Vísir - 04.07.1972, Síða 3

Vísir - 04.07.1972, Síða 3
Yisir iM'iftjudagur 4. júli 1972. 3 STYRJÖLDINNI AÐ NAFNINU TIL . . . . og þarna er minnismerki um striösárin á Seyðisfirði. Gamalt tundurdufl hefur verið notað i þágu fjarðarins sem oliu- tankur. staða til að huga að sinum störf- um, og það var ekki fyrr en upp úr 1960 að sildin tók að bjarga málum á Seyðisfirði, — i bili. Erlendur Björnsson kvað loft- varnarmerki hafa verið ótrú- lega tið i bænum, einn mánuðinn á hverjum degi. Svo fór Bretinn, og Amerikanar tóku við, — og þeir fóru svo i striðslokin, en eftir sátu Seyðfirðingar, sem varla höfðu veitt i soðið hvað þá meir, með nokkur tonn af sprengiefni falið i jörðu, og ann- að eins liggjandi úti á miðri höfninni. Sjálfur kvaðst Erlendur þeirra skoðunar að allt þetta sprengiefni væri löngu ónýtt, en Bretar sem komu eftir strið sóru og sárt við lögðu að allt hættulegt sprengiefni væri farið af staðnum. Að striði loknu voru sifellt að finnast sprengjur. Krakki fann sprengiefni, sem reyndist grautur einn, kveikt var i ljósum smátöflum sem fundustog dinamitpökkum, sem sprungu ekki, en innihaldið var grá drulla, sem var orðin mjög blaut og ólikleg sem sprengi- efni. Sótt var um ófriðartryggingu Seyðfirðingum til handa á striðsárunum, en að sögn Er- lendar hummaði rikisstjórnin það mál fram af sér. Og nú biða Seyðfirðingar þess að teikning- ar þær, gulnaðar af geymslu sem fundust i skjalasafni bæjar- ins, verði til þess að sprengjurn- ar i E1 Grillo verði fjarlægðar og gerðar óvirkar, ef þær þá hafa nokkra hæfni til að springa. Lika er vonazt til að hafizt upp á þeim stöðum þar sem sprengi- efni er falið i bænum og nálægt honum, það fjarlægt og sprengi- hæfni þess reynd. bá fyrst getur bærinn, sem situr á púðurtunnu andað léttara. Kafararnir tveir, Óli Rafn og Jóhannes Briem voru að setja saman skýrslu um köfunina, þegar blaðamaður Visis ræddi við þá á Seyðisfirði. Þeir höfðu ströng fyrirmæli frá ráðuneyt- inu að hrófla við engu. En augun voru opin upp á gátt og skýrslan þeirra löng og itarleg, og að þeirra sögn töldu þeir ekki ólik- legt að þarna væru 2 tundurdufl og 24 tunnur af reyk- eða djúp- sprengjum. Þeir kváðust ekki hafa verið vitund órólegir innan um drápstólinn, ,,Jói sat á tunn- unum laðmandi tundurskeyt- in”, sagði Óli og hló viö. Auk þessa sögðu þeir kassa með handföngum á, greinilega sprengiefnakassa, um allt skip, þar sem þeir gátu farið um. Vonandi fá Seyðfirðingar nú endanlega lausn á þessum vandamálum sinum, gömul sprengiefni geta oft reynzt hættulegri en ný. Að sögn sprengjusérfræðinga er alls ekki útilokað að sprengiefnin á Seyðisfirði, bæði sem eru i sjó, og eins hin sem eru uppi á landi, geti reynzt virk, og þvi stór- hættuleg. — JBP- Geithálsslysið til saksóknara Manninumslepptúr haldi Maðurinn. sem hingað kom til lands frá Bandarikjunum til þess að gefa skýrsiu um ferðir sinar vegna rannsóknarinnar á dauða- slysinu að Geithálsi fyrir fjórum árum. var iátinn laus úr haldi um helgina. Hann þvertók fyrir að hafa ekið bifreiðinni, sem olli dauða mannsins, og hvikaði ekki frá þeim framburði sinum. Gögn rannsóknarinnar og vitnaskýrslur hafa nú verið send saksóknara til ákvörðunar um, hvort mál skuli höfðað eður ei. En eins og kunnugt er hafði lög- reglan upp á manni, sem fullyrti, að hann hefði verið farþegi i slysabifreiðinni. Hann sagði lög- reglunni deili á ökumanninum, nefnilega manninum, sem verið hefur i gæzluvarðhaldi undan- farið. —GP Spasskí við landa sína: „Leiðinlegra ef enginn Fischer vœri" ..Það væri áreiðanlega leiðin- legra um að litast i skákheim- inum ef enginn Robert Fischer væri þar”. er liaft eftir heims- meistaranum Boris Spasski i stuttu rabbi við rússneska blaða- menn ekki alls fyrir löngu. ,,Ég lit á þetta einvigi sem skákhátið, sem ekki gerist nema einu sinni á ævi minni,” segir hann. Spasski er varfær um úrslitin, en fer lof- samlegum orðum um andstæðing sinn. Hins vegar taldi hann Fischer ganga með einhvers konar ofsóknaræði gagnvart sovczkum skákmönnum. „Slikt hjal hans er alveg úti hött, við berum mikla virðingu fyrir handariska skákmeistaranum sem öflugum stórmeistara”. GF Fór í faðernismól með fertugt barn Barnsfaðirinn lótinn fyrir tveimur arum Nýlega var kveðinn upp i llæstarétli dómur i máli, sem vart mun eiga sina hliðstæðu, en þar höfðaði kona nokkuð mál til staðfestingar á faðerni dóttur sinnar — stúlkubarni um fertugt. konan. og reyndar dóttir hennar lika, höfðuðu málið á hendur dánarbúi barnsföðurins. sem.andaðist fyrir tveim árum. Kn skilgetinn sonur og erfingi mannsins véfengdi faðerni dótturinnar. Þar sem ágreiningur aðilanna snerist úm 40 ára gömul atvik, og 9 mánuðum betur þó, þurfti að fá sérstakt leyfi dómsmálaráð- herra til þess að höfða málið, sem var veitt, og getur varla um jafn- langan málshöfðunarfrest — nær 40 ár. Móðirin taldi sig ekki fyrri þurfa að höfða mál til staðfest- ingar á faðerni barns síns, þvi að fram til þessa hafði það ekki verið véfengt. Hún hafði stofnað til náins kunningsskapar við manninn, þegar hún var i vist hjá systur hans i Reykjavík fyrir sem sagt 40 árum. Systirin og reyndar maður hennar höfðu bæði vitað um samdrátt þeirra, og hún sem húsmóðir á heimilinu og ná- kominn ættingi varað hjónaleysin við affeiöingunum. —Eftir nokkra mánuði fluttist konan úr vistinni og austur á land og ól þar dóttur. Viö yfirheyrslur i málinu, sem rekið var fyrir Borgardómi Reykjavikur, kom fram, að systirin var sannfærð um, að bróðir hennar væri faðir barns .ins, og einnig móðir hennar og barnsföðurins, nefnilega amman. Ennfremur hafðist upp á manni, sem hafði gengist i þvi fvrir hina ungu móður, að fá skriflega yfirlýsingu föðurins fyrir þvi, að hann væri faðir stúlkunnar. — En sú yfirlýsing var hvergi finnanleg i rannsðkn málsins. Hinsvegar fundust sannanir fyrir þvi, að barns- faðirinn hefði greitt sjúkra- kostnað lillu stúlkunnar i veik- indum hennar, þegar hún var 2 ára. i borgardómi var kveðinn upp dómur á þá leið, að nægilega veigamiklar likur þættu renna stoðum undir málsstað og stað- hæfingar þeirra mæðgna, til þess að láta málsúrslit velta á fyll- ingareiði móðurinnar. Þessari niðurstöðu var áfrýjað til hæstaréttar, sem staðfesti dóminn. Kom fram við mál- flutning þar, framburður fleiri skyldmenna hinslátna, spurnir af meðlagsgreiðslum sen hann hefði innt af hendi á árunum ’34 til’39, álit rithandarsérfræðings á undirskriftum, sem véfengt hafði verið, að væru eftir hinn látna, og vottorð sóknarprests - sem allt gekk á sama veg til þess að leiða enn frekari likur að þvi að móðirin færi með rétt mál. Ber móðurinni innan tveggja mánaða frá birtingu dómsins að vinna eið að þvi á lögmætu varnarþingi sinu, að hún hafi á timabilinu frá og með 27. nóvember 1930 til og með 22. april 1931 einungis haft holdlegar sam- l'arir við þann mann, sem hún hefur fullyrt vera föður barns sins, en það fæddist 12 okt. 1931. Konan hefur þegar unnið eiðinn, og þar með er faðerni dótturinnar orðið óvéfengjanlegt. Vörnina annaðist fyrir hönd dánarbúsins, Gunnar A. Pálsson, hrl.. en málið sótti Sigurður llelgason hrl. —GP „Nú á ég ekkert eftir nema eiginkonuna” sagði Fox dapur á svip i gær, en hann er lengst til hægri á myndinni. En hann kvaðst ciga góða konu og það væri bót i máli. t dag sér hann fram á milljónatekjur. (Ljósm. Astþór) ÉG HARÐNEITAÐI AÐ BORGA FISCHER VEGNA MYNDANNA segir Chester Fox og er ekki lengur foxvondur llann Chester Fox lék á alls oddi i morgun mcðan beðið var eftir Fischer. Var nú allt annar svipur á honum en i gærmorgun þegar aiit útlit var fyrir að ekkert yrði úr einviginu. „Svokallaður lögfræðingur Fischers heimtaði að ég greiddi þeim stórfé vegna myndanna, en ég harðneitaði” sagði Fox i samtali við Visi. Hann sagðist ákveðinn i að fara i mál við Fischer ef hann kæmi ekki. Það skyldi verða honum dýrt spaug. „Ég mun tefla sömu skák og hann, það er harkan sem gildir” sagði Fox. En i morgun voru engar hótanir um málsókn hjá manninum, enda milljóna- tekjur i augsýn. Það var þvi engin ástæða til að vera foxvondur lengur. —SG Gífurleg sala skák-frímerkinu „Frimerkið hefur selzt óvenju mikið miðað við önnur merki, sérstaklega i gærdag og scnnilcga hafa 7-8000 manns keypt það, en mismikið magn hvér. En hvort það selst upp, veit maður aldrci.það gæti komið fjör- kippur i söluna, en það er þó ó- sennilegt.” sagði Matthias Guð- mundsson, póstmeistari i viðtali við blaðið i gærmorgun um fri- # I merki heimsmcistaraeinvigisins i skák. Ekki er hægt að segja um það enn i hve stóru upplagi frimerkið var gefið út. Hefur það verið regla póststofunnar að segia ekki um það fyrr en eftir tilsettan tima. Þaö var gert er Evrópumerkið var gefið út árið 1962 i um það bil milljón ein- tökum,” og hefur það sennilega haft sin áhrif á söluna”, sagði póstmeistari,” en þá var upplagið gefið upp fyrirfram og merkið seldist upp.” Talan yfir þann fjölda fri- merkja sem seld eru hefur ekki komið fram, en eins og póst- meistari sagði, er merkið selt alls staðar á landinu. 1 gærdag er vitað til að einn keypti fyrir 150 þúsund krónur,en merkið kostar 15 krónur. -EA.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.