Vísir - 04.07.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Þriðjudagur 4. júli 1972 — 148.tbl. Ekkert Siðustu fréttir af einviginu eru þær að rétt fyrir 1. þegar draga átti um liti i fyrstu skákinni einvígi ? kom dr. Euw,e fram og* tjáði blaðamönnum að óvist væri hvort af einviginu yrði. Höfðu komið fram sterk mótmæli frá Rússum en hvorki þeir eða Euwe vildu skýra frá i hverju mótmælin væru fólgin. „Hvar er pqkkinn minn?/# — Hvar er pakkinn minn? spurði Fischer iögregluþjöna sem stóöu vörð viö DAS húsiö i morgun. Kvartaði hann undan þvi að hafa ekki fengið allan farangurinn. Kom hann labbandi út á sokkunum og nærbol. Ljósmynd BB. Þreytulegur og ringlaður skáksniHingur í Reykjavík ? morgun — Lögregluiið verndaði Fischer Wallace fer úr sjúkrahúsinu George YVallace hefur far- ið úr sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur legið eftir morð- tilraunina. Hann er ókveöinn i að sitja flokksþing demó- krata. og Nixon ætlar að láta þennan stjórnmálaandstæð- ing sinn fá hcrflugvé! með læknum. Sjá bls. 5 Stríðið enn nálœgt eftir 27 ár Jú, við fórum sannarlega verr út úr striðinu en flestir aðrir landsmenn. sagði Er- lendur Björnsson, bæjar- fógeti i viötali við blaðamann Visis á Seyðisfirði á dögun um. — i dag er rifjað upp ýmislegt, sem gerðist i strið- inu og hvernig skilið var við Seyðisfjörð i striðslok, en af- leiöingar þess eru enn að koma i Ijós. Sjá bls. 2 Auðun gagnrýnir kassa og „rottur“ Hinn kunni forystumaður i sjávarútvegsmálum, Auð- unn Auðunsson skipstjóri gagnrýnir i viðtali á bls. 7 ýmislegt, sem haldið hefur veriö fram um rekstur skut- togara, hagkvæmni fisk- kassa. „rottur” EBE, og fleira. Sjá bls. 7 Lánleysið einkennandi Enn eitt tækifærið til að sigra Dani i landsleik i knatt- spyrnu gekk okkur úr greip- um i gærkvöldi — Danir sigr- uöu með 5-2 — og lánleysiö var einkennandi hjá islenzka liðinu. Tveir beztu framherj- ar islenzka liðsins urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla — og siöari hálfleik urinn var martröð. Dönum gefin mörk á silfurbakka. Sjá iþróttiri opnu Hentistefnumanni tekst vel upp Hinn kæni hentistefnu- maður Bhutto. forseti Pak- istan, hefur náö góðum árangri og samið við Indiru Gandhi um frið milli rikj- anna tveggja. Styrjaldar ástand hefur veriö milli þeirra i aldarfjórðung. Sjá bls. 6 Einstakt barns- faðernismál Nýlega var kveðinn upp i llæstarétti dómur i móli, sem vart mun eiga sina hlið- stæðu, en þar höfðaði kona nokkur mál til staðfestingar á faðerni dóttur sinnar. — stúlkubarni um fertugt. Sjá bls. 3 ,,Hvar er pakkinn minn, hvar er 'pakkinn?" Þannig spuröi skáksniliingurinn Bobby Fischer lögreglu- mennina, sem stóðu vakt fyrir utan hús hans og viðskiptavina DAS f morgun um kl. 8. Hann var nýkominn i húsið og dvaldi þar einn að sögn. En lögregluþjónarnir vissu ekkert um pakkann, og eftir stutta stund hélt hann inn i hið glæsilega hús á ný, á sokka- leistunum, i gallabuxum og i skyrtubol, með þetta fjarræna augnatillit. Fischer var nýkominn heim i húsið i Vogalandi þennan þjóð- hátiðarm orgun Bandarik-a- manna, eftir heilmikið „fírverker!” á Keflavikurflug- velli og þeysireið i bæinn í lögreglufylgd. „Fischer um borð" Loks i nótt um 2-leytið kom sú frétt að Fischer væri kominn i Loftleiðaflugvél, vélin væri búin að losa hjól frá jörðu og of seint fyrir Fischer að snúa frá borði. Og laust fyrir kl. 7. renndi Loft- leiðaþotan upp að flugstöðinni i Keflavik. Fjölmennt lögregulið, á a g. 25 manns var mætt að ósk Loftleiða og skáksambandsins til að halda fréttamönnum i hæfi- legri f jarlægð frá skák- meistaranum, en blaðamanna- hópurinn, sem hafði reyndar inni að halda erlenda túrista og inn- lenda áhugamenn, taldist eitt- hvað um 60—70 manns. Eftir talsvert stapp inni i vélinni, birtist Robert James Fischer svo i landganginum, grannur og renglulegur. Hann horföi augnablik yfir frétta- mannaskarann og opin augu ljós- mynda og kvikmyndavélanna og tók siðan undir sig heljarmikið stökk niður brattan landganginn. Sá ekki Guðmund? Svo mikill var asinn á áskorandanum að hann óð fram- hjá Guðmundi G. Þórarinssyni, formanni Skáksambandsins, hvort sem það var nú með vilja gert eða ekki. Guðmundur greip þá „grettistaki” miklu um hand- legg kappans, og nú var heilsazt snögglega, og siðan tróð Fischer sér áfram á milli lögreglumann- anna, sem höfðu myndað „göngu- brú að bilnum” að fyrirskipan Guðmundar Hermannssonar, aðstoðarýfirlögregluþjóns i Reykjavik, sem stjórnaði aðgerðum á staðnum. Stóðu lögregluþjónar hringinn i kring- um landganginn og héldust i hendur likt og krakkar við jóla- tré. Bilum frá leigubilastöð á vellinum hafði verið lagt rétt við landganginn, svo þetta varð stutt gaman, Fischer óð beint af augum, settist i framsæti á gráum Benz, ýtti öryggis- takkanum niður af miklu offorsi, og horfði beint fram á viö meðan Ijósmyndavélaskotin dundu á bilrððunum allt i kringum hann. Bilinn fylltist svo af fólki sem með honum var, Paul Marshall, einn lögfræðinga hans og frú, Lombardy stórmeistari, — en Friðrik Ólafsson varð að snúa frá, en honum var ætlað sæti i bilnum. Stympingar við fréttamenn All nokkrar stympingar urðu við fréttamennina, sem reyndu að mynda Fischer, stutt átök og ekki hættuleg, — en algjörlega ástæðu- laus að þvi er virtist. „Frétta- mennirnir komu fram eins og sjentilmenn” sagði Guðmundur Hermannsson þegar atinu var lokið. Fischer kom mönnum þreytu- lega fyrir sjónir. Það var einhver ótti i augum hans og frammi fyrir fréttamönnunum var hann likastur særðu dýri, og hvert skot myndavélar virtist honum sem eiturör.. Bilarnir voru ræstir og af stað var haldið, ekið á móti blaðamannaþvögunni. og siðan var ferðin aukin. „Þeir óku fram úr mér á Keflavikurvéginum og stugguðu mér út af veginum”, sagði einn vegfarandi sem Visis- menn hittu að máli i morgun, — „siðan gerði ég mér að leik að „mæla upp” hraðann á hersing- unni, sem lögreglan varði i bak og fyrir. Þeir óku á 100 kilómetra hraða”. „Við vorum með blikkandi ljós og höfðum fulla heimild til að aka á þessum hraöa”, svaraði Guðmundur Hermannsson þessum ásökunum. Hann kvað ferðahraðann þó aðeins hafa verið 90 km. á klukkustund, en leigubilstjðrarnir' hefðu ekki viljað aka hraðar. Undarlegur eða indæll? „Mér fannst hann koma undar- legur fyrir hann Fischer,” sagöi einn farþeganna, sem við ræddum við, „þvalur, sveittur og æstur, sannarlega erfiður fyrir þjónustufólkið, mætti segja mér”. „Þetta gekk ágætlega”, var það sem ein flugfreyjan hafði um þetta að segja. „Mér fannst hann haga sér ágætlega, sagði Margaret Hut, ung og falleg kona, sem við hittum, en ameriskir sjónvarps- menn voru að hengja hljóðnema um háls eiginmanni hennar. Þau sátu i næstu sætaröð við Fischer. „Hann gaf mér eiginhandaáritun og var ósköp indæll, ég vona að hann vinni fyrir Bandarfkin”, sagði Margaret. Ungur og þeldökkur maður sagði: Fischer kom vel fyrir fannst mér og sagði mér að hann væri kominn til að vinna þetta skákeinvigi. Einkar prúður maður, feiminn og hlédrægur. Hann var i ágætu skapi og að minum dómi ~ sérstæður persónuleiki. —JBP— GRETTISFANG BYÐUR TIL EINVIGIS A ARBAKKANUM SJA BAKSÍÐU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.