmenn- irnirtil landsins, en þeir eru einir 15 til 20 talsins. Myndataka hefst þó ekki að ráði fyrr en síðari hluta næsta mánaðar, því margs ber að gæta áður en fyrstu lengdarmetrar filmunnar fara að renna i gegnum vélarnar. „Það er stórkostleg samvinna, sem tekizt hefur á milli Nordvis- ion og Þjóðverja um gerð þessar- ar kvikmyndar, og þykir mér ómetanlegt að hafa getað átt þátt i henni,” sagði Jón Laxdal leikari i viðtali við Visi i morgun. Jón er sá, sem hagrætt hefur Brekku- kotsannáli og þýtt texta hans fyr- ir kvikmyndavélarnar, en jafn- framt mun hann fara með eitt hlutverka myndarinnar. Baldvin Halldórsson hefur bor- ið hita og þunga þess erfiðis, að leita uppi réttu leikarana i hlut- verk myndarinnar. Átti hann i sérstökum erfiðleikum með að velja i hlutverk barnanna og unga fólksins. „Hann átti þar ekki eins hægt um vik og þeir sem gegna sama hlutverki hjá kvikmynda- fyrirtækjum erlendis,” sagði Jón Laxdal i viðtalinu. „Erlendis er hægt að ganga einfaldlega inn, i leiklistarskólana og prófa þá hæfileikamestu i hlutverkin. Hér er aftur á móti enginn leiklistar- skóli starfandi, hvað þá heldur rikisleiklistarskóli, svo að Bald- vin varð að leita inn i skólana og áhugahópana, og það eru geysi- lega margir, sem hann þurfti aö prófa áður en hann fann þá réttu.” Allt hefur þetta fólk verið prufukvikmyndað, og Þjóðverj- um siðan verið sendar upptökurn- ar til umsagnar. Hafa allir aðilar loks komizt að samkomulagi um skipan leikara i hlutverkin. Fyrstu atriði Brekkukotsannáls verða að likindum tekin á Eyra- bakka, þar sem langt er komið að reisa leiktjöld og annað sem til þarf til að fá þar fram sögusvið gamla bæjarins. Áætlanir miðast að þvi, að töku kvikmyndarinnar verði lokið i kringum 20. september. —ÞJM Hér má líta Brekkukot eins og það er risið i Garðinum. Þarna verða fyrstu atriði myndarinnar gerö. (Ljósm. EMM). DUTTU I LUKKUPOTTINN OG FLUGU TIL LEGOLANDS Tryggvi og Stefania við hafnarhverfið i Lego-Iandi. „Það var rétt eins og þau kæmu af fjöilum, þegar þau komu heim aftur, svo gaman hafði verið,” var lýsing foreldra þeirra barna, sem að þessu sinni duttu i lukku- pottinn og urðu hlutskörpust i þcirri verölaunagetraun sem barnablaðið Æskan og Flugfélag islands gangast fyrir. Þessar verðlaunagetraunir hafa birzt i Æskunni á hverjum vetri i 13 ár, en i þessari getraun tóku einnig þátt Reykjalundur og Lego fyrirtækið i Danmörku. Þau sem hlutu vinninginn voru Stefania H. Stefánsdóttir, frá Ytri-Neslöndum i Mývatnssveit 11 ára og Tryggvi Guðmundsson frá Tryggvastöðum á Seltjarnar- nesi, 12 ára. Vérðlaunin voru fimm daga ferð til Danmerkur með Flug- félagi tsland og þaðan til Billund höfuðstaðar Lego fyrirtækisins og dvöl þar. Aldrei hefur þátttaka i verð- launagetraununum verið jafn mikil og i þetta sinnið, og bárust á sjöunda þúsund réttar lausnir. En þó að ekki hlytu allir ferðina sjálfa, voru mörg aukaverðlaun — Lego kubbakassar frá Reykja- lundi. Ferðin sjálf var farin um miöjan júnimánuð og þeir sem með börnunum fóru voru Sveinn Sæmundsson Grimur Engilberts og Árni Einarsson. -EA. 74 ára aldursforseti Bláskógahlaupsins: Hleyp á hverjum einasta degi ## „Á hverjum einasta degi kl. 7 um morguninn fer ég út að Vals- húsinu og hleyp svo'eftir hita- veitustokknunum upp á öskju- hlið, þar sem ég hleyp i klukku- tima. Þetta geriég alltaf nema að veður sé þeim mun verra. Og ég finn aldrei fyrir þvi, sama hve langt ég hleyp. Enda er ég alveg magalaus maður og ætti þvi að geta trimmað.” Svo segir aldursforseti Blá- skólahlaupsins svokallaða, Páll Hallbjörnsson, sem ætlar sér að hlaupa ásamt fjölda annarra i þessu hlaupi núna 2. júli. Páll er 74 ára að aldri, en næst honum i keppninni er 64ára gömul kona. „Jú, ég stundaði mikið iþróttir i gamla daga, og var meðal annars formaður iþróttafélagsins Stefnis. Ég fór ekki að hlaupa neitt að ráði fyrr en 1959, og það var vegna þess að ég var hjart- veikur. t fyrstu hljóp ég 3-5 metra og gekk þess á milli, en við hlaup- in batnaði mér alveg i hjartanu, og hef ekki fundið verk siðan. En meö þvi að taka þátt i keppninni núna vil ég i fyrsta lagi vita hvað ég þoli að hlaupa mikið og i öðru lagi sýna fólki hve gott það er að hlaupa eða trimma og skilja öðru hvoru við bilinn.” „Hvað um sigur?” Ég ætla engu að lofa um að verða fyrstur i mark það getur svo sem vel verið að ég verði allra seinastur, en ég er ekki hræddur. Annars hleyp ég þetta ekki i einum spretti, ég skokka frekar. Annars verður þetta svo fint, á götunum verða bilar og tjöld með veitingar.alltnema brennivin!Og ég hætti ekki við þetta nema ég verði þá bara dauður áður.” 200 manns hafa nú látið skrá sig að þvi er Brynleifur Steingrims- son, héraðslæknir á Selfossi,tjáði okkur, en enn er timi til skrá- setningar, eða þar til seinni part- inn i dag. Fólk er á öllum aldri, allt frá 11 ára upp i 74 ára, en algengast er þó miðaldra fólkið. Þó eru þeir þrir ellefu ára, og einn af þeim frá Keflavik, vel þjálfaður og hefur hlaupið 5000 metra. Og einnig koma heilu fjölskyldurnar til þess að taka þátt i hlaupinu. „Við viljum þó ekki kalla þetta keppni hjá þeim börnum sem eru yngri en 14 ára”, sagöi Brynleifur. „Þau fá að taka þátt i keppninni algjörlega á ábyrgð foreldranna, en leiðin er nokkuð löng.” En aliir fá þó viðurkenningar- skjal Bláskógahlaupsins, hvort sem þeir eru 11 ára eða 74 ára. Fyrstu verðlaun fyrir bezta af- rekið er stór og mikill bikar, en þar sem keppninni er skipt i flokka eru veitt 1. 2. og 3. verð- laun i hverjum flokki. Fólk er þegar farið að æfa sig af fullum krafti og konurnar á Sel- fossi eru farnar að trimma niður á Eyrarbakka. Og það eru lika góðir hlauparar þátttakendur i hlaupinu, jafnvel beztu lang- hlauparar tslands. Keppnin hefst rétt ofan við Gjá- bakkabæ kl. 2, en þátttakendur verða að mæta þar kl. 1. Þar fer fram skrásetning, en siðan verð- ur lagt i hann og hlaupið, gengið eða brokkað til Laugarvatns sem eru 16 km og allir verða að vera komnir fyrir kl. 5 e.h. Tekinn verður timi hjá öllum þátttakendum, og hann skrifaður á heiðurskjalið ásamt nafni aðil- ans, og þá geta þeir borið sig saman ár hvert og. séð hvort þróttur eykst eða minnkar. Og fyrir þá sem ætla Bláskógahlaupið birtum við ráð- leggingar, og sem gefur að skilja er sú fyrsta að hlaupa nógu hægt i byrjun, byrja sem léttast svo fólk ofreyni sig ekki. Nauðsynlegt er að stunda æfingar af kappi i nokkra mánuði, enda hafa sjálf- sagt flestir gert það, þvi ef að fólk kastar sér allt i einu út i slika of- reynslu, getur það haft skaðleg áhrif á alla vööva, sinar og liða- mót. En við nógu mikla æfingu stækkar hjartað og verður sterk- ara, sömuleiðis vöðvar, sinar og liðir. Þegar byrjað er að hlaupa, slær hjartað hraðar og púlsinn einnig. Við æfingar borgar sig að stöðva öðru hvoru og athuga slátt púlsins, en á einni minútu má sláttur púls- ins ekki fara upp yfir 160 slög hjá 20-30 ára gömlum, 140 slög hjá 40- 50áraog 120 hjá 60-80ára. En bezt er að fara að öllu með gát, og ekki er talið ráðlegt að taka þátt i hlaupi ef fólk hefur fengið hita tveimur eða þremur dögum fyrir sjálft hlaupið. Einnig er nauðsyn- legtað hafa hlaupið vegalengdina sem hlaupið krefst i einni lotu áður en keppt er. Og auðvitað eru nógu miklar og góðar æfingar númer eitt, þvi annars gæti farið illa. — EA Aldursforseti Bláskógahlaupsins 74 ára. „Illaup á hverjum einasta degi.” Eldri borgarar félagslyndir Félagsstarf eldri borgara i Reykjavik hefur nú verið starf- rækt i 3 ár, og fer aðsókn að starf- seminni mjög vaxandi. t júif og ágúst leggst starfsemin f Tónabæ niður og eru þá skipulagðar ýms- ar ferðir um borgina og út fyrir bæinn. Helena Halldórsdóttir, sem hef- ur farið sem fararstjóri i flestar þessar ferðir sagði blaðinu, að upphaflega hefðu verið send kynningarrit til allra borgarbúa eldri en 70 ára, og sfðan hefði starfsemin verið auglýst I blöð- um. Yfirleitt fara um 100 manns í hverja ferð og hefur m.a. verið farið á sófn, i leikhús, kirkjur og svo farnar ferðir út úr bænum. Sagði Helena að aðsóknin ykist stöðugt, og hefði aldrei verið eins mikil og i sumar. þs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.